Skessuhorn - 12.07.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 12. júlÍ 201722
Pennagrein
Nú fyrir skömmu varð hræðilegt
slys í þessu fallega fjalli. Og við sem
næst búum fyllumst sorg því feg-
urð á ekki að vera banvæn. Því er
tímabært að setjast niður og íhuga
þær gríðarlegu breytingar sem hafa
átt sér stað í nágrenni þessa fjalls
og taka um þær umræðu. Sú um-
ræða þarf að byggjast á skilningi
sem stefnir málum í farveg sátt-
ar með vitrænni umræðu. Til þess
að slík umræða skili árangri þarf að
fara fram mat á stöðunni og á þeim
grundvelli að varpa fram hugmynd-
um að lausnum. Við lestur þessa
greinarkorns vakna eflaust spurn-
ingar um hvað mér komi þetta við
og hvort ég hafi eitthvert vit á við-
fangsefninu. Það er eðlilegt, en að
opna umræðuna getur leitt til sam-
tals þar sem allir tala út frá einum
punkti hvort sem þeir eru sammála
eða ekki.
Fyrst vil ég líta á þá hagsmuni
sem þarna eru í húfi. Þar eru auð-
vitað í fyrsta sæti hagsmunir land-
eigendanna. Fólksins sem átti þar
griðastað í fögru umhverfi og nýtti
sér hin ýmsu gæði til að auðga líf
sitt. Gæðalíf er það sem fólk reynir
að skapa sér hvort sem það er að
rölta um á túnum forfeðranna eða
nytja landið til tómstunda á annan
hátt svo sem með búfjárhaldi. Þetta
fólk er ekki bara eigendur heldur
vörslufólk lands og náttúru. Með
innrás ferðamanna eru þessi gæði
verulega skert.
Aðrir hagsmunir eru svo þau
gæði sem íbúar hafa notið átölu-
laust með rölti um fallega sand-
strönd, byggingu sandkastala, að
tína skeljar og vaða í sjónum þeg-
ar hann fellur upp á heitan sandinn
á fögrum sumardegi. Þessi gæði
hafa íbúum staðið til boða með
börnunum í gleði. Og fræðslan og
tengingin við náttúruna er mikil-
væg öllum. Því öll elskum við og
virðum þetta frábæra svæði.
Síðan koma hagsmunir sem eru
beint fjárhagslegir og snúa að ört
vaxandi atvinnugrein, ferðaþjón-
ustu. Þeir hagsmunir snúa að fjölda
fyrirtækja og starfsmanna þeirra
og ekki síst heildartekjum sveitar-
félagsins. Fjöldi gisti- og veitinga-
staða njóta hér af og ekki síður
njóta allir íbúar með því að ýmis
þjónustustarfsemi blómstrar vegna
mikillar fjölgunar viðskiptavina.
Þetta hvetur til meiri uppbygging-
ar og áhrifin eru uppbygging svæð-
is sem hafði búið við kyrrstöðu.
loks eru það hagsmunir ferða-
mannsins sem kominn er til
landsins til að njóta sérstöðu þess
og einstakrar fegurðar. Þar er
Kirkjufell og svæðið þar í kring
eitt af stóru kennileitum lands-
ins.
En hvernig má þetta allt fara
saman? Það er spurningin sem við
verðum að svara. Ef við leggjum
gott eitt til og leggjum okkur eft-
ir því að hlusta á mörg sjónarmið
getum við náð niðurstöðu sem er
ásættanleg fyrir alla. Fyrir lífs-
gæði eigendanna, fyrir náttúru
svæðisins og fyrir upplifun heima-
fólks og gesta. En sporin hræða,
við sáum ekki fyrir hver þróunin
yrði og við höfum gert mistök.
Með færslu þjóðvegarins yfir
vaðalinn var allt í einu opnað
fyrir aðgengi að þeim perlum
sem þarna er að finna. Staðurinn
er kynntur út um allan heim, í
gegnum veraldarvefinn sem einn
sá fegursti á jörðinni. Myndefni
sem er einstakt og verður heims-
frægt á örskömmum tíma. Ferða-
menn fara að koma og það þarf
að bregðast við. Viðbrögðin voru
röng vegna þess að við sáum ekki
fjölgunina fyrir. Viðbrögðin voru
röng því menn áttuðu sig ekki á
því hverju var verið að sækjast
eftir. Gerð bílastæðis á röngum
stað þýddi að allir þurftu að fara
upp fyrir fossinn og sömu leið til
baka. Gangandi umferð var því
tvöfölduð.
En hvað getum við gert? Þetta
ástand mun aðeins breytast með
aðgerðum sem hlífa landi og
þeim lífsgæðum sem fólkið býr
við og nefnd eru hér að framan.
Eftir að hafa rýnt í myndir sem
birtar hafa verið og staðsett ljós-
myndarann út frá þeim er mín
tillaga að stefnt verði að nýju að-
komusvæði sunnan við vaðalinn
á svæði sem lítt er nýtt og hef-
ur nú þegar verið talsvert rask-
að. Svæðið verði girt af frá reið-
vegi og elsti þjóðvegurinn verði
byggður upp sem gönguleið.
Ef þessi leið verður farin verð-
ur dvalartími á svæðinu styttur
verulega og aðkoma auðveld-
uð mjög. Þessi leið mundi einn-
ig verða til þess að minnka álag
á það svæði sem nýtt er af land-
eigendum og líklegt til að skapa
frið um svæðið. Á meðfylgjandi
mynd set ég inn svæðið sem ég
nefni hér ásamt örvum um helstu
sjónarhorn ljósmyndara. Ég til-
greini ekki þau sjónarhorn þar
sem ljósmyndarar eru ekki stadd-
ir á svæðinu eins og frá Hellna-
felli og frá Grundarfirði annars-
staðar.
Um Kirkjufellið sjálft og för
fólks á það verður að setja strang-
ar reglur og jafnvel að banna upp-
göngu án leiðsagnar eða leyfis.
Þar erum við hins vegar komin
að umræðu þar sem sveitarstjórn
verður að kanna lagaleg skilyrði
og leita lausna með landeigend-
um og lögregluyfirvöldum.
Það er von mín að þessi grein-
arstúfur verði gagnlegur í um-
ræðunni og hvetji til þess að
málin verði skoðuð út frá vitleg-
um forsendum. Við verðum að
bregðast við, tala saman og leita
lausna sem eru öllum hagfeldar.
Ástandið er staðreynd.
Ingi Hans Jónsson, Grundar-
firði.
Kirkjufell Verkefni eða vandamál?
Ingi Hans
Jónsson
Kirkjufell og Kirkjufellsfoss er í ýmsum ferðaritum nefnd sem fegursta svæði heims.
Á meðfylgjandi mynd er sett inn svæðið sem greinarhöfundur nefnir ásamt örvum sem sýna helstu sjónarhorn ljósmyndara.