Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 201716 Leikararnir Steinunn Jóhannes- dóttir og Sigurður Karlsson ætla að skipta með sér flutningi Passíusál- manna í Hallgrímskirkju í Saurbæ á föstudaginn langa, 14. apríl. Áætla þau að hefja lestur klukkan 13:30 og áætla að ljúka honum um klukkan 18:30. Um tónlistarflutn- ing í upplestrarhléum sér Erla Rut Káradóttir. Þau Steinunn og Sig- urður eru bæði vel kunnug skáld- skap Hallgríms Péturssonar og sögu hans og Guðríðar Símonar- dóttur, því þau léku hlutverk þeirra hjóna í sýningu Þjóðleikhússins á Tyrkja-Guddu, leikriti sr. Jakobs Jónssonar, leikárið 1983-84. Hin síðari ár hafa bæði fengist við rit- störf hvort í sínu lagi. Steinunn hefur m.a. fjallað um tímabil í ævi Guðríðar og Hallgríms í heimilda- skáldsögunum Reisubók Guðríðar Símonardóttur og Heimanfylgju. Sigurður hefur verið mikilvirk- ur þýðandi bókmennta úr finnsku og hlotið margvíslega viðurkenn- ingu og lof fyrir verk sín. Reynd- ar kom hann nýverið á skjá lands- manna þegar hann lék föðurinn í sjónvarpsþáttunum Föngum sem sýndir voru á RUV. Steinunn og Sigurður hafa aldrei leikið sam- an eftir þennan flutning í Þjóð- leikhúsinu árið 1984 fyrr en nú á föstudaginn langa. Í gamni segjast þau því ætla að endurnýja hjúskap- arheitið frá uppfærslunni á Tyrkja- Guddu. Vísað til sögunnar Vorið 1651 settust hjónin Hall- grímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir að í Saurbæ á Hval- fjarðarströnd þar sem Hallgrím- ur tók við prestsskap. Þar áttu þau eftir að lifa sín bestu ár saman og þar vann Hallgrímur sín stærstu afrek á sviði skáldskaparins. Hann lauk við að yrkja Passíusálmana árið 1659 og sendi þá kollega sín- um til umsagnar, sr. Jóni Jóns- syni á Melum í Melasveit. Sr. Jón gaf sálmunum bestu meðmæli og hvatti Hallgrím til þess að dreifa þeim víðar til þess að „svoddan ljós mætti fleirum lýsa“. Skáld- ið tók til við að gera afrit vor- ið 1660 og sendi Passíusálmana þremur konum, sem hann þekkti vel til, þeim Ragnhildi Árnadóttur, sem fædd var og uppalin á Ytra- Hólmi, Helgu Árnadóttur í Híta- rdal og mágkonu hennar Kristínu Jónsdóttur í Einarsnesi. Allar voru konur þessar giftar lærðum mönn- um. Ári síðar sendi Hallgrímur fjórða handritið biskupsdótturinni í Skálholti, Ragnheiði Brynjólfs- dóttur. Þegar Hallgrímur lauk við að yrkja Passíusálmana var rúmlega öld liðin frá því að Siðaskiptin voru formlega lögfest á Íslandi. Með Siðaskiptunum voru klaust- ur lögð niður og aflétt einlífis- kröfu presta, þeir máttu nú ganga í hjónaband og til varð ný stétt, stétt prestskvenna og prestsheim- ili eða prestssetur urðu mennta- og menningarmiðstöðvar, sem konur veittu margvíslega forystu. Fyrirmyndin var hjónaband fyrr- um munksins og nunnunnar Mar- teins Lúthers og Katarinu af Bora og heimilishald þeirra í Witten- berg. „Það er full ástæða til að minnast þess hvernig skáldið Hall- grímur Pétursson treysti á fulltingi kvenna við það að útbreiða hróður Passíusálmanna. Og það er ástæða til þess að minna á hlutverk prests- konunnar á 17. öld, þ.á.m. konu skáldsins, Guðríðar Símonardótt- ur,“ segir Steinunn Jóhannesdótt- ir. mm Endurnýja hjúskaparheitið við altari Hallgrímskirkju Svipmynd úr uppfærslu á leikritinu um Tyrkja-Guddu í Þjóðleikhúsinu 1983-84.Uppstillt mynd tekin í Hallgrímskirkju í Saurbæ í síðustu viku þegar Steinunn og Sigurður æfðu lesturinn. Ljósm. mm. Það hvílir mikill hátíðleiki yfir lestri Passíusálmanna í Saurbæ á föstudaginn langa. Það er prestakallið sem stendur fyrir viðburðinum en Steinunn Jó- hannesdóttir skipuleggur. Á síðasta ári voru skráðir 69 nýir gististaðir á Vesturlandi og það sem af er árinu 2017 hefur Heil- brigðiseftirlit Vesturlands gef- ið út 18 starfsleyfi vegna heima- gistingar og 15 til viðbótar bíða afgreiðslu. Því hefur verið sótt um samtals 33 leyfi frá áramót- um. Þetta kom fram í máli Helga Helgasonar, framkvæmdastjóra HeV, á aðalfundi Heilbrigðis- nefndar Vesturlands miðvikudag- inn 29. mars síðastliðinn. Miðað við þetta kvaðst hann ekki eiga von á öðru en að skráðum gisti- stöðum á Vesturlandi myndi fjölga verulega árið 2017, miðað við síð- asta ár. Starfsmönnum eftirlitsins hef- ur ekki fjölgað, þeir eru eftir sem áður aðeins tveir. Hafði Helgi því orð á því að álagið væri orðið mik- ið á starfsfólkið. „Það er orðin dá- lítið mikil yfirkeyrsla í eftirlitinu, það verður bara að segjast alveg eins og er. Verkefnum er alltaf að fjölga,“ sagði Helgi á fundin- um og tók heimagistinguna sem dæmi. „Nýjasta verkefnið, heima- gisting, er að verða algjör martröð í eftirliti. Gefin hafa verið út 18 starfsleyfi frá áramótum í heima- gistingu og 15 bíða afgreiðslu. Sennilega hefur aldrei verið jafn langur skussalisti hjá eftirlitinu og þessa dagana,“ sagði Helgi. Jafnframt gagnrýndi hann ný gistihúsalög, sem tóku gildi um áramótin. Einföldun og skilvirkni hefðu verið yfirlýst markmið þeirrar lagasetningar en Helgi sagði aftur á móti að einföldunin væri engin, skilvirknin mjög slæm og að menn vissu ekkert hvernig þeir ættu eftir að fara eftir lög- gjöfinni. kgk Stefnir í mikla fjölgun gististaða Á síðasta ári komu tæplega 1,8 millj- ónir ferðamanna til landsins. Lang- flestir þeirra, eða um níu af hverjum tíu, gistu í Reykjavík á ferð sinni, að jafnaði í fjórar til sex nætur. Sam- kvæmt því voru gistinætur í borg- inni í fyrra um 5,2 milljónir og má lauslega áætla að ferðamenn hafi eytt 160 milljörðum króna miðað við fjölda gistinátta og 30 þúsund kr. meðalútgjöld á dag. Í tilkynn- ingu frá Höfuðborgarstofu segir að reynsla ferðamanna af Reykja- vík árið 2016 hafi verið mjög jákvæð en níu af hverjum tíu sumargest- um og tæplega 92% gesta að vetri töldu reynsluna af borginni frábæra eða góða. Einungis 1% töldu hana slæma. Þessi niðurstaða hefur já- kvæða áhrif á upplifun ferðafólks af landinu í heild og því afar ánægjuleg fyrir ferðaþjónustu á landsbyggð- inni í ljósi þess að flestir erlendir ferðamenn gista hluta úr ferð sinni í Reykjavík. Í könnuninni segjast ferðamenn ætla að mæla með borginni við aðra, eða 96% gesta utan sumar- tíma og 94% sumargesta. Erlendir gestir borgarinnar eru ánægðastir með sundlaugarnar af þeim þáttum sem spurt var um. Þetta kemur fram í könnun sem nefnist Dear Visitors og Rannsóknir og ráðgjöf ferða- þjónustunnar (RFF) framkvæmdi fyrir Höfuðborgarstofu á síðasta ári. Könnunin var gerð meðal erlendra gesta við brottför frá landinu í Leifs- stöð en alls fengust þrjú þúsund gild svör. Niðurstöðurnar eru jafnframt fengnar úr greinagerð sem byggir á sambærilegum könnunum (RFF) fyrir Höfuðborgarstofu í þrettán ár eða frá 2004-2016. mm/ Ljósm. Ragnar Th. Höfuðborgin fær jákvæða umsögn erlendra ferðamanna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.