Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Side 6

Skessuhorn - 23.08.2017, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 20176 Sauðfjár- bændur boða til auka aðalfundar LANDIÐ: Unnsteinn Snorri Snorrason, fram- kvæmdastjóri Landssam- taka sauðfjárbænda, sendi í síðustu viku út fundar- boð um auka aðalfund í samtökunum sem hald- inn verður föstudaginn 25. ágúst á Hótel Sögu. Í fundarboðinu kemur fram að farið verði yfir tillögur að aðgerðum vegna erf- iðrar stöðu í sauðfjár- rækt. Eins og rækilega hefur komið fram í frétt- um geta bændur vænst allt að 35% verðlækkun- ar fyrir afurðir í haust og bætist sú lækkun við 10% verðlækkun síðasta haust. Fundur sauðfjárbænda verður settur kl. 13:00 og lýkur með sameiginleg- um kvöldverði klukkan 18:30. Ekki kemur fram hvað verður á matseðlin- um, en vissulega má leiða að því líkum. -mm Nýtt potta- svæði vígt á laugardag AKRANES: Form- leg vígsla á nýju potta- svæði sundlaugarinnar við Jaðarsbakka á Akra- nesi verður laugardaginn 26. ágúst næstkomandi kl. 9:15. Sævar Freyr Þráins- son bæjarstjóri og Þórð- ur Guðjónsson, formaður skóla- og frístundaráðs, munu klippa á borða og bjóða fyrstu gestina vel- komna í nýju pottana. Í tilefni vígslunnar verður hægt að skella sér í sund á Jaðarsbökkum án end- urgjalds og boðið verður upp á frostpinna að loknu sundi, á meðan birgðir endast. -kgk Atvinnuleysi er 2,6% á lands- byggðinni LANDIÐ: á öðrum árs- fjórðungi 2017 var at- vinnuþátttaka 84,4% hér á landi. Hlutfall starfandi mældist 81,5% og at- vinnuleysi var 3,4%. Frá öðrum ársfjórðungi 2016 fjölgaði starfandi fólki um 3.500 en hlutfall af mann- fjölda lækkaði um 0,4 pró- sentustig. Atvinnulaus- um fækkaði á sama tíma um 200 manns og hlutfall atvinnulausra af vinnu- afli lækkaði um 0,2 pró- sentustig. Atvinnulaus- ar konur voru 3.300 og var atvinnuleysi á meðal kvenna 3,5%. Atvinnu- lausir karlar voru 3.700 eða 3,4%. Atvinnuleysi var 3,9% á höfuðborgar- svæðinu og 2,6% á lands- byggðinni. -mm Nýir kvensjúk- dómalæknar til starfa AKRANES: á kvennadeild HVE á Akranesi eru tvö stöðu- gildi sérfræðinga í kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp. Ný- verið voru tveir kvensjúkdóma- læknar ráðnir í hlutastöður og von er á þriðja sérfræðingnum og þegar sú ráðning gengur í gegn verður hægt að fylla upp í stöðugildin tvö. „Þetta er mikil breyting frá því var fyrir nokkr- um mánuðum og raunar í mörg ár. átta ár eru liðin frá því tveir kvensjúkdómalæknir voru sam- tímis hér í starfi. Að sjálfsögðu er mikil ánægja með hvern- ig úr hefur ræst og ekki spillir að annar nýju læknanna hefur flust til Akraness með fjölskyldu sína. Nægileg mönnun er m.a. skilyrði fyrir að hægt sé að halda úti fullri bakvaktaþjónustu utan dagtíma,“ sagði Þórir Berg- mundsson, framkvæmdastjóri lækninga og rekstrar HVE, í samtali við Skessuhorn. -bþb Dregur úr veltu- aukningu korta LANDIÐ: Í júlí síðastliðn- um nam erlend greiðslukorta- velta hérlendis 33,2 milljörð- um króna og hefur aldrei ver- ið meiri. Í skýrslu Rannsókna- seturs verslunarinnar segir að verulega hafi þó dregið úr þeim mikla vexti sem hefur verið í kortaveltu erlendra ferðamanna undanfarin ár en vöxtur frá því í júlí í fyrra var nú 4,7%. Undan- farna þrjá mánuði hefur korta- veltan vaxið að meðaltali um 5,5% borið saman við sama tímabil í fyrra. Til samanburðar var ársvöxtur tólf mánaða tíma- bilsins þar á undan 39%. -mm Við Borgarbraut 57 í Borgarnesi er nú búið að reisa fyrstu hæð nýs fjölbýlishúss við hlið hótelsins sem langt komið er að reisa á lóðinni númer 59. Hótelbyggingin verð- ur fjórar hæðir en á fimmtu hæð- inni verður inndregin bygging með stórum hótelherbergjum eða svít- um. Hótelið verður alls með 84 herbergjum. Íbúðablokkin á lóð 57 verður lítið eitt hærri, eða alls sjö hæðir. Líkt og í hótelbyggingunni er gert ráð fyrir inndregnum mann- virkjum á sjöundu hæðinni þar sem verða þrjár íbúðir með miklu útsýni til allra átta. Alls verða 28 íbúðir í fjölbýlishúsinu. Þegar búið verð- ur að reisa útveggi beggja húsanna verður einnar hæðar tengibygging reist milli þeirra. Það er fyrirtækið Hús og lóðir ehf. sem byggir á báð- um þessum lóðum eftir teikningum frá Sigursteini Sigurðssyni arkitekt hjá Gjafa. Fyrirtækið ánaborg hefur um- sjón með framkvæmdum við bæði húsin fyrir Hús og lóðir. Að sögn Jóhannesar Freys Stefánssonar hjá ánaborg hafa framkvæmdir geng- ið vel eftir að þær fóru af stað eft- ir langt hlé sem varð í vetur. Ger- ir hann ráð fyrir að búið verði að reisa einingar í allar hæðir fjölbýlis- hússins í vetur. Þetta er nánast eina íbúðarhúsnæðið sem er í byggingu í Borgarnesi en verulega hefur skort smærri eignir á markaðinn að und- anförnu. Því ríkir bjartsýni um að vel gangi að selja þessar eignir. mm Byrjað að reisa fjölbýlishús við Borgarbraut Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í ríkis- stjórn á föstudaginn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökuls- þjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þing- völlum, Þjóðgarðsins Snæfellsjök- uls auk annarra tiltekinna verk- efna á sviði náttúruverndar á veg- um Umhverfisstofnunar. Mark- miðið er að efla og styrkja sameig- inlega starfsemi og stoðþjónustu þjóðgarða og friðlýstra svæða en um leið viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna. Nú fara þrjár opinberar stofn- anir með umsjón með rekstri þjóð- garða, friðlýstra svæða og ann- arra náttúruverndarsvæða í land- inu; Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og Um- hverfisstofnun, en undir stofn- unina heyrir Þjóðgarðurinn Snæ- fellsjökull og friðlýst svæði utan þjóðgarða. „Veigamikil rök eru til þess að samþætta starfsemi þessara stofnana sem fást við sambærileg verkefni. Þar má nefna að málefni náttúruverndar verða sífellt mikil- vægari, aukinn rekstur og starfsemi er á þessum svæðum og aukin krafa um þjónustu, ekki síst vegna mik- ils fjölda ferðamanna. Þannig hefur á örfáum árum orðið mikil breyt- ing á þessum svæðum, gestafjöldi hefur margfaldast og mikil þörf er á styrkingu starfseminnar,“ segir Björt Ólafsdóttir. Í tillögum hennar er gert ráð fyrir að sameina verkefni sem m.a. tengj- ast hvers konar verndaraðgerðum, gerð stjórnunar- og verndaráætlana, stýringu ferðamanna, landvörslu, meðferð og útgáfu sérleyfa, veit- ingu þjónustu og innheimtu þjón- ustugjalda, uppbyggingu og rekstri innviða, framkvæmdum á verndar- svæðum og viðhaldi, framkvæmd friðlýsinga, leyfisveitingum og ann- arri stjórnsýslu. „áhersla er lögð á að með sameiningu verkefna er fyrst og fremst verið að styrkja faglegt starf og stoðþjónustu og því verður störfum sem lúta að þessum verk- efnum ekki fækkað í tengslum við stofnun Þjóðgarðastofnunar. „ á næstu mánuðum verður unnið að gerð lagafrumvarps um nýja Þjóð- garðastofnun sem umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2018. Frumvarpið verð- ur unnið í nánu samstarfi við þær stofnanir sem um ræðir. mm Ráðherra kynnti áform um nýja Þjóðgarðastofnun

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.