Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson hlh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Oft kemur málsháttur úr páskaeggi Áratugahefð er fyrir því að við Íslendingar kaupum og neytum páska- eggja á hinni helgu hátíð sem í hönd fer. Miðað við fjölda þeirra páska- eggja sem ég hef séð í verslunum nú þegar kæmi mér ekki á óvart að þau séu að fjölda til fleiri en tala landsmanna og líklega margfalt það. Út frá öllum lýðheilsusamlegum viðmiðum vona ég því innilega að ferða- menn neyti þeirra líka. Sælgætisframleiðendur og kaupmenn gera allt sem þeirra markaðsþekking býður til að selja fólki sem flest egg. Strax við inngang stórmarkaða þarf nánast að skáskjóta sér framhjá mannhæð- arháum stæðum af þessum risavöxnu brúneggjum og sala þeirra hefst um svipað leyti og jólaútsölunum lýkur. Litlu börnin skilja svo ekkert í því þegar mæður þeirra og feður leyfa þeim ekki að taka tvö eða þrjú egg undir hendina á leiðinni inn í búðina. Svo til að auka söluna er nú farið að blanda ýmsum bragð- og kryddtegundum í súkkulaðið þannig að val- kvíði fólks verður yfirþyrmandi. Þegar upp er staðið hefur því meðal Ís- lendingur líklega sporðrennt fimm til tíu eggjum og fengið algjört ógeð á súkkulaði fram á haust. Okkur neysluþjóðinni eru seld egg sem eru ým- ist með extra dökku súkkulaði, með lakkrískurli, sjávarsalti, hrís eða pip- arfylltum reimum. Ýmislegt sem myndi undir öðrum formerkjum flokk- ast sem eitur og vera stranglega bannað. En þetta má og verða því hjarta- sjúklingar og þeir sem eru veilir í nýrum eða meltingarvegi að kunna sér fótum forráð á eigin spýtur. En þar sem við lifum í frjálsu og fullvalda ríki þar sem sjálfsákvörðun- arrétturinn er í hávegum, hefur fólk val um að láta freistast af páskeggj- um eða lifa við góða heilsu fram yfir páska. Það eru hins vegar málshætt- irnir sem vekja mesta lukku, alla vega hjá fullorðnum. Þessi siður að láta málshátt í páskaegg hefur að sögn kunnugra tíðkast frá því í seinna stríði. Hinn spænski rithöfundur Miguel de Cervantes, höfundur bókarinnar um Don Kíkóta, lýsti málshættinum þannig: „Málsháttur er stutt setning byggð á langri reynslu.“ Með þeim væru hinir eldri og reyndari að koma boðskap á framfæri við unga fólkið til að bæta það. Upphaflega til að gleðja og miðla visku en einhvern veginn hefur þessi siður haldist alla tíð og börn í dag láta gjarnan eins og þau hafi gaman af málsháttunum, þótt þeir séu í mörgum tilfellum afar fjarlægir þekkingarsviði þeirra. Margir af þessum málsháttum eiga til dæmis rætur í bændasamfélagi fyrri tíma og hefur því nútímafólk, sem ekki mátti fara í sveit eða vinna í fiski til að læra að meta það að vinna sér inn laun, ekki hugmynd um þýðingu þeirra. Málshættir geta engu að síður verið skemmtilegir og fræðandi. Oftast eru þeir svona fullgerð setning sem felur í sér gamla lífsspeki og almenn sannindi, meginreglu eða lífsviðhorf. Þeir eru svo prentaðir á litla bréfmiða sem eru ásamt páskaunganum á toppi eggsins það eina sem er óætt af egginu. Súkkulaðiverksmiðjurnar hafa hóp fólks í málsháttaframleiðslu allt árið. Reynt er að hafa þá jákvæða enda væri það hundfúlt að fá neikvæð- an málshátt í upphafi átsins og jafnvel eru dæmi um að slæmir málshættir hafi dregið úr matarlist og komið viðkomandi í slæmt skap. Því leggja Helgi í Góu og hinir súkkulaðidrengirnir áherslu á að hafa málshættina skemmtilega, uppörvandi og á jákvæðum nótum. Það góða við málshætt- ina er að þeir eru krydd í tilveruna og efla þekkingu okkar á íslensku máli sem mér sýnist að eigi í vök að verjast. Íslenskan er blæbrigðarík og eru málshættir ágæt leið til að minna okkur á þann fjársjóð sem við eigum með okkar fallega máli sem við eigum að sjálfsögðu að vera stolt af. Verði okkur að góðu - og gleðilega páska! Magnús Magnússon. Leiðari Ragnheiður Þorgrímsdóttir, bóndi á Kúludalsá í Hvalfirði, höfð- aði skaðabótamál gegn Norðuráli vegna tjóns sem hún telur sig hafa orðið fyrir vegna mengunar frá ál- veri fyrirtækisins á Grundartanga. Vísir greinir frá. Tjónið felst m.a. í dauða hrossa hennar, sem þurft hef- ur að fella vegna veikinda sem rak- in hafa verið til flúormengunar frá álverinu. Norðurál gerði kröfu um frávísun málsins af ýmsum ástæðum og Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp úrskurð sinn í kröfu fyrirtækis- ins mánudaginn 3. apríl síðastliðinn. Var það niðurstaða héraðsdóms að hafna öllum ástæðum Norðuráls og mun skaðabótamálið því halda áfram fyrir dómi. Lengi hefur verið deilt um meng- un frá álverinu og mögulegar af- leiðingar hennar. Síðasta sumar var í Skessuhorni greint frá skýrslu sem Jakob Kristinsson og Sigurður Sig- urðsson dýralæknir unnu að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins. Í skýrslunni segja Jakob og Sigurður að veikindi hrossa á Kúlu- dalsá megi rekja til flúormengun- ar frá álverinu á Grundartanga. Að minnsta kosti helmingur hrossanna á Kúludalsá hefur veikst og rekja megi veikindin til efnaskiptaröskun- ar sem kallast equine metabolic syn- drome (EMS). „Engar rannsóknir hafa farið fram á tíðni þeirrar efna- skiptaröskunar í íslenskum hrossum. Veikindi af hennar völdum virðast fátíð í erlendum hrossastofnum,“ segja skýrsluhöfundar. Þá segja þeir enn fremur að eftir að fylgst hafi ver- ið með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins telji þeir nánast útilok- að að rekja megi veikindi hrossana til offóðrunar eða rangrar meðferð- ar, en það eru taldir helstu áhættu- þættir EMS. „Þegar tekið er mið af styrk flúoríðs í beinum hrossa, sem felld hafa verið, er enginn vafi á að flúormengun á bænum er umtals- verð. Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæðum þar sem ekki gætir flúormengunar af völdum eldvirkni eða iðjuvera. Að öllu sam- anlögðu telja skýrsluhöfundar líklegt að veikindi hrossanna á Kúludalsá megi rekja til flúormengunar. Niðurstöðu skýrslunnar hefur meðal annars verið mótmælt af Mat- vælastofnun. Stofnunin er sammála skýrsluhöfundum að því leyti að veikindi hrossa megi rekja til efna- skiptaröskunarinnar EMS. Hins vegar telur stofnunin ekki hægt að útiloka að offóðrun og röng með- ferð séu ástæða veikindanna. kgk Frávísunarkröfu Norðuráls hafnað Hross í haga á Kúludalsá. Ljósm. mm. Húsafriðunarnefnd ákvað á síð- asta fundi sínum að samþykkja til- lögur að friðlýsingu ellefu vita víðs vegar um landið. Tillögur nefndar- innar byggja að mestu á mati Guð- mundar L. Hafsteinssonar frá 2003, en árið 2015 bað núverandi húsafrið- unarnefnd hann um að endurskoða þær og leggja fram að nýju. Voru þær kynntar stjórn Íslenska vitafélags- ins sem tók undir þær en lagði jafn- framt til friðlýsingu tveggja vita að auki. Tillögurnar eru til umfjöllun- ar hjá Minjastofnun Íslands þar sem þær bíða afgreiðslu. Þrír vitar á Vesturlandi eru meðal þeirra vita sem húsafriðurnarnefnd leggur til að verði friðaðir eru; Akra- nesviti hinn eldri, Arnarstapaviti og Elliðaeyjarviti. Akranesviti hinn eldri var reistur á Suðurflös á Breið árið 1918 og var starfræktur þar til yngri viti var tek- inn í notkun árið 1947. Hann er tíu metra hár og hannaður af Thorvald Krabbe. Arnarstapaviti var byggður árið 1941 eftir teikningum Axels Sveins- sonar og er þriggja metra hár. Hann er elstur vita af svokallaðri brúargerð, sem dregur nafn sitt af brú báta. Elliðaeyjarviti var reistur í El- liðaey á Breiðafirði árið 1951 eftir teikningum Axels Sveinssonar. Vit- inn er steinsteyptur og þrístrendur að grunni. Slíkt er afar fátítt á Íslandi og aðeins einn annar viti á landinu byggður af sama formi. Aðrir vitar sem lagt er til að verði friðaðir eru Garðskagaviti, Horn- bjargsviti, Hvalnesviti, Kálfshamars- viti, Knarrarósviti, Kolbeinstanga- viti, Raufarhafnarviti, Sauðanesviti nyrðri, Tjörnesviti og Æðeyjarviti. kgk Vill friða þrjá vestlenska vita Vitarnir á Breið. Akranesviti hinn eldri er til hægri og fjær í mynd, en hann er meðal vita sem húsafriðinunarnefnd hefur lagt til að verði friðlýstir. Ljósm. úr safni. Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra hefur stað- fest breytingu á reglugerð um húsnæðisbætur sem hækkar þau viðmið tekna sem leigjendur geta haft áður en þær skerða rétt þeirra til húsnæðisbóta. Reglugerðin er afturvirk og gildir frá gildistöku laga um húsnæðisbætur 1. janúar 2017. Með reglugerðarbreyting- unni er brugðist við misræmi sem orðið hefur á milli framfærslu- viðmiðs almannatrygginga mið- að við þann sem býr einn og frí- tekjumarka húsnæðisbótakerfisins frá því að lög um húsnæðisbætur voru samþykkt á Alþingi síðast- liðið sumar. Þannig verður tryggt að lífeyrisþegi almannatrygginga sem býr einn og hefur ekki aðrar tekjur sér til framfærslu eigi rétt á óskertum húsnæðisbótum, líkt og ráð var fyrir gert þegar lögin voru samþykkt. Misræmi þetta skapað- ist við 13,5% hækkun framfærslu- viðmiðsins um síðustu áramót en lög um húsnæðisbætur voru sam- þykkt á Alþingi 2. júní síðastlið- inn og miðuðust frítekjumörk lag- anna fyrir þann sem býr einn þá við framfærsluviðmið almanna- trygginga. Með breytingunni verður frí- tekjumark þess sem býr einn 3.373.000 kr. (var 3.100.000 kr), ef tveir eru í heimili verður frí- tekjumarkið 4.461.064 kr. (var 4.100.000 kr.), ef þrír eru í heimili verður frítekjumarkið 5.222.710 (var 4.800.000 kr.) og ef heimilis- menn eru fjórir eða fleiri verður frítekjumarkið 5.657.936 (var kr. 5.200.000). Þar sem reglugerðin gildir frá 1. janúar 2017 verða greiðslur hús- næðisbóta endurreiknaðar og skal Vinnumálastofnun greiða leigj- endum mismuninn sem þeim ber fyrir leigu íbúðarhúsnæðis í janú- ar, febrúar og mars 2017 eigi síðar en 30. apríl næstkomandi. Áætlað er að kostnaður vegna breytingar þessarar nemi rúmlega 214 m.kr. árið 2017 miðað við nú- verandi fjölda samþykktra um- sókna um húsnæðisbætur. mm Frítekjumörk vegna húsnæðisbóta hækkuð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.