Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201638 Kveikirðu á kertum í skammdeginu? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Sveinborg Kristjánsdóttir: Já, ég kveiki á kertum í skamm- deginu. Það er svo fallegt og notalegt. Inga Þóra Lárusdóttir: Já, það er svo kósí. Sjöfn Magnúsdóttir: Alltaf, því það er svo notalegt. Haustið er uppáhaldstíminn minn. Kristín Helga Ragnarsdóttir: Já, það lýsir upp skammdegið. Eyrún Jónsdóttir: Já, af því ég ólst upp við að það sé kveikt á kertum. Ég er líka al- gjört jólabarn. Síðastliðinn föstudag var dregið í bikarkeppni Körfuknattleikssam- bands Íslands, auk þess sem sam- bandið kynnti nýjan samstarfsaðila, Ölgerðina. Mun bikarkeppni KKÍ bera nafnið Maltbikarinn næstu þrjú árin. Dregið var í 32-liða úrslitum karla, þar sem 31 lið er skráð til leiks. Því var dregið í 15 viðureignir en eitt lið situr hjá og fer beint í næstu umferð. Í 16-liða úrslitum kvenna eru tólf lið skráð til leiks. Dregið var í fjórar viðureignir og fjögur lið sitja hjá og fara beint í átta liða úrslit. Sex körfuknattleikslið af Vestur- landi eru skráð til leiks í bikarkeppn- ina að þessu sinni. Snæfell, ríkjandi bikarmeistarar kvenna, tekur á móti Val en Skallagrímur situr hjá og fer beint í átta liða úrslit. Í bikarkeppni karla taka Grund- firðingar á móti Fsu, ÍA fær Fjölni í heimsókn, Snæfell heimsækir Val og Skallagrímsmenn sækja Breiða- blik heim. Allir leikirnir í 32-liða úrslitum karla og 16-liða úrslitum kvenna fara fram dagana 5.-7. nóvember næstkomandi. kgk Dregið í bikar- keppni KKÍ Kristófer James Eggertsson, ungur Snæfellsbæingur, hefur undanfar- in tvö ár stundað nám við Maltby Academy í Suður-Englandi. Þar hefur hann lagt stund á íþróttafræði ásamt því að æfa og spila knatt- spyrnu með Sheffield FC. Hann útskrifaðist úr náminu nú í sumar og kom heim til Íslands. Í sumar æfði hann svo með meistaraflokki Víkings Ólafsvíkur. Maltby Aca- demy hélt svo uppskeruhátíð sína á dögunum. Þar fékk Kristófer James viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur yfir allan skólann ásamt því að vera valinn leikmaður ársins í sínum flokki. Eru þetta meðal virð- ingarmeiri verðlauna sem skólinn veitir á hverju ári. Kristófer James stefnir á háskóla- nám í Bandaríkjunum og byrjar nám í Barton community college í janúar næstkomandi. Þar mun hann æfa og spila fótbolta með Barton Cougars en hann hefur fengið styrk út á fótboltann til að stunda nám og fótbolta. þa Snæfellsbæingur gerir það gott í fótboltanum Nemendur Grunnskólans í Borg- arnesi hlupu Norræna skólahlaup- ið mánudaginn 17. október sl. Nor- ræna skólahlaupið fór fyrst fram á Ís- landi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Með Nor- ræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu og að skýra nauðsyn þess að hreyfa sig og stuðla þannig að betri heilsu. Flestir nemendur hlupu 2,5 km og fengu mjólk að drekka að hlaupi loknu. Lukkudýr körfuknattleiks- deildarinn kom í heimsókn og tók smá upphitun með krökkunum áður en þau lögðu af stað í hlaupið og tók á móti þeim að hlaupi loknu. sös Krakkar í Borgarnesi hlupu Norræna skólahlaupið Fyrr á þessu ári ákvað KSÍ að út- deila 453 milljónum króna í svo- kallað EM-framlag til knattspyrnu- félaga hér á landi. ÍA og Víkingur Ólafsvík fengu langhæsta framlag- ið af liðunum á Vesturlandi; ÍA 17 milljónir og Víkingur Ólafsvík 14,3 milljónir. Skessuhorn greindi frá því í ágúst að ÍA hefði tekið ákvörð- un um að nota peninginn í uppeld- isstarf félagsins. Víkingur Ólafsvík hefur nú tek- ið ákvörðun hvernig félagið hyggst nýta sinn pening. Í svari Jónas- ar Gests Jónassonar við fyrirspurn Skessuhorns kemur fram að Vík- ingur ætlar sér að nota peninginn í að efla starf félagsins enn frekar. „Meistaraflokkur karla náði sínum besta árangri í sumar, varð í 10. sæti í Pepsí deildinni og meistara- flokkur kvenna náði einnig sínum besta árangri og vann sér rétt til að spila í hinni nýju 1. deild á næsta ári. Yngri flokka starfið hefur geng- ið vel og reynt er að halda úti starfi í öllum flokkum svo allir iðkend- ur hafi verkefni. Núna eru um 140 iðkendur að æfa knattspyrnu í yngri flokkum en þess má geta að um 250 krakkar eru í Grunnskóla Snæfells- bæjar en yngri flokkar keppa í sam- eiginlegu liði Snæfellsness. Mikið samstarf er á milli meistaraflokka og yngri flokka og þess má geta að sex leikmenn meistaraflokkanna voru aðstoðarþjálfarar hjá yngri flokkum á þessu ári,“ segir í Jónas Gestur. bþb Víkingur Ó. ætlar að nota EM-framlagið í að efla starfið frekar Svipmynd úr viðureign Vesturlandsliðanna í Pepsídeildinni í sumar. Hér er Einar Hjörleifsson að verja vítaspyrnu Garðars Gunnlaugsonar úr ÍA. Á dögunum var frumsýnd í Moskvu óperan „Skáldið og biskupsdótt- irin“. Tónlistin er Alexöndru Chernyshovu og handritið eftir Guðrúnu Ásmundsdóttir leikkonu. Fyrstu tónleikar voru í Gogol-safn- inu, og aðrir tónleikar voru í hinni virtu tónlistarakademíu Gnessin í Moskvu. Flytjendur frá Íslandi voru: Alexandra Chernyshova sópran, Jónína Erna Arnardóttir píanó, og Guðrún Ásmundsdótt- ir leikkona. Ásamt íslenskum tón- listarmönnum komu fram óperu- söngvarar frá Moskvu, þeir Ser- gey Telenkov bass-barítón, Arte- miy Mezikov tenór, Lubov Molina kontraalt, Valeria Zelenskaja sópr- an og Valeria Petrova píanó. „Það var hátíðleg stund í Gogol- safninu 14. október síðastliðinn er Alexandra Chernyskhova kynnti óperu sína „Skáldið og biskups- dóttirin“ fyrir fullum sal,“ segir frú Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Moskvu. Guðrún Ás- mundsdóttir, leikkona og handrits- höfundur, fór yfir samstarf þeirra Alexöndru og móðir tónskálds- ins skýrði söguþráð verksins fyrir rússneskum áhorfendum. „Það var stórkostlegt að hlusta á rússnesku söngvarana syngja ótrúlega vel ís- lenskan texta um samband Hall- gríms Péturssonar og Ragnheiðar biskupsdóttur. Fyrir utan fallegan söng þá var sviðsframkoma Alex- öndru einstaklega heillandi. Hún er gott dæmi um þann mannauð sem innflytjendur geta fært land- inu. Eftir 13 ár á Íslandi hefur hún afrekað ótrúlega mikið,“ segir Berglind. kgk Óperan Skáldið og biskupsdóttirin frumsýnd í Moskvu Að lokinni vel heppnaðri frumsýningu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.