Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 19
Þekking
Gæði
Þjónusta
Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388
„Stykkishólmur er á réttri leið,“
skrifar Sturla Böðvarsson bæjar-
stjóri í vikulegum pistli á heima-
síðu Stykkishólmsbæjar. Tilefnið er
úttekt Vísbendingar, tímarits sem
fjallar um viðskipti og efnahag. Mið-
illinn hefur í mörg ár skoðað fjár-
hag sveitarfélaga og gefið sveitar-
félögunum einkunn. „Þegar núver-
andi meirihluti bæjarstjórnar Stykk-
ishólms tók við var Stykkishólmur í
34. sæti af 36 sveitarfélögum á list-
anum. Eftirlitsnefnd með fjármál-
um sveitarfélaga hafði gefið bæjar-
stjórn rauða spjaldið og allt stefndi
í mikil vandræði og íbúum fækkaði,“
skrifar Sturla. „Núverandi meiri-
hluti hefur frá fyrsta degi leitað allra
leiða til þess að rétta reksturinn við
og gæta hófs í skattlagningu en um
leið setja af stað ýmsar framkvæmdir
til þess að koma á öflugri hreyfingu
sem skilar sér í auknum tekjum og
bættum rekstri. Einkunnagjöf Vís-
bendingar skilaði sér strax 2015 eftir
uppstokkun seinni hluta ársins 2014
og færðist Stykkishólmur þá upp úr
34. sæti í 24. sæti. Nú hafa þau tíð-
indi gerst að hagræðing og breytt
stjórnun bæjarfélagsins hefur skilað
okkur í 14. sæti í einkunnagjöf Vís-
bendingar sem er í raun ótrúleg-
ur árangur, en sýnir að við erum á
réttri leið. Við getum ótrauð hald-
ið áfram við að byggja upp samfé-
lagið og bæta aðstöðuna í þágu bæj-
arbúa,“ skrifar Sturla jafnframt.
Hann fer í pistli sínum yfir helstu
framkvæmdir á vegum bæjarins það
sem af er þessu ári. Þar á meðal er
endurgerð og malbikun Víkurgötu,
malbikun og steypa gangstétta við
Stykkishólmur kominn upp í fjórtánda
sæti á lista Vísbendingar
gatnamót Aðalgötu og Borgar-
brautar, framkvæmdir við 550 fer-
metra byggingu Amtbókasafns
við Grunnskólahúsið og bætt að-
gengi fatlaðra við Grunnskólann og
Íþróttamiðstöðina. „Á sviði skóla-
mála og menningarmála hefur ver-
ið mikil gróska. Bæjarstjórn hefur
samþykkt eftir vandaðan undirbún-
ing bæði Skólastefnu Stykkishólms
og Menningarstefnu Stykkishólms
sem stjórnendur skólanna og menn-
ingarstofnana bæjarins munu fylgja
fram með sínu fólki. Það má með
sanni segja að það ríki bjartsýni í
Stykkishólmi á þessum haustdögum
og það mátti vissulega merkja það
við setningu Norðurljósahátíðar í
Stykkishólmskirkju í gær [fimmtu-
dag] þar sem kirkjukór og organisti
Stykkishólmskirkju fengu heiðurs-
viðurkenningu Stykkishólmsbæjar. Í
lok þessa pistils vil ég hvetja bæjar-
búa til þess að njóta þeirra viðburða
sem boðið er uppá um helgina í
nafni Norðurljósahátíðar 2016,“
segir Sturla Böðvarsson.
mm