Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2017 27
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Ársþing Íþróttabandalags Akra-
ness var haldið 73. sinni að kvöldi
fimmtudagsins 6. apríl. Þingið
var haldið í hátíðarsal ÍA að Jað-
arsbökkum og var vel sótt. Helga
Sjöfn Jóhannsdóttir formaður fór
yfir það helsta í starfsemi liðins árs
og Svava Huld Þórðardóttir fór
yfir ársreikninga félagsins, auk árs-
skýrslu og -reikninga aðildarfélaga.
Rekstur ÍA var í ágætu jafnvægi á
árinu 2016. Rekstrar- og vaxtatekjur
námu rúmum 32 milljónum króna
en rekstrargjöld tæpum 34 millj-
ónum. Því varð tap á rekstri ársins
sem nemur tæpum 1,6 milljónum
króna. Eigið fé íþróttabandalagsins
var ríflega 69 milljónir króna í árs-
lok 2016. Framlög til aðildarfélaga
voru aukin á síðasta ári og er rekst-
ur þeirra almennt almennt góður
og fjárhagur traustur.
Sigurfari - siglingafélag Akraness
var formlega samþykkt sem aðild-
arfélag á ársþinginu og verður það
19. aðildarfélag ÍA. Kjörin var ný
stjórn og Helga Sjöfn Jóhannes-
dóttir endurkjörin formaður. Hún
greindi frá því að hún hyggðist sitja
fram að næsta ársþingi en ekki gefa
kost á sér til áframhaldandi for-
mennsku eftir það.
Meðal dagskrárliða á ársþinginu
var afhending bandalagsmerkis ÍA
fyrir vel unnin störf í þágu ÍA og
aðildarfélaga þess. Að þessu sinni
voru 14 sæmd merkinu, þau Anna
Bjarnadóttir, Bjarney Guðbjörns-
dóttir, Guðbjörg Árnadóttir, Guð-
laug Sverrisdóttir, Gunnar Hauk-
ur Kristinsson, Hannibal Hauks-
son, Harpa Hrönn Finnbogadóttir,
Hörður Kári Jóhannesson, Írena
Rut Jónsdóttir, Jóhanna Hallsdótt-
ir, Sigurður Jónsson, Stefán Jóns-
son, Þorbjörg Magnúsdóttir og
Örn Arnarson.
kgk
Fjórtán sæmd bandalagsmerki ÍA
Þau voru sæmd bandalagsmerki ÍA á ársþinginu á fimmtudag. F.v. Stefán Jónsson, Hannibal Hauksson, Örn Arnarson,
Gunnar Kristinssson, Harpa Hrönn Finnbogadóttir, Sigurður Jónsson, Hörður Kári Jóhannesson, Þorbjörg Magnúsdóttir,
Bjarney Guðbjörnsdóttir, Guðlaug Sverrisdóttir, Jóhanna Hallsdóttir, Írena Rut Jónsdóttir, Anna Bjarnadóttir og Helga Sjöfn
Jóhannesdóttir, formaður ÍA. Á myndina vantar Guðbjörgu Sverrisdóttur. Ljósm. ÍA.
Þriðji leikur Skallagríms og
Keflavíkur í undanúrslitum
Íslandsmóts kvenna í körfu-
knattleik fór fram í Keflavík
á fimmtudag. Fyrir leikinn
var staðan í undanúrslitun-
um jöfn, 1-1 en með 65-52
sigri náðu Keflvíkingar yfir-
höndinni í einvíginu.
Skallagrímskonur byrjuðu
betur, skoruðu fyrstu sex
stigin og héldu Keflavík án
stiga þar til um miðjan upp-
hafsfjórðunginn. Þá jöfn-
uðu heimakonur í 6-6 áður
en Skallagrímur komst yfir
að nýju. Aftur jafnaði Kefla-
vík og staðan var 13-13 eft-
ir fyrsta leikhluta. Snemma í
öðrum leikhluta náði Kefla-
vík góðum spretti og átta stiga for-
skoti, 23-15. Þær stjórnuðu gangi
mála næstu mínútur en Skalla-
grímur náði að minnka muninn í
tvö stig fyrir hléið. Staðan í hálf-
leik var, 26-24.
Skallagrímskonur jöfnuðu í
byrjun þriðja leikhluta en eft-
ir það skelltu Keflvíkingar í lás í
vörninni. Þær hefðu getað stung-
ið af og klárað leikinn en þeim
gekk ekki jafn vel sóknarlega og
varnarlega. Mest náði Keflavík
13 stiga forskoti, seint í leikhlut-
anum en Skallagrímur minnkaði
muninn í tíu stig fyrir lokafjórð-
unginn, 44-34. Skallagrímskonur
gerðu áhlaup í upphafi fjórða leik-
hluta og náðu með snörpum leik-
kafla að minnka muninn í fimm
stig en komust ekki nær. Keflvík-
ingar juku forskot sitt að nýju og
að lokum fór svo að þær höfðu 13
stiga sigur, 65-52.
Tavelyn Tillman var eini leik-
maður Skallagríms sem komst í
tveggja stafa tölu á stigatöflunni.
Hún skoraði 23 stig, tók 6 fráköst
og vann boltann 6 sinnum að auki.
Fanney Lind Thomas var með 9
stig, 12 fráköst og 4 varin skot og
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var
með 8 stig og 11 fráköst.
Ariana Moorer var atkvæðamest
Keflvíkinga með 19 stig, 12 fráköst
og 7 stoðsendingar.
Ósátt með dómgæsluna
Skallagrímskonur náðu sér aldrei á
strik sóknarlega. Skotnýting þeirra
var aðeins 23% á móti 37% nýt-
ingu Keflavíkurliðsins. Þær unnu
hins vegar frákastabaráttuna og
voru mjög öflugar í sóknarfráköst-
unum, tóku 32 slík en tókst ekki að
gera sér mat úr því. Keflvíkingar
skoruðu 20 stig af vítalínunni í 28
tilraunum en Skallagrímur fékk 10
stig af línunni úr 17 tilraunum.
Sigrún Sjöfn Ámunda-
dóttir, leikmaður Skalla-
gríms, kvaðst mjög ósátt
við dómgæsluna í leiknum.
„Við byrjuðum mjög vel.
Varnarleikurinn var góður
fannst mér, allan leikinn,
en einhvern veginn finnst
mér við vera flautaðar út
úr leiknum,“ sagði Sigrún
í samtali við karfan.is og ef
til vill hafði hún eitthvað til
síns máls. Alls var 25 sinn-
um dæmd villa á Skallagrím
í leiknum en aðeins 11 sinn-
um á Keflvíkinga. Fannst
Sigrúnu flautað á sitt lið
fyrir sömu atriði og ekki var
dæmd villa á þegar Keflvík-
ingar áttu í hlut. „Við erum
að fá [dæmt] á það sem þær fá ekki.
Það er engin lína og þar liggur
leikurinn,“ sagði Sigrún. Manuel
Rodriguez, þjálfari liðsins, tók í
sama streng í samtali við Vísi og
benti meðal annars á hve mörg-
um villum og vítaskotum munaði
á liðunum.
Að duga eða drepast
Skallagrímskonur voru því
komnar með bakið upp við vegg
fyrir fjórða leik liðanna, sem fram
fór í gær, mánudaginn 10. apríl.
Keflavík leiddi 2-1 og því þurfti
Skallagrímur á sigri að halda í gær
til að knýja fram oddaleik. Sökum
þess að Skessuhorn kom út í dag,
þriðjudag, degi fyrr en vanalega,
var fjórði leikur liðanna ekki haf-
inn þegar blaðið var sent í prent-
un. Lesendum er hins vegar bent
á umfjöllun um leikinn á www.
skessuhorn.is. kgk
Skallagrímur með bakið upp við vegg
Tavelyn Tillman var eini leikmaður Skallagríms sem
komst almennilega af stað í stigaskori í leiknum gegn
Keflavík. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur.
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnu-
kylfingur og sjöfaldur Íslands-
meistari í golfi, hefur verið ráð-
inn íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum
Leyni á Akranesi. Mun hann hafa
yfirumsjón með allri þjálfun hjá fé-
laginu. Birgir Leifur mun vinna
sem íþróttastjóri samhliða atvinnu-
mennsku í golfi á Áskorendamóta-
röðinni (European Challenge Tour)
þar sem hann er með keppnisrétt.
Hann starfaði nú síðast hjá GKG og
mun samhliða störfum sínum fyrir
Golfklúbbinn Leyni áfram spila og
keppa undir merkjum GKG. Birg-
ir Leifur er menntaður PGA golf-
kennari frá PGA golfkennaraskól-
anum á Íslandi en hann lauk golf-
kennaranámi árið 2012.
Birgi Leif þarf vart að kynna en
hann er alinn upp á Akranesi og
spilaði undir merkjum Golfklúbbs-
ins Leynis allt til ársins 1997 er
hann gekk til liðs við GKG m.a.
vegna íþróttastefnu þess klúbbs
á þeim tíma. Undanfarin ár hef-
ur Birgir Leifur tekið virkan þátt í
uppbyggingu á öflugu íþróttastarfi
GKG og öðlast dýrmæta reynslu
í hvernig hægt er að byggja upp
gott íþróttastarf. Með ráðningu
á Birgi Leif er ætlun stjórnenda
Golfklúbbsins Leynis að byggja
upp öflugt íþróttastarf til framtíð-
ar. Klúbburinn hefur verið þekktur
fyrir að hafa alið upp margan góð-
an kylfinginn og má þar helst nefna
Valdísi Þóru Jónsdóttur atvinnu-
kylfing og margfaldan Íslands-
meistara í golfi.
„Mikil ánægja er hjá stjórn
Leynis að fá Birgi Leif á ný til
liðs við klúbbinn, það að fá hann
inn framtíðaráætlanir GL lýsir vel
þeim metnaði sem stjórn GL hef-
ur til uppbyggingar á íþróttastarfi
klúbbsins. Birgir Leifur er og hef-
ur verið fremsti kylfingur Íslands
síðastliðin 20 ár, með reynslu hans
og þekkingu í farteskinu lítur stjórn
GL björtum augum á framtíðina,“
segir í tilkynningu frá Leyni.
„Ég hlakka mikið til að fá að
taka þátt í að móta og byggja upp
íþróttastarf míns gamla heima-
klúbbs GL samhliða því að vera
í atvinnumennskunni. Á Akra-
nesi er mikil íþróttahefð og hefur
bæjarfélagið og stjórn GL mikinn
metnað að móta aðstæður sem eru
til fyrirmyndar og munu auðvelda
að gera gott starf enn betra,“ segir
Birgir Leifur.
mm
Birgir Leifur ráðinn íþrótta-
stjóri Golfklúbbsins Leynis
Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis, Birgir Leifur Hafþórsson
íþróttastjóri Leynis og Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis.
Bjarki Pétursson, kylfingur úr Golf-
klúbbi Borgarness, hefur leikið gríð-
arlega vel það sem af er ári með há-
skólaliði sínu Kent State í Bandaríkj-
unum. Sömu sögu er að segja af liðs-
félaga hans, Gísla Sveinbergssyni úr
Keili. Lið þeirra hefur unnið þrjú mót
það sem af er tímabili, þar af tvö af
síðustu þremur. Þeir hafa aldrei lent
neðar en í fjórða sæti á árinu og eftir
góða spilamennsku síðustu vikna er
liðið komið upp í 7. sæti á lista bestu
háskólaliða Bandaríkjanna.
Í síðustu þremur mótum hefur
Bjarki verið meðal tíu efstu manna
einu sinni, sömuleiðis einu sinni
meðal 15 efstu og einu sinni meðal
30 efstu. Góð spilamennska Bjarka
undanfarnar vikur hefur skilað því að
hann er nú kominn upp í 143. sæti
yfir bestu kylfinga bandarísku há-
skóladeildarinnar.
Gísli liðsfélagi hans hefur ekki síð-
ur staðið sig vel. Hann hefur endað
meðal 10 efstu í síðustu þremur mót-
um, síðast í 2. sæti og er kominn í 72.
sæti yfir bestu kylfinga háskóladeild-
arinnar. kgk
Bjarki á lista bestu kylfinga
bandarísku háskóladeildarinnar