Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 26
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 201726 „Hver er fyrsti vorboðinn í þínum huga?“ Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Áki Jónsson: „Lyktin úr sjónum.“ Ásdís Elva Gränz: „Lóan.“ Birta Líf Þórarinsdóttir: „Lyktin af grasinu.“ Inga Elín Cryer: „Þegar fuglarnir byrja að syngja og grasið byrjar að grænka.“ Patrekur Sveinn Þorkelsson: „Lóan.“ Snæfell og Stjarnan mættust í þriðja undanúrslitaleik Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik síðasta mið- vikudag. Leikið var í Stykkishólmi. Fyrir leikinn leiddu Snæfellskonur viðureignina með tveimur sigrum gegn engum. Með sigri gátu þær því tryggt sér sæti í úrslitum, sem þær og gerðu. Snæfell leiddi frá fyrstu mínútu og sigraði að lokum örugglega, 84-70 og farseðillinn í úrslitin tryggður, fjórða árið í röð. Gangur leiksins Snæfell byrjaði leikinn af miklum krafti og Stjarnan lenti strax í því að elta. Gestirnir léku prýðisgóða vörn framan af fyrsta leikhluta og en áttu á sama tíma erfitt uppdrátt- ar í sókninni. Seint í upphafsfjórð- ungnum náðu Snæfellskonur smá rispu og þægilegri forystu. Þær leiddu 23-13 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum fjórðungi bætti Snæfell jafnt og þétt við forskotið. Mest mun- aði 20 stigum á liðunum, í stöðunni 42-20 skömmu fyrir hálfleik. En leikmenn Stjörnunnar voru ekki á því að gefast upp og með snörpum leikkafla á lokamínútum fyrri hálf- leiks tókst þeim að minnka muninn í tíu stig fyrir hléið, 44-34. Snæfellskonur komu ákveðnar til síðari hálfleiks og þegar þriðji leik- hluti var hálfnaður voru þær aft- ur komnar með 20 stiga forskot, 62-42 og róðurinn gestanna heldur betur farinn að þyngjast. Snæfells- konur leiddu 69-53 eftir þriðja leik- hluta. Stjarnan gerði lokatilraun til að komast inn í leikinn í lokafjórð- ungnum. Í upphafi hans héldu þær Snæfelli stigalausu fyrstu þrjár mín- úturnar og minnkuðu muninn í tíu stig. Á sama tíma fór Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, af velli með fimm villur og Stjörnu- konur hugsuðu sér gott til glóðar- innar. En þeim tókst ekki að gera sér mat úr því. Snæfell hélt velli í sókninni og lék prýðilega vörn og Stjarnan komst aldrei nær en sem nam níu stigum, í stöðunni 77-68 þegar tvær mínútur lifðu leiks. Snæfellsliðið er einfaldlega núm- eri of stórt fyrir Stjörnuna, hefur á að skipa breiðari hópi og betri leikmönnum. Á lokamínútunum jók Snæfell forskotið lítillega og að lokum fór svo að Hólmarar sigruðu með 14 stigum, 84-70. Tíu á stigatöfluna Allir tíu leikmenn Snæfells sem tóku þátt í leiknum komust á blað. Á sama tíma skoruðu fimm leik- menn fyrir Stjörnuna af þeim tíu sem spiluðu leikinn. Aaryn Ellenberg var atkvæða- mest leikmanna Snæfells með 25 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 17 stig og Bryndís Guðmundsdóttir var með 15 stig og 5 fráköst. Í liði Stjörnunnar var Bríet Sif Hinriks- dóttir stigahæst með 23 stig, Dani- elle Rodriguez skoraði 21 stig og tók 9 fráköst og Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með 14 stig og 9 fráköst. Annar í páskum Sem fyrr segir tryggði sigurinn Snæfellskonum farseðilinn í úrslita- viðureignina um Íslandsmeistara- titilinn, fjórða árið í röð. Úrslita- einvígið hefst mánudaginn 17. apríl næstkomandi, annan dag páska. Snæfellskonur hafa því góðan tíma til að safna kröftum og undirbúa sig fyrir úrslitaeinvígið, en þar mæta þær sigurvegaranum úr viðureign Skallagríms og Keflavíkur. kgk Snæfell komið í úrslitin Snæfell sópaði Stjörnunni með þremur sigrum gegn engum. Ljósm. úr safni/ sá. Dansararnir Daði Freyr Guðjóns- son úr Borgarfirði og hin Skaga- ættaða Marta Carrasco höfnuðu í 6. sæti á Heimsmeistaramótinu í 10 dönsum sem haldið var í Sankti Pétursborg í Rússlandi um helgina. Daði og Marta dönsuðu vel á mótinu, komust í úrslit í fimm dönsum; quickstep, rúmbu, sömbu, cha-cha-cha og pasó og luku keppni í 6. sæti sem fyrr segir. Daði og Marta byrjuðu að dansa saman fyrir aðeins um tveimur árum síðan. Á þeim tíma hafa þau dansað í mörgum mótum, bæði hérlendis og erlendis, farið víða og náð frábærum árangri. kgk Daði og Marta í 6. sæti á HM Dansararnir Daði Freyr Guðjónsson og Marta Carrasco. Ljósm. úr safni/ Kjartan Birgisson. Hljómsveitin Astron frá Snæ- fellsnesi tók þátt í Músíktil- raunum á dögunum, kom fram á þriðja úrslitakvöld- inu sem fram fór 27. mars. Músíktilraunir er ætluð tón- listarfólki á aldrinum 13 til 25 ára og er markmið henn- ar að vera stökkpallur fyr- ir ungar og efnilegar hljóm- sveitir ásamt því að vera vett- vangur fyrir unnendur tón- listar og stuðla að aukinni umræðu fjölmiðla um ungt og upprennandi tónlistar- fólk. Hljómsveitina Astron skipa Trausti Leó Gunnars- son á gítar, Lena Hulda Örv- arsdóttir sem syngur, Hauk- ur Páll Kristinsson á gítar og trompet, Jón Glúmur Hólm- geirsson á bassa og Jón Grét- ar Benjamínsson á trommur. Þau Trausti Leó og Lena Hulda eru frá Snæfellsbæ og þeir Haukur Páll, Jón Glúmur og Jón Grétar koma úr Stykkishólmi. Allt þetta unga tón- listarfólk stundar nám í Fjölbrauta- skóla Snæfellsbæjar og spilar einnig með Stórsveit Snæfellsness. Hljóm- sveitin tók tvö lög á músíktilraun- um, lagið Salt og lagið Summer og fengu bæði lögin góðar viðtökur. þa Astron félagar tóku þátt í Músíktilraunum Síðastliðinn fimmtudag var ferða- þjónustuaðilum boðið í heimsókn á Akranes, þar sem kynntir voru þeir möguleikar sem ferðafólki á Akra- nesi standa til boða. Það voru Travel Tunes Iceland sem stóðu fyrir heim- sókninni, í samstarfi við Garðakaffi og Byggðasafnið í Görðum. Að sögn Ellu Maríu Gunnarsdóttur forstöðu- manns menningar- og safnamála á Akranesi var tilgangurinn með heim- sókninni að kynna Travel Tunes Ice- land, Byggðasafnið og Akranes fyrir ferðaþjónustuaðilum. „Við buðum hingað fulltrúum ferðaskrifstofa sem við hittum á Mannamótum í vetur og fleirum úr nágrenninu. Þar með talið Markaðs- stofu Vesturlands og þeim sem sjá um komu skemmtiferðaskips sem mun koma hingað á Akranes í sumar,“ seg- ir Ella María. Boðið var upp á skipu- lagða dagskrá sem fólst meðal annars í móttöku á Byggðasafninu í Görðum þar sem boðið var upp á leiðsögn um Byggðasafnið, súpu og brauð og eft- ir matinn lék tónlistarfólkið í Travel Tunes Iceland íslensk þjóðlög í gamla Stúkuhúsinu. Að endingu var farið í rútuferð með leiðsögn um Akra- nes. Ella María segir heimsóknina hafa gengið vel. „Við vorum ótrúlega ánægð með þetta. Ég hef ekki séð Val- gerði og Þórð koma fram áður og mér sýndist fólk vera mjög hrifið af þeim. Maður skilur meira í íslenskum þjóð- lögum eftir flutninginn. Þetta eru lög sem maður hefur oft sungið en þau eru með skemmtilega kynningu á lögunum og maður kynnist þeim bet- ur. Þá var flutningur þeirra á tónlist- inni alveg frábær. Það var ágætis mæt- ing en fólk í þessum bransa fær mikið af heimboðum þannig að við vorum ánægð með að fá heimsókn frá þeim sem komu. Í þessum bransa er setið um fólk og allir eru að reyna að koma sér á framfæri. Það munar um hvern og einn og þetta gæti skilað sér í auknum heimsóknum hingað á Akra- nes,“ segir Ella María. „Við munum halda góðum samskiptum við þau sem komu í heimsókn núna og halda áfram að reyna að fá fleiri ferðaþjón- ustuaðila í heimsókn til okkar,“ bætir hún við að endingu. grþ Ferðaþjónustuaðilum boðið í heimsókn á Skagann Hópurinn fór í rútuferð um Akranes og heimsóttu meðal annars Akranesvitann. Þórður Sævarsson og Valgerður Jónsdóttir í Travel Tunes Iceland tóku lagið í Stúkuhúsinu ásamt Silvíu dóttur sinni og voru viðstaddir ánægðir með flutninginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.