Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 1
Síðastliðinn mánudag efndu kon- ur víða um land til samstöðufunda í tilefni af kvennafrídeginum. Krafan er skýr; jöfn laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni. Dagurinn var upphaflega haldinn hátíðlegur 24. október árið 1975 en hefur nú fimm sinnum eftir það verið nýttur til að benda á rétt- indamál kvenna. Nú hafa mælingar sýnt að með óbreyttri þróun launa milli kynja muni það taka yfir fimm- tíu ár að konur fái greidd sömu laun og karlar fyrir vinnu sína. Að þessu sinni lögðu konur niður störf klukk- an 14:38, eða á þeirri mínútu sem þær hætta að meðaltali að fá laun á við karla. Árið 2010 var vinna stöðv- uð klukkan 14:25, þannig að ekki hefur mikið áunnist í réttindabarátt- unni á þessum sex árum. Kvennafrí- dagurinn verður því áfram, örugg- lega þar til fullnaðarsigri verður náð. mm FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 43. tbl. 19. árg. 26. október 2016 - kr. 750 í lausasölu Hugmyndin með EVE Online var að búa til leik sem margir gætu spilað á sama tíma. Nú erum við aftur á barmi byltingar. Búðu þig undir spennandi framtíð Ferðin frá hugmynd að farsælu fyrirtæki með skýra framtíðarsýn kallar á öflugan samstarfsaðila. Pantaðu viðtal við fyrirtækjaráðgjafa á arionbanki.is/fyrirtaeki eða í síma ��� ���� H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6- 28 39 Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Vökudagar á Akranesi 27. okt. – 6. nóv. Tilviljun réði því að bræðurn- ir Sigurður og Kristján Guð- mundssynir frá Hvanneyri eign- uðust báðir barn á sjúkrahúsinu á Akranesi síðastliðinn mánudag. Á sunnudagskvöldið snæddu þeir kvöldverð hjá foreldrum sínum, ásamt barnsmæðrum sínum og þegar þeir kvöddust þá um kvöld- ið áttu þeir ekki von á því að lenda saman á fæðingadeildinni. Þó var vitað að annað barnið væri á leið- inni þar sem Eydís Smáradóttir, kona Kristjáns, var bókuð í keis- araskurð daginn eftir. Settur dag- ur hjá Aldísi Örnu Tryggvadóttur konu Sigurðar var hins vegar ekki fyrr en í nóvembermánuði. Hlut- irnir fóru þó öðruvísi en ætlað var og kom barn Aldísar Örnu og Sigurðar í heiminn á undan barni Kristjáns og Eydísar, eftir að Aldís Arna missti legvatnið klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Sigurður og Aldís keyrðu þá um nóttina á fæð- ingadeildina og þegar þangað var Eignuðust barn sama daginn komið lögðu þau bifreið sinni við hlið bíl Kristjáns og Eydísar. Dótt- ir þeirra fæddist svo stuttu síðar, eða klukkan hálf sjö um morgun- inn. Tæpum þremur tímum síðar fæddist sonur Kristjáns og Eydís- ar. Fjölskyldurnar voru báðar enn staddar á fæðingadeildinni í gær þegar blaðamaður Skessuhorns átti leið hjá og smellti af mynd af þess- um samtaka bræðrum með börnin sín. grþ Mótmæltu kynbundnum launamun Fjórar starfskonur leikskólans Hnoðrabóls í Reykholtsdal tóku af skarið og fóru í litla kröfugöngu í Reykholti til að mótmæla kynbundnum launamun. Á myndinni eru f.v: Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir, Rósa Vigdís Arnardóttir, Kristín Jónsdóttir og Dagný Vilhjálmsdóttir. Ljósm. kj. Grundfirskar konur voru ekki eftirbátar kynsystra sinna annars staðar en þær lögðu niður störf klukkan 14:38. Þá voru friðsæl mótmæli í miðbæ Grundarfjarðar áður en gengið var niður á höfn. Ljósm. tfk. Þúsundir kvenna komu saman á Austurvelli á mánudaginn. Meðal þeirra var hún Sveindís Helga sem steig upp á grein til að meta ástandið. Fjær kúrir þinghúsið. Ljósm. hs.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.