Skessuhorn


Skessuhorn - 24.05.2017, Page 20

Skessuhorn - 24.05.2017, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 201720 Alþjóða safnadagurinn var í liðinni viku. Hann hófu fulltrúar starfs- manna Safnahúss Borgfirðinga á fundi með byggðarráði Borgar- byggðar þar sem þeir afhentu sum- argjöf hússins til sveitarstjórnar á af- mælisári Borgarness. Það er vegg- spjaldi um Björn Guðmundsson höfund Bjössaróló. Veggspjaldið hefur verið í smíðum um nokkurt skeið og er hugsunin að baki því að minna á hugsjónir Björns á sviði um- hverfismála. Spjaldið hannaði Heið- ur Hörn Hjartardóttir og textagerð annaðist Guðrún Jónsdóttir sem einnig á þar ljósmynd ásamt Theo- dór Kr. Þórðarsyni. Byggðaráð hyggst koma vegg- spjaldinu fyrir á stað þar sem margir eiga leið hjá. Á veggspjaldinu má sjá eftirfar- andi texta: Bjössaróló í Borgarnesi Björn Guðmundsson og hugsjónir hans Björn Guðmundsson var fædd- ur árið 1911. Hann var trésmið- ur og vann lengst af hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Bjössi var langt á und- an sinni samtíð á sviði sjálfbærni og minjaverndar. Meðal þess sem hann átti þátt í að bjarga frá eyðileggingu voru gömlu verslunarhúsin í Eng- lendingavík í Borgarnesi. Bjössi var barnelskur mjög. Árið 1979 hóf hann smíði róluvallarins, í næsta nágrenni við hús sitt á Vest- urnesi og hélt honum síðan við og endurbætti. Hann lagði áherslu á að hafa leiktækin í náttúrulegum litum og vildi að börnin gengju vel um og umgengjust náttúruna af virðingu. Meðal annars áttu þau ekki að tína blómin heldur leyfa þeim að vaxa. Bjössi nýtti afgangsspýtur og málningu í smíði sína. Hann not- aði helst jarðarliti og inngangur- inn á völlinn var eftir krókaleið. Aðspurður svaraði hann því til að það væri til að kenna krökkum að flýta sér ekki um of í lífinu. Hann setti líka máltæki á nokkra staði til að kenna börnunum þau. Þessi orð stóðu skrifuð með trjágreinakurli á brúnni yfir skarðið: „Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.“ Í dag annast Borgarbyggð eft- irlit og viðhald Bjössaróló í anda Bjössa og er völlurinn skilgreind- ur sem minjastaður. Árið 2001 var afhjúpað þar skilti þar sem m.a. má sjá mynd af Bjössa og Vigdísi Finnbogadóttur, þáverandi forseta Íslands, þar sem hún prófar eina róluna. Árið 2017 kom Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í Borg- arnes vegna 150 ára afmælis stað- arins. Meðal þess sem hann nefndi í hátíðarræðu sinni var að hann og kona hans Eliza Reid hefðu oft sótt Bjössaróló heim með börn sín og ættu þaðan góðar minningar. Árlega kemur fjöldi fólks á Bjöss- aróló, fjölskyldur með börn sín. Staðurinn sendir áfram skýr skila- boð um virðingu við náttúruna og sjálfbærni. Þannig lifa hugsjónir Bjössa sem á ýmsan máta vildi ráða ungum vinum sínum heilt. Í gesta- bók skrifar hann þetta árið 1994: „Kaupum helst ekki nema það sem við getum borgað.“ Bjössi var um áttrætt þegar hann fór að huga að flutningi úr litla húsinu sínu yfir í hentugra hús- næði. Hann flutti í gráleita blokk við Borgarbraut árið 1994. Á sól- ríkum degi það ár er hann staddur á Bjössaróló þar sem hann hafði átt góðar stundir í 15 ár: Sat eg þar sem sólin skein sá til margra vina, flyt nú inn í stóran stein og stefni á eilífðina. Bjössi átti síðustu ævidagana á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi þar sem hann lést 14. júlí 1998. mm Sumargjöf í minningu Björns Guðmundssonar Björn Guðmundsson. Guðrún Jónsdóttir og Halldór Óli Gunnarsson frá Safnahúsi Borgarfjarðar mættu á fund byggðarráðs Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag með veggspjaldið góða. Ljósm. Kristján Gíslason. Mikið er um að vera hjá nem- endum Menntaskóla Borgar- fjarðar um þessar mundir. Í síð- ustu viku héldu nemendur skólans vordag, sem er árlegur viðburð- ur í lok hvers skólaárs. Þar gerðu þeir sér glaðan dag í fallegu veðri, fóru í leiki og í sápubolta í Skalla- grímsgarði. Að lokum voru grill- aðar pylsur ofan í hópinn. Kosið var í nýja stjórn Nemendafélags MB nokkrum dögum áður og er nýja stjórnin skipuð þeim Dag- björtu Diljá Haraldsdóttur sem er formaður, Jarþrúði Rögnu Jó- hannsdóttur gjaldkera, Sveinbirni Sigurðssyni skemmtanastjóra og Snæþóri Bjarka Jónssyni ritara. Nemendafélag skólans hefur verið starfrækt undanfarin tíu ár og sér um skipulag fjölbreyttra viðburða í félagslífi nemenda og aðstoðar við uppsetningu leik- sýningar sem leikfélag skólans stendur fyrir á hverju ári. Nýver- ið heimsóttu skólann 15 sænskir nemendur og fjórir kennarar frá NFU menntaskólanum í Svedala í Svíþjóð en þeir voru í náms- og kynnisferð á Íslandi. NFU á í samstarfi við Menntaskóla Borg- arfjaðrar og er þetta í fjórða sinn sem nemendur skólans koma í heimsókn til landsins. Þá dimi- teruðu útskriftarnemar síðastlið- inn föstudag. Krakkarnir fóru um bæinn klæddir sem Stubbarnir, vöktu kennara með söng og gleði um morguninn og snæddu svo morgunverð með starfsfólki skól- ans. Þá var aftur farið út í bæ en að endingu var skemmtidagskrá nemenda haldin í hátíðarsal skól- ans. Brautskráning frá skólanum verður næsta laugardag, klukkan 14. grþ /Ljósm. Menntaskóli Borgar- fjarðar. Dimission og annað vorstarf nemenda MB í Borgarnesi Útskriftarnemar Menntaskóla Borgarfjarðar héldu útskriftarhóf sitt síðastliðinn föstudag og fóru um bæinn klæddir sem Stubbarnir. Árlegur vordagur skólans var haldinn í góðu veðri í síðustu viku. Frá heimsókn NFU menntaskólans í Svedala, Svíþjóð. Tónlistarskóli Grundarfjarðar lauk skólaárinu með vortónleikum í Grundarfjarðarkirkju miðvikudag- inn 17. maí síðastliðinn. Þá fóru nemendur á svið og leyfðu fögrum hljómum að leika um kirkjuna. Það voru miklir hæfileikar sem fengu að njóta sín í kirkjunni og áhorfendur fengu eitthvað fyrir sinn snúð. tfk Vortónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar Þessir þrír gítarsnillingar lifðu sig inn í flutninginn. Vinkonurnar Tanja Lilja og Elva Björk sungu af innlifun.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.