Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 13 Við ætlum að byggja upp fyrsta flokks heilbrigðiskerfi og efla Heilbrigðisstofnun Vesturlands gera betur við barnafjölskyldur, lengja fæðingarorlof í 12 mánuði og hækka barnabætur leggja áherslu á matvælaöryggi, lýðheilsustefnu og landbúnað í sátt við byggð og náttúru tryggja öruggar samgöngur - tvöföldun Vesturlandsvegar standa vörð um menntastofnanir á Vesturlandi styðja betur við ungt fólk, hjálp við kaup á fyrstu fasteign og betra námslánakerfi tryggja öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu ná sátt um afgjald vegna auðlindanýtingar, starfsumhverfi útgerðar og kjör sjómanna styðja við uppbyggingu á fjölbreyttu atvinnulífi í sátt við umhverfið | Guðjón Brjánsson | Inga Björk Bjarnadóttir | Hörður Ríkharðsson | Pálína Jóhannsdóttir 1 2 3 4 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2016 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 3. nóvember Föstudaginn 4. nóvember Tímapantanir í síma 438 – 1385 Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 S K E S S U H O R N 2 01 6 Það stefnir í metár í íslenskum kvikmyndaiðnaði en búast má við að velta í framleiðslu á kvikmynd- um, myndböndum og sjónvarps- efni hér á landi muni tvöfaldast á þessu ári ef mið er tekið af veltu fyrstu sex mánuða ársins. Áætl- uð velta þessa árs er 24,4 millj- arðar króna í samanburði við 11 milljarða króna veltu á síðasta ári. Þegar horft er á tímabilið janú- ar til júní á þessu ári eru umsvif- in þegar orðin tvöföld á við það sem var á sama tíma í fyrra. Frá árinu 2008 hafa umsvifin á þess- um markaði fimmfaldast en árið 2008 var veltan rúmir 4,4 millj- arðar króna. Kristinn Þórðarson, framleið- andi hjá Truenorth og formaður Sambands íslenskra kvikmynda- framleiðenda (SÍK), segir mikla grósku í íslenskri kvikmyndagerð en staðreyndin sé að veltuaukn- inguna megi nær eingöngu rekja til þess að undanfarin ár hafi verið gríðarlegur áhugi erlendra fram- leiðenda á að koma til Íslands. „Árið 2016 er engin undantekn- ing því hingað kemur hver stór- myndin af annarri. Kvikmynda- gerðarfólk Fast and Furious voru við tökur í vetur norður í landi og Akranesi og framleiðendur Forti- tude komu aftur til Íslands í tök- ur á þáttaröð númer tvö. Seinni part ársins hafa fjögur banda- rísk stórverkefni komið til lands- ins. Áhrif þessara verkefna á Ís- land eru mjög jákvæð og nægir að nefna aukningu ferðamanna auk beinna tekjutengdra áhrifa sem dreifist á alla landsbyggðina því verkefnunum fylgja yfirleitt tök- ur utan höfuðborgarsvæðisins. Erlendir framleiðendur og leik- stjórar eru fyrir löngu búnir að uppgötva hversu stórfengleg ís- lensk náttúra er og nýta sér það við gerð sinna mynda á meðan fjármagn til íslenskra kvikmynda er svo takmarkað að íslenskir framleiðendur hafa ekki efni á að fara langt út fyrir sitt nærsvæði og nýta náttúruna á sambærilegan hátt. Þess vegna er brýnt að styðja betur við uppbyggingu íslenskrar kvikmynda- og sjónvarpsgerðar með hærri fjárframlögum enda er þetta orðinn einn öflugasti mið- ill í heiminum. Það þarf að auka framleiðslu á íslensku efni bæði fyrir heimamarkað og sem út- flutningsvöru en það hefur sýnt sig að útlendingar er sólgnir í ís- lenskt efni.“ Guðný Guðjónsdóttir, forstjóri Sagafilm, tekur undir orð Krist- ins og segist finna fyrir stóraukn- um áhuga hjá erlendum dreif- ingaraðilum og sjónvarpsstöðv- um á íslensku efni í kjölfar vel heppnaðra sjónvarpsþáttaraða líkt og Réttur og Ófærð. „Nordic Noir, íslenskt umhverfi, íslensk- ar sögur og tónn er vinsælt efni um þessar mundir. Við þurfum að hamra járnið á meðan það er heitt, styrkja Kvikmyndasjóð enn frekar og stórauka framleiðslu á íslensku efni bæði fyrir íslenska þjóð sem og fyrir erlenda dreif- ingu. Kvikmyndagerðin hefur verið að eflast mikið síðastliðin ár bæði í gæðum og fagmennsku en við höfum tækifæri til að gera enn betur, framleiða meira og dreifa víðar. Við eigum að leggja áherslu á íslenskt hugverk og hinn sterka miðil sem sjónvarp- ið er.“ -tilkynning Stefnir í metár í íslenskum kvikmyndaiðnaði Tökur á kvikmyndinni Fast-8 fóru m.a. fram í Mývatnssveit og á Akranesi í vor. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.