Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 11.04.2017, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2017 19 Svifnökkvar hafa fram til þessa ekki verið þekktir hér á landi nema í gegnum bíómyndir. Nú er hins veg- ar búið að stofna fyrirtækið Íslands- nökkva sem er að hefja innflutning á fyrstu svifnökkvunum hingað til lands. Fyrirtækið er komið í sam- starf við stærsta framleiðanda svif- nökkva í Evrópu; British Hovercraft Company og er að hefja innflutning, kynningu og þjónustu á svifnökkv- um hér á landi. Tæki þessi eru knúin með bensínmótor en stór vifta knýr nökkvann áfram og blæs lofti undir hann í gegnum gúmmíhulsur sem tækið flýtur svo á. Tækið er byggt á skel úr glertrefjaefni sem ekki get- ur sokkið og auk þess sérstyrkt með flotplasti við skut. Mengun og áhrif á umhverfið er lítil sem engin, ef frá er talinn hvinur frá viftu sem þó er innan við heilsuverndarmörk þeg- ar staðir er nærri tækinu. Þá hyggst eigandi Íslandsnökkva bjóða ferða- fólki upp á skemmri og lengri ferð- ir meðal annars á Pollinum á Akur- eyri, þar sem er heimili fyrirtækisins og eigandans er. Eigandi Íslandsnökkva er Arin- björns Kúld. Hann er Skagamaður að uppruna en hefur búið og starfað á Akureyri eftir að hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst skömmu fyrir aldamótin. Ar- inbjörn starfaði um árabil hjá Neyð- arlínunni en hjá Becromal á Akur- eyri síðustu þrjú árin. Arinbjörn seg- ir í samtali við Skessuhorn að fyrsti svifnökkvinn sé nú í framleiðslu og á leið til landsins síðar í þessum mán- uði. Hann verður frumsýndur á Ak- ureyri en hér sunnan heiða verður sami nökkvi fyrst sýndur á Stórsýn- ingu Rafta og Fornbílafjelags Borg- arfjarðar í Brákarey 13. maí. Greint á um hvort beri toll Arinbjörn segir að hann hafi verið búinn að skoða og kynna sér þessi tæki í þrjú ár þegar hann ákvað að fara utan og heimsækja verksmiðj- una í Bretlandi, kynna sér tækin í þaula og afla sér einkaleyfis hér á landi. „Ég hreifst algjörlega af þess- um tækjum fyrir margra hluta sakir. Þau sameina í eitt marga af kostum þeirra tækja sem við þekkjum á landi og sjó. Á svifnökkva getur þú ferðast um hvort heldur sem er á vatni, sjó, sandi eða farið um mýrar sem ekki eru tækar öðrum ökutækjum eða bátum. Þá opnast með svifnökkv- um ný veröld til dæmis á leirum sem ekki eru manngengar eða fær- ar öðrum tækjum eða bátum. Þetta er í raun eitthvað sem er svo nýtt hér á landi að mönnum greinir meira að segja á um í hvaða tollaflokk þau skulu skilgreind. Samgöngustofa vill meina að þetta sé sjó- og vatnafar en slík tæki bera ekki tolla. Tollstjóra- embættið hins vegar heldur því fram að þetta sé vélknúið ökutæki sem skilgreina þurfi sem ökutæki og þar með falla undir 30% toll. Reyndin er hins vegar sú að farartæki af þess- um toga hafa hvergi verið skilgreind í lögum eða reglugerðum. Af þeim sökum get ég með engu móti sagt til um hvert útsöluverð fyrstu svif- nökkvanna verður, en ég er að vinna í málinu með tollayfirvöldum,“ seg- ir Arinbjörn. Smærri svifnökkvar eru hugsað- ir fyrir tvo til þrjá en einnig eru til stærri nökkvar sem taka fleiri far- þega, allt upp í sex manns. Ef tæk- in bera toll eins og ökutæki segist Arinbjörn gera ráð fyrir að verðið fyrir litla svifnökkva gæti orðið 4-5 milljónir króna, en 3-4 milljónir ef þeir verða skilgreindir sem sjó- og vatnaför, líkt og bátar. Einföld bíl- kerra er notuð til að flytja svifnökkva milli staða, en ekki er æskilegt fyr- ir gúmmíin að þeim sé mikið „ekið“ eða „svifið“ um vegi eða á grýttri jörð. Opna nýjar víddir og tækifæri Arinbjörn kveðst renna blint í sjóinn með innflutning og sölu á tækjun- um, hann hafi hvergi kynnt væntan- legan innflutning í fjölmiðlum fyrr en nú í Skessuhorni. „Ég verð sífellt sannfærðari um að svifnökkvar eiga eftir að slá í gegn hér á landi. Þessi tæki sameina kosti svo margra tækja, svo sem báta, fjórhjóla, vélsleða og fleira. Verðið er á pari við verð fyr- ir þokkalegan vélsleða en notagildið margfalt meira og þessi tæki er hægt að nota allan ársins hring,“ segir Ar- inbjörn. „Það hefur orðið mikil framþró- un í smíði svifnökkva, hönnun og notkunarmöguleikum. Raunar má fullyrða að um byltingu sé að ræða. Þeir eru nú framleiddir úr glertrefja- plasti, sama efni og er í smábátum hér á landi. Þeir eru léttir, vega að- eins frá 130 kg og upp í 600 kg þeir stærstu. Svifnökkvarnir eru smíðaðir í nokkrum stærðum og útfærslum, allt frá eins og upp í sex manna, allt frá skemmtinökkva og upp í atvinnu- tæki svo sem til leitar- og björgunar. Svifnökkvar opna okkur Íslending- um leiðir að svæðum þar sem önn- ur farartæki komast illa eða alls ekki um. Skiptir þá engu máli hvort um strendur landsins er að ræða, mýr- lendi, votlendi, árósa, vötn, vatna- svæði, ár, leirur og jafnvel sjálft há- lendið og vatnasvæði þess. Jafnvel viðkvæm gróðursvæði þar sem öll umferð hjólatækja er bönnuð þar fer svifnökki um án þess að valda nein- um skemmdum og mun því auð- velda rannsóknir á þeim svæðum og eftirlit.“ Arinbjörn bætir við: „Notk- un nökkvanna fer vaxandi um all- an heim og vinsældir þeirra aukast stöðugt. Það eina sem takmarkar nokkun þeirra hér á Íslandi er skort- ur á ímyndunarafli.“ Býður í ferðir á Pollinum Sjálfur segist hann ætla að kynna svifnökkvann á Pollinum á Akur- eyri og bjóða upp á ferðir inni á leir- unum. „Svo er stefnan sett á sýn- inguna í Borgarnesi 13. maí og eiga áhugasamir þá kost á að fara í pru- futúr með mér. Hann hvetur for- svarsmenn björgunarsveita, veiði- menn og allt áhugafólk um spenn- andi tæki og tól til að mæta á kynn- inguna í Borgarnesi. mm Fyrstu svifnökkvarnir á leið til landsins Fyrirtækið Íslandsnökkvar hefur innflutning og sölu - kynning í Borgarnesi 13. maí Svifnökkvi sömu gerðar og Íslandsnökkvar hafa nú pantað hingað til lands. Við kaldar strendur landsins getur verið hagstætt að hafa yfirbyggða nökkva líkt og björgunarsveitir erlendis hafa víða tekið í notkun. Tækin þola talsverða ágjöf, öldugang og vind, þurfa ekki bryggju eða önnur mannvirki en dugar strönd eða aðliggjandi bílgengt svæði. Svipmynd af samsetningarverkstæði British Hovercraft Company. Arinbjörn fór meðal annars í reynslu- svif á breskri á og var þessi mynd tekin í einni landlegunni. Arinbjörn Kúld hjá Íslandsnökkvum er Skagamaður en búsettur á Akureyri. Myndin er frá ferð hans í bresku verksmiðjuna í liðnum mánuði. Þessir nökkvar voru notaður við tökur á myndinni Frozen Planet og voru skildir eftir á jökli yfir vetur, en grafnir upp að vori. Svifnökkvar geta nýst vel við leit og björgun í straumhörðum ám.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.