Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 31
Árið 2007 lögðu fjórir þingmenn
Vinstri grænna fram þingsálykt-
unartillögu þar sem lagt var til
að ríkið yfirtæki Spöl og þar með
göngin. Var það gert í ljósi þess að
rekstrarforsendur voru mun betri
en áætlað var og þannig væri hægt
að fella niður innheimtu veggjalda.
Þessi tillaga hlaut ekki samþykki á
sínum tíma. Hins vegar um sama
leyti, eða 29. nóvember 2007, birti
Spölur frétt um að samkvæmt þá-
verandi greiðsluflæði yrðu göngin
skuldlaus og gjaldfrjáls 2015 eða
þremur árum á undan áætlun. Það
hefur sem kunnugt er ekki gerst.
Göngin hluti almenna
þjóðvegarins
Hvalfjarðargöngin eru nú sann-
arlega orðinn hluti hins almenna
þjóðvegakerfis og vegfarendur ættu
að hafa sama umferðarrétt í gegn-
um þau án sérstakrar gjaldtöku
líkt og um aðra þjóðvegi lands-
ins. Ljóst er að ríkið er fyrir margt
löngu komið með allt sitt á þurrt
varðandi kostnað vegna ganganna,
en innheimtur virðisaukaskatt-
ur vegna umferðarinnar telur án
efa fimm til átta milljarða króna.
Hvalfjarðargöngin voru mikil sam-
göngubót en áttu að fjármagnast
með gjaldi á umferð. Ríkið hefur
ekki komið að rekstri ganganna en
sparað sér bein útgjöld með því að
draga stórlega úr viðhaldi og upp-
byggingu á Hvalfjarðarvegi sem
annars hefði þurft að koma til.
Raunar má áætla að íbúar á Akra-
nesi og vestur og norður um land
hafi greitt göngin tvöfalt, ann-
ars vegar með veggjaldi til Spal-
ar og hins vegar skattgreiðslum og
sparnaði hjá ríkissjóði.
Innheimtur virðisauka-
skattur gangi til
vegaframkvæmda
Hér er því lagt til að samhliða því
að Hvalfjarðargöngin verða af-
hent þjóðinni til ævarandi eignar
eigi síðar en 2018 verði þeim virð-
isaukaskatti sem veggjöldin hafa
skilað til ríkissjóðs varið í nýtt sam-
gönguátak á þjóðvegi eitt vestur og
norður um land. Þetta eru skatt-
greiðslur sem íbúar á vestur- og
norðvesturhelmingi landsins hafa
lagt fram í bráðum 20 ár með ferð-
um sínum um Hvalfjarðargöng og
þeir hljóta að eiga heimtingu á að
þeim fjármunum sé varið í þeirra
þágu.
Gjaldfrjáls eigi
síðar en 2018
Gísli Gíslason stjórnarformaður
Spalar segir í viðtali við Mbl. 28. júlí
í sumar að göngunum verði skilað
þá; „líta megi svo á að vegfarendur,
sem hafa borgað þetta mannvirki,
muni aka þar um ókomna framtíð
sælir og glaðir endurgjaldslaust.“
Tryggja þarf að það loforð standi
og göngin verði gjaldfrjáls í síðasta
lagi síðla árs 2018 og virðisaukan-
um skilað til vegaframkvæmda.
Bjarni Jónsson. Höf. skipar 2. sæti
á lista VG í NV kjördæmi.
Þröstur Þór Ólafsson. Höf. skipar
8. sæti á lista VG í NV kjördæmi.
Gjaldfrjáls Hvalfjarðargöng
Pennagrein
Pennagrein
Jafnaðarstefnan er líklega áhrifa-
mesta stjórnmálahugmynd í okkar
heimshluta síðustu hálfa aðra öld.
Það er reyndar oft haft á orði að við
Íslendingar séum innra með okk-
ur flestir jafnaðarmenn, aðhyllumst
hugsjónir um mannúð, virðingu,
jöfnuð og réttlæti til handa sér-
hverjum manni. Þetta eru grund-
vallarstef og við jafnaðarmenn
höldum þeim sleitulaust á lofti í
orði og verki, öndvert við ýmsa
aðra stjórnmálaflokka.
Við stöndum á tímamótum nú
eins og svo oft áður. Það eru sterk
öfl í samfélaginu sem vilja gjör-
breyta þeirri sýn sem jafnaðarmenn
hafa. Við eigum yndislega þjóð,
greinda, menntaða og í stórum
dráttum heiðarlega. Við viljum
trúa og treysta náunganum. Ítrek-
að höfum við trúað stjórnmálaöfl-
um sem lævíslega taka sér stöðu við
hlið jafnaðarmanna örfáum vik-
um fyrir kosningar í orði og tala af
tungulipurð um dýrmæt gildi sem
við jafnaðarmenn tölum fyrir ár út
og ár inn. Loforðin eru hinsveg-
ar hunsuð jafnharðan að loknum
kosningum og við höfum dæmin
fyrir okkur. Þetta gerist einnig fyr-
ir þessar kosningar. Ég undirstrika
bara þetta: Varist eftirlíkingar, rifj-
um upp, skoðum söguna. Hver hafa
verið hin raunverulegu baráttumál
þessara flokka? Hverjir hafa feng-
ið bestu sætin við kjötkatlana? Eru
það aldraðir, öryrkjar, námsmenn,
barnafólk, almennir launþegar?
Svari nú hver fyrir sig.
Jafnaðarmannaflokkur Íslands,
Samfylkingin er ekki kerfisflokk-
ur. Hann er ekki flokkur sérhags-
munahópa, ekki útvegsmanna, ekki
bændasamtaka, ekki sjávarútvegs-
forkólfa og ekki forráðamanna við-
skiptalífsins. En hann er hinsveg-
ar hagsmunaflokkur allra þeirra
sem innan þessara vébanda starfa,
venjulegs fólks. Flokkurinn tekur
sér stöðu meðal þeirra og ekki ann-
arra.
Stundum hefur okkur gengið vel
og ef við horfum til sögunnar geta
jafnaðarmenn verið afar stoltir. Við
höfum verið kyndilberar og hreyfi-
afl stærstu umbótamála í heila öld
og það er af nógu að taka, Vökulög-
in, almannatryggingakerfið, lög um
stéttarfélög og vinnudeilur, lög um
verkamannabústaði og síðar félags-
legt íbúðarhúsnæði, lög um Lána-
sjóð íslenskra námsmanna, aðildin
að EFTA og síðar EES, jafnréttis-
lög og fleira og fleira. Allt eru þetta
verk jafnaðarmanna. Við erum
hreyfing og afl með fortíð og erum
reiðubúin til stórra verka í framtíð.
Við fáum að nota okkar dýrmæta
lýðræðislega rétt eftir fáa daga í
kosningum til Alþingis. Baráttu-
mál okkar jafnaðarmanna eru enn
á sömu lund, vörn og sókn fyrir
venjulegt fólk en ekki þrönga sér-
hagsmuni:
• Við ætlum að byggja upp fyrsta
flokks heilbrigðiskerfi og efla HVE
• Við munum gera betur við barna-
fjölskyldur, lengja fæðingarorlof í
12 mánuði og hækka barnabætur
• Við leggjum áherslu á matvælaör-
yggi, lýðheilsustefnu og landbúnað
í sátt við byggð og náttúru
• Við leggjum áherslu á örugg-
ar samgöngur - tvöföldun Vestur-
landsvegar
• Við stöndum vörð um mennta-
stofnanir á Vesturlandi styðjum við
ungt fólk, hjálp við kaup á fyrstu
fasteign og innleiðum betra náms-
lánakerfi
• Við munum tryggja öldruðum og
öryrkjum 300 þúsund króna lág-
marksframfærslu
• Við ætlum að ná sátt um afgjald
vegna auðlindanýtingar, starfsum-
hverfi útgerðar og kjör sjómanna
• Við styðjum við uppbyggingu á
fjölbreyttu atvinnulífi í sátt við um-
hverfið.
Fái ég til þess stuðning í komandi
kosningum mun ég beita mér af ein-
urð í þessum mikilvægu verkefnum
á Alþingi. Kjósum heilbrigðara og
réttlátara samfélag fyrir alla.
Guðjón S. Brjánsson.
Höf. skipar 1. sæti á lista Samfylk-
ingar í NV kjördæmi.
Stóru málin
Nú styttist í að landsmenn fái
ómetanlegt tækifæri til að kjósa
sér nýja ríkisstjórn. Væntanlega
verða þessar kosningar mjög sögu-
legar, allavega gefa þær kjósend-
um möguleika á að gera þær það.
Í skoðanakönnunum kemur fram
mikill vilji fólks til að breyta nú-
verandi stjórnarháttum og fólk
hafnar rótgrónum flokkum. Miklar
breytingar eru að verða á fylgi ým-
issa stjórnmálaflokka og Sjálfstæð-
isflokkurinn og Framsókn missa
stöðugt fylgi. Allt stefnir í að Pírat-
ar vinni stórsigur í komandi kosn-
ingum. Þeir hafa margfaldað fylgi
sitt frá síðustu kosningum og hald-
ið traustu fylgi í langan tíma.
Þessar ótrúlegu skoðanakann-
anir og sviptingar á fylgi í íslenskri
pólitík segja manni að kjósendur
vilji breytingar og að þeir vilji sjá
aðra og nýja flokka í meirihluta. En
mun þetta fylgi í könnunum skila
sér á kjörstað?
Sjálfur hefur undirritaður nokkr-
ar áhyggjur af kosningaþátttöku
fólks í þessum alþingiskosningum,
sérstaklega þátttöku yngra fólksins.
Kosningaþátttaka hefur dalað síð-
an 1991, en þá var hún 87,6% og
þótt hún sé enn ein sú mesta í Evr-
ópu var hún 6% minni í kosningum
2013 eða 81,5% . Einnig er þátttaka
fólks undir þrítugu áhyggjuefni. Í
síðustu sveitarstjórnarkosningum,
2014, voru einungis tæp 50% kjós-
enda undir þrítugu sem mættu á
kjörstað. Í rannsókn Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla
Íslands, gerð eft-
ir síðustu sveitarstjórnarkosningar,
kemur fram að helstu ástæður þess
að ungt fólk kjósi ekki, er að það
„nennti ekki að kjósa“.
Það er verulegt áhyggjuefni að
ungt fólk hafi svo lítinn áhuga á
kosningum að það hreinlega „nenni
ekki að kjósa.“ Auðvitað er einnig
kosið um málefni ungs fólks í þess-
um kosningum og sú stefna sem
verður tekin á þingi hefur gríðarleg
áhrif á stöðu ungs fólks til framtíðar.
Við þurfum að endurbyggja traust
almennings á Alþingi og störfum
þess og undirritaður telur að auk-
ið traust muni nást með nýju fólki,
nýjum hugsunarhætti og gagnsærri
stjórnsýslu.
Undirritaður vonar að störf Pí-
rata og nýjar hugmyndir er varða
unga fólkið hafi aukið áhuga og
þáttöku ungs fólks í stjórnmálum
og óhjákvæmilega muni það leiða
til þess að fleiri „nenni að kjósa.“
Undirritaður hvetur ungt fólk
til að nýta sér rétt sinn og mæta
til atkvæðagreiðslu utan kjörfund-
ar ef fólk hefur ekki tök á að mæta
á kjörstað næsta laugardag. Nú er
nefnilega komin ný ástæða til að
nýta kosningaréttinn og hafa áhrif á
framtíðina með því að velja P fyrir
PÍRATA.
Eiríkur Þór Theodórsson
Höf. er frambjóðandi í 3. sæti Pí-
rata í Norðvesturkjördæmi.
Látum spárnar
rætast!
Pennagrein
Í hartnær tvo áratugi hafa þeir
sem ferðast til höfuðborgarinn-
ar frá Norðvesturlandi með bíl
einir landsmanna þurft að greiða
sérstakt gangagjald í Hvalfjarðar-
göng. Fólk sem fæddist eftir bygg-
ingu ganganna er núna að fara að
kjósa í fyrsta sinn í alþingiskosn-
ingum.
Ríkissjóður Íslands hefur sparað
sér milljarða sem notendur Hval-
fjarðarganga hafa þurft að greiða
fullu verði. Ríkissjóður hætti nið-
urgreiðslu á rekstri Akraborgar og
hefur sloppið við afar kostnaðar-
samar endurbætur í Hvalfirði. Að
auki hafa notendur Hvalfjarðar-
ganga borgað allt viðhald á þjóð-
vegi eitt sem liggur undir Hval-
fjörð.
Það myndi ekki vera látið við-
gangast að taka aftur upp gjald-
heimtu á Reykjanesbraut eða yfir
Hellisheiði. Yfir vetrarmánuðina
er ekkert val fyrir íbúa á Norð-
vesturlandi. Í þeirra huga er Hval-
fjörðurinn ekki lengur þjóðvegur
eitt og honum er ekki sinnt nema
að takmörkuðu leyti.
Á álagstímum eru Hvalfjarðar-
göngin nánast fullnýtt og ekki líð-
ur á löngu áður en þau fara yfir
þau öryggismörk sem rætt er um
að göng af þessari stærðargráðu
beri á sólarhring. Því er komið í
umræðuna að tvöfalda verði göng-
in og að öllum líkindum viðhalda
gjaldtökunni næstu áratugi. Ef
sú röksemdafærsla fær að halda
munu íbúar Norðvesturlands lík-
lega þurfa að horfa upp á gjald-
töku um ókomna framtíð.
Ríkisvaldið og Vegagerðin þurfa
að byrja á því að undirbúa yfir-
töku ganganna og nauðsynleg-
ar breytingar á Vesturlandsvegi
svo að öryggi vegfarenda sé í for-
gangi. Ekki er hægt að setja málið
í nefnd og setja skýrsluna svo ofan
í skúffu þegar allir hafa gleymt
umræðunni.
Það er kominn tími til að ríkis-
valdið hætti að mismuna bifreiða-
eigendum og íbúum þessa lands
eftir búsetu. Samfylkingin í Norð-
vesturkjördæmi vill leggja sitt af
mörkum svo það megi verða hið
fyrsta.
Sigrún Ríkharðsdóttir og Ólafur
Ingi Guðmundsson.
Höfundar eru kjósendur Samfylk-
ingarinnar í Norðvesturkjördæmi
Er ekki komið nóg
með gjaldtöku í
Hvalfjarðargöng?
Pennagrein
www.skessuhorn.is
KOSNINGAR2016