Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201630 Helgina 25.-27. nóvember næst- komandi verður haldin kvik- myndahátíðin Frostbiter í Bíó- höllinni á Akranesi. Aðstandendur hátíðarinnar eru Skagamaðurinn Ársæll Rafn Erlingsson og Lovísa Lára Halldórsdóttir. Hátíðin hef- ur þá sérstöðu að einungis verða sýndar hryllingsmyndir og eru það nýmæli hér á landi. Hátíðar- gestir standa frammi fyrir miklu úrvali af myndum en rúmlega fjörutíu kvikmyndir verða sýnd- ar á hátíðinni, flestar stuttmyndir. Það má því búast við fjörugri helgi í lok nóvember á Skaganum þar sem uppvakningar munu mögu- lega láta sjá sig á götum bæjarins, á milli þess sem vampírur, draugar og sitthvað yfirnáttúrulegt þenur taugar áhorfenda í Bíóhöllinni. Um 200 umsóknir bárust Alls verða um fjörutíu myndir sýndar á hátíðinni bæði innlendar sem erlendar. „Við auglýstum eftir stuttmyndum til þess að taka þátt í hátíðinni á netinu. Okkur bár- ust margar umsóknir, mun fleiri en við bjuggumst við. Þegar upp var staðið voru þetta um 200 um- sóknir alls staðar að úr heimin- um, t.d. Brasilíu, en flestar bárust þó frá Bandaríkjunum og Spáni. Það voru smá vonbrigði hversu fáar norrænar myndir við fengum. Flóran sem við fengum af mynd- um var mjög skemmtileg og við fengum fólk til að aðstoða okkur að velja þær bestu. Við ákváðum að velja tólf íslenskar stuttmyndir og 25 erlendar. Þær eru af ýmsum toga; sumar eru hálfgerðar grín- myndir en aðrar eru mjög skugga- legar. Þær eiga það þó allar sam- eiginlegt að vera stórgóðar,“ segir Lovísa í samtali við Skessuhorn. Aðeins verður keppt um verð- laun í flokki stuttmynda en það verða einnig sýndar myndir í fullri lengd. „Myndirnar sem við erum með í fullri lengd sækja ekki um heldur erum við að velja þær úr sjálf. Af myndum í fullri lengd verður til dæmis ný kvikmynd eft- ir Erling Óttar Thoroddsen sem heitir Child Eater, en hann var að frumsýna hana í Bandaríkjunum á dögunum. Við erum líka mjög glöð að Erlingur ætlar að koma á hátíð- ina og fræða áhorfendur um gerð myndarinnar auk þess sem hann mun svara spurningum. Erlingur er búsettur í New York og verður líklega eini leikstjórinn sem kem- ur gagngert til landsins til að vera viðstaddur hátíðina, allir leikstjór- arnir lýstu yfir áhuga á því en fjár- magn hátíðarinnar er ekki mik- ið svo við getum ekki fengið alla til landsins þó svo að við vildum það,“ segir Ársæll. Barið á uppvakningum Þau Lovísa og Ársæll ætla ekki að- eins að bjóða upp á kvikmynda- sýningar á hátíðinni heldur vilja þau einnig verða með öðruvísi viðburði. „Frostbiter snýst að langmestu leyti um kvikmyndirn- ar en við reynum að brjóta upp dagskrána. Við stefnum að því að halda smá teiti degi áður en formleg setning hátíðarinnar fer fram. Við munum einnig bjóða upp á frekar óvenjulegt námskeið á meðan hátíðinni stendur. Marg- ir muna eftir kvikmyndinni Dead Snow sem naut töluverða vinsælda hérlendis fyrir nokkrum árum. Í myndinni var verið að berja á nasista-uppvakningum. Hingað til lands munu nokkrir aðstand- enda myndarinnar koma og miðla reynslu sinni til hátíðargesta; hvernig best sé að búa til gott upp- vakningaatriði. Farið verður yfir gervin og hvernig uppvakning- ar haga sér og hvernig best sé að berja á þeim. Það verður því nokk- urs konar uppvakinga „workshop“ þar sem farið verður yfir þetta allt saman. Ef allt gengur eftir munu þau mögulega skjóta flott upp- vakningaatriði með hátíðargest- um. Þetta gæti orðið mjög áhuga- vert,“ segir Ársæll. Vantaði vettvang fyrir hryllingsmyndir Ársæll og Lovísa eru bæði útskrif- uð úr Kvikmyndaskóla Íslands og hafa búið til stuttmyndir bæði innan skólans og utan; oftar en ekki hafa þau unnið að hryllings- myndum. Lovísa segir að skort- ur á tækifærum til þess að koma hryllingsmyndum á framfæri hér á landi hafi verið kveikjan að hátíð- inni. „Ég hef gert þrjár hryllings- stuttmyndir og rak mig á það þeg- ar ég var að reyna að koma þeim á framfæri að það var í raun ekki vettvangur til þess hérna heima. Ég fór síðan með eina stuttmynd- ina erlendis og kynntist þar svo- lítið því sem vantaði hér heima. Í stað þess að bíða og vona að einn daginn myndi verða til vettvangur til að kynna hryllingsmyndir á Ís- landi fórum við Ársæll bara í það að búa þennan vettvang til,“ seg- ir Lovísa. „Það er líka mjög lít- ið gert af hryllingsmyndum á Ís- landi og hefur verið í gegnum tíð- ina. Við vonum líka að þessi há- tíð verði svolítill innblástur fyrir þá sem vilja eða eru að gera hryll- ingsmyndir á Íslandi. Við vilj- um fá fjölbreyttari flóru af slíkum myndum hér á landi. Hryllings- myndir geta verið alls konar; þetta geta verið draugamyndir, splatter eða sálfræðitryllar. Það er margt í boði en Íslendingar hafa gert lítið af slíkum myndum sem er í raun skrítið þar sem það er mikið af hryllingssögum í menningararfi okkar Íslendinga, menn hafa ver- ið að segja hryllingssögur hér alla tíð,“ segir Lovísa. Draugalegt Bíóhús Hátíðin mun öll fara fram á Akra- nesi og að langmestum hluta í Bíóhöllinni á Akranesi. Það eru þó hugmyndir uppi um að dreifa há- tíðinni á tvo til þrjá staði á Akra- nesi til viðbótar þar sem hátíðin er orðin aðeins stærri en upphaf- lega stóð til. „Það stóð alltaf til að halda hátíðina á Akranesi. Þetta er heimabærinn minn og ég ákvað að taka hér upp lokaverkefnið mitt í Kvikmyndaskólanum. Sú hjálp og aðstoð sem ég fékk við gerð þeirr- ar myndar var alveg ómetanleg. Það var rosalega gaman að finna fyrir því hvað bæjarbúar voru til- búnir að aðstoða. Sú upplifun hjálpaði til við að velja stað á há- tíðina. Síðan erum við bæði bara svo heilluð af þessum bæ. Það er margt við hann; fjallið, vitarnir og Bíóhöllin sjálf. Bíóhöllin er alveg sniðin að þessari hátíð, tignarleg bygging sem stendur við sjóinn, hún er pínu draugaleg. Ég held að Bíóhöllin hjálpi til við að skapa drungalega stemningu í skamm- deginu í nóvember,“ segir Ársæll. Vona að hátíðin verði árleg Ársæll og Lovísa hafa lagt hart að sér að koma hátíðinni á fót en þau vona að sú vinni skili sér að lok- um. „Þetta hefur verið mjög mik- il vinna og hark. Við erum bæði að vinna við annað svo allur okk- ar frítími fer í þetta þessa stund- ina og lítið sofið. Við höfum verið að fá einhverja styrki sem er mjög jákvætt en við erum sjálf að setja pening í þetta verkefni svo það gangi upp. Eins og staðan er núna þá vitum við ekkert hvað munu margir sækja hátíðina. Við vonum að við fáum góðar viðtökur því við stefnum að því að þetta verði ár- leg hátíð á Akranesi. Við höfum mikinn metnað fyrir þessu verk- efni. Það eru margar hugmynd- ir sem við höfum varðandi hátíð- ina, sumar stórar en við ætlum að byrja og sjá hvernig þessi fyrsta hátíð mun ganga áður við förum að láta okkur dreyma um eitthvað stærra. Við vonumst til þess að sjá sem flesta Vestlendinga á Frostbi- ter,“ segir Lovísa að endingu. bþb Hryllingsmyndahátíð á Akranesi í nóvember Þau Ársæll Rafn Erlingsson og Lovísa Lára Halldórsdóttir sjá um hátíðina Frostbiter. Þau eru bæði útskrifuð úr Kvikmynda- skóla Íslands; Ársæll af leiklistarbraut en Lovísa af handrita- og leikstjórnarbraut. Hér sést Ársæll í hlutverki í mynd sem sýnd verður á hátíðinni. Frostbiter hátíðin verður haldin í fyrsta skiptið helgina 25.-27. nóvember. Skagamaðurinn Knútur Haukstein Ólafsson er einn af þeim sem mun sýna stuttmynd á hátíðinni. Hér sést svokölluð stilla úr stuttmyndinni hans Inferno.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.