Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 20176 AL kaupir BK eignir AKRANES: Almenna leigufélagið ehf. hefur fest kaup á BK eignum ehf. Rekstraraðili hins samein- aða félags er Gamma en fé- lagið er það stærsta sinnar tegundar á höfuðborgar- svæðinu og er með rösklega þúsund íbúðir í eignasafni sínu. Enn fremur á fyrir- tækið nokkurn fjölda íbúða á landsbyggðinni, einkum á Suðurnesjum en einn- ig þrjú fjölbýlishús á Akra- nesi; tvö við Asparskóga og eitt við Höfðabraut. Sam- keppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar yfirtöku Al- menna leigufélagsins á BK eignum ehf. en starfsemi fyrirtækjanna felst í fjárfest- ingum og útleigu á íbúðum á almennum leigumark- aði. Ætla má að félagið fari með um 5-10% íbúðar- húsnæðis í almennri leigu á höfuðborgarsvæðinu og milli 10 og 15% á Suður- nesjum. Samkeppniseftir- litið komst að þeirri niður- stöðu að ekki séu forsendur til íhlutunar í samrunann á grundvelli samrunaákvæða samkeppnislaga. -grþ Bakkað á barn við skóla AKRANES: Á mánudag- inn í síðustu viku varð slys á bílastæði íþróttahússins við Vesturgötu á Akranesi. Slysið varð með þeim hætti að drengur á hjóli lenti á bíl sem bakkað var úr stæði. Drengurinn meiddist ekki alvarlega. Magnús Vagn Benediktsson, staðgengill skólastjóra Brekkubæjar- skóla, sendi foreldrum og aðstandendum nemenda skólans bréf í tölvupósti á þriðjudaginn var þar sem hann greindi frá atburðin- um. Þar sagði hann meiðsli drengsins sem betur fer ekki hafa verið alvarleg. Hann kvaðst engu að síð- ur vilja nota tækifærið og brýna alla til að fara varlega og ræða við börnin um að þau gangi hvorki né hjóli á bílastæðum. -kgk Slasaður í Þjófadölum HÁLENDIÐ: Björgunar- sveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norður- og Suðurlandi voru kall- aðar út um klukkan 17.30 á sunnudaginn vegna vél- sleðamanns sem slasaðist í Þjófadölum austan Lang- jökuls. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var fengin til að- stoðar og flutti hún mann- inn á sjúkrahús. Um 80 sjálfboðaliðar úr björgun- arsveitum Landsbjargar tóku þátt í aðgerðinni. -mm Gert að tína upp pissublautan pappír VESTURLAND: Lögreglu- menn í eftirlitsferð á Vestur- landsvegi þurftu að hafa af- skipti af spænskum ferða- mönnum á tveimur bílaleigu- bílum á bílastæði við Hót- el Laxárbakka í Hvalfjarðar- sveit. Atvikið átti sér stað fyrir nokkrum dögum en það voru lögreglumennirnir sjálfir sem tóku eftir því að fjórar stúlk- ur sem voru farþegar í bílun- um sátu á hækjum sér og voru að pissa á planið. Lögregla tók fólkið tali og gerði því ljóst að þessi háttsemi væri ekki í lagi og gerðu Íslendingar ekki slíkt í þeirra heimalandi. „Var stúlk- unum gert að tína upp pappír- inn sem þær höfðu skilið eftir. Þurftur þær að elta pissublaut- an pappírinn um bifreiðastæð- ið þar sem nokkur vindur var en lögreglumennirnir urðu ekki sáttir fyrr en öll ummerki voru horfin af vettvangi,“ seg- ir í tillynningu frá Lögregl- unni á Vesturlandi. -mm Keppa á miðvikudag AKRANES: Næsta keppni í átta liða úrslitum spurninga- þáttarins Útsvars í sjónvarpi RUV verður miðvikudags- kvöldið 12. apríl, en þátturinn verður ekki sýndur á föstudag- inn langa. Þá mætast lið Akra- ness og Kópavogs. Föstudag- inn eftir páska keppa síðan Eyjamenn við Hafnfirðinga og viku síðar mætast Grinda- vík og Mosfellsbær í síðustu viðureign átta liða úrslitanna. -mm Síðastliðinn þriðjudag færði Lions- klúbbur Akraness, rannsóknastofu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi, að gjöf blóðkornateljara af gerðinni Sysmex XN 1000. Þetta nýja tæki leysir af hólmi mun eldri tækja- búnað og er töluvert fullkomnara. Tækið vinnur mikið sjálfvirkt og spar- ar þar með vinnu og tíma starfsfólks rannsóknastofunnar. Niðurstöður fara síðan inn í rafrænan gagnagrunn. Aðgang að þeim mæligögnum hafa síðan þeir starfsmenn sem eru með viðkomandi sjúkling til rannsóknar og meðferðar. Verðmæti þessarar tækjagjafar er 4,8 milljónir króna auk virðisauka- skatts. „Lionsklúbbur Akraness vill við þetta tækifæri þakka Akurnesing- um og öllum þeim sem hafa stutt við bakið á klúbbnum með leigu á ljósa- krossum í kirkjugarðinum. Sá stuðn- ingur gerir okkur Lionsmönnum kleift að styðja Heilbrigðisstofnum Vesturlands á Akranesi,“ segir í til- kynningu frá klúbbnum. mm Lionsklúbbur Akraness færði HVE nýjan blóðkornateljara Frá afhendingu gjafarinnar í síðustu viku. F.v. Valdimar Þorvaldsson og Benjamín Jósefsson frá Lionsklúbbnum og Ásgeir Ásgeirsson, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir og Guðmundur Bjarki Halldórsson frá HVE. Lionsklúbbarnir í Borgarnesi héldu síðastliðinn laugardag veglega afmælishátíð í Hjálm- akletti. Eins og fjallað var um í síðasta Skessuhorni var hald- ið upp á 60 ára afmæli Lions- klúbbs Borgarness og 30 ára afmæli Lionsklúbbsins Öglu auk þess sem aldarafmælis Lionshreyfingarinnar í heim- inum var minnst. Lionsklúb- barnir hafa haldið út líflegu starfi í sinni tíð og látið margt gott af sér leiða. Í tilefni af- mælisins færðu klúbbarnir íbú- um Borgarbyggðar að gjöf tíu vandaða útibekki. Bekkjunum verður komið fyrir á völdum stöðum í Borgarnesi, á Hvann- eyri, í Reykholti og á Bifröst. Auk þess gaf Lionskonan Jón- ína Ingólfsdóttir bekk í kirkju- garðinn í Borgarnesi til minn- ingar um eiginmann sinn Inga Ingimundarson sem alla tíð var dyggur Lionsmaður. Þá var á afmælisfagnaðinum stofnfélag- inn Guðmundur Ingimund- arson sæmdur æðsta heiðurs- merki Lionshreyfingarinnar. mm Gáfu íbúum Borgarbyggðar útibekki á stórafmæli Lions Hjónin Ingibjörg Eiðsdóttir og Guðmundur Ingimundarson, en Gummi var sæmdur æðsta heiðursmerki Lionshreyfingarinnar. Geirlaug Jóhanns- dóttir formaður byggðarráðs veitti bekkjagjöfinni viðtöku úr hendi þeirra Björns Jóhannessonar og Jökuls Helgasonar forsvarmanna Lions- klúbbs Borgarness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.