Skessuhorn - 12.07.2017, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 20172
Það er skammt stórra högga á milli í stór-
viðburðum á sviði íþrótta í vikunni. Skaga-
konurnar Hallbera Guðný Gísladóttir og
Valdís Þóra Jónsdóttir verða báðar í sviðs-
ljósinu. Valdís Þóra, atvinnukylfingur hjá
GL, mun fyrst Íslendinga spila á Opna
bandaríska risamótinu í golfi og er þar
um stórviðburð að ræða. Hallbera Guðný
mun svo taka þátt í sínu öðru stórmóti
fyrir hönd Íslands í knattspyrnu þegar EM
kvenna hefst í Hollandi í næstu viku.
Á morgun verður hæg breytileg átt, skýj-
að með köflum og smáskúrir, hiti 10 til 17
stig. Á föstudag; suðaustan 5-15 m/s og
rigning, hiti 10 til 18 stig. Á laugardag; suð-
vestlæg átt 3-8 m/s og víða skúrir, hiti 7-13
stig. Á sunnudag er spáð norðvestlægri
átt 5-13 m/s og stöku skúrum, hiti 7 til 17
stig. Á mánudag; vestlæg átt og þykknar
upp, hiti 10 til 20 stig. Á þriðjudag er út-
lit fyrir suðaustanátt með rigningu, hiti 10
til 20 stig.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns:
„Hvernig gistingu kýst þú helst þegar þú
ferðast?”
Flestir kjósa að gista á hóteli eða 37%,
næst á eftir er tjaldsvæði með 24%, 18%
segja gista hjá vinum og/eða ættingjum,
9% kjósa dýrari gistingu s.s. farfuglaheim-
ili, 9% segja „Annað“ og aðeins 3% velja
Airbnb íbúð.
Í þessari viku er spurt: Ert þú hlynnt/ur
því að nota lúpínu til landgræðslu?
Háönn er í ferðaþjónustu á Íslandi um
þessar mundir. Þar stendur fólk í ströngu
við móttöku, leiðsögn og þjónustu við
ferðafólk. Harðduglegt ferðaþjónustufólk
er Vestlendingar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Langveik stúlka í
heimsókn
AKRANES: Í maí setti Mar-
grét Inga Gísladóttir stöðu-
færslu á Facebook þar sem
hún óskaði eftir hugmynd-
um að ódýrum ferðum til að
sýna erlendum gestum sem
myndu dvelja á Íslandi 6.-9.
júlí. Ástæða færslunnar var sú
að langveik stúlka frá Banda-
ríkjunum, Emily, ásamt móð-
ur sinni var á leið til lands-
ins. Emily er með sjaldgæfan
sjúkdóm, Cystic Fibrosis, sem
veldur því að lungun skemm-
ast smám saman og er Emily
langt leidd af sjúkdómnum.
Eins árs dóttir Margrétar er
með sama sjúkdóm og hefur
Margrét kynnst ýmsum for-
eldrum annarra barna með
sama sjúkdóm í gegnum netið.
Þegar Margrét komast að því
að Emily hafði lengi dreymt
um að komast til Íslands vildi
hún hjálpa til við þá ferð með-
an Emily væri enn ferðafær.
Ferðaþjónustuaðilar víðs veg-
ar að brugðust við færslu Mar-
grétar og var Emily boðið í
hinar ýmsu ferðir um landið.
Einn af stöðunum sem Emily
fór og skoðaði var Akranesviti
ásamt móður sinni og systk-
inum en vitann skoðuðu þau
síðastliðinn föstudag. „Heim-
sóknin gekk eins og í sögu og
allir voru himinlifandi,“ segir
Hilmar Sigvaldason, sem tók
á móti hópnum. Á meðfylgj-
andi mynd er Emily lengst til
vinstri í grænni peysu. -bþb
Malbikað í
Melasveit
HVALFJ.SV: Í síðustu viku
var þjóðvegurinn í Melasveit
í Borgarfirði, frá Fiskilæk og
langleiðina í norður að Hafn-
ará, lagður nýju bundnu slit-
lagi. Meðan framkvæmdir
stóðu yfir var annarri akrein
lokað og umferð stýrt með
ljósum. Vegfarendur þurftu
því að bíða í nokkrar mínút-
ur meðan umferð var til skipt-
is hleypt í sitthvora áttina.
Verkinu lauk á fimmtudags-
kvöldið. Vegurinn í Melasveit
var orðinn illa farinn af mikilli
umferð og því var þessi fram-
kvæmd mjög tímabær. Það var
Hlaðbær-Colas sem annaðist
verkið. Eftir þessa framkvæmd
er vegurinn orðinn mun betri
en áður og ástæða til að þakka
verktökum og Vegagerð fyrir
vel unnið verk. -mm
Ágætu sveitungar, frændfólk og vinir
Þann 22.júlí verð ég áttræður
og að því tilefni tek ég á móti gestum
í Félagsheimilinu Þinghamri
á afmælisdaginn milli 14 og 17.
Kaffiveitingar.
Gjafir eru vinsamlegast afþakkaðar
en ég vonast til að sjá sem flesta
Með kveðju,
Sigurjón á Glitstöðum
Héraðsdómur Vesturlands hefur
sýknað eiganda jarðarinnar Sól-
heimatungu í Stafholtstungum í
Borgarfirði af kröfu sem sveitar-
félagið Borgarbyggð höfðaði til
greiðslu ógreidds fjallskilagjalds. Í
málinu var þess krafist að stefnda
yrði gert að greiða fjallskilagjald
Í síðustu viku var á Akranesi hald-
ið vinabæjamót Norræna félagsins
og Akraneskaupstaðar. Mótið sóttu
68 erlendir gestir á vegum norræna
félagsins og vinabæja Akraness;
Bamble í Noregi, Närpes í Finn-
landi, Västervik í Svíþjóð og Tøn-
der í Danmörku. Mótið var sett á
Bókasafni Akraness á miðvikudag-
inn og lauk með morgunverði á
sunnudaginn. Skipulögð dagskrá
var fyrir gestina alla helgina m.a.
skoðunarferðir um Akranes og
Borgarfjörð. „Við vildum ekki hafa
dagskrána of þétta því þetta snýst
um að fólk myndi og efli tengsl
sín á milli. Við settumst því sam-
an á kaffihúsi á fimmtudagskvöldi
og styrktum böndin,“ segir Hjör-
dís Hjartardóttir, formaður Nor-
ræna félagsins og einn skipuleggj-
anda mótsins.
Á mótinu var nýr vegvísir afhjúp-
aður á Akratorgi sem vísar á alla
vina bæi Akraness ásamt nöfnum
bæjanna. „Í öllum hinum bæjunum
er að finna tákn um samstarf þess-
ara bæja og það var komin tími á
að Akranes fengi einnig tákn,“ segir
Hjördís.
Mótið þótti heppnast vel og
voru gestirnir ánægðir með heim-
sóknina, en dvalið var í heimahús-
um milli dagskráratriða. „Það voru
margir sem komu að því að hjálpa til
við mótið og voru gestirnir ánægð-
ir með hversu hjálpsamir og vina-
legir Skagamenn voru. Gestirnir
voru mjög ánægðir með hvernig til
tókst,“ segir Hjördís sem telur að
slík mót hafi mikla þýðingu. „Þetta
eru líkir bæir að því leyti að veru-
leiki þeirra er ekki ósvipaður okk-
ar. Þeir eru að fást við það sama og
við. Við getum lært mikið af hvor
öðrum og einnig unnið saman að
því að bæta okkur. Ég tel að hægt
sé að efla samstarfið enn frekar,“
segir Hjördís og nefnir í því sam-
hengi að um ellefu manns í ljós-
myndaklúbbi í Närpes hafi verið
hér á landi og séu í samskiptum við
ljósmyndaklúbbinn Vitann. ljós-
myndaklúbburinn kom til landsins
á sunnudaginn og opnaði Vitinn
fyrir þeim Sementsverksmiðjuna á
mánudaginn þar sem klúbbfélagar
mynduðu saman. Í dag og út vik-
una verður ljósmyndaklúbburinn
frá Närpes á Snæfellsnesi og stefnir
Vitinn að hitta klúbbinn aftur þar.
„Það eru ýmsir möguleikar til að
styrkja samstarfið,“ segir Hjördís
að endingu. bþb
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, og Ólína Jónsdóttir, ötull félags-
maður Norræna félagsins á Akranesi í gegnum árin, afhjúpuðu vegvísinn á
Akratorgi.
Vel heppnað vinabæjamót á Akranesi
Jarðareigandi sýknaður af kröfu um greiðslu fjallskila
vegna jarðarinnar fyrir árin 2012
til 2014, sem lagt hafði verið á sam-
kvæmt heimild í lögum um afrétt-
armálefni, fjallskil og fleira. Fjall-
skilanefnd Borgarhrepps, Stafholts-
tungna og Norðurárdals, sem fer
með fjallskilamál á Bjarnardal í um-
boði stefnanda, lagði fjallskilagjald-
ið á eiganda jarðarinnar. Í stefnu
kemur fram að fjallskilanefndin
hafi nýtt sér heimild í fjallskilasam-
þykkt fyrir Mýrasýslu til að leggja
hluta fjallskila á landverð jarða, þ.e.
fasteignamat lands, og hafi sam-
kvæmt því verið lagt á stefnda fjall-
skilagjald fyrir umrædd ár, alls um
150 þúsund krónur fyrir umrædd
þrjú ár. Dómurinn komst að þeirri
niðurstöðu að sveitarfélaginu væri
ekki heimilt að innheimta fjallskil
af fjárlausri jörðinni með þessum
hætti, en ekki hefur verið búið þar
með fé síðan 1998. Núverandi eig-
andi keypti jörðina 2012. Gera má
ráð fyrir að ef dómur þessi stend-
ur, verði um fordæmisgefandi nið-
urstöðu að ræða, en víða um land
hafa jarðir farið úr ábúð. Ekki ligg-
ur fyrir hvort Borgarbyggð muni
láta málið ganga áfram til æðra
dómstigs.
Í niðurstöðu héraðsdóms seg-
ir m.a. að sveitarfélaginu sé ekki
heimilt að krefja jarðareiganda um
greiðslu fyrir fleiri þætti en vinnu
og kostnað við fjallskil. „Óumdeilt
er að stefndi stundar ekki fjárbú-
skap á jörðinni Sólheimatungu og
telst því ekki fjallskilaskyldur að-
ili.“ Síðar í niðurstöðu sinni segir
í dómnum: „Af þessu leiðir og að
heildargjaldtaka má ekki vera um-
fram þann kostnað sem fallið hef-
ur til við þau fjallskil sem gjaldtak-
an á að mæta. Enda þótt stefnandi
hafi ekki gert skýrlega grein fyrir
því við rekstur máls þessa hér fyr-
ir dómi hver sá kostnaður var sem
umræddri gjaldtöku var ætlað að
mæta verður þó ráðið af stefnu að
þar hafi meðal annars verið um að
ræða viðhaldskostnað vegna girð-
inga og rétta. Var þetta og stað-
fest með framburði formanns fjall-
skilanefndar Borgarhrepps, Staf-
holtstungna og Norðurárdals við
aðalmeðferð málsins, þar sem hann
greindi frá því að gjald þetta hefði
ekki verið lagt á til greiðslu á smöl-
unarkostnaði heldur til að mæta
kostnaði vegna viðhalds á mann-
virkjum ýmiss konar, s.s. girðing-
um, réttum og leitarmannakofum.
Að virtu framangreindu verður að
fallast á það með stefnda að hin
umdeilda álagning fjallskilagjalds
á stefnda eigi sér ekki fullnægjandi
lagastoð í 42. gr. laga nr. 6/1986.
Verður því þegar af þeirri ástæðu
að sýkna stefnda af kröfum stefn-
anda.“
Borgarbyggð var gert að greiða
eiganda Sólheimatungu 900.000
krónur í málskostnað. mm
Sólheimatunga og Sigmundarnes í Stafholtstungum. Ljósm. Mats Wibe Lund.