Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 201712 Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug fór fram í Laugardalslaug dag- ana 7.-9. apríl. Sundfélag Akraness átti sína fulltrúa á mótinu og sneri einn þeirra heim sem Íslandsmeist- ari, því Ágúst Júlíusson sigraði í 100 m flugsundi á tímanum 55,96 sek. Bætti hann þar með Akranesmet sitt frá árinu 2012. Einnig tóku sundkappar af Akra- nesi með sér þrjú silfurverðlaun og eitt brons. „Spennan í lauginni og keppnin á milli sundmanna um sæti var gífurleg en það var aðeins að muna hársbreidd á milli efstu sæt- anna,“ segir í tilkynningu frá Sund- félagi Akraness. Ágúst hreppti silfrið í 50 m flug- sundi þar sem hann synti á 24,94 og bætti þar með eigið Akranesmet frá 2015. Var hann aðeins 0,11 sekúnd- um á eftir fyrsta sætinu. Sævar Berg Sigurðsson vann tvö silfur, annað í mjög spennandi 100 m bringusundi þar sem hann bætti sig um 1,90 sek og synti á tímanum 1.08.08 sek. Var hann aðeins aðeins 0,30 frá gullinu. Hitt silfrið hreppti hann í 50 m bringusundi þar sem hann synti á 31,25 sek. og var að- eins 0,8 sek á eftir sigurvegaranum. „Sævar bætti sig um 0,8 sek. sem er mjög góð bæting í svona stuttu sundi,“ segir í tilkynningunni. Að lokum hlaut Sævar bronsverðlaun í 200 metra bringusundi. Blandaðar sveitir sundfélagsins settu tvö Akranesmet á mótinu. Sveit félagsins Í 4x50 m fjórsundi synti á 1,58.75 sem er bæting um 2,4 sek. á fyrra meti frá 2015. Þá bætti sveit félagsins í 4x50 m skrið- sundi met frá 2015 um 1,7 sekúnd- ur og synti á 1,48.21 sek. Allir bættu sig Brynhildur Traustadóttir hafnaði í 4. sæti í 200 m skriðsundi, 5. sæti í 100 m skriðsundi og 6. sæti í 50 m flugsundi og 100 m flugsundi og 7. sæti í 400 m skriðsundi. Una Lára Lárusdóttir hafnaði í 6. sæti í 50 m skriðsundi og 8. sæti í 200 m bak- sundi. Erlend Magnússon varð 6. í 50 m og 100 m baksundi og Ás- gerður Jing Laufeyjardóttir varð í 7. sæti í 100 m skriðsundi og 8. sæti í 200 m bringusundi. „Sundkrakkarnir áttu frábæra helgi og var þetta okkar besta ís- landsmót í 50 m laug í mörg ár. Samtals syntu þau núna 16 úrslita- sund á móti 9 í fyrra. Sérstaklega var gaman að sjá þau yngstu ná sínum fyrstu úrslitum og sjá að stelpurnar bættu sig úr tveimur úrslitasundum í fyrra, í níu úrslitasund núna. All- ir átta sundmennirnir okkar bættu sig um helgina og það samtals í 32 sundum. Óhætt að segja að fram- tíðin sé björt hjá Sundfélagi Akra- ness,“ segir í tilkynningu sund- félagsins. kgk Syntu vel á Íslands- meistaramótinu Verðlaunahafar Sundfélags Akraness á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug, þeir Sævar Berg Sigurðsson og Ágúst Júlíusson, Íslandsmeistari í 100 m flugsundi. Hópurinn frá Sundfélagi Akraness. Skrúfur, naglar og járn var fjar- lægt úr vinstri fótlegg Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra Ak- urnesinga á föstudaginn. Járninu var komið fyrir í kjölfar slyss sem Sævar lenti í þegar hann féll úr kaðli við sprang í Vestamanna- eyjum í júní 2015. Í fallinu marg- brotnaði sköflungurinn fyrir neð- an hné auk þess sem tveir fing- ur brotnuðu. Tveimur járnplöt- um og tólf skrúfum og nöglum var komið fyrir í fótleggnum í aðgerð sem framkvæmd var í kjölfarið á Landsspítalanum. Gott hljóð var í bæjarstjóranum þegar Skessuhorn heyrði í honum í gærmorgun og var hann feginn að þessum áfanga í batanum væri náð. Sjálfur hafði hann tilkynnt á facebook síðu sinni eftir aðgerð- ina að stefnan væri nú að hætta að haltra og fara að spila golf á ný. Á meðfylgjandi myndum frá Sævari má sjá járnverkið sem hvílt hefur í fótlegg hans undanfarna mánuði og tryggði að beinin gréru saman á réttan hátt. hlh Járnið tekið úr bæjarstjóranum Járnið sem var í fótleggnum. Röntgenmynd þar sem sjá má járnverkið í fótlegg bæjarstjórans. „Ég var að saga spýtur með hand- hjólsöginni minni úti í bílskúr og þá allt í einu fór sögin á móti mér og inn í höndina rétt fyrir neðan úln- lið. Ég man ekki mikið eftir augna- blikunum í kjölfarið en sögina vant- aði tæpan sentimeter til að komast í gegn,“ segir Jón Heiðar Jónsson íbúi á Akranesi í samtali við Skessu- horn. Hann lenti í alvarlegu vinnu- slysi fyrir tæpum hálfum mánuði við störf heima fyrir. „Ég var eðlilega í miklu losti við þetta og voru fyrstu hugleiðingar að keyra sjálfur upp á spítala. Síð- an áttaði ég mig á því hvað hafði gerst. Það fossblæddi úr hend- inni og batt ég um skurðinn með spotta til að stöðva blæðinguna. Ég hringdi síðan í 112 og eftir um þrjár mínútur voru sjúkraflutn- ingamenn komnir að sækja mig,“ segir Jón Heiðar en Neyðarlínan hélt sambandi við hann þangað til sjúkrabílinn kom heim til hans. Jón Heiðar var fluttur rakleiðis á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem honum var gefið morfín. „Síðan var mér ekið beint suður á Land- spítalann þar sem ég var tekinn í aðgerð.“ Hann segir aðgerðina hafa lukk- ast vel. „Hún tók um sex tíma og gekk rosalega vel. Í fyrstu voru slagæðarnar tengdar saman til að koma blóði í höndina og síðan voru sinar og æðar tengdar sam- an og beinin boltuð. Mér skilst að tíminn skipti öllu máli í svona til- vikum og þá hafði eitthvað að segja að höndin fór ekki öll af,“ bætir Jón Heiðar við. Hann vill koma á framfæri þakklæti til heilbrigðis- starfsfólks, sjúkraflutningamanna og lögreglu fyrir hjálpina. Aldrei of varlega farið Jóns bíður nú langt endurhæfing- arferli. „Það tekur langan tíma fyrir höndina að gróa og þá á eftir að koma í ljós hvaða áhrif slysið hefur til lengri tíma litið. Ég er kominn með hreyfi- getu í höndina, þó takmörkuð sé. Hins vegar verður tíminn að leiða í ljós hvort og hversu mikið skyn ég fæ aftur í hana. Ég er í raun heppinn að vera á lífi og feginn að hafa haft rænu á að hringja í 112,“ segir Jón sem seg- ir mikilvægt að ræða um slys eins og þetta. „Fólk er að vinna alla daga með allskonar verkfæri. Það er aldrei of varlega farið,“ segir hann. hlh Heppinn að vera á lífi eftir sagarslys Jón Heiðar Jónsson með höndina í umbúðum. Eftir er að koma í ljós hversu mikla tilfinningu hann fær í höndina og fingur. Eftirlitsmyndavélum hefur ver- ið komið upp á Ólafsvíkurhöfn. Nú þegar er búið að taka í notk- un fimm myndavélar en þær verða líklega sex eða sjö þegar allar verða komnar í gagnið. Var myndavél- unum komið upp í kjölfar þess að brotist var ítrekað inn í allmarga báta á svæðinu. Þar var lyfjum og öðrum verðmætum stolið. Mun uppsetning myndavélanna bæta ör- yggi og minnka líkur á innbrotum og skemmdum á bátum sem liggja við bryggju þar sem þær eru stillt- ar á upptöku og því hægt að skoða myndirnar ef þess þarf. Auk þess munu vélarnar auðvelda hafnar- starfsmönnum að fylgjast með því sem um er að vera á hafnarsvæðinu. Á næstunni verða einnig settar upp eftirlitsmyndavélar í Rifshöfn. þa Myndavélar vakta hafnirnar Skip og bátar hafa fiskað vel að undanförnu. Áhöfnin á Steinunni SH er þar ekki undantekning en hún er komin með yfir þúsund tonn á þessu fiskveiðiári. Besta veið- in var 20. febrúar þegar landað var úr Steinunni 58,5 tonnum. Þessi þúsund tonn hafa þeir á Steinunni fengið í 46 róðrum og hafa því að meðaltali verið með um það bil 22 tonn í róðri. Af þessu tilefni færði Fiskmarkaður Snæfellsbæjar þeim tertu síðastliðinn föstudag. þa Fengu tertu eftir að hafa landað þúsund tonnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.