Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201614 Íslendingar ganga til alþingis- kosninga laugardaginn 29. októ- ber næstkomandi. Framboðslistar hér í Norðvesturkjördæmi eru tíu talsins. Þeir eru eftirfarandi, í staf- rófsröð eftir listabókstaf: A-listi Bjartrar framtíðar, B-listi Fram- sóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar, F- listi Flokks fólksins, P-listi Pírata, S-listi Samfylkingarinnar, T-listi Dögunar og V-listi Vinstri hreyf- ingarinnar græns framboðs. Norðvesturkjördæmi er fá- mennasta kjördæmi landsins og hefur átta sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarþingsæti. Alls eru 21.479 á kjörskrá í kjördæminu í komandi Alþingiskosningum, 0,7 prósent- um fleiri en árið 2013. Kosninga- bærir karlar í NV-kjördæmi eru 10.995 en konur 10.484. Kosningarétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og eiga lögheimili á Íslandi. Jafnframt eiga kosninga- rétt íslenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til ann- arra landa eftir 1. desember 2007 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag. Einnig eiga kosningarétt þeir ís- lenskir ríkisborgarar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2007 og sótt hafa sér- staklega um til Þjóðskrár Íslands að fá að kjósa í komandi alþing- iskosningum fyrir 29. september síðastliðinn. Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili fimm vikum fyrir kjördag, eða í síðasta lagi 24. sept- ember 2016. Flutningur lögheim- ilis eftir þann tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Kjósendur kynni sér kjörfundi og kjörstaði Almennt eru kjörstaðir í fjölmenn- ari kjördeildum opnir frá klukkan 9:00 til 22:00, en á því eru undan- tekningar eins og lög gefa heimild til. Sem dæmi má nefna að kjör- fundur í Skorradalshreppi fer fram í íbúðarhúsnæðinu á Indriðastöð- um og opnar kl. 12 á hádegi. Þá eru sumar kjördeildir í Borgar- byggð og Snæfellsbæ sem verða opnaðar kl. 10:00 eða síðar og eru opnar skemur en til kl. 22:00. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um kjörfundi í þeim sveitarfélögum þar sem þeir eru á kjörskrá. Nokkur sveitar- félög auglýsa kjörfundi í Skessu- horni vikunnar en að öðrum kosti geta kjósendur nálgast upplýsingar um kjörstaði og kjörfundi á skrif- stofum sveitarfélaganna eða á vef- síðum þeirra á netinu. Ef einhver er ekki viss hvar hann á að kjósa þá má benda á vefinn www.kosning. is. Til vinstri á þeim vef er hægt að smella á flipa sem heitir „Hvar er ég á kjörskrá?“. Þar geta kjós- endur slegið inn kennitölu sína og fengið að vita hvar þeir eiga að mæta á kjörstað. Þá eru kjósendur minntir á að hafa meðferðis á kjörstað löggild persónuskilríki, svo sem gilt vega- bréf eða ökuskírteini. kgk Kosið verður til Alþingis laugardaginn 29. október Atkvæði greitt í kosningum til Alþingis fyrir þremur árum síðan. Eins og sagt var frá fyrr á þessu ári fór í sumar fram tilraunaverkefni á vegarkafla í kríuvarpinu á milli Rifs og Hellissands. Tilraunaverkefnið fólst í því að nokkrir stuttir vegar- kaflar voru málaðir í nokkrum litum til að athuga hvort það myndi koma í veg fyrir að ungarnir settust á veg- inn en kríuungadauði er mjög al- gengur á þessum slóðum enda um- ferð mikil. Það var Hanna Kristrún Jónsdóttir sem sá um verkefnið fyrir Sjávarrannsóknarsetrið Vör en nið- urstöður tilraunaverkefnisins gefa til kynna að kríuungar forðist rauð- malaðan veg. Vegurinn var málaður í grænum, bláum og rauðum lit og reynt að kanna hvort litirnir drægju úr því að ungarnir færu eins mikið út á veginn þar sem hann væri ekki lengur í felulitum og safnaði heldur ekki eins miklum hita í sig. Úrtakið reyndist þó minna en aðstandendur verkefnisins vonuð- ust eftir og því var erfitt að segja til um hvort litirnir hafi virkað eins og til var ætlast. Sýndu tölfræði- próf að ungadauði á græna litnum hafi farið minnkandi með sumr- inu og að ungadauði var mjög lít- ill á rauða litnum allt sumarið. Úti- lokað er að blái liturinn verði not- aður áfram ef áframhald verður á þessari rannsókn en mikil aukning varð á ungadauða á þeim lit þegar leið á sumarið. Einnig gæti sá vegs- potti sem valinn var haft áhrif á niðurstöðurnar þar sem kríuvarpið virðist vera að færast frá þeim stað og nær Rifi. Ekki er því ljóst hvort þessu verkefni verði haldið áfram á næsta ári en um sjötíu fuglar dráp- ust á tilraunasvæði verkefnisins en 150 fuglar á vegarspotta stutt frá. þa Einna helst að kríungar forðist rauða vegamálningu Ungadauði á græna svæðinu fór minnkandi þegar leið á sumarið. Rauði liturinn reyndist best. Útilokað er hins vegar að blái liturinn verði notaður áfram, ef áframhald verður á þessari rannsókn, en mikil aukning varð á ungadauða á þeim lit þegar leið á sumarið. Þessa dagana er verið að hefja fram- kvæmdir í Rifshöfn á Snæfellsnesi. Endurbyggja á stálþilið við Norð- urkantinn en þilið sem er fyrir er orðið 52 ára og ástand þess lélegt. Tæring er komin í það og leka fyll- ingarefni út um göt á því. Rekið verður niður nýtt stálþil 207 metra langt fyrir framan gamla þilið. Þekjan verður brotin og ný steypt ásamt því að allar lagnir verða end- urnýjaðar og einnig masturshúsin og lýsing. Undirbúningur fyrir verkið hef- ur staðið yfir í dálítinn tíma en fyrr á árinu bauð hafnarsjóður út stál- þilsefni, festingar og kanttré og var samið um kaup á stálþili að upphæð 77,3 milljónir króna við Guðmund Arason ehf og við Húsasmiðjuna um kaup á kanttré að upphæð 1,6 milljónir. Um miðjan ágúst voru svo opnuð tilboð í rekstur og frá- gang á stálþilinu, broti á þekju, uppsetningu á stigum, fríholtum og pollum. Í það verk bárust þrjú til- boð og var gengið til samninga við lægstbjóðanda Hagtak hf. í Hafnar- firði að upphæð krónur 137,2 millj- nir. Á áfanganum að vera lokið 1. maí 2017. Strax eftir áramót verður svo boðin út steypa á þekju, bygg- ing masturshúsa, endurnýjun lagna of fleira. Gert er ráð fyrir að öllum fram- kvæmdum ljúki fyrir áramótin 2017-2018 og er heildarkostnað- ur áætlaður 511,4 milljónir króna. Þegar þessum framkvæmdum verð- ur lokið er búið að endurbyggja all- ar bryggjur og viðlegukanta í Rifs- höfn að undanskildum 120 metra löngu stálþili við Austurkant sem byggt var í tveimur áföngum, þeim fyrri 1969 og hinum síðari 1979. þa Framkvæmdir að hefjast við Norðurkant Rifshafnar Fyrsta íslenska sumargotssíldin á vertíðinni veiddist í síðustu viku eft- ir að skipin fundu síldina loks djúpt vestur af Reykjanesi og Faxaflóa. Að sögn Alberts Sveinssonar, skip- stjóra á Víkingi AK, er síldin mjög dreifð á stóru svæði en hún virðist vera vel haldin og meðalvigtin er um 300 grömm. Um hádegisbilið í gær sagði Albert að skipið væri út af Eyjafirði á leið til Vopnafjarðar. Reiknað var með því að skipið komi til hafnar seint í gærkvöldi. ,,Það gekk ekkert of vel að finna síldina að þessu sinni. Við fórum ásamt Venusi NS fyrst til síldveiða fyrir miðjan mánuðinn en þá var ekkert að sjá fyrir vestan landið. Við fórum því í einn kolmunnatúr og síðan var aftur skroppið vestur fyrir land. Þá sást lítið og vegna brælu, sem spáð var, fórum við til Reykjavíkur. Þar vorum við þar til að fregnir bárust af því að vart hefði orðið við síld. Við fórum því aftur út og tókum fyrsta holið sl. laug- ardag,“ segir Albert í samtali við vef HB Granda. Hann bætti við að fjögur skip hefðu verið komin á miðin. Albert segir erfitt að gera sér grein fyrir því hvort mikið sé af síld vestan við landið. ,,Lóðningarn- ar voru ekki mjög sterkar en síld- in virðist vera dreifð yfir mjög stórt svæði. Ástandið virðist vera svipað alls staðar. Veiðin er minnst um há- degisbilið en meiri fyrst á morgn- ana og svo síðdegis,“ sagði Albert. mm Sumargotssíldin fannst djúpt vestur af Reykjanesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.