Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201626 „Ég held að við séum innan við tíu sem höfum lífræna vottun,“ segir Sigurður Jakobsson bóndi á Varma- læk í Bæjarsveit í Borgarfirði í sam- tali við Skessuhorn. Sauðfjárbúið á Varmalæk er eitt fárra slíkra á land- inu sem hefur lífræna vottun og hef- ur haft undanfarin þrjú ár. „Hér var byrjað á þessu fyrir nokkrum árum þegar bæði ríkið og Bændasamtök- in hvöttu bændur til að fara út í líf- ræna framleiðslu. Hærra verð fyrir kjötið var síðan gulrótin sem varð til þess að maður byrjaði á þessu,“ segir Sigurður. Sú varð raunin fyrsta árið en síðan þá segir Sigurður að verðið hafi verið sveiflukennt. „Fyrst feng- um við 20 prósent hærra verð fyrir kjötið en síðan lækkaði það niður í fimm prósent og þurrkaðist alveg út í fyrra, þegar við fengum bara sama afurðaverð og aðrir bændur. En þetta er heldur að tosast upp núna þegar við fáum tíu prósent ofan á verðið,“ útskýrir hann. „Þetta er dá- lítið skrítinn bissness, miklar sveifl- ur og maður veit ekki alveg hvernig þetta kemur til með að þróast. Kjöt- markaðurinn allur er raunar óút- reiknanlegur, mikil samkeppni við aðrar kjöttegundir og mikil fram- leiðsla á lambakjöti umfram innan- landsþarfir. Markaðslögmálið segir manni að það þýði að verðið komi ekki til með að hækka mikið, eins og kom í ljós í haust þegar afurða- verð til bænda meira að segja lækk- aði,“ segir Sigurður. „Breytt stefna nú í haust, 10 prósent yfirborgun á lífrænt vottað, gerir það reyndar að verkum að við fáum næstum því sama verð og í fyrra á meðan aðrir bændur sitja upp með 10 til 12 pró- senta lækkun. Það er ekki glæsileg staða hjá þessari stétt,“ segir Sig- urður. 70 ár aftur í tímann Til að hefja framleiðslu á lífrænu lambakjöti þarf fyrst að gera samn- ing við vottunarstofu og síðan fer í hönd tveggja ára aðlögunartími. „Þá er í raun verið að fara 70 ár aft- ur í tímann og hætt að bera tilbú- inn áburð á túnin, það er ekki lengra síðan áburðargjöf varð almenn með- al íslenskra bænda. Að sleppa áburð- argjöfinni er svona stærsti þáttur- inn í þessu,“ segir Sigurður en bæt- ir því við að hann hafi nægilega stór tún til að fóðra þær 200 kind- ur sem búið á Varmalæk telur. En auk þess að sleppa tilbúnum áburði þá er lyfjagjöf einnig aðeins leyfileg í neyðartilvikum á lífrænum búum. „Það má gefa skepnunum lyf til að bjarga þeim frá dauða eða einhverj- um hörmungum. Hins vegar er ekki mikið um að lyf séu notuð að óþörfu í íslenskum landbúnaði, þannig að það eru í sjálfu sér engir sérstak- ir annmarkar,“ segir Sigurður. Síð- an koma til aðrir þættir, til dæmis er sagt til um það í reglugerðinni að kindurnar skuli liggja á föstu und- irlagi en ekki á grindum, fái meira pláss á húsi en annað fé og geti kom- ist út þegar veður leyfir. Sigurð- ur telur þó að ef til vill mætti end- urskoða reglur um lífræna ræktun. „Það vantar kannski að taka meira mið af aðstæðum. Reglugerðirnar eru mjög strangar og bera þess að- eins merki að hafa verið teknar inn erlendis frá án þess að aðlaga þær ís- lenskum aðstæðum. Eðlilegt er að menn séu strangir í Evrópu, þar sem víða eru vandræði með eiturefna- notkun í landbúnaði og lyfjagjöf er mikil. Hér á landi notar hinn venju- legi bóndi hins vegar engin eiturefni og lítið af lyfjum við sinn búskap,“ segir Sigurður. Eftirlitið af hinu góða En jafnvel þó reglunum megi breyta og bæta þá leggur Sigurður áherslu á að fara skuli eftir þeim meðan þær gilda, ætli menn sér á annað borð að standa í lífrænni ræktun. Regl- urnar séu tilkomnar til að mæta kröfum þeirra sem séu tilbúnir að greiða hærra verð fyrir lífrænt. „Á meðan einhverjir eru tilbúnir að borga hærra verð fyrir þessa vöru, sem hefur þessa sérstöðu, þá er það hið besta mál og framleiðandanum kemur ekkert við af hverju hann vill borga meira. Kannski trúir kaup- andinn því að þetta sé betri vara og kannski hefur hann einfaldlega efni á að borga hærra verð. En ef það fæst hærra verð fyrir svona fram- leiðslu, að uppfylltum þessum skil- yrðum, þá er besta mál að uppfylla allar þær reglur sem mönnum eru settar,“ segir hann og bætir því við að eftirlit sé gott með lífrænt vott- uðum búum. „Við fáum úttekt einu sinni á ári, sem við greiðum fyrir, og svo geta menn átt von á óvænt- um eftirliti. Það gerðist hjá mér í vor þegar birtist eftirlitsmaður í hlaðinu. Það þýðir ekki að taka bara til þegar maður veit að maður á von á heimsókn,“ segir Sigurður léttur í bragði. „En auðvitað er um að gera að eftirlit sé gott. Menn fá athuga- semdir ef eitthvað er ekki alveg í lagi og þá tækifæri til að laga það.“ Lífrænt kjöt frá Varma- læk á OK Bistro Aðspurður kveðst hann ekki al- veg gera sér grein fyrir hvort auk- in eftirspurn sé eftir lífrænt vott- uðu lambakjöti. „Sú mýta hefur ver- ið lífsseig að allt íslenskt lambakjöt sé svona „næstum því“ lífrænt. Það er hins vegar ekki vottað sem slíkt. Til er kúnnahópur sem vill vott- un og ég held að menn þurfi enn markvissari markaðssetningu á líf- rænt vottuðu kjöti,“ segir Sigurður. „Sláturhúsið á Blönduósi hefur gert samning við Krónuna um sölu á sér- merktu lífrænu lambakjöti í versl- unum sínum. Hilluplássið undir lífrænt hefur aukist í verslunum á síðustu árum, þannig að fólk kaup- ir lífrænt. En hvað varðar lamba- kjötið er ég ekki viss um að kaup- andinn sé kominn á bragðið enda hefur lífrænu lambakjöti ekki ver- ið haldið sérstakleg að fólki,“ segir hann. „Hins vegar er veitingastað- urinn OK Bistro, hér í Borgarnesi, með lambakjöt frá mér, vottað og auglýst sem slíkt á matseðli. Þann- ig að veitingahúsin eru kannski að- eins að taka við sér,“ bætir hann við. Hins vegar segir hann að hingað til hafi ekki verið lögð mikil áhersla á lífrænt lambakjöt í markaðssetningu almennt. Markaðsstarf Markaðsráðs lambakjöts hafi fyrst og fremst mið- ast að því að skapa íslensku lamba- kjöti sérstöðu sem heild og þar á bæ leggi menn áherslu á að selja massann af kjöti. Aðspurður hvort hann hafi velt fyrir sér sölu beint frá býli játar hann því, en telur það ekki vænlegt. „Það eru óskaplega margir að berjast á þeim markaði, sérstak- lega núna í haust. Það er ekki síð- ur áhættusamt. Það er ekkert mál að selja vinum og kunningjum tíu, tutt- ugu skrokka en að finna sér markað til að selja 300 skrokka er allt annað dæmi og áhætta að sitja á birgðum og þurfa kannski að selja á undir- verði. Þar að auki kostar að eiga lag- er,“ segir hann. Stóru möguleikarnir kannski í Evrópu „Við sem stöndum í þessu treystum um þessar mundir svolítið á samn- inginn við Krónuna. Vonum að slát- urhúsið geti afsett kjötið þangað og haldið áfram að borga hærra verð. En ég held að ef menn ætli að fara að slást á þessum lífræna markaði þá byrji undirboðin, eins og mér sýnist vera á hinum hefðbundna markaði,“ segir hann. Aðspurður hvort hann mæli með að bændur láti af venjulegum sauð- fjárbúskap og fari út í lífrænt svarar Sigurður: „Ef þeir hafa aðstöðu til þá er þetta ekkert mál. Hins vegar getur þetta aldrei orðið bara hug- sjón. Bændur verða að hafa ein- hvern ávinning af því að standa í þessu. Þannig að ég sé ekki að allir fari út í þetta, ekki nema við finnum einhvern súper markað erlendis,“ segir Sigurður og bætir því við að þar liggi ef til vill tækifæri lífrænna framleiðenda. „Íslenskur markaður er sérstakur að mörgu leyti. Menn horfa fyrst og fremst til verðsins vegna þess að þeir treysta á að fram- leiðslan sé góð, því íslenskur matur er almennt góður. Það er nokkurn veginn hægt að treysta á að íslensk vara sem keypt er úti í búð sé í lagi,“ segir hann. „Möguleikarnir liggja því kannski í Evrópu. Þar eru svaka- legir markaðir fyrir lífrænt vottað vegna þess að menn treysta ekki allri „venjulegri“ matvöru lengur og hvernig hún er framleidd,“ seg- ir hann. Ferðamenn borða það sem þeir þekkja Stundum hefur verið nefnt að líta þurfi í auknum mæli til vaxandi fjölda ferðamanna við sölu á lambakjöti á innanlandsmarkaði. Sigurður hefur hins vegar orð á því að vaxandi fjöldi ferðamanna hafi ekki skilað sér í auk- inni neyslu á lambakjöti. „Þrátt fyr- ir fjölgun ferðamanna virðist nú sem þeir hafi ekki aukið sölu eða neyslu á lambakjöti neitt verulega, því mið- ur,“ segir hann. „Túristar borða það sem þeir þekkja. Hingað til lands koma ferðamenn frá þjóðum þar sem er einfaldlega ekki mikil hefð fyrir því að borða lambakjöt. Þeir eru al- veg til í að smakka, alveg eins og við gerum þegar við ferðumst erlend- is, við smökkum eitthvað lókal af því það er spennandi og til að geta sagt frá því. Ef til vill er hægt að vinna ör- lítið á þarna en ferðamenn eru senni- lega ekki að fara að gleypa lambakjöt í alla mata hér. Stóru tækifærin fyr- ir lífræna lambakjötsframleiðendur gætu hugsanlega legið í því að kom- ast á lífræna markaði í Evrópu sem borga vel,“ segir Sigurður að lokum. kgk Bændur verða að hafa einhvern ávinning af lífrænni framleiðslu Rætt við Sigurð Jakobsson, bónda á Varmalæk í Borgarfirði Veitingastaðurinn OK Bistro í Borgarnesi, sem opnaður var fyrr á þessu ári, býður á matseðli sínum upp á lífrænt vottað lambakjöt frá Varmalæk. Varmalækur í Borgarfirði. Sigurður Jakobsson bóndi á Varmalæk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.