Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Qupperneq 4

Skessuhorn - 24.05.2017, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Sváfu yfir sig Sú var tíðin að menn voru múlbundnir á klafa þeirra kaupfélaga sem starf- andi voru á þeirra svæði. Inn í kaupfélagið var innleggið lagt; mjólkin, kjet- ið og gærurnar og við það skapaðist innistæða sem réði ráðstöfunartekjum heimilisins allt næsta ár. Ægivald hreyfingar þessarar var svo mikið að kaup- félagsstjórar þess tíma voru svo valdamiklir að jafnvel forseti Norður-Kór- eu hefði bliknað í samanburðinum. Á skrifstofum kaupfélagsstjóranna voru óþægilegir gestastólar sem voru á að giska feti lægri en stóll sjálfs æðsta- valdsins, sem sat handan við borðið. Með því móti lék aldrei neinn vafi á því í heimsóknum á kontórinn hver réði framvindu fundarins. Menn gátu náðarsamlegast fengið afurðalán gegn loforði um ævilanga tryggð, hollustu og ákveðin flokksaðild sakaði heldur ekki. Þetta ástand er blessunarlega lið- in tíð í héruðum landsins, allavega flestum. Samhliða aukinni samkeppni, betri samgöngum og almennri þekkingu fólks skapaðist grundvöllur fyrir einkarekna verslun sem stofnuð var til mótvægis ríkjandi einokun. Undan Samvinnuhreyfingunni, móður kaupfélaganna, tók að fjara og nú rúmast hún í skúffuhorni. En fall kaupfélaganna víðsvegar um landið hafði í för með sér að lands- lagið í verslun og ýmissi starfsemi breyttist. Þegar kaupfélögin hættu að reka afurðastöðvarnar tók við markviss yfirtaka og samþjöppun þannig að skapað var þægilegt fákeppnisumhverfi í völdum héruðum. Hagræðing hóf innreið sína sem naut auk þess aðstoðar velviljaðra stjórnmálamanna sem smurðu undir skjólstæðinga í heimabyggð. Í almennri verslun varð einnig samþjöppun og líklega hófst hún formlega í Skútuvogi. Smám saman varð til miðstýrð fákeppni þriggja matvörukeðja með lögheimili á suðvestur- horninu sem sköpuðu sér vænlega stöðu. Kaupmönnunum á horninu fækk- aði og eru nú nær horfnir. Fákeppni er viðleitni peningaafla til að tryggja stöðu sína. Hún lítur betur út en stóra systirin einokun, sem allir hata, enda væri viðurkenning á henni sambærileg og staða bænda var á sínum tíma gagnvart kaupfélagsstjórunum. Nei, fákeppni var leið nútíma peningaafla til að skapa sér enn meiri auð og við Íslendingar erum svo grænir að við látum telja okkur trú um að fákeppni sé góð ef fleiri en einn falbýður ein- hvern varning. Þetta er svokallað sýndarval, en er í raun ekkert val, heldur nauðung þegar misfarið er með vald viðskiptanna. Sama staða er vissulega uppi hvað snertir tryggingar, bensínsölu og jafnvel símafyrirtæki. Gærdagurinn, þriðjudagurinn 23. maí 2017, markaði ákveðin spor í versl- unarsögu okkar Íslendinga. Þennan dag munu sagnfræðingar vafalítið eiga eftir að skrá í sögubækurnar ekkert síður en stofndag fyrsta kaupfélagsins norður í Laxárdal fyrir 135 árum. Dagurinn þegar íslenskir neytendur gáfu stöðnuðum fákeppnismarkaði fokkmerki og gerðust að nýju félagar í kaup- félagi, að þessu sinni amerísku. „Heimsmyndin“ hér á landi breyttist. Inn á markaðinn kom erlend verslanakeðja sem lýsti sig reiðubúna til að selja okkur vörur fyrir lægra verð en okkur hefur í seinni tíð boðist. Í ljós kom þennan örlagaríka dag að ýmislegt í verðlagi og verðmyndun hér á landi stenst ekki skoðun. Þá kom t.d. í ljós að bensínlítrinn, sem okkur hefur boðist að kaupa á bílinn, var yfirverðlagður um 15% af því eigendur olíu- félaganna höfðu sofið þyrnirósarsvefni í fákeppnislandi. Allt í einu er nú hægt að kaupa hjólbarða undir bílinn á 40% lægra verði en áður og þvotta- vélar og síma fyrir 20% minna. Á markaðinn er komið fyrirtæki sem heldur því fram að hægt sé að reka verslun með 15% álagningu ofan á innkaups- verð, það þurfi ekki græðgi til að lifa af. En jafnvel þótt opnun þessarar einu verslunar hafi átt töluverðan aðdraganda, er hin svifaseina fákeppnisverslun ennþá í fullkominni afneitun, að minnsta kosti ef marka má ummæli for- stjóra sumra olíufélaganna að undanförnu. Það jákvæða er hins vegar að fólk hefur fullt leyfi til að kjósa með fótunum og virðist ætla að gera það. Magnús Magnússon. Leiðari Hvalaskoðunarfyrirtækið Láki Tours í Grundarfirði mun verða með hvalaskoðun frá Hólmavík á Ströndum í sumar. Ferðirnar hefj- ast 15. júní næstkomandi og mun heimamaðurinn Már Ólafsson verða skipstjóri. Láki II mun sigla um Steingrímsfjörð og nágrenni en mjög mikið er af hnúfubak á svæð- inu. Steingrímsfjörður er þekkt- ur fyrir mikið hvala- og fuglalíf og mikla náttúrufegurð. Fyrir utan hnúfubak er algengt að sjá hrefnur og höfrunga. Einstaka sinnum má sjá háhyrninga, búrhval, grindhval og jafnvel steypireyði. Gísli Ólafs- son eigandi Láka Tours er mjög spenntur fyrir þessu verkefni og bindur hann miklar vonir við að það takist vel. Einn reyndasti hvala- leiðsögumaður fyrirtækisins, Judith Scott, mun fræða farþega um hvali í þessum ferðum en hún hefur unn- ið um allan heim og er sérfræð- ingur í hnúfubökum ásamt öðr- um tegundum. Már Ólafsson skip- stjóri er Hólmvíkingur sem þekkir svæðið vel og getur vafalaust fund- ið hvalina á svæðinu. Láki Tours býður upp á ábyrga hvalaskoðun og fylgir leiðbeiningum frá Ice- whale um hvalarannsóknir og nátt- úruvernd. tfk Láki Tours byrjar hvala- skoðun frá Hólmavík Blaðamaður Skessuhorns var staddur í Borgarnesi í síðustu viku og hitti þar Jómund Hjörleifsson í Kaupfélagi Borgfirðinga, sem lék sér að svokölluðum spinner. Spin- nerar eru nýjasta æðið sem grip- ið hefur um sig hér á landi meðal yngri kynslóðarinnar, sem og víða um lönd. Spinnerar eru leikföng sem virka þannig að haldið er um miðju leik- fangsins og síðan er slegið í einn tveggja eða þriggja arma þeirra. Þá snýst spinnerinn hring eftir hring. Leikfangið mun upphaflega hafa verið hannað fyrir börn sem eiga af einhverjum ástæðum erf- itt með einbeitingu og/eða hafa mikla þörf fyrir að fikta eða gera eitthvað með höndunum. Að leika sér að spinner mun hafa róandi áhrif og veita fiktsömum útrás fyr- ir þá þörf. Spinnerarnir hafa vakið mikla lukku og eftirvæntingu þar sem þeir hafa komið í sölu. Hafa þeir selst upp víða á höfuðborgar- svæðinu. Fyrr í vikunni myndað- ist til að mynda biðröð fyrir utan verslunina Ozone á Akranesi þeg- ar aukasending var væntanleg af spinnerum. Áður höfðu þeir selst upp í versluninni og er sömu sögu að segja víða um land. Þeir eru þó fáanlegir í Kaupfélagi Borgfirð- inga, enda sendingin nýlega kom- in í hús. kgk Jómundur Hjörleifsson í Kaupfélagi Borgfirðinga með spinnerana. Ljósm. mm. Spinneræði ríður yfir landið Í næsta mánuði munu börn af leik- skólanum Hnoðrabóli í Reyk- holtsdal þurfa að vera heima einn dag í viku vegna manneklu í leik- skólanum. Þetta staðfestir Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdóttir leik- skólastjóri í samtali við Skessu- horn. Fyrr í mánuðinum var aug- lýst eftir bæði leikskólakennara og deildarstjóra til starfa á leikskólan- um. Erfitt hefur gengið að manna stöður undanfarna mánuði og að sögn Sjafnar bar auglýsingin ekki tilætlaðan árangur. „Það vantar í tvær fullar stöður um næstu mán- aðamót og í svona litlum skóla tel- ur það mjög mikið. Auk þess hef- ur 70% staða verið ómönnuð síð- ustu tvo mánuði. Leikskólakenn- arar eru ekki á hverju strái og það er erfitt að manna skólana af fag- fólki, það er líka þannig í Reykja- vík,“ segir Sjöfn. Hún segir það einnig hafa áhrif að nóg af vinnu sé að hafa á svæð- inu. „Það er mikill uppgangur í ferðaþjónustu hér í Borgarfirði og mikil vinna í boði. Svo er erf- itt fyrir utanaðkomandi fólk að fá húsnæði hérna á svæðinu og það er erfið staða. Það er ekki hægt að auglýsa og bjóða fólki húsnæði um leið en það er svo sem ekki al- gengt nú til dags að sveitarfélög geri það,“ segir hún. Sjöfn segir að það hafi komið fyrir á höfuðborg- arsvæðinu að börn hafi verið send heim vegna manneklu. „En þetta er síðasta úrræðið, það eru marg- ar aðgerðir áður en þetta kemur til. Börnin verða heima einn dag í viku, foreldrar fá val um hvaða dag þeir hafa börnin heima og reynt verður eftir fremsta megni að verða við óskum hvers og eins. Foreldr- ar hafa fullan skilning á þessari að- gerð þó svo að hún sé ekki væn- legur kostur. Skólar hafa oft staðið frammi fyrir því að það vanti fólk en það hefur alltaf reddast hing- að til. En núna er mikið atvinnu- framboð á svæðinu og mikið að gerast og ekkert framboð af hús- næði fyrir utanaðkomandi.“ Sjöfn segir það þó vera undantekningu að leikskólakennarar annars staðar af landinu óski eftir starfi í Reyk- holtsdal. „Ég hef yfirleitt mann- að skólann með heimafólki, sem er með fasta búsetu hér. En það er engin gulrót núna, það er erfitt að fá fólk annars staðar að þegar ekk- ert húsnæði er í boði.“ grþ Leikskólabörn heima vegna manneklu Á Hnoðrabóli er mikil útivera og farið í gönguferðir. Ljósmyndin er úr safni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.