Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 201718 Á síðasta ári voru 20.734 nýskráð- ir bílar hér á landi sem er þriðjungs aukning frá árinu áður. Þar að auki voru nýskráðir hér á landi 1.702 bílar sem áður höfðu verið skráð- ir erlendis. Helmingur nýrra bíla voru bílaleigubílar. Nýskráðir hóp- bílar voru 235 auk þess sem fluttir voru inn 198 notaðir hópbílar. Velta í sölu nýrra bíla nam 121 milljarði kr. 2016 og jókst um fjórðung frá árinu áður. Í Árbók bílgreina 2017, sem Rannsóknasetur verslunarinn- ar gefur út, má sjá að tekjur ríkis- ins af bílgreinum 2016 hafi numið tæplega 38 milljörðum króna. Þær hafi skipst þannig að vörugjöld af bensíni og dísilolíu hafi numið 22 milljörðum króna, vörugjöld vegna innfluttra bifreiða 8,4 millj. kr, bif- reiða- og úrvinnslugjöld 6,6 millj- arðar kr. og vanrækslugjöld 383 millj. kr. Skráningargjöld vegna ný- skráninga og eigendaskipta numu 368 millj. kr og umferðaöryggis- gjald 156 millj. kr. Fjöldi innfluttra nýrra og not- aðra atvinnubíla 2016 var eftirfar- andi: Sendibílar voru 1.773 nýir og 776 notaðir, 235 nýir og 198 notað- ir hópbílar og 215 nýir og 206 not- aðir vörubílar. Þá kemur fram í Árbók bílgreina að 76% allra nýrra bíla á Íslandi 2016 voru „litlausir“, þ.e. skráðir í litunum grár, hvítur eða svartur. Grái liturinn er langvinsælastur. Til gamans má geta þess að eng- inn bleikur bíll var fluttur til lands- ins árin 2015 og 2016. Einnig kem- ur fram að meðalaldur fólksbifreiða á skrá í árslok 2016 var 12,5 ár, nýir bílar losuðu að meðaltali 26% minna koltvíoxíð út í andrúmsloftið en nýir bílar árið 2010. mm Sitthvað um bílainnflutning í Árbók bílgreina Í Árbók bílgreina kemur m.a. fram að ekki var fluttur inn einn bleikur bíll árin 2015 og 2016. Einn gamall og góður á sýningu á Akranesi fyrir nokkrum árum. Ljósm. úr safni. Hin árlega stórsýningu Bifhjólafj- elagsins Rafta og Fornbílafjelags Borgarfjarðar í Brákarey í Borgar- nesi verður laugardaginn 13. maí klukkan 13 til 17. Sýningin hef- ur fyrir margt löngu skapað sér verðugan sess meðal áhugafólks um bíla og mótorhjól. Þessi dag- ar er til að mynda sá sem marg- ir viðra fáka sína fyrst úr vetrar- geymslunni. Af þeim sökum má sjá hundruði óvenjulegra ökutækja á ferðinni og á leið í Borgarnes. „Það er góðæri í landinu þann- ig að við höfum aldrei fengið jafn marga sýningaraðila til að verða með okkur og nú. Þeir verða alls 16 talsins. Þetta er bæði hjólaum- boð, útivistaraðilar og sölufólk með verkfæri og vörur af ýmsu tagi. Fjórhjól og sexhjól verða fyr- ir bændur og búalið auk t.d. smur- efna og efna til að hreinsa ryð og lakk,“ segir Unnar Bjartmarsson sem undirbýr nú hátíðina af krafti ásamt fleirum Röftum og fornbíla- félögum. Unnar segir að Hilm- ar Lúthersson Snigill númer eitt verði í Raftaheimilinu með brot af þeim hjólum sem hann hefur gert upp um ævina, en þau eru orðin æði mörg og gaman að geta heiðr- að karlinn aðeins. Þá er uLata- bæjarökutækin komin í Borgar- nes og verða þau til sýnis. Á vel við að þau séu komin í Borgarnes þar sem Magnús Scheving íþrótta- álfur og frumkvöðull sleit barns- skónum. „Camaro verður 50 ára á árinu og munum við að sjálfsögðu halda upp á það. Svifnökkvi verð- ur á Borgarfirðinum þennan dag og mun hann taka með sér farþega á rúntinn. Háfjara er um klukkan 13:30 svo það verða kjöraðstæður til að kynna nökkvann bæði á sjó og sandi,“ segir Unnar. Hann segir að sjálfsögðu von- ast við til þess að veðrið verði gott svo fornbílar og mótorhjól flykk- ist til þeirra í Borgarnes, það sé eiginlega partur af sýningunni líka. „Við höfum verið að reyna að breikka flóruna á sýningunni til þess að fólk sjái eitthvað nýtt og ferskt á hverju ári. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis en kaffi og vöfflusala verður á staðnum,“ segir Unnar. Aðstaða klúbbanna í Brákarey er sífellt að batna enda töluverð vinna búin að fara fram. Unnar segir mörg handtök þó eft- ir fram á sýningardag en kveðst hlakka til góðs dags. mm Stórsýning Rafta og Fornbílafjelagsins verður 13. maí í Brákarey Eldri bílar af ýmsu tagi verða til sýnis í Brákarey. Pússaðir vélfákar í hundraðatali í Borgarnesi á síðasta ári. Í liðinni viku var Sigurfari - sigl- ingafélag Akraness formlega tek- ið inn í Íþróttabandalag Akraness á aðalfundi ÍA. Þar með er félagið orðið fullgilt aðildarfélag. Sig- urfari var stofnaður í mars á síð- asta ári og hefur félagið vaxið og dafnað síðan þá. Fyrsti formaður var Eyjólfur Magnús Eyjólfsson. Hann gaf ekki kost á sér til starfa og var Guðmundur Benediktsson kosinn formaður félagsins á síð- asta aðalfundi. Guðmundur segir í samtali við Skessuhorn að markmið félagsins sé að vekja áhuga á og stuðla að iðkun sjóíþrótta af öllu tagi, hvort sem menn velja að synda, róa, nota vindinn á ýmsan máta, eða nota vélarafl. „Félagið er ekki ríkt af veraldlegum eignum enn sem kom- ið er. Okkur vantar húsnæði undir félagsaðstöðu þar sem hægt er að geyma jafnvel smærri báta, vesti og ýmsar græjur sem fylgja íþróttinni. Á stefnuskránni er að eignast báta og búnað til kennslu og jafnvel út- leigu,“ segir Guðmundur. Í sumar er ætlunin er ætlunin að halda siglinganámskeið fyrir byrj- endur á aldrinum 10-14 ára. „Sigl- ingaklúbburinn Brokey í Reykja- vík hefur samþykkt að lána til þess seglbáta af gerðinni Topper Topaz sem henta vel til kennslu. Við njót- um mikillar velvildar Siglingasam- bands Íslands og Brokeyjar og sigl- ingaklúbbsins Þyts í Hafnarfirði, en þessir klúbbar hafa sýnt mikinn áhuga á þessu starfi hér á Skagan- um. Siglingasamband íslands færði okkur m.a. kennsluefni um sigling- ar, sem dreift var á bókasöfn bæjar- ins, og klúbbarnir eru tilbúnir að útvega okkur siglingaþjálfara og jafnvel þjálfa einhvern héðan í það embætti,“ segir Guðmundur. „Við ætlum að reyna að hafa starfið eins sýnilegt og hægt er í sumar, m.a. með því að gefa al- menningi kost á að reyna sig á seglskútum, kajökum og öðru sem félagsmenn hafa að bjóða. Faxa- flóamót kjölbáta fer fram seinni partinn í júní eins og síðustu ár. Síðasta sumar vorum við kepp- endum innan handar með aðstöðu og líkaði þeim það mjög vel. Þetta verður endurtekið í ár og Brokey- ingar, sem standa að baki þessari keppni, hafa lýst áhuga á að gera meira úr þessum atburði til að styrkja starf okkar Sigurfarafólks,“ segir Guðmundur Benediktsson að endingu. Rétt er að benda á Facebook síðu Sigurfara og heimasíðuna, http:// ia.is/sigurfari/ en þar eru viðburðir næstu mánaða kynntir. mm/ Ljósm. úr safni. Sigurfari orðið fullgilt aðildarfélag Íþróttabandalags Akraness Feðgar á gæðastund. Gísli rakari og sonur hans á veiðum á kajak skammt frá ströndinni á Akranesi. Skúturnar frá Brokey á móti á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.