Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2017 9 Ársreikningur Borgarbyggðar fyr- ir árið 2016 var lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn síðast- liðinn föstudag. Samkvæmt hon- um varð mesti hagnaður í sögu Borgarbyggðar frá sameiningu sveitarfélaga 2006. Samanlagður A og B hluti sveitarsjóðs skilaði 427 milljónum króna í hagnað og skuldir lækkuðu um 273 milljón- ir. Handbært fé var 557 milljónir í árslok og veltufé frá rekstri 14%. Þessi jákvæða niðurstaða skýrist af nokkrum þáttum. Útsvarstekj- ur urðu meiri en áætlun gerði ráð fyrir vegna almennra launahækk- ana á árinu, sveitarsjóður seldi á síðasta ári húsnæði á Varmalandi og þá komu ekki til framkvæmda á síðasta ári nýbyggingar sem gert hafði verið ráð fyrir í áætlun. Í yfir- lýsingu oddita meirihlutans vegna ársreiknings 2016 segir: „Niður- stöður og lykiltölur ársreiknings- ins bera með sér að rekstur sveit- arfélagsins gekk vel á árinu 2016. Afkoma sveitarsjóðs er mun betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyr- ir. Þá er efnahagur sveitarfélags- ins traustur. Verulegur viðsnún- ingur hefur náðst í rekstri sveitar- félagsins á síðustu árum,“ segir í tilkynningu oddvitanna. Samkvæmt reglum um reikn- ingsskil sveitarfélaga skiptist árs- reikningur í tvo hluta. Annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur sveitarsjóðs sem að mestu leyti er fjármagnaður með skatt- tekjum. Hins vegar er B-hluti sem eru stofnanir í eigu sveitarfélags- ins og eru reknar sem fjárhags- lega sjálfstæðar einingar. Und- ir B-hluta Borgarbyggðar fell- ur sorphirða, félagslegar íbúðir, Reiðhöllin Vindási, fjallskilasjóð- ir, fasteignir Hjálmakletts og fjár- mögnun Hjúkrunarheimilisins í Brákarhlíð. Rekstur samanlagðs A og B hluta samstæðunnar var jákvæður um 427 milljónir króna að teknu tilliti til reiknaðra liða. Það er 196,1 milljón króna betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl- un. Rekstrartekjur A-hluta sveitar- sjóðs eru 3.582,6 m.kr., þar af voru skatttekjur 1.992 m.kr. og fram- lög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 1.018 m.kr. Heildartekjur í sam- stæðu A+B hluta voru 3.935 m.kr. sem eru 347 m.kr. hærri fjárhæð en áætlað var í fjárhagsáætlun. Skuldahlutfall A og B hluta er 119% og fyrir A-hluta er það 77%. Í sveitarstjórnarlögum er mið- að við að skuldahlutfall fari ekki yfir 150%. Sveitarsjóður Borgar- byggðar hefur um árabil glímt við skuldahlutfall í efstu mörkum, en nú virðast þau mál komin í betra horf. Afborganir langtímalána voru 273 m.kr á árinu og lækkuðu langtímaskuldir A+B hluta um 253 m.kr. milli ára. „Skuldaviðmið var 78% fyrir A+B hluta í árslok og 56% fyrir A-hluta. Heildar- skuldir A+B hluta eru 4.671 m.kr. og heildarskuldir A-hluta 2.767 m.kr. Lífeyrisskuldbindingar eru 788 m.kr. og hækkuðu þær um 77 m.kr. á árinu. Eiginfjárhlutfall er A+B hluta er 35% en A-hluta 48%. Handbært fé í árslok var alls 641 m.kr. hjá A+B hluta.“ „Alvarleg frávik“ Guðveig Eyglóardóttir, oddviti Framsóknarflokks í sveitarstjórn, lagði fram bókun vegna ársreikn- ings. Þar segir m.a.: „Undirrit- uð lýsir yfir áhyggjum af því að í framlögðum ársreikning fyrir árið 2016 líti fulltrúar meirihlutans fram hjá þeirri staðreynd að um alvarleg frávik frá rekstaráætlun er að ræða. Jákvæðri niðurstöðu handbærs fjár í ársreikningi ber að stórum hluta að þakka árangri síð- ustu ríkisstjórnar. En niðurstaða ríkisfjármála leiddi til hærri fram- laga úr Jöfnunarsjóði sem þýddi um 200 m. króna aukningu fyr- ir Borgarbyggð. Þá kom einnig til söluandvirði eigna sem nem- ur um 220 m., og sú staðreynd að ekki var farið í framkvæmdir á árinu fyrir um 170 m. eins og gert hafði verið ráð fyrir. Ljóst er að ef ekki hefði verið vegna framan- greindra þátta þá hefði handbært fé frá rekstri verið neikvætt eftir árið,“ sagði Guðveig í bókun sem hún lagði fram við framlagningu ársreiknings. Með skýringum í ársreikningi kom auk þess fram að laun og launatengd gjöld á árinu námu 2.045 m.kr. hjá A+B hluta sam- stæðu sveitarsjóðs, en 1.898 m.kr. hjá A-hluta. Stöðugildi í árslok voru 257 og hafði þeim fjölgað um 1,8 á árinu. Íbúar Borgarbyggðar voru 3.679 í árslok 2016 og hafði fjölgað um 39 frá árinu á undan. mm Lyfja í Borgarnesi er opin laugardaginn 15. apríl frá 10:00–14:00. Netverslunin er opin allan sólarhringinn. Gleðilega páska lyfja.isBorgarnes Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Kailber KG-1503 Gasgrill 3x3KW brennarar, grillflötur 2520 cm2, 9KW 39.900 Kailber KG-KG-2 Gasgrill 4x3,5KW brennarar, grillflötur 3036 cm2,14KW 52.880 Grillandi gott Kailber Ferðagasgrill 2x8.5KW brennarar, grillflötur 1960cm2, 18KW 29.890 SK ES SU H O R N 2 01 7 Leikdeild Umf. Stafholtstungna sýnir gamanleikinn „EINN KOSS ENN OG ÉG SEGI EKKI ORÐ VIÐ JÓNATAN“ Eftir Marc Camoletti – Leikstjóri Hörður Sigurðarson í félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi Síðustu sýningar: 7. sýning fimmtud. 13.apríl kl. 20.30 8. sýning laugard. 15.apríl kl. 20.30 Veitingasala í hléi Miðaverð 2.500 kr. Ath. ekki er posi á staðnum Miðapantanir í síma 824-1988 og eg@vesturland.is Verulegur hagnaður af rekstri sveitarsjóðs Borgarbyggðar Sveitarstjórn Borgarbyggðar ásamt Gunnlaugi A Júlíussyni sveitarstjóra. Myndin var tekin á 150 afmæli Borgarness í liðnum mánuði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.