Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 20178 Ný lög um þjónustu við fatlað fólk LANDIÐ: Þorsteinn Víg- lundsson félags- og jafnrétt- ismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp að nýjum heildarlögum sem fjalla um þjónustu við fatlað fólk með þörf fyrir mikinn stuðning. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem hefur það meginmarkmið að innleiða ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í íslenska löggjöf. Sam- hliða leggur ráðherra fram frumvarp til breytinga á lög- um um félagsþjónustu sveit- arfélaga. Meðal þess sem frumvarpið tekur á er að lög- fest er notendastýrð pers- ónuleg aðstoð (NPA) og fyr- irkomulag þeirrar þjónustu sem sveitarfélögin skulu inn- leiða á grundvelli aukinna framlaga frá ríkinu á árunum 2017 – 2022. Þá eru stjórn- unar- og eftirlitsheimild- ir ráðherra styrktar þannig að hann getur nú skorið úr um ágreining um hvort regl- ur sveitarfélags eigi sér full- nægjandi lagastoð. Skerpt er á skilum milli laga um mál- efni aldraðra og laga sem gilda um þjónustu við fatl- að fólk þegar um er að ræða fólk sem er 67 ára og eldra. Kveðið er á um að ráð- herra skuli veita starfsleyfi einkaaðilum sem hafa það að meginmarkmiði að veita fötluðu fólki þjónustu. Loks eru ýmis nýmæli í frumvarp- inu varðandi þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Má þar m.a. nefna að sveitarfélög skuli bjóða fötl- uðum börnum frístunda- þjónustu eftir að skóladegi lýkur og eftir atvikum áður en dagleg kennsla hefst, og að auki á öðrum dögum en lögbundnum frídögum þeg- ar skólar starfa ekki. Einn- ig eru í frumvarpinu nýmæli sem lúta að bættri þjónu við börn með samþættar geð- og þroskaraskanir. Áhugasöm- um er bent á að hægt er að kynna sér efni frumvarpsins í heild sinni á vef ráðuneyt- isins. -mm Móðurskóli um- ferðarfræðslu AKRANES: Grundaskóli á Akranesi og Samgöngu- stofu hafa endurnýjað samn- ing þess efni að skólinn verði áfram móðurskóla í umferð- arfræðslu hér á landi. Á fundi skóla- og frístundaráðs Akra- neskaupstaðar í liðinni viku var þessu fagnað. -mm Íbúafundur í kvöld DALIR: Íbúafundur verður haldinn í Dalabúð í Búðar- dal í kvöld, þriðjudaginn 11. apríl og hefst kl. 20. Á dag- skrá eru ársreikningur Dala- byggðar árið 2016, fjárhags- og framkvæmdaáætlun árið 2017, lagning ljósleiðara og fleira. Á vefsíðu Dalabyggð- ar eru íbúar hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum. -mm Stjórnvöld ekki sögð standa við loforð LANDIÐ: Í Ríkisfjármála- áætlun 2017 til 2022 eru framlög til framhaldsskól- anna skorin verulega nið- ur. Stjórn Félags framhalds- skólakennara gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að efna ekki þau loforð sem yf- irvöld menntamála gáfu þeg- ar námstími til stúdentsprófs var styttur. „Loforð um að allur fjárhagslegur ávinning- ur af styttingunni yrði ekki tekinn út úr rekstri fram- haldsskólanna heldur nýtt- ur til þess að auka þjónustu við nemendur hafa nú verið svikin. Ekki er þar heldur að sjá efndir á þeim fyrirheit- um stjórnvalda að jafna laun opinberra starfsmanna við sambærilega hópa á almenn- um markaði. Stjórn Fé- lags framhaldsskólakennar- ar skorar á Alþingi að standa vörð um íslenskt mennta- kerfi og spyrna við fótum gegn áframhaldandi fjár- sveltum framhaldsskólum,“ segir í tilkynningu frá stjórn- inni. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 1. - 7. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 2 bátar. Heildarlöndun: 8.810 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 5.490 kg í tveimur löndun- um. Arnarstapi 3 bátar. Heildarlöndun: 67.578 kg. Mestur afli: Bárður SH: 52.008 kg í fimm löndunum. Grundarfjörður 3 bátar. Heildarlöndun: 156.535 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.009 kg í einni löndun. Ólafsvík 9 bátar. Heildarlöndun: 118.616 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 49.667 kg í þremur löndun- um. Rif 7 bátar. Heildarlöndun: 429.241 kg. Mestur afli: Magnús SH: 180.845 kg í sjö löndunum. Stykkishólmur: Engar land- anir voru á tímabilinu. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH - RIF: 72.181 kg. 1. apríl. 2. Hringur SH - GRU: 66.009 kg. 4. apríl. 3. Örvar SH - RIF: 51.148 kg. 2. apríl. 4. Helgi SH - GRU: 47.803 kg. 3. apríl. 5. Farsæll SH - GRU: 42.723 kg. 3. apríl. -grþ Árekstur tveggja bíla varð á Kambs- vegi, skammt frá Hrútsstöðum í Dölum, síðdegis á miðvikudag í liðinni viku. Færð var varhugaverð, hiti um frostmark og slabb á veg- inum. Minniháttar slys urðu á fólki en bílana þurfti að fjarlægja með aðstoð dráttarbíls. sm Harður árekstur tveggja bíla á Kambsvegi Alþýðusamband Íslands framkvæm- ir reglulega verðkannir á matvöru. Í vörukörfu ASÍ hefur matarverð lækkað frá því í september 2016 hjá öllum þeim tíu verslununum sem skoðaðar voru vikuna 20.–24. mars síðastliðinn. Mest er lækkunin 5,6% hjá Hagkaup og 5,5% hjá Krónunni. Minnsta lækkunin er hjá Samkaup- Strax, 0,2% og Víði 0,4%. Á um- ræddu tímabili má sjá verðbreytingar í öllum vöruflokkum bæði hækkan- ir og lækkanir. Grænmeti og ávextir hafa lækkað töluvert í verði hjá öllum verslununum og brauð og kornvörur hjá öllum nema hjá Víði. Á meðfylgj- andi súluriti má sjá verðbreytingar á vörukörfu ASÍ frá september 2016 til mars 2017. Lækkunin er sem fyrr segir 0,2%-5,6%. mm Vöruverð hefur lækkað í öllum verslunum síðan í haust Á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggð- ar síðastliðinn föstudag var samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra, í sam- vinnu við þá lögmenn sem unnu að vörn vegna krafna ríkissjóðs í þjóð- lendumálum, að höfða mál fyrir hér- aðsdómi samkvæmt kröfulýsingu til ógildingar þeim úrskurðum Óbyggða- nefndar frá 30. október 2016 á svæð- um sem tilgreind eru í þjóðlendumál- um nr. 1 og 3/2014 í Borgarbyggð. Um er að ræða land á Langavatnsdal í Borgarbyggð sem ríkissjóði var dæmt eignarhald yfir með úrskurði síðast- liðið haust. mm Höfða mál vegna þjóðlendna í Langavatnsdal Á þessu korti eru skyggðu svæðin þjóðlendur samkvæmt niðurstöðum Óbyggðanefndar síðastliðið haust. Undirbúningsnefnd vegna aldar- afmælis sjálfstæðis og fullveldis Ís- lands hefur ráðið Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, menningarfull- trúa Eyþings, sem framkvæmda- stjóra vegna undirbúnings hátíðar- halda í tilefni aldarafmælis sjálfstæð- is og fullveldis Íslands 2018. Ragn- heiður Jóna hefur tíu ára reynslu af störfum á vettvangi menningar og lista, undanfarin ár hefur hún starf- að sem menningarfulltrúi Eyþings og sem verkefnastjóri uppbygging- arsjóðs Norðurlands eystra. Ragn- heiður Jóna er alin upp á Hvanneyri í Borgarfirði. Hún lauk MA-prófi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst og BA-prófi í nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri. Starf framkvæmdastjóra var auglýst laust til umsóknar 4. febrúar síðastlinn og bárust 79 umsóknir um starfið. Þingsályktun um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og full- veldis Íslands var samþykkt á Alþingi í október á síðasta ári og afmælis- nefndin kjörin í desember sama ár. Verkefni nefndarinnar er að undir- búa viðburði, verkefni og hátíðar- höld allt árið 2018, þegar öld er lið- in frá því að íslenskt ríki, sjálfstætt, frjálst og fullvalda, var á ný stofn- að með sambandslögunum 1918. Í nefnd um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands eru Einar K. Guð- finnsson, Þórunn Sigurðardóttir, Einar Brynjólfsson, Þorsteinn Sæ- mundsson, Páll Rafnar Þorsteins- son, Guðlaug Kristjánsdóttir og Kristján Möller. mm Undirbýr aldarafmæli sjálfstæðs fullvalda ríkis

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.