Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 24
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 201724
Eftir að síðustu liðsmenn Íslands-
meistaraliðs ÍA frá 1951 hurfu á
braut á dögunum er ekki úr vegi
að velta fyrir sér hvaða áhrif þeir
félagar höfðu á mannlíf á Akranesi
og raunar mun víðar. Eins og flest-
ir vita varð liðið það fyrsta utan
höfuðborgarinnar sem hampaði
þessum eftirsótta titli og margir
slíkir titlar fylgdu í kjölfarið. Því
voru þeir félagar með réttu nefnd-
ir gullaldarlið ÍA.
Árangur Ríkharðs og félaga lyfti
Grettistaki í mannlífi á Skaganum.
Ekkert félag hefur að mínu mati
gert meira fyrir félagslíf og upp-
byggingu íþróttamannvirkja en
einmitt ÍA og síðar Knattspyrnu-
félag ÍA. Nægir þar að nefna upp-
byggingu á Jaðarsbökkum um ára-
tugaskeið og byggingu íþrótta-
hússins á Vesturgötu. En Gullald-
arlið ÍA markaði
ekki aðeins djúp
spor á Akra-
nesi. Það sann-
aði fyrir íbúum landsbyggðarinnar
að samstaða í smærri samfélögum
getur skapað stóra sigra. Æ síðan á
ÍA og Akranes stóran sess í hugum
landsmanna.
Á þessum tímamótum er því ekki
úr vegi að bæjarstjórn Akraness og
Íþróttabandalag Akraness gangist
fyrir málþingi um þau áhrif sem
knattspyrnan á Akranesi og þá sér-
staklega gullaldarlið ÍA hefur haft
á Akranesi og þau miklu afrek sem
Ríkharður Jónsson og kappar hans
unnu í gegnum árin fyrir Akranes
og þjóð sína.
Þessari hugmynd er hér með
komið á framfæri með von um að
hún verði að veruleika.
Með bestu kveðju,
Gunnar Sigurðsson
Höfundur er fyrrum formaður
Knattspyrnufélags ÍA og fyrrum for-
seti bæjarstjórnar Akraness.
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness LYFTULEIGA - ÞUNGAFLUTNINGAR
DRÁTTARBÍLL - BÍLAFLUTNINGAR
Bjarni Jónsson varaþingmaður VG í
Norðvesturkjördæmi tók sæti á Al-
þingi í vikutíma í lok mars í forföll-
um Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur.
Bjarni nýtti tímann til hins ítrasta
á þingi og opnaði hvorki meira né
minna en fjögur þingmál í fjórtán
töluliðum sem öll snertu beint og
óbeint umferð um Vesturlandsveg.
Var fyrirspurnunum beint til Jóns
Gunnarssonar ráðherra samgöngu-
og sveitarstjórnarmála. Fyrirspurn-
irnar snerust um Hvalfjarðargöng,
Vesturlandsveg, virðisaukaskatt af
veggjöldum og um Spöl, rekstrar-
aðila Hvalfjarðarganganna. Í sér-
stakri umræðu um samgönguáætl-
un lagði hann fram eftirfarandi til-
lögu: „Ég legg einnig til að sam-
hliða því að afhenda þjóðinni gjald-
frjáls Hvalfjarðargöngin til ævarandi
eignar á næsta ári verði virðisauka-
skatti sem veggjöldin hafa skilað til
ríkissjóðs og eru líklega á bilinu 5–8
milljarðar varið í nýtt samgöngu-
átak á þjóðveginum vestur og norð-
ur á land sem m.a. felist í breikkun
vegarins.“
Bjarni spurði ráðherra m.a.
hversu mikið ríkið hefði innheimt
í formi virðisaukaskatts af veggjöld-
um vegna aksturs um Hvalfjarðar-
göng frá því að umferð um göngin
hófst árið 2002. Hann spurði ráð-
herra hvort hann teldi eðlilegt að
slíkur viðbótarvegtollur sem tekinn
er í einum landshluta renni beint í
ríkissjóð og hvort ekki færi betur á
að ráðstafa honum til uppbyggingar
samgöngumannvirkja beggja vegna
ganganna eða til lækkunar veg-
gjalds? Þá spurði Bjarni ráðherra
hvort hann teldi koma til greina að
endurgreiða umræddan virðisauka-
skatt með því að verja upphæðinni
til vegaframkvæmda.
Þá spurði Bjarni hvenær áform-
að væri að styrkja og breikka Vest-
urlandsveg frá Kjalarnesi í Borgar-
nes og leggja „tvo plús einn veg“ og
hver áætlaður kostnaður væri við
breikkun og styrkingu Vesturlands-
vegar frá Kjalarnesi í Borgarnes.
Flestar fyrirspurnir Bjarna snerust
um árlegan kostnað Vegagerðarinn-
ar af rekstri Hvalfjarðarganga síð-
astliðin tíu ár, hverjar tekjur hefðu
verið og árlegur kostnaður. Þá
spurði hann um töf á umferð vegna
innheimtu veggjalda og hverju það
muni breyta fyrir flæði umferð-
ar þegar hætt verður að innheimta
veggjöld. Loks lagði Bjarni Jónsson
fram fyrirspurn um hver hafi verið
árlegur skrifstofu- og stjórnunar-
kostnaður móðurfélags Spalar hf.
undanfarin tíu ár og rekstrarfélags-
ins sömuleiðis. Spurði hann um ár-
leg stjórnarlaun félaganna, hver væri
starfsmannafjöldi þeirra og hver
meðalfjöldi þeirra hafi verið undan-
farinn áratug. mm
Leggur til að innheimtur
virðisaukaskattur af umferð
fari í samgönguátak
Bjarni Jónsson í ræðustól Alþingis.
Arfleifð gullaldarliðsins
Pennagrein
Brandur Bjarnason Karlsson var í
liðinni viku á ferð umhverfis land-
ið með föruneyti sínu til vekja fólk
til vitundar um mikilvægi þess að
hreyfihamlaðir komist sem víðast.
Hvatt er til að leitað verði lausna til
að eyða ýmsum farartálmum og bent
á að byggingar verði þannig úr garði
gerðar að hreyfihamlaðir komist
helst leiðar sinnar líkt og aðrir íbúar
landsins. Ferðin hófst með heimsókn
til Guðna Th. Jóhannessonar forseta
Íslands á Bessastöðum. Fyrsti farar-
tálminn var að komast upp tröppur
og inn á Bessastöðum. Guðni forseti
stefnir á úrbætur eftir heimsóknina.
Næst var ferð Brands heitið til
Víkur í Mýrdal. Skrifstofa sýslu-
manns á Suðurlandi í Vík í Mýrdal
er á annarri hæð og í húsinu er engin
lyfta. Þurfi einstaklingur í hjólastól
til að mynda að sækja um vegabréf
þarf sá hinn sami að að fara á Sel-
foss. Þá fór hópurinn til Egilsstaða,
Mývatns, Akureyrar, Blönduóss og
Borgarnes var loka áfangastaður
áður en komið var til Reykjavíkur
síðastliðinn laugardag. Hægt er að
sjá myndir úr ferðinni á: facebook.
com/brassi.is/ mm
Bessastaðir reyndust fyrsta
hindrunin fyrir hjólastól
www.skessuhorn.is
www.skessuhorn.is