Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 33 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin BelladonnaStærðir 38-58 Nýjar vörur í hverri viku Ég fékk það skemmtilega verk- efni á dögunum að heimsækja tvo framhaldsskóla sem fulltrúi Fram- sóknarflokksins vegna svokallaðra skuggakosninga sem haldnar voru í öllum menntaskólum landsins þann 13. október sl. Ég mætti í FSN í Grundarfirði og Menntaskóla Borgarfjarðar ásamt fulltrúum ann- arra framboða. Ég lét í ljós ánægju mína með það að þessar kosningar skyldu haldnar, hvatti unga fólkið til að láta sig stjórnmál varða, þar ættu ekki að vera aldurstakmörk að mínu mati og þau skyldu hafa skoðanir eftir sínu höfði og láta þær í ljós samkvæmt því. Og það kom á daginn í þessum heimsókn- um mínum, unga fólkið hefur sínar skoðanir líkt og aðrir aldurshópar. Það var gaman að fást við þær spurningar sem á borð voru bornar, t.d. hvað finnst frambjóðendum um afglæpavæðingu á neysluskömmt- um fíkniefna, hvað um skatt á ferð- þjónustu, aðstoð við flóttafólk og hvað með búvörusamningana? Það var gaman að heyra hvað brann á unga fólkinu og hvar þekking þess liggur. Svo kom stóra spurningin, er hægt að treysta kosningaloforð- um frambjóðenda? Mér vafðist tunga um tönn, sagðist ekki getað lofað því, enda væri ég ekki mikið fyrir að gefa út loforðalista, samt sem áður myndi ég lofa að gera mitt besta. Í stjórnmálum geta ekki allir orð- ið sammála, allt of margir, þar á meðal ég (stundum) skella hurð- um ef einhver er ekki sammála. Ég hef þó reynt að temja mér það að virða skoðanir annarra. Við verðum að treysta okkur til að eiga samtal við einstaklinga þó þeir geti ver- ið eða hafi verið okkur ósammála. Ég var spurður af hverju ég væri Framsóknarmaður. Það var spurn- ing sem vafðist ekki fyrir mér. Framsóknarflokkurinn er hógvær miðjuflokkur, félagshyggjuflokk- ur sem hefur samvinnuhugsjón að leiðarljósi, þess vegna hef ég kosið Framsóknarflokkinn í fjörtíu ár og kýs núna að bjóða mig fram fyrir hann og Norðvesturkjördæmi. Sigurður Páll Jónsson, Stykkishólmi. Höf. er þriðji maður á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Pólitíkin með augum unga fólksins Pennagrein Pennagrein Pennagrein Áherslur Dögunar í heilbrigðismál- um taka mið af hagsmunum sjúk- linga, heilbrigðisstarfsfólks og skatt- greiðenda. Dögun tekur undir orð landlæknis um að heilbrigðiskerfið sé enn á rangri leið. Í stað þess að efla heilbrigðisstofnanir og sjúkra- hús fer hlutastörfum sérfræðinga fjölgandi sem veldur því að flæði sjúklinga á sjúkrahúsum verður hægara sem stefnir öryggi sjúklinga í hættu. Sérstaklega veldur ástandið fólki með langvinna sjúkdóma erf- iðleikum, fólki sem þarf um langan veg að fara, til margra sérfræðinga í borginni. Jafnan er ferðastyrkur- inn sem Sjúkratryggingar fljótlega uppurinn þar sem ekki er óalgengt að það þurfi að fara í sérferðir til að hitta sérfræðinga, aðra í myndatök- ur og í framhaldinu ferð í aðgerð. Dögun vill eins og fyrr greinir efla dag- og göngudeildarstarfsemi spít- ala svo að hægt sé að auka aðgengi sjúklinga og veita þeim nútímalega heildræna meðferð. Dögun stefnir á gjaldfrjálst heil- brigðiskerfi sem rekið er af hinu opinbera. Snúa verður frá þeirri stefnu einkavæðingar núverandi heilbrigðisráðherra sem hefur kom- ið á fót einkarekinni heilsugæslum sem taka til sín arð. Áframhaldandi hnignun opinbera kerfisins og upp- bygging einkareksturs mun óðfluga leiða til kostnaðarauka og mismun- unar þegnanna. Sigurjón Þórðarson Höf. skipar 1. sæti á lista Dögunar í NV kjördæmi fyrir alþingiskosning- arnar. X-T fyrir bætt heilbrigðiskerfi Síðastliðið vor sat ég full af kvíða, söknuði og gremju og skrifaði pist- il um hversu heppin ég væri. Auð- vitað snerist pistillinn ekki bara um heppni mína, heldur snerist hann um það hvernig aðstæður eru hjá fólki sem býr úti á landi og þarf að ferðast langar leiðir til að eignast börn. Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi þá er ég heppin að eiga systkini í Reykjavík sem geta lán- að mér herbergi og veitt mér húsa- skjól. Það eru ekki allir svo heppn- ir. Reykjavík er í u.þ.b. 5 klst akst- ursfjarlægð frá Patreksfirði og þarf ólétt kona samkvæmt læknisráði að vera komin nálægt fæðinga- deild a.m.k. tveimur vikum fyrir settan dag. Í bæði skiptin sem ég hef fætt barn hef ég þurft að vera fjarri heimili mínu í rúmar fjórar vikur en unnusti minn var hjá mér í rúmar tvær vikur í hvort skiptið. Hann gat ekki verið með mér allan tímann þar sem réttur til fæðing- arorlofs hefst ekki fyrr en í þeim mánuði sem barn á að fæðast. Við ákváðum að raska ekki rútínu tæp- lega 2ja ára dóttur okkar með því að flytja hana með okkur, held- ur varð hún eftir heima í umsjá tengdamóður og foreldra minna sem búa öll í sama þorpi og við, sem betur fer. Það eru ekki allir jafn heppnir og við að vera í þeim aðstæðum. Fyrir utan röskun á heimilislífi þá þarf að halda úti tveimur heimilum og í flestum tilfellum getur hvor- ugur aðili stundað vinnu á meðan beðið er. Eini kostnaðurinn sem er greiddur á meðan þessu stendur er ferðakostnaður frá heimili að fæð- ingadeild og til baka. Ástæðan sem okkur er gefin er sú að við veljum sjálf að búa á stað fjarri fæðinga- deild og því er þetta á okkar kostn- að. Er þetta jafnræði íbúa þessa lands? Í ályktun sem samþykkt var á ný- afstöðnu flokksþingi Framsóknar- flokksins kemur fram tillaga um að foreldrar sem þurfi að dvelja fjarri heimili sínu vegna fæðingar barns fái styrk úr fæðingarorlofssjóði svo að fæðingarorlof sé hægt að nýta að fullu eftir fæðingu barns. Að mínu mati er þetta engin spurn- ing það er ekki sanngjarnt að hafa þessar aðstæður árið 2016. Lilja Sigurðardóttir. Höf. er í 4. sæti á lista Framsókn- arflokksins í Norðvesturkjördæmi. Einnig starfar hún sem gæðastjóri hjá Arnarlaxi hf á Bíldudal. Hversu heppin er ég? Pennagrein Nýlega afhentu Rafiðnaðarsam- band Íslands og SART, félag raf- verktaka, öllum nemum á landinu í rafiðnaði spjaldtölvur til eignar. Tilgangurinn með gjöfinni er að nemar í rafiðnaði geti nýtt sér allt það kennsluefni sem til er í rafiðn- aði á netinu, þ.m.t. rafbok.is sem er með kennsluefni fyrir námið, og í leiðinni sparast kostnaður fyrir nemendur. Til að efla iðnmenntun í landinu þarf meira að koma til og geta önn- ur fagfélög tekið sér til fyrirmyndar þetta framlag frá rafiðnaðarmönn- um. Jafnframt þarf hið opinbera að setja meira fjármagn í iðnmenntun og gera þarf fleiri skólum kleift að taka nemendur inn í skólana. Hið opinbera og skólarnir sjálfir mættu setja sér lægri mörk varðandi hve marga nemendur þarf til að hægt sé að setja á verknámsbrautir inn- an skólanna. Á Íslandi hefur verið mik- ill skortur á iðnaðarmönnum um langt árabil. Það er dýrara að vera með verknámsbrautir frekar en bara bóknámsbrautir en á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að ungu fólki sé gefinn kostur á fjöl- breyttu námsúrvali innan skóla- samfélagsins. Slíkur valkostur gef- ur möguleika á að nemendur velji sér ólíkar framabrautir innan skól- ans. Gerum verknám því meira að- laðandi fyrir ungt fólk með hærri launum og fleiri skólum á fram- haldsskólastigi sem bjóða upp á verknámsbrautir, þar sem samhliða er hægt að ljúka stúdentsprófi. Með því að velja þessa braut er lagð- ur grunnur að því að gera iðnnám eftirsóknarverðara á Íslandi sem er hagsmunamál okkar allra. Guðjón Viðar Guðjónsson Höfundur er í 8. sæti á lista Sam- fylkingarinnar í Norðvesturkjör- dæmi. Gerum iðnnám eftirsóknarvert Pennagrein Mér datt í hug um daginn þeg- ar ég var að hugsa um kvótakerf- ið, ef ákveðið væri að minnka yf- irbygginguna í fjarskiptageiran- um og takmarka fjölda fjarskipta- verkfræðinga. Það væri búin til regla: Þeir sem hefðu verið fjar- skiptaverkfræðingar síðustu þrjú árin fengju að vera það áfram, en það ætti ekki að fjölga í stéttinni. Það væri orðið of dýrt fyrir neyt- endur að halda uppi öllum þess- um tæknimönnum. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé gáfulegt, en segjum bara að þetta yrði gert. Svo væri líka hægt að leigja rétt- inn frá sér. Þá væri ég nú aldeilis í fínni stöðu. Ég gæti hætt að vinna og selt réttinn til hans Stefáns sem vinnur með mér, eða hennar Ólaf- íu. Þau eru nýbyrjuð og hefðu lít- inn rétt. Svo gæti ég bara slappað af og látið þau vinna fyrir mig. Öfundarraddir Ég er reyndar hræddur um að fljót- lega færi fólk að tala um óréttlæti. Vilja láta mig borga fyrir þessi rétt- indi og þætti helst eðlilegt að ég, Stefán og Ólafía borguðum öll jafnt. En segjum nú að ég stofnaði stjórn- málaflokk, sem hefði m.a. það að markmiði að viðhalda þessu kerfi. Og segjum nú líka að fólk myndi kjósa þennan flokk. Jafnvel að þetta væri stærsti stjórnmálaflokkurinn í landinu. Hvað væri þá hægt að segja um þessa þjóð? Myndu ekki aðrar þjóðir hrista hausinn yfir þessum fá- vitum? Fiskveiðistjórnunar- kerfið En svona er fiskveiðistjórnunarkerf- ið á Íslandi. Við eigum svona stjórn- málaflokk. Hann heitir Sjálfstæð- isflokkurinn. Ég hvet nú þau 22% sem eru eftir af Sjálfstæðismönn- um að vakna. Spáið í hvað þetta er vitlaust. Kjósið bara einhvern ann- an. Það vill enginn kommúnisma, ja kannse Alþýðufylkingin, en enginn af stóru stjórnmálaflokkunum (þeim sem mælast yfir 5%). Gerum nú einu sinni eitthvað í þessu máli. Ég veit vel að Stefán og Ólafía geta séð um fjarskiptamálin alveg eins og ég, þó ég hafi staðið mig alveg ágætlega. Á sama hátt munu byggðir lands- ins EKKI leggjast af þó einhverjir í útgerðaraðlinum núverandi hætti. Við þurfum að velja réttlæti í næstu kosningum. Það er líka svo hagstætt fyrir okkar sameiginlegu sjóði. Kveðja, Reynir Eyvindsson, Akranesi. Höf. er á lista VG í Norðvestur- kjördæmi. „Minni yfirbyggingu í fjarskiptabransanum“ KOSNINGAR2016

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.