Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 17 Árbók Akurnesinga 2015 er komin út Útgáfutilboð í Eymundsson í tilefni af 15 ára afmælinu - til 31. október Eldri árbækur 2001-2009 á tilboði Gerist áskrifendur: sími 863-4972 kristjan@arbok.is Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, 5. sæti Rúnar Gíslason, 4. sæti Dagný Rósa Úlfarsdóttir, 3. sæti Bjarni Jónsson, 2. sæti Lilja Rafney Magnúsdóttir, 1. sæti Hverjum treystir þú? Fylgstu með okkur á facebook.com/nordvesturkjordaemi Hópur ástralskra og indverskra skóla- stjórnenda var á dögunum í heim- sókn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Heimsóknin var liður í ferðalagi þeirra um Evrópu til að kynna sér nýjungar í kennsluháttum og notkun tölvutækni í skólastarfi. Þetta er í annað sinn í 12 ára sögu skólans sem að FSN fær heimsókn af þessu tagi. Það er því ljóst að það eru áhugaverðir hlutir í gangi innan veggja FSN. tfk Ástralskir skólastjórnendur heimsækja FSN Hópurinn ásamt Hrafnhildi Hallvarðsdóttur skólameistara, Sólrúnu Guðjóns- dóttur aðstoðar skólameistara og Lofti Árna Björgvinssyni kennara. Fyrr í þessari viku hélt Borgarbyggð tvo íbúafundi um ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu. Eins og fram hef- ur komið í fréttum er nú unnið að frumhönnun og kostnaðarmati á ljós- leiðaravæðingu í sveitarfélaginu og er verkefnið viðamikið í ljósi lands- tærðar Borgarbyggðar. Á fundun- um kynnti Guðmundur Daníelsson ráðgjafi Borgarbyggðar í ljósleiðara- málum verkefnið sem framundan er. Fyrri fundurinn var haldinn í Brúarási í Hálsasveit og var fjölsóttur og góð- ur, að því er fram kemur í frétt á vef sveitarfélagsins. Seinni fundurinn var svo í gærkvöldi í Lyngbrekku á Mýr- um og var ekki hafinn þegar Skessu- horn var sent í prentun. mm Kynntu ljósleiðaramál á tveimur fundum Frá fyrri fundinum sem haldinn var í Brúarási. Ljósm. Geirlaug Jóhannsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.