Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 15. tbl. 20. árg. 11. apríl 2017 - kr. 750 í lausasölu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 6 -3 0 6 7 Greiðslumat á � mínútum fyrir viðskiptavini allra banka Nú geta allir gert fullgilt greiðslumat á arionbanki.is og fengið nákvæma mynd af greiðslugetu sinni með nokkrum smellum. Kynntu þér þessa spennandi nýjung Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi Á Sögulofti Landnámsseturs Föstudagur 21. apríl kl. 20 Sunnudagur 30. apríl kl. 17 Miðapantanir: landnam@landnam.is sími 437-1600 Hollustuhádegishlaðborð alla páskadagana opið 10:00 - 21:00 SK ES SU H O R N 2 01 7 www.skessuhorn.is Minnum á fríar smáauglýsingar á vef Skessuhorns Það vekur ávallt lukku hjá unga fólkinu þegar litlu ungarnir taka að klekjast úr eggjum sínum. Þegar ljósmyndari Skessu- horns var á ferðinni í Grundarfirði nýlega voru nokkrir ungar komnir á kreik og verða þeir orðnir sprækir og upp á sitt besta um páskana. Á meðfylgjandi mynd er Ísey Káradóttir í páskagír með einn ungann. Ljósm. Berglind Jósepsdóttir. Kvikmyndin The Fate of the Fu- rious, einnig þekkt sem Fast & the Furious 8, eða Fast-8, verð- ur heimsfrumsýnd í Bíóhöllinni á Akranesi miðvikudaginn 12. apríl klukkan 18:00. Myndin verður frumsýnd í öðrum bíóhúsum hér á landi síðar sama kvöldið, sem og víða í Evrópu og næstu daga verð- ur hún frumsýnd í Bandaríkjun- um, Suður-Ameríku og Asíu. Kvikmyndin var sem kunnugt er að hluta til tekin upp á Akra- nesi síðasta sumar en einnig á Mý- vatni. Hafa glöggir kvikmynda- áhugamenn af Akranesi séð Sem- entsverksmiðjunni og Faxabraut- inni bregða fyrir í „trailer“ fyrir myndina. Margir Skagamenn bíða því útgáfu hennar með eftirvænt- ingu. Leiða má líkur að því að þeir fjölmenni á sýningar Fast-8 til að berja augum á hvíta tjaldinu Vin Diesel, Dwayne „The Rock“ Johnson, Michelle Rodriguez, Charlize Theron, Scott Eastwo- od, Jason Statham og síðast en ekki síst Akranesi. Seljist upp á frumsýninguna klukkan 18:00, eða ef áhugasam- ir bíógestir komast af einhverjum ástæðum ekki þá, má geta þess að önnur sýning er á dagskrá í Bíó- höllinni kl. 21:00 sama kvöld. kgk Heimsfrum- sýning Fast-8 á Akranesi Vin Diesel og Dwayne „The Rock“ Johnson verða í eldlínunni í nýjustu mynd The Fast and the Furious seríunnar. Samsett mynd: Skessuhorn/ÞIT. Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, gagnrýndi seinagang í kerfinu og í samskiptum við stjórnsýsluna, eink- um Umhverfisstofnun, þegar hann fór yfir ársskýrslu eftirlitsins á að- alfundi Heilbrigðisnefndar Vestur- lands 29. mars síðastliðinn. Ingibjörg Valdimarsdóttir, formaður heilbrigð- isnefndarinnar, hafði sömuleiðis orð á því í sínu erindi að Umhverfis- stofnun hefði verið sein til svara, líkt og undanfarin ár, þegar þreifingar áttu sér stað á síðasta ári um breytta verkaskiptingu milli heilbrigðiseftir- lita í landinu og stofnunarinnar. Til marks um þann seinagang Um- hverfisstofnunar sem Helgi og Ingi- björg vísa til má benda á að í niður- lagi ársskýrslu heilbrigðiseftirlitsins, sem undirrituð er af Helga, stendur orðrétt: „Það er áhyggjuefni hvað stjórnsýslan gengur hægt. Að fá af- greiðslu ráðuneytis vegna samþykkta sveitarfélaga sem þarf að staðfesta tekur oft marga mánuði eða ár. Illa gengur að fá fram breytingar á reglu- gerðum í kjölfar úrskurða og reglu- gerðir eru misvísandi. Þá má nefna að HeV fékk í maí 2016 svar við bréfi sem sent var til Umhverfisstofnunar í janúar 2010 um dýrahald á þynn- ingarsvæði.“ kgk Tók sex ár að fá svar Umhverfisstofnunar Helgi Helgason, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, gagnrýndi seinagang í stjórnsýslunni og sér í lagi Umhverfisstofnunar á aðalfundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands og í ársskýrslu eftirlitsins. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Gleðilega páska!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.