Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2017 23 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birt- um við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@ skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athug- ið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dreg- ið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 63 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðus- tu viku. Lausnin var: „Starfsemi.“ Vinningshafi er Birgir Óskarsson, Asparfelli 6, 111 Reykjavík. Bæn Von Þys Blað Glaður Eðli Skæði Góðar Augn- hár Lærðu Birta Fann leið Harð- indi Flan 1050 Læti Elfur Skýr Hand- fjötlun 1 Rödd Á fæti Gruna Frelsi Hvíldi 5 9 Kylfa Grípa Ljúfur Þegar Málmur Há- sæti Einn Offur Brenna Hindrun Kona Hnoða Spann Áköf Algleymi Berg- málar Sniðug 3 Bein Sk.st. Rölta Loforð Reykur Félag- ar Röð Einstigi Haka Píla 8 Flýtir Suddi Mat Ferskur Villt Blíða Þula Fas Bit Ágóða Pípur Svefn Ílát Utan Sér eftir Nettur Tölur Á skipi Tónn Korn Fá- dæma Morgunn Einkum Þys 2 Sigrar Hægar Hávaði 6 Áburður Utan Átt Samhlj. Fræg Depill Ekki Duft Ellegar Dýrka Leit Étandi Tölur Líka 4 Þar til Samhlj. Stytta For- faðir Eyða Raki Krókur 7 1 2 3 4 5 6 7 8 9 M V I L M K V O Ð A V I T U N D Ð A U Á L N Í P A G A R N Æ R F E L L D U R K L Á R I Ð G L I T I V U A G I V O Ð Á A F R E K Æ S E R Í T U R S K Ý N O T A R Æ S A R A M A S U D D I R T Æ R Ó S Á R A R E D R Ú A U Ð U G T Ö M M I L B U R I N N A Ð A U I O F Ð D R Ý P U R L A K K U N Á R I T A L A L D N A R U N U N K A R L H A Ö R I L A R T Ö R M R Ó T M A L U R U N G A R Ó R Ó L A R P E N A R K L A S A Á Ð U G A R N A A Á U E U I R A R N A Ú R R Æ Ð I Ð S T A R F S E M I L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Í Dölum er í undirbúningi ferða- þjónustuverkefnið Iceland Up Close - Vetur og myrkur í Haukadal. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða verkefni í vetrarferðaþjónustu og að því standa Bjarnheiður Jó- hannsdóttir og Reynir Guðbrands- son á Jörva, Ásta Ósk Sigurðardóttir og Jóel Bæring Jónsson á Saursstöð- um og Sigurbjörg Kristmundsdóttir og Pétur Guðsteinsson á Giljalandi. „Okkur langar að bjóða upp á ferðir á haustin og veturna, gera út á myrkrið, nánd við náttúruna og bjóða fólki að taka þátt í því sem er að gerast í sveit- inni,“ segir Bjarnheiður á Jörva í sam- tali við Skessuhorn. „Á öllum bæjun- um þremur er gisting í smáum stíl og við höfum hugsað okkur að starfa að Iceland Up Close utan háannatíma í ferðaþjónustu. Starfsemi verður þannig í október og nóvember og síð- an aftur í febrúar og mars. Með þessu sjáum við tækifæri til að lengja tíma- bilið og gera ferðaþjónustuna nær því að vera heilsársstarf hjá okkur,“ seg- ir hún. Þemað verður að sögn Bjarnheið- ar vetur, myrkur, þögn og rólegheit. „Hugsunin er að bjóða upp á öðru- vísi ferðir, rólegheitaferðir, göngu- ferðir í nágrenninu. Hér verður eng- inn asi og allt fær sinn tíma. Hóparnir verða litlir, helst viljum við ekki taka á móti mikið fleiri en tíu manns í einu. Það skiptir okkur máli að umgjörðin sé afslöppuð, þjónustan persónuleg og fólk fái að kynnast okkur svolítið,“ segir hún. Á þróunarstigi Að sögn Bjarnheiðar er verkefnið enn á þróunarstigi og því langt því frá að vera fullmótað. „Til dæmis höfum við ekki ákveðið hvort við munum gera út á norðurljósin sérstaklega. Myrkrið verður aðalatriðið en við erum ekki viss hvort ferðamenn sem ekki þekkja til hér á landi átti sig á því að myrkrinu fylgja norðurljós,“ segir hún. „Hins vegar erum við hér í dal þar sem eru sárafáir bæir og nánast engin ljósmengun. Það er því mik- ið myrkur og þar með sjást norður- ljósin mjög vel, sem og stjörnubjart- ur himininn. Það er sú upplifun sem okkur langar að fanga en við eigum eftir að kanna það betur hvort næg- ir að gera út á myrkrið eða hvort við þurfum að vekja athygli á norðurljós- unum og stjörnubjörtum himninum í sömu andrá,“ segir Bjarnheiður. Prufuferðir í haust Aðspurð segir Bjarnheiður að stefnt sé að því að hleypa verkefninu af stokkunum næsta vetur. „Þar sem við erum enn á þróunarstigi þá erum við ekkert farin að bjóða ferðir til sölu. Verkefni sem þetta þarf að fá tíma í mótun ef ætlunin er að gera þetta al- mennilega. En stefnan er að koma á prufuferðum í haust, breyta síðan því sem þarf í samræmi við þá reynslu og fara síðan af stað af fullum krafti eftir áramót,“ segir hún og vonast að sjálf- sögðu til að Iceland Up Close festi sig í sessi sem afþreyingarmögu- leiki í Dölum. „Það sárvantar afþrey- ingu fyrir ferðamenn í Dalina, þar er nóg pláss til að bæta við. Til dæm- is er engin ferðaskrifstofa starfandi í sveitarfélaginu og aðeins tveir ferða- skipuleggjendur með skráð leyfi. Þannig að við Dalamenn megum spýta í lófana þegar kemur að afþrey- ingu og ég vona að þetta verkefni okkar verði einn af mörgum afþrey- ingarmöguleikum í Dölum í fram- tíðinni,“ segir Bjarnheiður Jóhanns- dóttir að lokum. kgk/ Ljósm. Dagur Þórarinsson. Vetur og myrkur í Haukadal Haukadalur að nóttu til. Myndin er tekin við afleggjarann heim að Jörva.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.