Skessuhorn - 24.05.2017, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 201722
Ég var að skoða svæðisskipulag Snæ-
fellsness til ársins 2026. Þar kem-
ur glöggt fram að fyrrum sveitar-
félögin; Skógarstrandarhreppur og
Kolbeinsstaðahreppur, eru hvergi
nefnd á nafn sem hluti Snæfells-
ness. Hálfur Álftafjörður er utan
þess og áberandi fjöll og kennileiti
s.s. Skyrtunna, Hestur og Sáta eru
aðeins að hálfu leyti á Snæfellsnesi.
Hvergi er minnst á Hnappadal en
Heydalsvegur reyndar skilgreind-
ur sem ,,rólegur” ferðamannavegur
eins og leiðin yfir Jökulháls.
Fyrir nokkrum árum var sam-
þykkt með minnsta meirihluta
bæði í Skógarstrandarhreppi og
Kolbeinsstaðahreppi að sameinast í
austur og suður. Skógarströnd til-
heyrir nú Dalabyggð og Kolbeins-
staðahreppur Borgarbyggð. Öldum
saman voru þó þessir hreppar hluti
Snæfellsness eins og konungurinn
sjálfur – Snæfellsjökull. Það er því
einfaldlega rangt að skilgreina nú
Snæfellsnes án þessa hluta nessins.
Sögulega, menningarlega og land-
fræðilega eru Kolbeinsstaðahrepp-
ur og Skógarstrandarhreppur hluti
af Snæfellsnesi og svo á að sjálf-
sögðu að vera áfram.
Hvað segja íbúarnir í þeim hluta
Snæfellsness sem nú er kallað Snæ-
fellsnes? Finnst þeim þetta bara allt
í lagi? Og hvað segja þeir sem nú
eiga búsetu á Skógarströnd eða í
Kolbeinsstaðahreppi? Finnst þeim
allt í lagi að vera komnir suður í
Borgarfjörð og inn í Dali? Og hvað
segja hinir brottfluttu? Er bara allt
í lagi að ræturnar séu fluttar í aðrar
byggðir?
Nú hafa ýmsir allt í einu upp-
götvað að Skógarstrandarveg-
ur sé ekki bílum bjóðandi. Lengst
af var hann þó öllum ráðamönn-
um gleymdur. En hvergi er samt
minnst á Heydalsveg enda bara
rólegur ferðamannavegur. Var þó
á sínum tíma talinn kjörinn vetr-
arvegur þegar Holtavörðuheiðin
tepptist. Er ekki kominn tími til að
Snæfellingar – ráðamenn sem aðr-
ir, beiti sér af alvöru í að gera þessa
vegi sambærilega við aðrar leiðir á
Snæfellsnesi? Það er í raun ótrú-
legt að Vatnaleiðin svokallaða sem
kom í stað Kerlingarskarðsins, hafi
í reynd klofið frá, eystri hluta Snæ-
fellsness að stórum hluta! Þar með
gleymdust Skógarstrandarvegur og
Heydalsvegur.
Löngum hafa stoltir Snæfelling-
ar og Hnappdælir talið Eldborg til
höfuðprýða Snæfellsness. Mótmælt
var kröftuglega þegar einhverjir ut-
anhéraðsmenn sögðu hana vera á
Mýrum. Þeir sem áhuga hafa á jarð-
fræði koma langan veg til að ganga
á Eldborg og berja hana augum.
Skiptir Eldborg ekki lengur máli
þegar verið er að vegsama Snæfells-
nesið í bak og fyr-
ir? Er jarðfræði
Hnappadals ins
og allar eldstöðv-
arnar þar, ekki einu sinni einnar
messu virði? Og hvað með Bro-
key og Öxney og allar hinar eyjarn-
ar sem tilheyra Skógarströnd? Þar
voru þó íslenskar söguslóðir Eiríks
rauða. Og ýmislegt er í Landnámu
og Eyrbyggju um Skógarströnd.
Svona má lengi telja. Svæðis-
skipulagið sem hér er vitnað til,
nær til ársins 2026. Áður en kom-
ið er að næstu skrefum – er ekki
fyllsta ástæða til að endurskoða
skilgreininguna – hvað er Snæ-
fellsnes og skilja ekki Skógarströnd
og Hnappadal eftir sem útrunna
skika?
Reynir Ingibjartsson, höfundur
korta og gönguleiðarbókar um allt
Snæfellsnes.
Netfang: reyniring@internet.is. „Skiptir Eldborg ekki lengur máli þegar verið er að vegsama Snæfellsnesið í bak
og fyrir?“
Ætla Snæfellingar að fórna Skógarströnd og Hnappadal?
Pennagrein
Hvítahúsið í Krossavík við Hellis-
sand hefur fengið nýja eigendur.
Það eru hjónin Elva Hreiðarsdóttir
og Halldór Eyjólfsson sem keyptu
húsið. Þau hyggjast hefja starfsemi
í Hvítahúsi formlega um sjómann-
dagshelgina 10.-11. júní. Í samtali
við Skessuhorn segja þau margt
spennandi á prjónunum varðandi
húsið og starfsemina þar.
Elva er fædd og uppalin í Ólafs-
vík, dóttir hjónanna Svölu S.
Thomsen og Hreiðars Skarp-
héðinssonar. Þau Elva og Hall-
dór eru búsett í Reykjavík en þar
starfar hún sem myndlistarmaður
og kennari. Halldór eiginmaður
hennar starfar sem grafískur hönn-
uður og rekur auglýsingastofu.
Hvítahús, sem áður var íshús og
nánast útveggirnir einir, var end-
urbyggt af hjónunum Steingerði
Jóhannsdóttur og Árna Emanú-
elssyni en þau keyptu húsið árið
2010 og hófu uppbyggingu þess.
Byggðu þau þar upp listamanna-
setur þar sem listamenn gátu dval-
ið og unnið í lengri eða skemmri
tíma. Þar hafa einnig verið haldnar
sýningar og alls kyns uppákomur.
Hafa listamenn alls staðar að úr
heiminum dvalið þar og stundað
listina.
Listagallerí
og námskeið
Að sögn Elvu kynntist hún
Hvítahúsi og þeim hjónum þeg-
ar hún kom og dvaldi þar í stutt-
an tíma ásamt Soffíu Sæmunds-
dóttur myndlistarkonu. Þær unnu
þá að sameiginlegu verkefni. Átti
Elva eftir að koma aftur og aftur
bæði til þess að vinna sjálf að sinni
myndlist en einnig til að halda
námskeið. Fannst henni engu líkt
að vinna þarna að listsköpun, fjarri
öllum skarkala hversdagsins í þess-
ari ómótstæðilegu náttúruparadís
og „komin heim“ á vissan hátt eins
og hún orðar það. Munu þau hjón
Elva og Halldór reka húsið áfram
líkt því sem verið hefur en hyggj-
ast þó auka starfsemina lítillega. Í
júní og júlí ætla þau að gera tilraun
með að reka lítið listagallerí sam-
hliða því að Elva ætlar að vinna að
sinni myndlist á staðnum. Er ætl-
unin að hafa opið almenningi frá
klukkan 13:00 til 17:00 daglega.
Einnig er stefnt að öflugu nám-
skeiðahaldi fyrir listamenn. Mun
Elva sjálf kenna á flestum nám-
skeiðum til að byrja með, ásamt
Soffíu Sæmundsdóttur, en í fram-
tíðinni er ætlunin að fá fleiri lista-
menn til samstarfs með listasmiðj-
ur og námskeið af ýmsu tagi.
Aðspurð hlakka þau hjón gríð-
arlega til að takast á við þetta
verkefni en það hefur lengi ver-
ið draumur Elvu að setja svona
rekstur á laggirnar, það er vinnu-
stofu og námskeiðahald. Þar seg-
ist hún geta unnið sameiginlega að
því sem hún hefur lært og hefur
mesta reynslu í. Elva er menntaður
myndlistarkennari og hefur starfað
við það í þrjátíu ár. Er hún full til-
hlökkunar að geta kennt börnum
og ungmennum myndlist í Hvíta-
húsi. Er það ekki síst vegna þess
að þegar hún var að alast upp voru
fá tækifæri til þess að læra mynd-
list á svæðinu. Langar hana að gefa
börnum og unglingum með brenn-
andi áhuga á listsköpun tækifæri til
þess að efla sig á því sviði í sinni
gömlu heimabyggð. Þó svo hún
viti að möguleikarnir séu fleiri í
dag. Hlakkar hana mikið til að
koma til baka reynslunni ríkari og
miðla til samfélagsins.
Elva vildi einnig koma á fram-
færi að í júlí verða námskeið í
teikningu fyrir fullorðna sem hafa
viljað læra að teikna en hafa ekki
grunninn. „Þetta verður notalegt
námskeið. Fólk hefur náð miklum
árangri á þeim.“
Nánari upplýsingar má nálgast á
Hvitahus og ElvaArt á Facebook.
þa
Nýir eigendur að Hvítahúsi í Krossvík
Elva Hreiðarsdóttir.
Hvítahús í Krossvík.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins á
Akranesi hafa að undanförnu ver-
ið að sauma fjölnota poka ætlaða
til sölu sem fjáröflun fyrir deild-
ina. Um fallega og vandaða vöru er
að ræða og er efni sem berst í fata-
söfnun deildarinnar sem og efni frá
sjálfboðaliðum notað við gerð pok-
anna. Á hvern poka er svo bróder-
að merki Rauða krossins. „Það má
segja að þetta sé okkar framlag til
umhverfisverndar, fólk getur notað
pokana sem innkaupapoka og sleppt
því að kaupa nýjan plastburðarpoka
í hvert sinn sem farið er út í búð.
Pokarnir stuðla að minni plast-
notkun,“ segir Sigrún Jóhanns-
dóttir starfsmaður deildarinnar í
samtali við Skessuhorn. „Mark-
miðið með þessu verkefni okkar er
fyrst og fremst hugsað sem fjáröfl-
un fyrir deildina. Við erum einnig
að laga gamlar lopapeysur og selja
í sama skyni. Þá fáum við lopapeys-
ur sem fólk telur ónýtar vegna þess
að það er komið gat eða slíkt. Við
lögum þá lopapeysuna og seljum
hana, endurnýtum hana. Bæði fjöl-
notapokana sem og lopapeysurnar
er hægt að kaupa hjá okkur í hús-
næði Rauða krossins á Akranesi,“
segir Sigrún.
Akranesdeild Rauða krossins
er með stærri deildum á landinu
og skipta slíkar fjáraflanir deild-
ina miklu máli. „Við erum með
ýmis verkefni í gangi. Eitt af okk-
ar stærstu verkefnum um þess-
ar mundir eru fatapakkar sem við
sendum reglulega til barna í Hvíta-
Rússlandi. Í húsnæði okkar á Akra-
nesi sitja sjálfboðaliðar í hverri viku
og prjóna fatnað á börn þar. Við
erum einnig með áfallateymi starf-
andi ásamt því að halda alls kyns
námskeið. Nú um þessar mundir
erum við að halda fjölmörg nám-
skeið í skyndihjálp og á föstudag-
inn næsta verðum við með nám-
skeið fyrir barnapíur sem ber heit-
ið „Börn og umhverfi,“ segir Alda
Vilhjálmsdóttir formaður Rauða
krossins á Akranesi.
bþb
Sauma fjölnota
poka og endurnýta
gamlar lopapeysur
Hér eru þær Alda Vilhjálmsdóttir formaður Rauða krossins á Akranesi og Sigrún
Jóhannsdóttir starfsmaður ásamt hluta þess varnings sem verið er að selja.