Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2017 15 yrði blindur? Þá var ekkert til sem hét áfallahjálp en vissulega hefði ekki sakað fyrir okkur að hafa að- gang að slíkri aðstoð, það sér mað- ur eftir á. Það reyndist okkur hins vegar gæfuspor að þurfa að hugsa hlutina svona alveg upp á nýtt. Við ákváðum að opna fyrir alla mögu- leika. Þannig var þetta lífsreynsla sem mótaði okkur og styrkti til lengri tíma. Við ákváðum strax að lifa lífinu og láta þennan sjúkdóm hans ekki verða okkur hindrun í að gera allt sem við vildum og réðum við að gera. Okkar lífssýn var því að nýta tækifærin strax - það væri ekki víst að þau kæmu aftur. Þessu höfum við meðvitað farið eftir og hefur það styrkt okkur í mörgu, svo sem varðandi fjárfestingar, ut- anlandsferðir og ákvörðunartöku, svo dæmi séu tekin, svo fjölmargt í lífinu. Þetta er viðhorf sem ég hef geymt með sjálfri mér lengi og er í raun í fyrsta skipti að segja frá því núna. Gott að geta rætt þetta núna þegar maður er hálfnaður á lífsleið- inni,“ segir Olla. Á höttunum eftir hentugum stað Olla segir að það hafi haft áhrif á allt skipulag á heimilinu þegar Alli hætti að aka bíl árið 1999. „Þá vor- um við með tvö ung börn en börn- um fylgir eins og allir vita ýmis- legt skutl milli staða. Sjónskerðing eiginmannsins hefur vissulega sett okkur ákveðnar skorður og kallað á mikla skipulagningu á ótal sviðum og hafði þannig áhrif á allt okkar líf. Aðstoð við sjónskerta er vissu- lega mjög ólík milli sveitarfélaga og af þeim sökum höfum við til dæmis átt búsetu í Reykjavík, þótt vinnan hafi að stórum hluta verið í Mos- fellsbæ. Það er þess vegna mjög umhugsunarvert hvernig smærri sveitarfélög ætla að koma til móts við ýmsar lögbundnar þarfir fatl- aðra. Þessi mál hafa mikið verið í umræðunni og verða það vafalaust allt þar til jafnræðis við alla verð- ur gætt og þá allsstaðar, hvort sem sveitarfélag er stórt eða smátt. Nú liggur fyrir að flytja á Vesturland- ið. Það er okkur tilhlökkunarefni að geta farið í rólegra umhverfi úti á landi þar sem hraðinn og spennan er ekki eins mikil og við þekkjum á höfuðborgarsvæðinu. Það er gott að vera að skipta um starfsvettvang ekki síst þar sem ég tel að reynsla og þekking mín eigi eftir að nýtast vel. Nú erum við á höttunum eft- ir hentugu húsnæði og aðstöðu fyr- ir hrossin í nágrenni Borgarness. Okkar draumur er að geta selt hest- húsið og aðstöðuna í Mosfellsbæ og flutt okkur á svæðið í námunda við mína vinnu þar sem við getum byggt upp aðstöðu fyrir hestana okkar og tamningar. Þetta á sem- sagt eftir að skýrast en ennþá ek ég á milli til vinnu,“ segir Olla. Börn þeirra Ollu og Alla eru tvö. Lilja Ósk er 25 ára og búsett á Laugalandi í Stafholtstungum ásamt Hjalta Þórhallssyni og eiga þau tvö börn. Lilja Ósk er líkt og foreldr- ar hennar á kafi í hestamennsku en auk þess í viðskiptalögfræði við Há- skólann á Bifröst. Auðunn Hrafn er 21 árs og nemandi í tölvunarfræði í HR. „Þau eru á fullu að mennta sig bæði. Hugsanlega taka þau bara við bókhaldsfyrirtækinu mínu, hver veit,“ segir Olla. „Pabbi kenndi mér bæjarnöfnin“ Hún kveðst hlakka til að takast á við fjölbreytt störf hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands. Í þessari viku verður til dæmis fyrsti viðverudagur á nýrri starfsstöð SSV á Akranesi, en sam- tökin hafa tekið á leigu skrifstofu- rými hjá nýsköpunarsetrinu Co- working sem er í Landsbankahúsinu við Akratorg. Aðalskrifstofa SSV er hins vegar í Borgarnesi. Olla segist búa vel að staðarþekkingu á Vestur- landi og þakkar föður sínum, Guð- mundi Arasyni það. „Pabbi var öku- kennari þegar ég var að alast upp og er reyndar enn að kenna á bíl þótt hann sé hættur annarri vinnu. Ég fór oft með honum í ferðir vegna öku- kennslunnar og einnig þegar hann sem starfsmaður Vegagerðar ríkis- ins fór um sveitir til að greiða starfs- mönnum út launin þeirra. Þá notaði hann iðulega tækifærið til að kenna mér bæjarnöfnin og ýmis kennileiti á ferð okkar. Ég bý því vel að þekkja flesta bæi í Borgarfirði og Dölum frá þessum ferðum og þá kynntist ég Snæfellsnesinu ágætlega þegar ég bjó fyrir vestan. Mér finnst það ákveðið forskot sem ég hef í nýju starfi að þekkja vel til á Vesturlandi. Ekki síst þess vegna hlakka ég til að takast á við nýtt starf,“ segir Ólöf Guðmundsdóttir að endingu. mm Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is Gleðilega páska Opið um páskana e ins og venjulega. Sama góða þjónust an eins og alla hina dagana. Skírdagur, 12-14. Föstudagurinn la ngi, 12-13, vakt lyfja fræðings. Laugardagur 15. apríl, 10-14. Páskadagur, 12-1 3, vakt lyfjafræðings . Annar í páskum, 12-13, vakt lyfjafræð ings. Áfram veginn þó á móti blási. Ljósm. úr einkasafni. Á góðri stund að njóta lífsins. Ljósm. úr einkasafni. Í gönguferð á æskuslóðum. Á Hafnarfjalli í fyrrasumar. Ljósm. Lilja Ósk Alexandersdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.