Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 26.10.2016, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 35 www.skessuhorn.is Pennagrein Pennagrein Ágæti frambjóðandi! Nú styttist óðum í kjördag og kosn- ingaloforðin þeytast fram á völlinn sem aldrei fyrr. Umræðan virðist snú- ast að stóru leyti um hver geti unnið með hverjum en ekki hvaða samleið málefni flokkanna eiga. ESB, stjórn- arskráin, utanríkismál, flóttamenn, umhverfismál, auðlindir landsins og svo framvegis eru málin sem ætlast er til að kjósendur taki afstöðu með og á móti. Eitt er það málefni sem fáir virð- ast þó vera að velta sér upp úr. Fram- færslukostnaður heimilanna í land- inu. Hvernig hafa heimilin það fjár- hagslega? Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um meðallaun karla og kvenna. Á árinu 2014 höfðu karl- ar að meðaltali kr. 493.000- á mánuði en konur kr. 413.000-. Þar er einnig að finna launavísitöluna svokölluðu en frá því janúar 2015 til ágúst 2016 hefur hún hækkað um 17%. Miðað við þá hækkun ættu karlar í dag að vera með kr. 577.000 og konur með kr. 483.000. Af þessu dreg ég þá álykt- un að meðal sambúðarfólk/hjón hafi kr. 1.060.000 í laun á mánuði en það gera um kr. 640.000 til ráðstöfunar á mánuði. Á heimasíðu velferðarráðuneytisins er að finna reiknivél sem tekur sam- an hversu mikið þurfi til að reka hin ýmsu fjölskylduform á Íslandi. Gefin eru upp tvö viðmið, grunnviðmið sem hægt er að lifa af í hámark sex mánuði og svo dæmigert viðmið sem þarf til lengri tíma. Ég setti í þessa reiknivél þrjú dæmi: Dæmi 1. 2 fullorðnir með 1 barn á leikskóla og 1 barn í skólamötuneyti, búsett í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðis- ins. Í grunnviðmiði eru útgjöld þess- ara fjölskyldu án húsnæðiskostnaðar kr. 316.766. En í dæmigerðu viðmiði eru útgjöld án húsnæðiskostnaðar kr. 517.081- á mánuði. Dæmi 2. 2 fullorðnir með 2 börn á leikskóla og 1 barn í skólamötuneyti, búsett í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðis- ins. Í grunnviðmiði eru útgjöld þess- ara fjölskyldu án húsnæðiskostnaðar kr. 385.545. En í dæmigerðu viðmiði eru útgjöld án húsnæðiskostnaðar kr. 596.181 á mánuði. Dæmi 3. 2 fullorðnir með 2 börn á leikskóla og 2 börn í skólamötuneyti, búsett í þéttbýli utan höfuðborgarsvæðis- ins. Í grunnviðmiði eru útgjöld þess- ara fjölskyldu án húsnæðiskostnaðar kr. 442.362. En í dæmigerðu viðmiði eru útgjöld án húsnæðiskostnaðar kr. 692.514 á mánuði. Á heimasíðu Ríkisskattstjóra er að finna reiknivél fyrir barnabætur. Ég gerði ráð fyrir að fjölskyldurnar í dæmunum þrem hér fyrir ofan hefðu meðal laun í tekjur en það þýðir að árs- laun þeirra eru þá um kr. 12.720.000. Fjölskyldan í dæmi 1 ætti að fá kr. 557.088- ár ári en vegna tekna yfir viðmiðunarmörkum fá þau ekkert. Fjölskyldan í dæmi 2 ætti að fá kr. 914.337- á ári en vegna tekna eru bæt- ur þeirra skertar niður í kr. 42.137 á ári eða kr. 3.511 á mánuði. Fjölskyld- an í dæmi 3 ætti að fá kr. 1.152.286- á ári en vegna tekna eru bætur þeirra skertar niður í kr. 280.086 á ári eða kr. 23.340 á mánuði. Miðað við þessar upplýsingar sem allar eru gefnar út af Ríkinu þá hefur fjölskyldan í dæmi 1 um kr. 122.000- á mánuði til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Fjölskyldan í dæmi 2 hefur kr. 47.000 til ráðstöfunar í húsnæði og fjölskylduna í dæmi 3 vantar um kr. 30.000 fyrir föstum útgjöldum og hafa ekkert þak yfir höfuðið. Frambjóðandi góður, ég veit ekki með þig en ég sé ekki hvernig fjöl- skyldurnar í dæmi 2 og 3 eiga að lifa af þessu og ekki er ég viss um að auðvelt sé að fá húsnæði fyrir kr. 122.000 á mánuði hvar sem er. Því spyr ég, hvað ætlar þú og þinn flokkur að gera til að lagfæra þessa skekkju í framfærslu? Höfundur er fjögurra barna faðir búsettur vestur á fjörðum. Jóhann Bæring Pálmason basi@nh.is Hvað skal kjósa? Opið bréf til frambjóðenda Pennagrein Kosningarnar 29. október eru tæki- færi fyrir Íslendinga til að velja breytta stefnu og betra samfélag. Við í VG göngum bjartsýn til kosninga enda bjóðum við upp á skýra fram- tíðarsýn sem byggir á réttlæti, um- hverfisvernd og efnahagsstefnu fyrir almenning. Sterkur listi Framboðslista VG í Norðvesturkjör- dæmi skipar öflugt baráttufólk sem býr yfir víðtækri reynslu og þekk- ir þau mál sem helst brenna á íbú- um kjördæmisins. Oddviti listans er Lilja Rafney sem hefur verið einn öt- ulasti talsmaður kjördæmisins á Al- þingi undanfarin ár og í öðru sæti er Bjarni Jónsson, þaulreyndur sveit- arstjórnarmaður úr Skagafirði sem veit hvar skórinn kreppir á lands- byggðinni. Dagný Rósa Úlfarsdótt- ir, kennari og bóndi á Skagaströnd, er í þriðja sæti og fjórða sætið skip- ar yngsti frambjóðandinn í kjördæm- inu, Rúnar Gíslason úr Borgarnesi. Í fimmta sæti er Þóra Geirlaug Bjart- marsdóttir frá Kleppjárnsreykjum, kennari og baráttukona fyrir bættu skólastarfi í hinum dreifðu byggðum. Tryggjum raunverulega byggðafestu Hér í Norðvesturkjördæmi verða atvinnumálin ofarlega á baugi. Við þurfum að halda áfram baráttunni fyrir betra og sanngjarnara fisk- veiðikerfi og þar gildir að láta verk- in tala. VG er sá flokkur sem hefur náð mestum árangri við endurskoð- un kvótakerfisins, meðal annars með því að koma á strandveiðum og veiði- gjöldum á stórútgerðina svo dæmi séu nefnd. En betur má ef duga skal. Við þurfum að tryggja raunverulega byggðafestu aflaheimilda, við þurf- um að tryggja umhverfisvænar fisk- veiðar, stuðla að fjölbreyttu útgerð- arformi og sjá til þess að arðurinn af auðlindinni skili sér í auknum mæli til almennings, þar á meðal sjávar- byggðanna. Við í VG munum halda áfram að styðja við íslenskan landbúnað eins og við höfum alltaf gert og sækja fram í umhverfisvænni ferðaþjón- ustu, nýsköpun og stuðningi við lítil og meðalstór fyrirtæki. Upp- gangur ferðaþjónustunnar á undan- förnum árum staðfestir að náttúru- vernd er ekki aðeins mikilvæg í sjálfri sér heldur getur hún skapað okkur gríðarlegar tekjur og fjölda starfa. Byggjum upp innviðina Það þýðir þó lítið að blása til sókn- ar í atvinnumálum ef innviðir sam- félagsins eru ekki í lagi. Þess vegna er forgangsverkefni númer eitt, tvö og þrjú að hætta að vanrækja innviðina og byrja að byggja þá upp. Heilbrigð- is- og menntastofnanir eru fjársvelt- ar og brýnar samgönguframkvæmdir í kjördæminu hafa setið á hakanum. Við þurfum að auka framlög til þess- ara málaflokka til að tryggja jöfn bú- setuskilyrði. Við munum berjast fyr- ir raunverulegri byggðastefnu, standa vörð um menntastofnanir í kjördæm- inu og ráðast í átak til að tryggja af- hendingaröryggi rafmagns, lægra orkuverð og aðgang allra að góðum háhraðatengingum. Íbúar í Norðvesturkjördæmi hafa fengið sig fullsadda af niðurskurðar- stefnu fráfarandi ríkisstjórnar. Okkur er treystandi til að snúa vörn í sókn og byggja upp innviðina enda hvikum við hvergi frá þeirri stefnu að tryggja velferð og tækifæri fyrir alla, óháð bú- setu. Það verður ekki gert með harða hægristefnu að leiðarljósi. Stóru málin Stærsta kosningamálið á landsvísu er að endurreisa heilbrigðiskerfið sem hefur verið fjársvelt í 25 ár. Ríkis- stjórnir Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hafa markvisst grafið undan heilbrigðisþjónustu hins opin- bera og aukið einkarekstur í kerf- inu. Við munum snúa þessari þróun við og gera það sem þarf til að end- urreisa heilbrigðiskerfið með stór- auknum framlögum sem við mun- um forgangsraða í þágu sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana um land allt og heilsugæslunnar. Við munum lækka greiðslubyrði sjúklinga og eyða óviss- unni um nýjan Landspítala. En hver á að borga? Þarf ekki að hækka skatta á almenning og fyr- irtæki til að standa undir þessari stefnu? Nei, svörum við. VG mun ekki hækka skatta á almenning, held- ur hefjast handa við að taka á skatta- skjólum og skattaundanskotum, tryggja að alþjóðleg stórfyrirtæki borgi skatta á Íslandi eins og önnur fyrirtæki og sjá til þess að þeir sem nýta auðlindir þjóðarinnar greiði eðlilegt gjald. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem hverfur af braut þeirrar hörðu hægri- stefnu sem fráfarandi ríkisstjórn hef- ur rekið og nýtir sóknarfærin sem við höfum til að byggja upp samfélagið og efla grunnstoðirnar um land allt. Kosningarnar 29. október snúast ekki um það hver getur lofað mestu á lokasprettinum því kjósendur sjá í gegnum slíkt. Þessar kosningar snúast um traust og trúverðugleika. Hverjum treystir þú? Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingis- maður og oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Sterkur listi - skýr sýn Stefna Íslensku þjóðfylkingarinn- ar er „endurskoðun fiskveiðistjór- nunar frá grunni og frelsi í sjáv- arútvegsmálum. Stóraukið frelsi í strandveiðum. Fiskveiðiauðlind- in verði sameign þjóðarinnar skv. stjórnarskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi.“ Stóraukið frelsi til smábátaveiða merkir hér í raun margföldun í veiði á bolfisk og kvótalausar mak- rílveiðar. Þá er okkar stefna 6% skattafsláttur af tekjum sjómanna. Sumir hafa talað gegn sjómanna- afslætti sem „mismunun“ sem ekki sé þörf á fyrir stétt sem hafi tiltölu- lega góðar tekjur. Þar á móti kem- ur, að nánast engin umræða er um að hátekjumenn í öðrum stéttum eru bæði með ofurbónusa og önn- ur fríðindi ofan á laun sín og setjast ekki til vinnu, þegar ráðnir eru, fyrr en þeir hafa tryggt sér milljónatuga starfslokasamninga! Enginn þarf að öfunda sjómenn, þeir leggja mikið til samfélagsins, stór hluti launa þeirra er með hart- nær 50% skattlagningu, án þess að þeir notfæri sér samfélagsþjónustu í sama mæli og aðrir. Þeir eru lang- tímum saman fjarri fjölskyldum sínum, vinna gjarnan 12 tíma eða lengur á dag, eru með styttri starfs- ævi en aðrir og meiri slysatíðni. Áhætta þeirra og framlag til þjóð- lífsins verðskuldar því viðurkenningu. Þar að auki er gróði af smáútgerð jákvæður kost- ur, ekki löstur. Hann smyr sam- félög strandbyggðanna með aukinni veltu, útsvörum og öðrum gjöldum. Það er einungis jákvætt ef efnahag- ur sjómanna hjálpar þeim ekki að- eins að borga hratt niður skuldir á dýrum bátum sínum og tæknibún- aði, sem þar er þörf á og skylda til, heldur líka til að geta með tímanum hjálpað börnum sínum að kaupa sér sjálf bát til útgerðar. Þá verður líflegra að líta til at- hafnasvæðanna við hafnir landsins: dæmið snýst við, og aflaheimildir hætta að streyma þaðan til vellríkra fákeppnisútgerða, en haldast og aukast hjá fólkinu sjálfu, með lýð- ræðisvæðingu þessa gamla bjargræð- isvegar fólksins, með veiðiaðferðum sem aldrei geta skemmt sjávarbotn- inn eða gengið á fiskistofna lands- ins. Þetta vill Þjóðfylkingin tryggja sjómannafjölskyldum og strand- byggðum landsins. XE fyrir Jens G. Jensson! Jón Valur Jensson. Höfundur er í flokksstjórn Ísl. þjóð- fylkingarinnar og þekkir vel til sjáv- arútvegsmála. Íslenska þjóðfylkingin stendur með sjómönnum Pennagrein Vesturland hefur ekki farið varhluta af fjölgun ferðamanna og allt bendir til að þeim fjölgi enn á næstu árum. Ferðaþjónustan og náttúra Íslands skapa nýja auðlind og þessir gest- ir okkar hafa styrkt efnahagslífið svo um munar. Viðreisn vill tryggja að arðurinn af þeirri auðlind skili sér til heimamanna. Hvort sem ferðamenn fara á kræk- lingafjöru í Hvalfirði, gista á Akranesi og fara þar á veitingahús og byggða- safn, njóta leiðsagnar í gönguferð um Borgarfjörð, náttúrufegurðar Snæ- fellsness eða dvelja í kyrrð Dalanna þá er ljóst að fjölda fólks þarf til að sinna þessum gestum okkar. Ferða- þjónustan skapar atvinnu og tekjur með því að nýta þá auðlind sem nátt- úra okkar er. Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað mikið eru möguleikarnir til vaxtar enn gríðarlegir á Vesturlandi. Þar er tækifæri fyrir heimamenn. Við- reisn ætlar sér að tryggja að sú auð- lind skili sér til heimamanna, í formi gistináttagjalds. Bílastæðagjöld verði tekin upp og þeim varið á svæðinu. En það er tómt mál að tala um vöxt í ferðaþjónustu ef ekki er tek- ið á samgöngumálum, sem brenna mjög á íbúum Vesturlands. Það gengur ekki lengur að vegir í Dala- byggð séu slysagildra Vesturlands. Um 5% landsmanna búa á Vestur- landi, en þar er um 14% allra ak- vega á Íslandi, í kílómetrum talið. Umferð um Vesturland hefur auk- ist mjög mikið á síðustu árum og löngu tímabært að taka til hendinni í vegamálum. Þar ætlar Viðreisn að leggja sitt af mörkum. Gylfi Ólafsson skipar 1. sæti Við- reisnar í Norðvesturkjördæmi Lee Ann Maginnis skipar 2. sæti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi Viðreisn á Vesturlandi KOSNINGAR2016

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.