Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Síða 14

Skessuhorn - 24.05.2017, Síða 14
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 201714 Síðastliðið fimmtudagskvöld var fjölmennur íbúafundur haldinn í Hjálmakletti í Borgarnesi þar sem til umfjöllunar var hvernig gera má samfélagið heilsueflandi. Skrif- að var undir samning þess efnis að Borgarbyggð verður 13. sveit- arfélagið hér á landi til að verða Heilsueflandi samfélag. Áður en ritað var undir samkomulagið voru haldin þrjú áhugaverð erindi. Íris Grönfeldt íþróttafræðingur fór yfir hvað Borgarbyggð hefur upp á að bjóða sem styður við heilsuefl- ingu. Í ljós kom að framboð í formi húsnæðis og annarrar aðstöðu, íþróttfélaga og klúbba er betra en margir hafa gert sér grein fyrir. Þá flutti Magnús Scheving erindi um heilsueflingu og er óhætt að segja að hann hafi „átt salinn.“ Héðinn Svarfdal Björnsson frá Embætti landlæknis hélt erindi um heilsu- eflandi aðgerðir hins opinbera og ritaði loks undir samkomulag fyrir hönd landlæknis um Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð. Að lok- um var hreyfivika UMFÍ kynnt af Sabínu Steinunni Halldórsdóttur. Dagskránni lauk síðan með hóp- astarfi þar sem íbúum gafst kostur á að leggja sitt til málanna. Í fararbroddi um langa hríð Íris Grönfeldt íþróttafræðingur hef- ur starfað við þjálfun og leiðsögn í Borgarbyggð frá því hún lauk námi. Erindið sem hún flutti nefndi hún „Allt til alls í Borgarbyggð“. Fjallaði hún um almenningsíþróttir, íþrótta- aðstöðu, félagsstarf og hversu dýr- mætt það er íbúum að hafa fallega náttúru til að njóta og nota til hreyf- ingar og útiveru. Sagði hún sveitar- félagið lengi hafa verið til fyrirmynd- ar í uppbyggingu íþróttamannvirkja. Þá sagði hún Borgarbyggð á sínum tíma hafa verið í fararbroddi sveitar- félaga með því að hafa ráðið íþrótta- fræðing til leiðsagnar, þjálfunar og umsjónar með þreksal. Fræðsla og aðstoð hafi hjálpað mörgum að halda sér í formi. Sagði hún frá öllum þeim mann- virkjum sem byggð hafa verið víða um sveitarfélagið og nýtast almenn- ingi og skólum til þjálfunar og hreyf- ingar. Skallagrímsvöllur í Borgarnesi er til að mynda alltaf opinn almenn- ingi, þreksalur sem nýverið var end- urbættur er mikið notaður og sund- laugar eru fjölmargar og nýtur sveit- arfélagið þannig góðs af jarðhita sem víða er að finna. Sagði Íris að gott aðgengi að íþróttaaðstöðu væri lykilatriði fyrir sveitarfélög sem vilja efla íþróttastarf af ýmsu tagi. Auk þess sagði hún að haldin hafi verið stórmót á borð við landsmót í frjáls- um íþróttum, knattspyrnu og fleiri greinum og slíkt væri ekki hægt nema aðstaðan væri til staðar. Náttúran er styrkleiki Íris fór yfir fjölbreytt starf íþrótta- félaga í héraðinu og nefndi með- al annars vatnsleikfimi, spinning, skokkhópa, golf, hestamennskuna, gönguklúbba, jóga, íþróttastarf eldri borgara, heilsuræktarstöðvar, dans og fleira. „Hreyfing og sam- vera og maður er manns gaman, eru einkunnarorð sem fólk ætti að tileinka sér. Þá höfum við í Borgar- firði einstaka náttúru. Hún er okk- ar sterkasta tæki til að njóta,“ sagði Íris og hvatti til hressandi göngu- ferða á borð við göngu á Hafnar- fjall, um Einkunnir eða umhverfis Hreðavatn svo dæmi væru tekin. Jafnvægið þarf að vera til staðar Magnús Scheving er sennilega þekktasti núlifandi Borgnesing- urinn. Með stofnun Latabæjar og þeirrar vakningar sem því stórátaki fylgdi hefur hann ekki einvörð- ungu vakið Íslendinga til vitundar um gildi hreyfingar og holls mat- aræðis, heldur hafa þættir hans ver- ið sýndir um víða veröld við mikl- ar vinsældir. Í erindi sem Magn- ús flutti fór hann um víðan völl og byrjaði á að nefna að það hafi verið Flemming Jessen, íþróttakennari og síðar skólastjóri, sem hafi verið honum fyrirmynd. „Hann Flemm- ing var mitt átrúnaðargoð,“ sagði Magnús og sagði hann Flemming hafa innprentað hjá nemendum sínum að ástunda heilbrigði, strax á fyrri hluta lífshlaupsins, það væri of seint að byrja frá grunni á síðari helmingnum. Í máli sínu útskýrði hann hvert væri eðli heilbrigðra samfélaga. Sagði hann dýrmæt- ustu eign hvers samfélags vera fólkið sem tekur ákvörðun fram í tímann með heill heildarinnar í huga. Fólkið sem leggur línurnar og skapar grundvöll fyrir heilbrigt líferni. Þá sagði hann: „Heilbrigð manneskja er sú sem er í jafnvægi, manneskja sem hefur val um að hreyfa sig - eða ekki. Sú sem finn- ur jafnvægið innra með sér velur að betra sé að neyta hollrar fæðu og stunda hreyfingu,“ sagði hann. Byrjum á að hafa snyrtilegt Íbúa hvatti Magnús til dáða og nefndi að góð hreyfing gæti til dæmis falist í að taka til í kring- um sig og hafa snyrtilegt. Sætta sig ekki við sóðaskap og vanhirðu fasteigna og lands því umhverf- ið segði til um andlegt og líkam- legt ástand íbúa. „Það vill enginn eiga viðskipti við sóða og samfélög í sókn eru þau sem vita hvert þau ætla að stefna og hafa snyrtilegt í kringum sig. Verið því glöð og já- kvæð, virk í samfélaginu og njótið samveru.“ Óhollusta dregur úr lífslíkum Magnús sagði að undanfarna ára- tugi hafi lífslíkur í heiminum ver- ið að aukast, þar til nú. Það skrifist á versnandi fæði sem fylgir ofþyngd og hreyfingarleysi jarðarbúa. Fór hann yfir þann fjölda freistinga sem hægt væri að falla fyrir í verslun- um með því að kaupa slæman mat. Til vitnisburðar um það sýndi hann könnun þar sem kona var fengin til að fylla innkaupakörfu í Hag- kaup á þremur mínútum einung- is með hollum mat. Slíkt reyndist þrautin þyngri því að þremur mín- útum liðnum var innkaupakarfan enn hálftóm. Sama kona var síðan fengin til þess að fylla innkaupa- körfuna með óhollum mat á þrem- ur mínútum en munurinn sá að nú var hún með bundið fyrir augun. Engu að síður tókst konunni að yf- irfylla körfuna af mat sem ekki upp- fyllir nokkur lýðheilsumarkmið, en þurfi einungis tvær og hálfa mínútu til þess. Þannig sagði hann aðgengi fólks að óhollustu mikið og mark- aðsöflin gerðu allt sem þau gætu til að ginna fólk til að kaupa slíka vöru. „Markaðurinn er uppfullur af skila- boðum sem enginn skilur og því lætur fólk ginnast,“ sagði Magnús. Lykillinn að betra samfélagi Að endingu hvatti Magnús Schev- ing íbúa sinnar gömlu heima- byggðar til að leggja línur sem allir geta skilið við uppbygg- ingu heilsueflandi samfélags. Fór hann yfir hvernig boðskapurinn í Latabæ hafi fengið börn til að borða hollt. Krakkar hafi ekki borðað ávexti, en þegar farið var að kalla ávexti íþróttanammi, horfði öðruvísi við. „Það er nauð- synlegt að allir setji sér mark- mið um heilsu, bæði einstakling- ar og samfélagið. Stillum notkun farsíma í hóf og hreyfum okkur, allir þurfa útrás því annars verða þeir eins og risaeðlur. Drögum svo úr stressi. Það er eitt stærsta heilsufarsvandamál í heiminum í dag. Ef allir setja sér markmið um bætta heilsu, aukna hreyfingu, mataræði og minna stress, verður leikur einn að byggja upp Borg- arbyggð sem heilsueflandi sam- félag. Umhverfið allt verður hins vegar að taka þátt og við verðum að hvetja til þátttöku á heimilum, í skólum, fyrirtækjum, íþrótta- félögum og bara allsstaðar. Byrj- um til dæmis á að taka til í kring- um okkur, gera umhverfið hreint og snyrtilegt. Umhverfið lýsir best líðan okkar,“ sagði Magnús Schev- ing að endingu. Uppskar hann dynjandi lófaklapp fyrir sérdeil- is líflegan og skemmtilegan fyrir- lestur. mm Borgarbyggð verður þrettánda heilsueflandi samfélagið Skrifað undir samning um Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð. Það gerðu Héðinn Svarfdal Björnsson frá Embætti landlæknis og Björn Bjarki Þorsteinsson frá Borgarbyggð. Vottar að samningnum voru síðan fyrirlesararnir Magnús Scheving og Íris Grönfeldt. Magnús Scheving var ekki í nokkrum vændræðum með að hrífa fólk með sér í léttar æfingar. Í lok íbúafundar var fólki skipt upp í hópa sem lögðu línur fyrir fyrstu (næstu) skref Heilsueflandi Borgarbyggðar. Íris Grönfeldt og Magnús Scheving. „Hann Flemming var átrúnaðargoð mitt í æsku og fyrirmynd,“ sagði Magnús sem hitti goðið á íbúafundinum og fór vel á með þeim.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.