Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 20162 sem er um metri að þykkt og þyrfti að standa í nokkra mánuði til að ná fullu sígi. Hins vegar að grafa niður á burðarhæfan botn og nota allt að 2,5 metra þykka fyllingu. Í samráði við Eflu var síðari kosturinn valinn og grafið verður niður á burðarhæf- an botn, jarðvegsskipt í götunni og hún síðan malbikuð. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að tilboð í verkið lægi fyrir um miðjan nóvembermánuð en vegna tafa sem orðið hafa við hönnunar- vinnuna standast þær áætlanir ekki. „Hönnun er enn í gangi, hún hef- ur því miður tafist og ljóst að henni verður ekki lokið fyrr en seinni part nóvembermánaðar,“ segir Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipu- lags- og umhverfissviðs, í samtali við Skessuhorn. „Stefnt er að því að til- boð liggi fyrir fyrri part desember- mánaðar,“ bætir hann við. Upphaflega var gert ráð fyrir því að endurgerð Vesturgötu yrði lokið á fyrri hluta næsta árs en nú er ljóst er að svo verður ekki. Sigurður Páll vonast til að verkið geti hafist í mars, ef veður leyfir. Sigurður Páll telur þó að verklok eigi ekki að tefjast mikið. „Líkur eru á að byrjun verks verði í mars á næsta ári, en það fer eftir tíð- arfari, og að framkvæmd verði lokið um mitt ár 2017,“ segir hann. Einstefna milli Stillholts og Háholts Samhliða framkvæmdum verða lagnir sem liggja í götunni endurnýj- aðar, eða endurbættar þar sem það á við. Ekki er gert ráð fyrir neinu jarð- raski á lóðum húsa, en komi til þess verður haft samband við eigendur. „Reynt verður eftir fremsta megni að lágmarka óþægindi íbúa vegna framkvæmdanna en nánari upplýs- ingar verða sendar eigendum þegar nær dregur,“ segir í dreifibréfi sem bráðlega verður sent íbúum á fram- kvæmdasvæðinu. Þá hefur verið ákveðið að þrengja Vesturgötu og hafa einstefnu milli Stillholts og Háholts þar til fram- kvæmdir hefjast. Er það talið nauð- synlegt til að létta á umferð um göt- una. Aðspurður kveðst Sigurður Páll vænta þess að kaflinn verði gerður að einstefnu í næstu viku. kgk Nú þegar vetur konungur mætir á svæð- ið og minnir á sig er ekki úr vegi að minna vegfarendur á að undirbúa bifreiðar sínar undir komandi kuldatíð. Það er að ýmsu að huga, svo sem dekkjaskiptum, að fylla á rúðupissið og að gæta þess að hafa sköfu í bílnum til að vera viss um að sjá vel til allra átta þegar frysta tekur. Á fimmtudag verður vestlæg átt, allhvöss um tíma sunnan til. Skúrir eða él í flest- um landshlutum en úrkomulítið verður á suðausturlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast um landið sunnanvert. Á föstudag verður suð- vestan kaldi með éljum en hægari og létt- skýjað austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á laug- ardag spáir allhvassri sunnanátt austan- lands með rigningu en norðaustanátt um landið vestanvert og fer yfir í slyddu eða snjókomu norðvestanlands. Því gæti orð- ið tvísýnt með flutning kjörgagna á taln- ingarstað hér í Norðsvesturkjördæmi. Á sunnudag er útlit fyrir nokkuð hvassa norðvestanátt og snjókomu eða slyddu um landið norðanvert en úrkomulítið verður sunnan til. Á mánudag lítur út fyrir vestlæga átt og þurrviðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvernig verð þú frítíma þínum?“ 19% svarenda segjast verja frítímanum með fjölskyldunni. 15% horfa á sjónvarp en 11% segjast tala við sjálfan sig. Einungis 7% svarenda lesa bækur í sínum frítíma og 6% segjast verja honum í að hugsa. Fæstir nýta frítímann í að stunda íþrótt- ir eða líkamsrækt eða einungis 3%. Lang- flestir segjast gera allt ofangreint í frítíma sínum, eða 30% svarenda. 8% svarenda segjast ekki gera neitt af ofangreindu í sínum frítíma. Í næstu viku er spurt: „Er slysavörnum nægjanlega sinnt hér á landi?“ Konur eru Vestlendingar vikunnar, bæði fyrir og eftir klukkan 14:38. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Húsbíllinn lagðist á hliðina Sex umferðaróhöpp urðu í umdæmi Lögreglunnar á Vest- urlandi í liðinni viku. Allir hlut- aðeigandi sluppu án teljandi meiðsla frá þessum óhöppum, að því best er vitað, enda fólkið með öryggisbeltin spennt. Í dag- bók lögreglu kemur m.a. fram að erlend hjón, sem voru á húsbíl, leituðu skjóls undir Brekkufjalli í Borgarfirði í óveðrinu sl. föstu- dag. Fengu þau inni í sumar- húsi og gistu þar um nóttina og komu húsbílnum í skjól við hús- ið en í honum þorðu þau ekki að gista því hann lék á reiðiskjálfi. Það gekk á með vindhviðum um nóttina og þegar þau litu út um morguninn þá sáu þau hvar hús- bíllinn hafði fokið frá húsinu og lent á hliðinni neðan við veg- slóða. „Mörgum finnst undarlegt að verið sé að leigja út húsbíla og hjólhýsi til erlendra ferðamanna á þessum árstíma þegar Íslend- ingar eru flestir búnir að koma sínum húsbílum, hjólhýsum og fellihýsum í öruggt skjól fyrir veðri og vindum,“ segir Theó- dór Þórðarson yfirlögreglu- þjónn hjá LVL. -mm Betra að nota bremsuna - þegar þarf! VESTURLAND: Lögreglunni á Vesturlandi var í liðinni viku tilkynnt um einkennilegt akst- urslag jeppa sem ekið var að sunnan. Strax og sást til jeppans kom í ljós að ekki var allt með felldu með aksturinn. Jeppanum var ekið mjög hægt og rykkjótt og stundum var hann alveg út í kanti. Þegar náðist að stöðva bílinn, sem gerðist eftir nokkr- ar tilraunir, kom í ljós að í hon- um voru tvær asískar konur sem voru í lagi að öðru leyti en því að þær kunnu ekkert á bílinn. Eftir örnámskeið hjá lögreglunni um hvernig aka eigi sjálfskiptum bíl þá fóru þær aftur af stað og ók lögreglan á eftir þeim. Skömmu síðar voru þær stöðvaðar aft- ur og þeim bent á að betra væri að standa ekki á bremsunni þeg- ar ekið væri áfram. Að leiðbein- ingum loknum var þeim leyft að halda áfram og var þeim óskað góðrar ferðar en þær höfðu leigt bílinn í Reykjavík þaðan sem þær voru að koma. Að sögn lög- reglu bárust ekki frekari tilkynn- ingar um ferðir þessara kvenna um þjóðvegi landsins. -mm Sótt var um stofnframlög úr ríkis- sjóði til að byggja eða kaupa 104 Leiguheimili á landsbyggðinni, þar af sex á Akranesi, en 467 á höf- uðborgarsvæðinu. Samtals sóttu 14 aðilar um framlög til bygging- ar eða kaupa á 571 íbúð á 28 stöð- um í 17 sveitarfélögum. Á Akra- nesi var það Brynja, hússjóður Ör- yrkjabandalagsins, sem óskaði eft- ir því að geta byggt eða keypt sex íbúðir. Leiguheimilin svokölluðu byggja á nýlegu lagafrumvarpi Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæð- ismálaráðherra. Eru Leiguheim- ilin nýtt húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd sem ætlað er að verða langtíma valkostur fyrir almenn- ing á leigumarkaði þar sem leigu- greiðslur verða lægri en á almenn- um markaði. Eru íbúðirnar ætlað- ar tekjulágum fjölskyldum og til að sækja um slíkar íbúðir mega mán- aðartekjur heimilisins ekki vera yfir ákveðnum mörkum. Tekjumörkin fyrir einstætt tveggja barna foreldri eru núna 593.584 kr., fyrir hjón eða sambúðarfólk með tvö börn 751.917 kr. og 949.750 kr. fyrir hjón eða sambúðarfólk með fjög- ur börn. Tekjumörkin verða endur- skoðuð árlega. „Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðis- kerfi flytji inn í svonefnd Leigu- heimili,“ segir í tilkynningu. „Bú- ist er við að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar á næsta ári.“ Hægt er að kaupa íbúðir og færa inn í Leiguheimilakerfið eða byggja nýtt íbúðarhúsnæði. Í flestum tilfellum þarf þó að reisa Leiguheimilin frá grunni. „Enda er víða lítið framboð af hagkvæmu húsnæði og eina af kröfunum fyrir úthlutun stofnframlags er að hús- næðið sé byggt á hagkvæman og hugvitsamlegan hátt,“ segir í til- kynningu. Hluti Leiguheimilanna verður laus til umsóknar fljótleg en hluti gæti komist í gagnið eftir um eitt og hálft ár, eins og áform Almenna íbúðafélagsins gera ráð fyrir. kgk Leiguheimili gætu risið á Akranesi innan tíðar Eins og Skessuhorn greindi frá fyrr í haust stendur til að endurbyggja Vesturgötu á Akranesi og hluta gang- stétta, milli Stillholts og Merkigerð- is. Var verkfræðistofan Efla fengin til að meta ástand steypunnar í göt- unni, þá sér í lagi undirlag hennar og grunnvatnsástand. Gatan var fræst í sumar og ekki talið skynsamlegt að fara beint í malbikun hennar fyrr en undirlag götunnar hefði verið kann- að frekar. Niðurstöður þeirra athug- ana voru að tvær leiðir væru færar til að byggja götuna upp að nýju; annars vegar að með fljótandi jarðfyllingu, Endurgerð Vesturgötu á að hefjast á vormánuðum Á fundi byggðarráðs Dalabyggð- ar 13. október sl. var lagður fram tölvupóstur frá Orkufjarskiptum, dagsettur 19. september 2016. Þar er sveitarfélaginu tilkynnt af stjórn fyrirtækisins að það hafni tilboði Dalabyggðar um kaup á heim- taugum ljósleiðara á Skógarströnd og Hörðudal, en fyrirtækið lagði sem kunnugt er stofnstreng ljós- leiðara um Skógarströnd að fengn- um stuðningi frá Fjarskiptasjóði. „Byggðarráð harmar ákvörðun stjórnar fyrirtækisins sem er í opin- berri eigu og hefur lagt stofnstreng um Skógarströnd með stuðningi Fjarskiptasjóðs. Um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir íbúa og óþolandi er að lagðir séu stofn- strengir um lönd án þess að hirða um að tengja þá byggð sem farið er hjá,“ segir í fundargerð. Í framhaldi samþykkti byggðar- ráð að fela sveitarstjóra að kanna hug annarra fjarskiptafyrirtækja á samvinnu um ljósleiðaravæðingu Skógarstrandar og Hörðudals á sömu forsendum. kgk Segja óþolandi að lagðir séu stofn- strengir án þess að tengja byggðina Vesturgata á Akranesi, horft í átt gatnamótunum við Stillholt. Gert er ráð fyrir að gatan verði þrengd og ein- stefna höfð milli Stillholts og Háholts þar til framkvæmdir hefjast, til að létta á umferð um götuna. Ástand götunnar er víða mjög slæmt og á allnokkrum stöðum stendur steypu- styrktarjárnið upp úr götunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.