Skessuhorn - 24.05.2017, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 20172
517.609 kr. en fara upp í 564.988
kr. sem er tæplega 50.000 kr. hækk-
un á mánaðarlaunum. Í samningn-
um var bónuskerfið auk þess lag-
fært. Orlofs- og desemberuppbæt-
ur hækka um 21.000 krónur hvor
fyrir sig. „Orlofs- og desemberupp-
bætur hjá stóriðjunum á Grundar-
tanga eru langtum hærri en gengur
og gerist á hinum almenna vinnu-
markaði,“ segir í frétt VLFA um
nýja saminginn.
Elkem skólinn
Í þessum samningi var einnig sam-
ið um svokallaður Elkem skóla sem
er starfstengt tvískipt nám, annars
vegar grunnnám og hinsvegar fram-
haldsnám og spannar hvort nám-
ið fyrir sig þrjár annir. Að aflokn-
um skólanum munu starfsmenn fá
5% hækkun fyrir hvort námið fyrir
sig eða samtals 10% sem þýðir að
þegar starfsmenn hafa lokið bæði
grunn- og framhaldsnámi þá mun
það skila þeim uppundir 60.000 kr.
launahækkun á mánuði. mm
Nú er íþróttasumarið komið á fullt. Vest-
lendingar eiga marga frábæra íþrótta-
menn og hvetjum við fólk til þess að fara
og styðja sitt fólk. Framundan eru t.d. leik-
ir bæði hjá meistaraflokki karla og kvenna
í knattspyrnu hjá ÍA og Víkingi Ólafsvík
um helgina, Líflandsgæðingamót hesta-
manna í Borgarnesi verður einnig um
helgina og Akranesleikarnir í sundi eru
handan við hornið.
Á morgun (uppstigningardag) verður
suðaustan- og austanátt 5-10 m/s, skýj-
að og rigning á köflum og víða rigning
um kvöldið. Hiti 6-12 stig. Á föstudag;
hæg suðaustan eða breytileg átt, skýj-
að að mestu og dálítil væta á köflum. Hiti
breytist lítið. Á laugardag er spáð hægari
suðvestlægri átt og rigningu með köfl-
um. Sunnudagur; austlæg átt ríkjandi og
væta, hiti 7-15 stig. Á mánudag má bú-
ast við hægum vindi og dálítilli vætu. Hiti
breytist lítið.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns:
„Hefur þú verið stöðvaður/stöðvuð fyrir of
hraðan akstur?“ Svo virðist sem Vestlend-
ingar séu siðprútt fólk svona upp til hópa
því 48% sögðust aldrei hafa verið stöðv-
aðir. 24% sögðu að þeir hafi verið stöðvuð
nokkrum sinnum, 24% einu sinni og 4%
höfðu verið stöðvuð oft eða mjög oft, sem
er ekki gott.
Í þessari viku er spurt:
Telur þú að Costco muni hafa
varanleg áhrif á verðlag á Íslandi?
Afmælisbarn dagsins Guðrún Ester Magn-
úsdóttir á Fossi í Saurbæ er 100 ára í dag.
Hún er Vestlendingur vikunnar. Lesa má
nánar um áfanga hennar í frétt hér ofar
á síðunni.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Samþykkti breytt
aðalskipulag
BORGARNES: Á fundi byggð-
arráðs Borgarbyggðar í síðustu
viku var lagt fram til kynning-
ar bréf Skipulagsstofnunar frá
12. maí þar sem stofnunin stað-
festir breytingu á aðalskipulagi
Borgarbyggðar 2010-2022 sem
samþykkt var í sveitarstjórn 7.
apríl síðastliðinn. Auglýsing um
staðfestingu Skipulagsstofnun-
ar mun birtast í B-deild stjórn-
artíðinda. Umrædd ákvörðun
snýr að breytingu vegna skipu-
lags í miðbæ Borgarness, en hót-
elbygging þar var stöðvuð í vet-
ur þar sem hún stangaðist á við
gildandi skipulag. Samkvæmt
heimildum Skessuhorns er því
stutt í að byggingarleyfi verði
gefið út að nýju. -mm
Framkvæmdir við
Kirkjufellsfoss
GRUNDARFJ: Bæjarstjóra
Grundarfjarðarbæjar hefur ver-
ið falið að undirrita samning
milli Grundarfjarðarbæjar og
Framkvæmdasjóðs ferðamála-
staða um styrk til framkvæmda
við Kirkjufellsfoss á þessu ári.
Styrkurinn er veittur til hönn-
unar bílastæðis og lagfæringa
á núverandi göngustígum við
fossinn en úthlutað var úr sjóðn-
um í marsmánuði síðastliðnum.
Verkefnið þykir mikilvægt ör-
yggis- og náttúruverndarverk-
efni á sjálfsprottnum ferða-
mannastað við mest myndaða
fjall landsins, segir í rökstuðn-
ingi stjórnar að styrkjum fram-
kvæmdasjóðsins. Að sögn Þor-
steins Steinssonar, bæjarstjóra
Grundarfjarðarbæjar, verður
styrkurinn nýttur á þessu ári.
„Til verka á þessu svæði fengust
sjö milljónir króna til undirbún-
ings framkvæmdum og hönn-
unar á bílastæði við Kirkjufells-
foss. Jafnframt á fjárveitingin að
nýtast til lagfæringa á göngu-
stígum og merkinga á svæðinu.
Hönnunar- og skipulagsvinna
hefur farið af stað og þarf henni
að ljúka áður en nýframkvæmd-
ir hefjast,“ segir Þorsteinn.
-grþ
Fundað um
ferðaþjónustu
AKRANES: Akraneskaup-
staður býður til hádegisfund-
ar föstudaginn 26. maí næst-
komandi frá kl. 12 til 13:30 í
Tónbergi, sal Tónlistarskól-
ans á Akranesi. Fundarefnið er
ferðaþjónusta á Akranesi. Þar
munu fulltrúar Eimskips og
Faxaflóahafna mæta og kynna
m.a. fyrirhugaðar ferjusigling-
ar milli Akraness og Reykjavík-
ur og komu skemmtiferðaskipa
til Akraness. Einnig mun Sævar
Freyr Þráinsson bæjarstjóri fara
yfir það sem Akraneskaupstað-
ur leggur til málaflokksins. Að
lokum verður boðið uppá létt-
ar veitingar í anddyri tónlistar-
skólans. Fundurinn er hugsaður
fyrir alla áhugasama hagmuna-
aðila um uppgang ferðaþjón-
ustu á Akranesi.
-mm
Guðrún Ester Magnúsdóttir frá
Fossi í Saurbæ er 100 ára í dag.
Guðrún hefur undanfarið dvalið á
heimili dóttur sinnar í Reykjavík en
verður í þessari viku í hvíldarinn-
lögn á hjúkrunarheimilinu Mörk.
Til stendur að halda upp á afmæl-
ið með ættingjum og vinum næst-
komandi laugardag.
Guðrún Ester hefur alla tíð búið
í Saurbæ og kveðst una sér best þar.
Hún fæddist á Saurhóli 24. maí
1917. Foreldar hennar voru Magn-
ús Árnason og Lára Lárusdóttir og
var hún elst barna þeirra. Móð-
ir hennar smitaðist af berklum og
dó þegar Guðrún var fimm ára og
kveðst hún lítið muna eftir henni.
Ellefu ára flutti hún að Tjalda-
nesi í sömu sveit en 1937 fór hún
að Fossi og hóf búskap með Hirti
Guðjónssyni manni sínum. Á Fossi
hefur Guðrún búið fram undir
þetta, síðustu árin með Steingrími
syni sínum. Í viðtali við Skessuhorn
fyrir jólin 2011 kom m.a. fram að
nægjusemi er aðalsmerki Guðrúnar
á Fossi. Hún og fjölskyldan komst
af með lítið.
Veikindi hafa sett strik í reikn-
inginn hjá Guðrúnu undanfarið
ár og þá hefur hún að auki dottið
og meitt sig. Segist af þeim sök-
um hafa verið um tíma í Búðardal,
á sjúkrahúsinu á Akranesi en auk
þess á hjúkrunarheimilinu Mörk.
Upp á síðkastið hefur hún svo búið
hjá dóttur sinni á Njálsgötunni í
Reykjavík. Guðrún og Hjörtur á
Fossi eignuðust fimm börn og eru
þrjú þeirra á lífi. Barnabörn henn-
ar eru sjö, langömmubörnin 13
og langalangömmubörnin eru tíu.
Hjört mann sinn missti Guðrún
árið 1989.
Í stuttu spjalli við blaðamann
Skessuhorns kveðst Guðrún vera
sæmilega hress. „Ég heyri ekkert
of vel en sé vel, fór í laseraðgerð á
augum og fékk auk þess nýja auga-
steina og get lesið ef ég hef gler-
augun.“ Guðrún segist hafa fóta-
vist alla daga en sé orðin hálf löt.
Hún kveðst hæfilega spennt fyrir
að halda upp á þessi tímamót, en
hlakkar þó til að hitta ættingjana
þegar afmælinu verður fagnað á
laugardaginn. mm
Guðrún á Fossi er hundrað ára í dag
Guðrún Ester Magnúsdóttir húsfreyja heima í eldhúsinu sínu á Fossi.
Ljósm. Ölvir S Sveinsson.
Verkalýðsfélag Akraness hefur náð
nýjum kjarasamningi við Elkem Ís-
land fyrir hönd starfmanna fyrir-
tækisins. Samningurinn er að mati
Vilhjálms Birgissonar formanns
VLFA mjög góður og í anda þess
samnings sem gerður var fyrir hönd
starfsmanna Norðuráls. Ofngæslu-
menn eru til dæmis að hækka um
9% í heildarlaunum á fyrsta ári
samningstímans. Heildarlaun ofn-
gæslumanns með tíu ára starfs-
reynslu voru fyrir samninginn, fyrir
utan desember- og orlofsuppbætur,
Telja góðan samning hafa náðst fyrir starfsmenn Elkem
Ofngæslumenn að störfum hjá Elkem. Ljósm. úr safni.
Jón Gunnarsson samgönguráð-
herra hefur nú svarað nokkrum
af þeim fyrirspurnum sem Bjarni
Jónsson varaþingmaður VG lagði
fyrir hann í vor, þegar hann tók
sæti á Alþingi. Fyrirspurnirnar
snerust m.a. um Hvalfjarðargöng,
þjóðveg um Hvalfjörð og rekstur
Spalar. Fram kemur í svörum ráð-
herra að innheimt veggjöldin frá
opnun ganganna 1998 til ársloka
2016 hafi numið 18.454 milljónum
króna án virðisaukaskatts. Tekjur af
veggjöldum voru langmestar á síð-
asta ári, eða 1,4 milljarðar króna.
Samkvæmt því eru tekjurnar orðn-
ar 19 milljarðar króna um þessar
mundir. Komið hefur fram að inn-
heimtu veggjalda verður hætt um
mitt næsta ár þegar Spölur hefur
greitt upp síðustu lán vegna fram-
kvæmdarinnar. Þá mun ríkið taka
við rekstri ganganna samkvæmt
samningi.
Ráðherra gat ekki svarað spurn-
ingu um árlegan kostnaður vegna
innheimtu veggjalda undanfarin tíu
ár. „Ekki liggur fyrir nákvæm sund-
urgreining á innheimtukostnaði,
enda skiptast ýmsir kostnaðarliðir
á fleiri rekstrarþætti. Líta verður á
rekstur ganganna, kostnað vegna
verktaka og skrifstofu- og stjórn-
unarkostnað saman þar sem ýms-
ir kostnaðarliðir tengjast og eru
óskiptir í bókhaldi,“ segir í svari
ráðherra.
Þá spurði Bjarni um hver meðal-
biðtími eða töf vegfarenda hafi ver-
ið vegna innheimtu veggjaldsins.
„Engar mælingar
hafa átt sér stað
og ekki hefur
verið talin þörf
á því,“ segir ráð-
herra. „Verði tafir
við innheimtu, þá
er það nær ein-
göngu um helg-
ar og að sumar-
lagi. Undanfarin
ár hefur verið lít-
ið kvartað undan
biðtíma. Veru-
legar tafir eiga sér
fyrst og fremst
stað þegar óhöpp
eða slys verða, mengun verður of
mikil í göngunum og ef veita þarf
forgangsakstur í neyðartilvikum,
fyrst og fremst sjúkrabílum.“
Loks telur ráðherra það litlu
skipta um afköst Hvalfjarðarganga
á álagstímum þegar hætt verður að
innheimta veggjalds. „Slíkt mundi
litlu breyta. Umferð í Hvalfjarð-
argöngum nálgast viðmið fyrir há-
marksumferð sem er átta þúsund
ökutæki að meðaltali á dag. Eftir
því sem fleiri ökutæki eru í göng-
unum aukast líkur á tíðari sjálfvirkri
lokun vegna mengunar. Aukinni
umferð fylgja einnig fleiri óhöpp
og slys, en þeim fylgja mestu tafirn-
ar,“ segir ráðherra. mm
Tekjur af veggjöldum eru 19 milljarðar
frá opnun Hvalfjarðarganga
Jón Gunnarsson
ráðherra telur
litlu skipta um
tafir á umferð
þegar gjald-
heimtu verður
hætt.
Bjarni Jónsson lagði fyrirspurnir fyrir ráðherra.