Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Side 11

Skessuhorn - 11.04.2017, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2017 11 SK ES SU H O R N 2 01 7 Melahverfi 2, íbúðarhúsalóðir við Háamel. Svæðið sem nú er úthlutað úr, er fyrsti áfangi að nýrri byggð sunnan Melahverfis. Lóðirnar eru fyrir eftirfarandi byggingargerðir: Einbýlishús á einni hæð, neðan götu: nr. 2, 4, 6 og 8 Parhús tveggja hæða, ofan götu: nr. 3, 5, 7, 9, 11 og 13 Parhús einni hæð, neðan götu: nr. 10, 12, 14 og 16 Fjölbýlishús, 8 íbúðir á tveimur hæðum: nr. 1 Tekið verður við umsóknum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum frá og með 10.04.2017 á skrifstofu sveitarfélagsins að Innrimel 3, 301 Akranes. Umsóknareyðublöð, úthlutunarreglur, deiliskipulag ásamt greinargerð er hægt að nálgast á heimasíða Hvalfjarðar- sveitar www.hvalfjardarsveit.is eða á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Umsóknum í þessa fyrstu úthlutun skal skilast fyrir 02.05.2017. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins. Skúli Þórðarson Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar Lóðarúthlutun í nýju hverfi sunnan við Melahverfi í Hvalfjarðarsveit „Við frændurnir, ég og Óli Tóm- as, byrjuðum veiðitímabilið á hinni árlegu ferð okkar í Grímsá í Borg- arfirði,“ sagði Elías Pétur Þórar- insson sem var að koma úr fyrsta veiðitúrnum á tímabilinu, en leyfi- legt er að renna fyrir sjóbirting 1. apríl ár hvert. Það er Hreggnasi, leigutaki árinnar, sem sér um sölu veiðileyfa í Grímsá. „Væntingar okkar voru ekki miklar þar sem áin var búin að vera í flóði dagana áður og veðurspáin gerði ráð fyrir snjóbyl. Við hófum veiðar um hálf tíu leytið neðarlega í ánni. Þá var mikill klaki og krapi í ánni sem gerði veiðina nær ómögu- lega. Fyrsti fiskurinn kom því ekki fyrr en um hádegið en þá lönduðum við fallegum 62 cm silfurbjörtum sjóbirtingi í hylnum Smugu. Eftir það reyndum við ýmsa staði svo sem Laxfoss og Hörgshyl sem vanalega hafa gefið okkur fiska, en brugð- ust okkur í þetta sinn. Við ákváð- um að enda daginn á neðsta svæðinu, í Hólmavaðskvörn og Langadrætti. Þegar þangað var komið hafði veðrið gjör- breyst og komið var logn og hiti. Í fyrsta kastinu í Hólma- vaðskvörninni var hann á, fínn 61 cm fiskur sem sést á meðfylgjandi mynd. Í Langadrætti var sömu sögu að segja, strax var fiskur í flugunni og enduð- um við á að landa fimm sjóbirtingum þar í beit. Allir voru þeir á bilinu 50-60 cm,“ sagði Elías sem að vonum var hress með veiðina. gb Góð sjóbirtingsveiði í Grímsá Ólafur Tómas Guðbjartsson með flottan sjóbirting úr Grímsá. Ljósm. Elías Pétur. Límtré Vírnet hefur undanfarið verið í samstarfi við arkitektana Hjördísi Sigurgísladóttur og Denn- is Davíð Jóhannesson um hönnun steinullareiningahúsa. Hjördís og Dennis hafa séð um aðaluppdrætti, Límtré Vírnet hannað burðavirkið og öll deilivinna hefur verið sam- vinna beggja aðila. „Límtré Vírnet hannar ekki útlit húsanna held- ur snýr þáttur fyrirtækisins meira að útfærslunni. Okkar hlutverk er að leysa tæknileg atriði sem snúa að framleiðslu, eins og við höfum reyndar verið að gera undanfarin ár, þegar fólk hefur komið til okk- ar með teikningar,“ segir Andri í samtali við Skessuhorn. Hann tek- ur skýrt fram að fyrirtækið hyggist ekki hefja fjöldaframleiðslu húsa til þess að eiga sem „hilluvöru“. Ein- ungis verði framleitt eftir pöntun- um og er framleiðslugeta fyrirtæk- isins nokkuð öflug með tilkomu nýrrar einingalínu sem staðsett er á Flúðum. „Það er því möguleiki að leggja inn pöntun í hús eins og Hjördís og Dennis teiknuðu þar sem allar teikningar og öll hönnun er tilbú- in. Við höfum unnið að því und- anfarið og stefnum að því í fram- tíðinni að eiga tilbúnar teikningar af þremur til fjórum týpum af hús- um sem þá er hægt að setja í fram- leiðslu eftir pöntun. Við viljum gjarnan vera valmöguleiki á þeim markaði,“ segir Andri „Að eiga til- búnar teikningar af nokkrum gerð- um einingarhúsa er þróunarverk- efni sem hefur í raun verið í gangi hjá okkur í mörg ár, enda er það yfirleitt besta leiðin að gefa svona verkefnum tíma, maður rekst alltaf á eitthvað sem betur má fara. En við teljum okkur hafa lært töluvert af þeim verkefnum sem við höfum unnið að síðasta áratuginn og rúm- lega það, því nú eru einhver hús úr steinullareiningum frá okkur orðin milli 10 og 15 ára gömul.“ Margir kostir við einingarnar Andri hefur orð á því að eininga- hús úr steinullareiningum og límtré séu hugarfóstur Guðmund- ar Magnússonar, eins stofnanda Límtrés Vírnets. Hann er stund- um kallaður guðfaðir límtrésins. „Þetta er eiginlega hans hugarfóst- ur. Guðmundur hefur reist tölu- vert af sumarhúsum, einbýlis- og tvíbýlishúsum úr steinullareining- um. Hann segir einn helsta kost- inn við þessi hús að þau séu alveg myglufrí. Það er mikill kostur, en eitt stærsta vandamálið, sérstak- lega eftir hraðann sem einkenndi byggingar á árunum 2006 til 2007, voru myglur og önnur rakatengd vandamál,“ segir Andri. Þá segir hann einingahúsin hafa komið vel út úr loftþéttleikaprófunum. „Þessi hús myndu flokkast sem léttbyggð hús og Guðmundur hefur látið loftþéttleikaprófað þau. Þær próf- anir hafa leitt í ljós að einingarnar eru mjög þéttar, en þær eru þann- ig gerðar að stál er límt sitt hvor- um megin á steinullina. En þeim mun þéttari sem hús eru þeim mun minni kólnun verður í húsunum. Þau tapa síður hita og þannig spar- ast orka,“ segir hann. Hagkvæm lausn Hvað varðar verð og annað slíkt segir Andri það að mestu fara eftir hverju húsi fyrir sig. „Það er verið að skoða hönnun húsa sem ættu að vera enn fljótreistari og hagkvæm í byggingu. Til dæmis sjá arkitekt- arnir Hjördís og Dennis fyrir sér að þessi hús sem þau hafa hannað verði mjög hagkvæm. Hins veg- ar getum við ekkert fullyrt um heildarbyggingarkostnað þar sem okkar hluti er kannski 25-30% af heildarkostnaði en við teljum að þetta sé hagvæm lausn. Endan- legur byggingakostnaður fer síðan mikið eftir öðrum þáttum,“ segir Andri og bætir því við að ástæðan sé sú að Límtré Vírnet framleiði í raun bara efni í skelina á húsinu, „Getum vonandi boðið nokkrar útfærslur einingahúsa í náinni framtíð“ steinullareiningar og límtré. „Við komum ekki til með að reisa hús- in, við erum framleiðendur límt- résbitanna og eininganna. Hvað kostar að reisa húsin og innrétta þau er síðan allt annar handlegg- ur og í ekki á okkar könnu,“ seg- ir Andri. Hann telur þó að sá hluti hússins sem fyrirtækið kemur að sé hagkvæmur. „Þegar kemur að skel húsa úr steinullareiningum og þá held ég að ég geti fullyrt að það sem snýr að okkur sé hagkvæmt og samkeppnishæft við aðrar bygg- ingarlausnir,“ segir hann. „Ef allt gengur eftir þá vonandi getum við boðið upp á nokkrar útfærslur ein- ingahúsa úr steinullareiningum og límtré í náinni framtíð,“ segir Andri Daði Aðalsteinsson að lok- um. kgk Parhús úr steinullareiningum með límtrésburðarvirki. Samstarfsverkefni Límtrés Vírnets og arkitektanna Hjördísar Hjördísar Sigurgísladóttur og Dennis Davíðs Jóhannessonar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.