Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 23 lag gerði hún öll sín verk vel. Forða- gæslumaðurinn hrósaði henni mik- ið fyrir umgengni. „Ég setti upp lítið skýli fyrir heyið. Ég fékk fyrstu verð- laun fyrir umgengni og annað slíkt. Honum fannst svo frábært að kona skyldi hafa fundið upp á þessu,“ seg- ir Guðríður og hlær. Þegar maðurinn hennar kom heim af vertíðinni að vori, tilkynnti hann Guðríði stutt og laggott að hann ætlaði að skilja við hana. Það kom flatt upp á Guðríði, en hún varð við því og fór aftur að Stóru-Giljá. Hún skildi strákinn eftir hjá föðurn- um til að byrja með til að biðja um leyfi til að fá að taka strákinn með að Stóru-Giljá. „Ég fékk það. Það endaði með því að drengurinn varð eftirlæti gömlu mannanna á Giljá,“ segir hún og hlær. Ráðskona verður húsfreyja Þegar hún er búin að vera á Stóru- Giljá í um það bil ár fór hún að ókyrrast og vildi finna sér vinnu. Þá frétti hún af manni í Borgarfirðinum sem vantaði ráðskonu. Maðurinn var Einar Torfason sem varð sambýlis- maður hennar næstu 40 árin. Þau áttu saman fimm börn að Iðunn- arstöðum í Lundarreykjadal. Ein- ar gekk syni hennar úr fyrra hjóna- bandi í föðurstað. Barnamissir og sorg Búskapurinn að Iðunnarstöðum var ekki auðveldur. „Þetta var óttalegt kot, það var það í raun og veru,“ seg- ir hún. Guðríður missti tvö börn á meðan hún bjó að Iðunnarstöð- um. Sonur hennar úr fyrra hjóna- bandi drukknaði í Tunguá. „Ég átti kind sem var svolítið leiðinleg,“ seg- ir Guðríður þegar hún rifjar þetta upp. „Drengurinn var níu ára þegar hann fór að vitja kindarinnar. Hann vissi það að laxinn var að koma og hann var að gá,“ segir Guðríður. Hún telur að hann hafi verið að kíkja eftir laxi í ánni og dottið út í. Hann fannst skammt frá brúnni yfir ána. „Það var lengi vel sem ég gat ekki með nokkru lifandi móti komið þarna nær. Það var nágranni minn sem fann hann.“ Missirinn var sár, en Guðríður segir að enn sárara hafi verið þeg- ar hún missti annan son tvítugan að aldri. „Það var alveg sama hvar hann var eða með hverjum hann var. Það þótti öllum vænt um hann,“ segir Guðríður og upprifjunin er henni mjög sár. Hannes sonur hennar lést í bílslysi. „Ég veit ekkert hvað kom fyrir og fæ aldrei að vita það.“ Akranes á efri árum Guðríður og Einar bjuggu að Ið- unnarstöðum í um það bil fjóra ára- tugi. Þau fluttu svo saman á Akra- nes árið 1999. Guðríður vann þá í sláturhúsinu á Laxá í nokkurn tíma. Einar lést árið 2004 og Guðríður býr ein í litlu húsi á Neðri-Skaga. Hún á fjölda afkomenda sem heim- sækja hana og hún er stolt af af- komendum sínum. Myndir af þeim prýða alla veggi í litla húsinu henn- ar. Hún er mjög félagslynd og hef- ur gaman að því að hitta fleiri eldri borgara og föndra. Hún er flink í höndunum og hefur gert reiðinnar býsn af skrauti sem prýðir heimili hennar og hún gefur afkomendum sínum og jafnvel gestum og gang- andi. Einnig býr hún til skraut úr leir og málar postulín. Hún endar spjallið á að minn- ast Stóru-Giljár. „Þetta er rosa- lega fallegt hús, ég elska þetta hús,“ segir Guðríður en viðurkennir þó að henni mislíki liturinn á húsinu núna. En húsið mun alltaf eiga stað í hjarta hennar. „Þarna er ég fædd, í miðglugganum.“ klj Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Snæfellsbær Auglýsing um kjörfundi vegna alþingiskosninga laugardaginn 29. september Ólafsvíkurkjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum í Ólafsvík. Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00 Hellissands- og Rifskjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Hellissandi. Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00 Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild: Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Lýsuhóli. Kosning hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 20:00 Munið eftir persónuskilríkjum. Yfirkjörstjórn Snæfellsbæjar SK ES SU H O R N 2 01 6 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Kjörfundur vegna Alþingiskosninga 2016 fer fram í Brekkubæjarskóla laugardaginn 29. október. Hefst kjörfundur kl. 9:00 og lýkur í síðasta lagi kl. 22:00. Brekkubæjarskóli (nýbygging, gengið inn frá Vesturgötu) I. kjördeild Akurgerði til og með Grundartúni II. kjördeild Hagaflöt til og með Reynigrund III. kjördeild Sandabraut til og með Þjóðvegi Kjósendur eru hvattir til að kjósa snemma á kjördag og hafa meðferðis persónuskilríki. Hægt er að ná í fulltrúa yfirkjörstjórnar á kjördag í síma 433-1315 / 864-5528 og á netfangið kosning@akranes.is. Yfirkjörstjórn Akraness Hugrún O. Guðjónsdóttir Björn Kjartansson Einar Gunnar Einarsson Alþingiskosningar 2016 Snæfellsbær Kjörskrá vegna alþingiskosninga SK ES SU H O R N 2 01 6 Kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 29. október 2016 var lögð fram samþykkt af bæjarstjórn þann 19. október. Kjörskráin verður frá þeim degi til sýnis í Ráðhúsi Snæfellsbæjar að Snæfellsási 2, Hellissandi, á opnunartíma skrifstofunnar. Við viljum vekja athygli kjósenda á því að þeir geta nú kannað á vefnum www.kosning.is hvar þeir eru á kjörskrá. Þeir sem vilja koma að athugasemdum við kjörskrá er bent á að senda þær með tölvupósti á krisinn@snb.is eða lilja@snb.is, eða koma þeim bréflega í Ráðhús Snæfellsbæjar. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ AUGLÝSING UM SKIPAN Í KJÖRDEILDIR Í BORGARBYGGÐ SK ES SU H O R N 2 01 6 Við alþingiskosningar laugardaginn 29. október 2016 er skipan í kjördeildir í Borgarbyggð sem hér segir: Borgarneskjördeild í Hjálmakletti (Menntaskólanum) í Borgarnesi Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Gljúfurár. Kjörfundur hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00. Lindartungukjördeild í félagsheimilinu Lindartungu Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00. Lyngbrekkukjördeild í félagsheimilinu Lyngbrekku Þar kjósa íbúar á svæðinu milli Langár og Hítarár. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00. Þinghamarskjördeild í félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi Þar kjósa íbúar í Stafholtstungum, Norðurárdal, Bifröst og Þverárhlíð. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00. Brúaráskjördeild í félagsheimilinu Brúarási Þar kjósa íbúar Hvítársíðu og Hálsasveitar. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00. Kleppjárnsreykjakjördeild í grunnskólanum að Kleppjárnsreykjum Þar kjósa íbúar Hvanneyrar, Andakíls, Bæjarsveitar, Lundarreykjadals, Flókadals og Reykholtsdals. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 22.00. Vinsamlega athugið mismunandi tíma á lokun kjördeildanna. Kjósendur eru hvattir til að athuga í hvaða kjördeild þeir eiga að kjósa og hafa persónuskilríki með sér á kjörstað. Á kosningavef innanríkisráðuneytisins kosning.is geta kjósendur kannað hvar þeir eiga að kjósa og þar eru ýmsar upplýsingar varðandi kosningarnar Á kjördag verður kjörstjórn Borgarbyggðar með aðsetur í Hjálmakletti í Borgarnesi. Sími hennar er 433-7708. Kjörstjórn Borgarbyggðar Guðríður er hér að selja súrsað grænmeti á markaði sem haldinn var á vegum félagsstarfs aldraðra og öryrkja að Kirkjubraut 40 á Akranesi í nóvember í fyrra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.