Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Side 13

Skessuhorn - 24.05.2017, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2017 13 SK ES SU H O R N 2 01 7 Starfið er mjög fjölbreytt og snýst um flest annað en bókanir, greiðslur og tollapappíra. Sendið gjarnan umsókn og ferilskrá á info@thorverk.is. Um Þörungaverksmiðjuna Þörungaverksmiðjan rekur þurrkverksmiðju á Reykhólum, þar sem þang og þari er þurrkaður í mjöl í háum gæðaflokki. Bæði framleiðsla og hráefnisöflun fyrirtækisins hafa lífræna vottun. Meginhluti framleiðslunnar er seldur á erlendum mörkuðum, þar sem hún er m.a. nýtt í framleiðslu í lyfja- og snyrtivöru- iðnaði auk framleiðslu á fóðurbæti, áburði og fleiru. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Opinn kynningarfundur um félags- og frístundastarf fyrir 60 ára og eldri Opinn kynningarfundur verður haldinn í Tónbergi 29. maí nk. kl. 14:00 um félags- og frístundastarf fyrir 60 ára og eldri á Akranesi. Amanda K. Ólafsdóttir, forstöðumaður félagsmið- stöðva eldri borgara í Kópavogi og Baldur Þór Baldvinsson, formaður félags eldri borgara í Kópavogi, munu kynna fyrirkomulag félagsmiðstöðva fyrir eldri borgara í Kópavogi. Að því loknu mun Heiðrún Janusardóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála, kynna tilraunaverkefnið frístundaráðgjöf fyrir 60 ára og eldri á Akranesi. Kynningin er öllum opin og allir velkomnir. Heitt verður á könnunni. Landinu er skipt upp í fjögur svæði á strandveiðum; A, B, C og D og er ákveðinn kvóti á svæðunum fyrir hvern mánuð. Svæði A nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps og var því svæði úthlutað 852 tonnum fyrir maí- mánuð. Nú er sá kvóti búinn og var síðasti dagur strandveiða þar í gær, 23. maí. Svæði A getur aft- ur hafið veiðar á strandveiðum 1. júní næstkomandi og verður kvót- inn 1.023 tonn í júní. Tvö svæði ná yfir Vesturland og enn er veitt á svæði D sem nær frá Hornafirði til Borgarbyggðar, kvót- inn þar í maí er 600 tonn. bþb Strandveiðum í maí lauk í gær á svæði A Á leið til löndunar í Ólafsvík. Ljósm. af. Jafnan þegar hlýna tekur í veðri á sumrin fara allskonar óvenjuleg farartæki að sjást á götum lands- ins. Árni Guðjónsson í Borgar- nesi var á ferðinni á þessu kín- verska rafdrifna flutningatæki þegar Þorleifur Geirsson ljós- myndari varð á vegi hans um helgina. Fínt að aka um á svona tæki þegar hitinn var um tuttugu gráðurnar. mm Á rafdrifnu flutningatæki um götu Borgarness Sundfélag Akraness biðlar til fyr- irtækja og velunnara félagsins um stuðning til kostnaðarsams uppbygg- ingarstarfs. Mikil aðsókn hefur verið bæði í sundskóla félagsins og einnig í starfsemi yngri hópanna. Í elstu ald- urshópunum er sundfólk sem keppir fyrir hönd félagsins en þar á með- al er afreksfólk sem keppir fyrir Ís- lands hönd á mörgum mótum, bæði hér á landi og erlendis. Nú leitar sundfélagið til fólks um aðstoð til að stofna afrekssjóð innan Sundfélags Akraness. Afrekssjóðurnn stæði undir kostn- aði vegna ferðalaga á sundmót, en slíkur kostnaður getur verið mjög mikill. Sem dæmi um slík útgjöld þá er Ágúst Júlíusson, sundmaður úr félaginu, að fara á Smáþjóðaleikana fyrir hönd Íslands en kostnaður sem fellur á félagið vegna þátttöku hans er 58.000 krónur. Ágúst keppti að auki á Norðurlandameistaramótinu í sundi sem fram fór í Esbjerg í Dan- mörku í desember sl. sem kostaði sitt. Nýlega fór hópur afrekssundfólks á sterkt sundmót í Bergen í Noregi en slíkt er nauðsynlegt til að öðlast reynslu í keppni við hina bestu. Þá er ónefndur kostnaður sem hlýst m.a. af Íslandsmeistaramótum sem haldin eru bæði í 25 og 50 metra laugum en sundfélagið þarf reglulega að greiða akstur sundmanna suður í Hafnar- fjörð þar sem æft er í 50 metra laug. Bent er á að hægt er að leggja inn á reikning Sundfélagsins 0186-15-380864. Kennitalan er 630269-4239. mm Biðla til almennings og fyrirtækja um stuðning við afrekssjóð sundfólks Þátttakendur Sundfélags Akraness á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug í apríl síðastliðnum.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.