Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Qupperneq 7

Skessuhorn - 24.05.2017, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2017 7 RARIK ohf • Dvergshöfða 2 • 110 Reykjavík • Sími 528 9000 • www.rarik.is Tæknimaður Stykkishólmi Starfssvið • Umsjón með orkumælum • Tenging nýrra viðskiptavina • Samskipti við verktaka og viðskiptavini • Gagnaskráningar • Verkundirbúningur Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um. Nánari upplýsingar veitir Björn Sverrisson, deildarstjóri rekstrarsviðs á Vesturlandi eða starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 5. júní 2017 og skal skila umsóknum með ferilskrá á netfangið atvinnuumsokn@rarik.is. RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið. RARIK ohf auglýsir eftir tæknimanni með aðsetur í Stykkishólmi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hæfniskröfur • Sveinspróf í rafvirkjun/rafiðnfræði- menntun • Sjálfstæð vinnubrögð • Góð almenn tölvukunnátta • Góð samskiptahæfni Skessuhorn júní 2017: Nú í byrjun mánaðarins kom hið árlega ferðablað um Vesturland út. Útgefandi sem fyrr er Skessuhorn. Blaðið nefnist „Travel West Ice- land 2017-2018 - Ferðast um Vest- urland“ og er gefið út á ensku og ís- lensku. Ljósmyndir og kort af ein- stökum svæðum og þéttbýlisstöð- um prýða blaðið og eru auglýsendur í hverjum efniskafla staðsettir á kort eftir númerum. Blaðið er prentað í 50 þúsund eintökum og dreift á upp- lýsingamiðstöðvar, á fjölsótta ferða- mannastaði á Vesturlandi og víða um land. Auk prentútgáfu er blaðið ætíð aðgengilegt á vef Skessuhorns á vefforritinu Issuue og er þaðan hægt að deila því hvert sem er. Blaðið inniheldur m.a. almennan kafla um Vesturland, áhugaverðar héraðslýsingar fyrir Akranes, Hval- fjörð, Borgarfjörð, Snæfellsnes, Dali og Reykhóla á bæði ensku og ís- lensku. Ábendingar eru um ýmsa markverða viðkomustaði. Að þessu sinni eru landkort í blaðinu notuð til að benda sérstaklega á áhugaverða staði með innfelldum ljósmynd- um. Loks er viðburðaskrá og sér- stök þjónustuskrá fyrirtækja í ferða- tengdri starfsemi sem kynna sig og auglýsa í blaðinu. Búið er að dreifa blaðinu víðast hvar um Vesturland en ferðaþjón- ustufyrirtækjum er auk þess bent á að hægt er að nálgast blöð hjá Mark- aðsstofu Vesturlands í Hyrnutorgi í Borgarnesi eða á skrifstofu Skessu- horns á Akranesi. mm Ferðablaðið Travel West Iceland komið út Svipmynd úr rekkum Markaðsstofu Vesturlands af helstu ferðablöðum sem gefin eru út í landshlutanum. Tjaldur er algengur varpfulg á lág- lendi í öllum landshlutum á Ís- landi og sérstaklega í grennd við sjó. Það er þó ólíklegt að það sé á mörgum stöðum sem þeir velja sér stað til hreiðurgerðar og tjaldur einn í Ólafsvík, því hann á hreiður á sjálfum Ólafsvíkurvelli. Þar líð- ur honum alla jafnan vel og sýn- ir fótboltanum áhuga. Hann er þó ekki endilega mjög sáttur þeg- ar Víkingur á heimaleiki, flýgur þá fram og til baka og lætur öllum ill- um látum, rétt eins og stuðnings- mennirnir. þa Lætur öllum illum látum rétt eins og stuðningsmennirnir

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.