Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201612 Hafdís Fjóla Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á starfs- stöð Símenntunarmiðstöðvar Vest- urlands á Akranesi, en hún var val- in úr hópi 32 umsækjenda. Hafdís Fjóla er með mastersgráðu í upp- eldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslufræði og hef- ur starfað síðustu ár við Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Hún kemur til starfa í byrjun næsta árs. „Um leið og við bjóðum hana velkomna til starfa þá þökkum við Heklu Gunn- arsdóttur fyrir vel unnin störf og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi,“ segir í fréttatilkynningu frá Símenntunarmiðstöð Vesturlands, sem jafnframt þakkar öðrum um- sækjendum fyrir sýndan áhuga og óskar þeim alls hins besta. mm Hafdís Fjóla ráðin verkefnastjóri Símenntunar Á árunum 2002-2007 fór fram fornleifarannsókn á gamla kirkju- stæðinu í Reykholti í Borgarfirði. Niðurstöður þeirrar rannsókn- ar birtast nú í bókinni „Reykholt, The Church Excavations,“ eftir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur forn- leifafræðing. Bókin er gefin út af Þjóðminjasafni Íslands í samvinnu við menningar- og miðaldasetr- ið Snorrastofu í Reykholti og Há- skólaútgáfuna. Þó að Reykholt hafi líklega verið höfðingjasetur allt frá því að þar var fyrst byggt er staðurinn best þekkt- ur fyrir búsetu Snorra Sturluson- ar, höfundar m.a. Snorra Eddu og Heimskringlu á fyrra helmingi 13. aldar. Reykholt varð einn af hin- um fyrstu stöðum, í kirkjusögulegri merkingu orðsins, snemma á 12. öld og var þá einnig goðorð. Elstu fornminjar á bæjarstæðinu hafa verið tímasettar til um 1000 og til- heyra því annarri kynslóð byggðar á Íslandi. Kirkja virðist hafa verið reist á staðnum um svipað leyti eða örlitlu síðar. Seint á 19. öld var kirkjan færð aðeins norðar í kirkjugarðinn, þar sem hún stendur enn, en það veitti aðgang að gamla kirkjustæðinu sem var grafið upp á árunum 2002-2007. Niðurstöðurnar eru birtar í þessari bók. Rannsóknirnar beindust ein- göngu að byggingunum þar sem kirkjugarðurinn umhverfis þær var í notkun þar til í byrjun 20. aldar. Fjórar mismunandi byggingateg- undir voru grafnar upp, hver ofan á annarri, en þeim var skipt í átta byggingarstig. Elstu þrjár bygging- arnar voru niðurgrafnar um meira en meter, en engar slíkar kirkjur eru þekktar annars staðar á Norð- ur-Atlantshafssvæðinu. Miðalda- byggingarnar eru taldar hafa verið stafverkshús, með fyrirmyndir t.d. í Noregi. Byggingargerðin breytist við siðaskiptin á 16. öld, og frá 17. öld eru varðveittar nákvæmari lýs- ingar á byggingunum í úttektum. Við uppgröftinn fannst fjöldi gripa, þar á meðal innfluttir gripir sem unnt er að aldursgreina. Aðeins þær grafir sem voru inni í húsgrunnun- um voru rannsakaðar. Athyglivert er að í 18. aldar kirkjunni var hóp- ur einstaklinga sem tilheyrði sömu fjölskyldunni grafinn. mm/ Ljósm. úr safni Skessuhorns. Bók um fornleifauppgröft í Reykholti Guðrún Sveinbjarnardóttir og aðstoðarmenn hennar í grunni forns kirkjustæðis í Reykholti í júní 2007. Þar fundust merkar fornminjar sem greint er frá í hinni nýju bók. Þarna skammt frá er Sturlungareitur. Fornleifafræðingar að störfum við uppgröftinn í Reykholti sumarið 2007. Þarna kom í ljós kirkja sem tímasett var allt aftur á 12. öld. Grafirnar sem hér sjást eru þó yngri, en þær eru svo djúpar að þær fara í gegnum eldri jarðlög. Ef myndin prentast vel sést móta fyrir þremur kistum, einni hálfopinni þar sem heilleg beinagrind liggur. Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli. HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Sveinspróf/meistarapróf í rafeindavirkjun og a.m.k. tveggja ára starfsreynsla frá sveinsprófi • Þekking á netkerfum og ljósleiðurum er kostur • Reynsla af vinnu í iðnaðarumhverfi eða við sambærileg störf er æskileg • Metnaður, öguð vinnubrögð og rík ábyrgðarkennd • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Sterk öryggisvitund • Lipurð í mannlegum samskiptum • Góð kunnátta í íslensku, ensku og almennri tölvunotkun Norðurál Grundartanga óskar að ráða rafeindavirkja í dagvinnu. Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstaklingi sem hefur áhuga á margþættum og krefjandi verkefnum. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 6. nóvember nk. Umsókn ásamt ferilskrá óskast fyllt út á www.nordural.is. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. Nánari upplýsingar um starfið veita Hjalti Birgisson, deildarstjóri og Elín Rós Sveinsdóttir, deildarstjóri starfsmannaþjónustu í síma 430 1000. Hjá Norðuráli leggjum við áherslu á jafna möguleika karla og kvenna, endur- menntun og starfsþróun, frábæran starfsanda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir góð starfsaðstaða í lifandi umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. RAFEINDAVIRKI STARFSSVIÐ: • Fyrirbyggjandi viðhald, m.a. á fjarstýringum og mælitækjum • Umsjón með brunakerfi og myndavélakerfi • Tæknilegur stuðningur og ráðgjöf um rafeindabúnað, hvort sem um er að ræða breytingar, viðgerðir eða nýsmíði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.