Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 39

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 39 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímsmenn gerðu góða ferð norður yfir heiðar síðasta fimmtu- dag þegar þeir sigruðu Þór Ak. í nýliðaslag Domino‘s deildar karla í körfuknattleik. Skallagrímur var sterkara liðið á vellinum, leiddi bróðurpart leiksins og sigraði að lokum með 90 stigum gegn 81. Borgnesingar mætti ákveðnir til leiks og náðu ellefu stiga forskoti eftir aðeins sjö mínútna leik. Þá tóku heimamenn við sér og minnk- uðu muninn í eitt stig með góðum kafla. Eftir það var jafnt á með lið- unum allt fram að leikhléi. Skalla- grímsmenn voru ívið sterkari en heimamenn aldrei langt undan. Það var ekki fyrr en á síðustu mín- útu fyrri hálfleiks að Þór komst yfir og leiddi með þremur stigum, 50-47 í hálfleik. Skallagrímur minnkaði muninn í eitt stig snemma í þriðja leikhluta en eftir það tóku heimamenn góðan sprett. Þeir komust mest tíu stigum yfir skömmu eftir miðjan leikhlut- ann. En Borgnesingar voru hvergi af baki dottnir. Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og náðu forystunni á nýjan leik fyrir lokafjórðunginn. Forskotið létu þeir aldrei af hendi og þrátt fyrir að það hafi verið að- eins tvö stig stóran hluta fjórða leik- hluta þá komust heimamenn aldrei nær. Skallagrímsmenn bættu svo í á lokamínútunum og innsigluðu níu stiga sigur, 81-90. Flenard Whitfield var atkvæða- mestur Skallagrímsmanna með 29 stig og tólf fráköst. Darrel Flake skoraði 21 stig og tók átta fráköst og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 15 stig og tók sex fráköst. Skallagrímur krækti sér með sigr- inum í fyrsta sigur vetrarins og hef- ur tvö stig eftir þrjá leiki í 10. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er heima- leikur gegn ÍR fimmtudaginn 27. október. kgk Fyrsti sigur Skallagríms í hús Flenard Whitfield lék vel í fyrsta sigri Skallagríms í vetur. Ljósm. Skallagrímur Körfubolti á Facebook. Skallagrímskonur háðu dramatíska viðureign gegn Keflavík síðasta mið- vikudag en urðu að játa sig sigraðar eftir framlengingu. Á laugardag var komið að næsta leik þegar þær tóku á móti Haukum í Borgarnesi. Skalla- grímskonur lögðu grunn að góð- um sigri í upphafsfjórðungnum. Þær leiddu allan leikinn og þó Haukar hafi gerst ágengir undir lokin sigldu Borg- nesingar sigrinum heim og unnu með 13 stigum, 70-57. Leikurinn fór fremur hægt af stað og staðan var 9-7 þegar fyrsti leik- hluti var rúmlega hálfnaður. Eftir það skelltu Skallagrímskonur í lás í vörn- inni og tóku afgerandi forystu. Hauk- ar skoruðu aðeins sjö stig í upphafs- fjórðungnum gegn 18 stigum Skalla- gríms. Eftir það var saga leiksins sú að Skallagrímur leiddi en Haukar eltu. Munurinn hélst meira og minna óbreyttur allt til hálfleiks. Staðan í hléinu var 32-20 fyrir Skallagrím. Lítið breyttist í leiknum fyrst eftir hléið. Áfram leiddu heimakonur af- gerandi og náðu mest 17 stiga for- skoti. Aftur minnkuðu Haukar mun- inn niður í tólf stig en ekkert benti til þess að þær ætluðu að gera neina alvöru atlögu að forskotinu, ekki fyrr en um miðjan lokafjórðunginn. Þá náðu þær mjög góðum kafla og voru aðeins þremur stigum frá Skallagrími og útlit fyrir að lokamínúturnar yrðu æsispennandi. Skallagrímskonur voru hins vegar ekki á þeim buxunum. Þær hertu tök sín í bláloki og sigldu sigr- inum heim. Þær unnu með 70 stigum gegn 57, sem fyrr segir. Tavelyn Tillman var atkvæðamest leikmanna Skallagríms með 24 stig, sjö fráköst og fjórar stoðsending- ar. Sigrún Ámundadóttir kom henni næst með 16 stig, níu fráköst og sex stoðsendingar. Jóhanna Björk Sveins- dóttir skoraði tíu stig og fór mikinn í fráköstunum, en hún reif niður hvorki fleiri né færri en 19 slík. Skallagrímur situr í fimmta sæti Domino‘s deildarinnar með sex stig eftir fyrstu fimm leiki vetrarins, jafn mörg stig og liðin tvö í sætunum fyr- ir ofan. Næst leika Skallagrímskonur í kvöld, miðvikudaginn 26. október, þegar Njarðvíkingar koma í heim- sókn í Borgarnes. kgk Skallagrímskonur sigldu sigrinum heim Jóhanna Björk Sveinsdóttir keyrir að körfunni í leiknum gegn Haukum. Ljósm. karfan.is á Facebook. Eftir öruggan sigur á Haukum síð- astliðinn miðvikudag tók Snæ- fell tók á móti Stjörnunni í Dom- ino‘s deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn. Bæði lið höfðu þrjá sigra úr fyrstu fjórum leikjum vetr- arins en það var ekki að sjá á leik liðanna á laugardag. Snæfell gerði út um leikinn strax í fyrsta leikhluta og unnu að lokum öruggan sigur, 70-50. Gunnhildur Gunnarsdóttir fyrir- liði gaf tóninn með tveimur þriggja stiga körfum strax í upphafi leiks og eftir aðeins rúmar tvær mínútur var staðan orðin 10-0 fyrir Íslands- meisturunum. Skömmu síðar var staðan orðin 22-6 og gestirnir vissu ekki hvort þær voru að koma eða fara. Að upphafsfjórðungnum lokn- um var eins og Snæfell væri endan- lega búið að taka Stjörnuna á taug- um og forskot þeirra öruggt, 32-6. Vörn Snæfells var nær óaðfinnan- leg gegn óstyrkum leikmönnum Stjörnunnar. Á hinum enda vallar- ins spiluðu þær gestina sundur og saman og fengu hvert opið skotið á fætur öðru. Að fyrri hálfleik lokn- um var staðan 47-23 fyrir Snæfelli og aðeins formsatriði að klára leik- inn. Snæfell lék áfram gríðarsterka vörn í síðari hálfleik en slakaði að- eins á í sóknarleiknum. Liðið fékk engu að síður góð skot og skoraði auðveldar körfur en bætti aðeins lítillega við forskot sitt. Það kom hins vegar ekki að sök því Stjarnan átti aldrei möguleika. Það var ekki fyrr en um miðjan lokafjórðung- inn að gestirnir náðu að minnka muninn úr 30 stigum og niður í 20, sem skipti engu fyrir úrslit leiksins. Snæfell sigraði með 70 stigum gegn 50. Taylor Bron var stigahæst Snæ- fellskvenna með 19 stig og þrjú frá- köst að auki. Gunnhildur skoraði 17 stig og tók fjögur fráköst, Pá- lína Gunnlaugsdóttir var með 14 stig og fjögur fráköst og Berglind Gunnarsdóttir með tólf stig og þrjú fráköst. Snæfell situr eftir leikinn í topp- sæti deildarinnar með átta stig, jafn mörg stig og Keflavík sem er í öðru sæti, eftir fyrstu fimm leiki vetrar- ins. Næst leikur Snæfell í kvöld, miðvikudaginn 26. október þegar liðið heimsækir Grindavík. kgk Gerðu út um leikinn í fyrsta leikhluta Taylor Brown lék vel í vikunni rétt eins og Snæfellsliðið allt sem vann öruggan sigur á bæði Haukum og Stjörnunni. Ljósm. sa. Snæfell heimsótti Keflavík í Dom- ino‘s deild karla í körfuknattleik síðastliðinn fimmtudag. Hólmarar létu finna fyrir sér í fyrri hálfleik en heimaenn fundu fjölina sína í þeim síðari og unnu að lokum 29 stiga sig- ur, 111-82. Keflvíkingar byrjuðu betur í leikn- um og höfðu yfirhöndina fyrstu mín- úturnar. Eftir það hrukku leikmenn Snæfells í gang. Þeir jöfnuðu metin, komust síðan yfir og kláruðu upp- hafsfjórðunginn með látum og leiddu 19-27 að honum loknum. Þeir áttu hins vegar erfitt uppdráttar í upp- hafi annars leikhluta og Keflvíkingar komust náðu forystunni á nýjan leik áður en hann var hálfnaður. Eftir það leiddu heimamenn en Snæfellingar fylgdu þeim fast á eftir. Staðan í hálf- leik 48-43, Keflavík í vil. Það var síðan í síðari hálfleik að Keflvíkingar virtust hrökkva í gang. Þeir náðu tíu stiga forskoti um miðj- an þriðja leikhluta og bættu við for- skot sitt allt til leiksloka. Snæfelling- um tókst ekki að halda í við heima- menn og urðu að lokum að sætta sig við stórt tap, þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik. Lokatölur í Keflavík 111-82, heimamönnum í vil. Sefton Barrett var atkvæðamestur leikmanna Snæfells með 24 stig, átta fráköst og sjö stoðsendingar. Viktor Marinó Árnason skoraði 15 stig og gaf 15 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson skoraði tólf stig og tók fimm fráköst og Árni Elmar Hrafns- son skoraði tólf stig einnig. Snæfell er án stiga á botni deildar- innar eftir fyrstu þrjá leiki vetrarins. Næst mæta þeir Þór Þorlákshöfn á útivelli föstudaginn 28. október. kgk/ Ljósm. karfan.is á Facebook. Slæmur síðari hálfleikur varð Snæfelli að falli Skagamenn lögðu land undir fót og mættu Hetti austur á Egilsstöð- um síðasta fimmtudag. Var það ekki mikil frægðarför, því þunnskipað lið ÍA tapaði mjög stórt. Síðastlið- inn sunnudag léku þeir aftur og þá á heimavelli gegn liði Vestra. Hvor- ugt lið hafði sigrað leik í vetur og því tækifæri fyrir Skagamenn að krækja í fyrstu stig tímabilsins í 1. deild karla. En svo varð ekki, eft- ir góðan fyrri hálfleik náðu gestirn- ir að kroppa í forystuna allan síð- ari hálfleikinn. Þeir komust að lok- um yfir og sigruðu með fimm stig- um, 77-82. Jafnt var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en um miðjan fyrsta leikhluta áttu Skagamenn góðan kafla og komust tíu stig- um yfir. Gestirnir klóruðu aðeins í bakkann en ÍA leiddi 22-15 fyr- ir annan fjórðunginn. Skagamenn voru áfram sterkari, leiddu með fimm til sjö stigum lungann úr öðr- um leikhluta en luku fyrri hálfleik af krafti og höfðu ellefu stiga for- skot í leikhléinu, 44-33. Skagamenn misstu hins veg- ar flugið í upphafi síðari hálfleiks. Gestirnir byrjuðu af krafti, náðu að jafna um miðjan þriðja leikhluta og spenna farin að færast í leikinn. Skagamenn bitu frá sér og komust aftur yfir og leiddu með sex stig- um fyrir lokafjórðunginn. Í upphafi hans gerðu gestirnir annað áhlaup og náðu að þessu sinni forystunni og létu hana aldrei af hendi. Mun- aði mest níu stigum seint í leiknum en leikmenn ÍA reyndu hvað þeir gátu á lokamínútunum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 77-82 fyrir Vestra. Derek Shouse var stigahæstur Skagamanna með 18 stig, sjö frá- köst, þrjár stoðsendingar og þrjá stolna bolta. Jón Orri Kristjánsson skoraði 14 stig, tók ellefu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði þrjú skot. Áskell Jónsson skoraði 13 stig, Björn Steinar Brynjólfsson tólf og Ómar Örn Helgason tíu. Skagamenn eru enn stigalausir í næstneðsta sæti deildarinnar eftir fjóra leiki, rétt eins og lið Ármanns sem situr á botninum. Þessi tvö lið mætast í Reykjavík föstudaginn 28. október næstkomandi. kgk/ Ljósm. jho. ÍA tapaði naumlega í botnslag 1. deildar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.