Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Síða 25

Skessuhorn - 11.04.2017, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2017 25 Tveir líffræðingar (par) sem eru ólmir í að ganga í rannsóknar- störf í Ólafsvík leita að leiguhús- næði Við erum tveir líffræðingar (par), Jóhann og Jónína, sem störfum hjá Hafrannsóknastofnun og erum bú- sett í Reykjavík. Við komum til með að hefja störf í starfstöðinni í Ólafs- vík um leið og okkur hefur tekist að finna hentugt leiguhúsnæði. Við erum reyklaus og róleg og mikið útivistarfólk. Við erum barn- laus enn sem komið er og þurfum því ekki mikið pláss en erum opin fyrir öllum möguleikum. Vonin er að finna húsnæði í Ólafsvík en við erum einnig tilbúin að skoða möguleika fyrir utan bæjarfélagið ef einhverjir eru. Það má ná í okkur í síma 866-7092/848-7023 eða með tölvupóst jonina.herdis.olafs- dottir@hafogvatn.is. Óska eftir húsnæði Óska eftir húsnæði til leigu sem fyrst á Akranesi eða rétt fyrir utan. Arco1366@gmail.com. Óskum eftir húsnæði á Akranesi Hjón með tvö börn óska eftir 4. her- bergja íbúð til leigu sem fyrst. Erum að flytja til Íslands frá Danmörku eftir 14 ára búsetu. Erum reglusöm og skilvís. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 856-2999, Jörgen. Óskum eftir húsnæði í Borgarnesi Hjón með eitt barn óska eftir 3-4 herbergja húsnæði, helst lang- tímaleigu. Erum reglusöm og skilvís. Vinsamlegast hafið samband í síma 848-2318 Þórir eða 849-2835 María. Óska eftir húsnæði Erum hjón með 3 börn sem óska eftir húsnæði til leigu sem fyrst á Akranesi eða rétt fyrir utan, helst með 4 svefnherbergjum. rakel- osk92@hotmail.com. Heil húseign allt að 8 svefnher- bergi Til leigu er Heiðarbraut 57 Akranesi, um er að ræða hús með allt að 8 herbergjum, tvö baðher- bergi og eldhús. Gæti hentað fyrir verktaka eða fyrirtæki sem vantar húsnæði fyrir starfsfólk. Eignin er laus strax. upplýsingar í síma 775-3939, Geir. Hnífabrýningar Brýni flestar gerðir bitjárna. Er á Akranesi. Uppl. í síma 894-0073. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR Hvalfjarðarsveit - þriðjudagur 11. apríl Páskaliljusala kvenfélagsins Lilju. Dagana 11. og 12. apríl nk. verða konur úr kvenfélaginu Lilju á ferð um Hvalfjarðarsveit að selja páskaliljur. Allur ágóði af sölunni rennur til Björgunarfélags Akraness. „Við hvetjum ykkur til að taka vel á móti sölukonum nú sem endranær,“ segir í tilkynn- ingu. Stykkishólmur - þriðjudagur 11. apríl Kynningarfundur strandhreinsi- verkefnis í Ráðhússloftinu kl. 15. Snæfellsnes hefur verið valið sem fyrsta íslenska svæðið fyrir sam- norræna strandhreinsiverkefnið Nordic Costal Cleanup 2017. Verkefnið er í undirbúningi en þann 6. maí næstkomandi munu sjálfboðaliðar ganga fyrirfram ákveðnar strandlengjur og tína rusl sem verður flokkað og sent í endurvinnslu. Kynntu þér málið á fundinum! Dalabyggð - þriðjudagur 11. apríl Íbúafundur verður haldinn í Dala- búð og hefst kl. 20. Á dagskrá eru ársreikningur Dalabyggðar árið 2016, fjárhags- og framkvæmda- áætlun árið 2017, lagning ljós- leiðara ofl. Íbúar Dalabyggðar eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum. Grundarfjörður - miðvikudagur 12. apríl Kynningarfundur strandhreinsi- verkefnis skrifstofu Svæðisgarðs- ins kl. 15. Snæfellsnes hefur verið valið sem fyrsta íslenska svæðið fyrir samnorræna strandhreinsi- verkefnið Nordic Costal Cleanup 2017. Verkefnið er í undirbúningi en þann 6. maí næstkomandi munu sjálfboðaliðar ganga fyrir- fram ákveðnar strandlengjur og tína rusl sem verður flokkað og sent í endurvinnslu. Kynntu þér málið á fundinum. Helgafellssveit - fimmtudagur 13. apríl Páskamótið í PÍTRÓ í Setrinu kl. 20. Spilað verður með sama sniði og á Íslandsmótinu. Allir velkomnir, bæði spilamenn og áhorfendur. Verðlaun í boði BB & sona. Spilagjald 1.000 kr. á mann. Kaffi á könnunni. Grundarfjörður - sunnudagur 16. apríl Sænsk ungmenni í Grundar- fjarðarkirkju kl. 17. Vikarbyn og Vattnäs spelmannslag er hópur 23 ungmenna sem spila á fiðlu. Þau eru á aldrinum 13-15 ára. Hópurinn spilar hefðbundna tónlist frá Dalarna, Svíþjóð og öðrum norðurlöndum auk írskra þjóðlaga. Verið velkomin að hlusta á mjúka polska, ljúfa valsa, hressa skottísa og önnur danslög sem svo oft hljóma í félagsheim- ilum sveitarfélags þeirra. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 6. apríl. Drengur. Þyngd 4.242 gr. Lengd 57 sm. Foreldrar: Dagný Vilhjálmsdóttir og Sigurður Ólafsson, Reykholti. Ljósmóðir: Helga R. Höskuldsdóttir. 8. apríl. Drengur. Þyngd 4.120 gr. Lengd 55 sm. Foreldrar: Ragnheiður D. Benidiktsdóttir og Svavar Áslaugsson, Grundarfirði. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Pennagrein ÝMISLEGT Í síðasta tölublaði var fæðingarþyngd eins barns misrituð. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og hér er myndin af nýburanum endurbirt með réttri þyngd. 3. apríl. Stúlka. Þyngd 3.164 gr. Lengd 50 sm. Foreldrar: Berglind Björk Gunnarsdóttir og Ólafur Elí Hjartarson, Akranesi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. LEIÐRÉTTING „Dauðdóm sinn kvað hann upp og glotti/ Þorpsbúa hann hafði að háði og spotti.“ Þannig segir í ágætum texta um örlög fiskvinnslufólks. Nú er stefnan að leggja fiskvinnslu í rúst á Akranesi í annað sinn. Bætist Ski- paskagi á langan lista byggðarlaga þar sem er sviðin jörð eftir kvótakerf- ið. Hringinn í kringum landið búa menn við nagandi óvissu um að kvót- inn hverfi í þorpunum, eða bíða eft- ir ölmusu í nafni byggðakvóta. Með lögum um stjórn fiskveiða hafa mörg byggðalög farið mjög illa ef ekki ver- ið lögð í eyði. Meðfylgjandi tafla gefur mynd af því hvernig staðan var fljótlega eftir að kvótakerfið var sett á. Gott er að sjá hver hlutur Vesturlands og Vest- fjarða er myndarlegur áður en Hafró týndi 354 þúsund tonnum af þorski. Breytingin til dagsins í dag er svaka- leg. Það er hverjum landsbyggðar- þingmanni til skammar að hafa varið kvótakerfið og þá skortveiði sem það boðar. Gleymum því ekki að fyrir daga kvótakerfisins veiddum við u.þ.b 400 þúsund tonn áratugum saman. Það er smjörklípa að segja að illa hafi verið farið með afla áður fyrr. Sambærilegt magn í dag myndi fá góða meðferð og virðisauka. Kvótinn var settur á til að „vernda“ stofnana var sagt. Dæmi nú hver fyrir sig. Veiðin er u.þ.b. 240 þúsund tonn. En hafið er fullt af fiski og fólki bann- að að bjarga sér. T.d. er einn bát- ur frá Akranesi á þorksnetum þeg- ar flóinn er fullur af fiski. Svo segja menn á sama tíma að fé vanti í inn- viði. Gleymum því ekki að þessir inn- viðir voru byggðir upp með fiskveið- um og sölu fiskafurða. Guðmundur Kjærnested, sú mikla hetja, er barð- ist fyrir okkur í þorskastríðunum gaf kvótakerfinu ekki háa einkunn. Til hvers var barist, sagði hann, ef auð- lindin er á fárra höndum. Skagamenn og góðir landsmenn! Losum okkur við óréttlátt kvóta- kerfi í fiskveiðum og bindum veiðar við byggðarlögin og leyfum fólki að bjarga sér. Með stórauknum veiðum þarf ekkert veiðigjald. Virðisaukinn og veltan kemur í gegnum veiðarnar og blómlegt mannlíf í sveltum byggð- um þessa lands. Tökum höndum saman og leggjum þessa viðurstyggð af sem kvótakerfið er. Landsbyggð- arþingmenn verða að fara að standa undir nafni og hætta að verja þetta kerfi. Varðmenn kvótakerfis leynast víða því miður. Nú er nóg komið. Stefán Skafti Steinólfsson. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Þjóðarmeinið kvótakerfi í sjávarútvegi Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.