Skessuhorn


Skessuhorn - 23.08.2017, Page 13

Skessuhorn - 23.08.2017, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 23. áGúST 2017 13 FJARNÁM Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til 5. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam 1 l . SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Grunnskóli Snæfellsbæjar hef- ur þrjár starfsstöðvar; í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli. Skóli var settur í gær þriðjudaginn 22. ágúst á hverri starfstöð fyrir sig og að henni lokinni hittu nemendur umsjón- arkennara sína. Kennsla hófst síð- an samkvæmt stundarskrá í morg- un, miðvikudaginn 23. ágúst. Alls eru 236 nemendur skráðir til náms við Grunnskóla Snæfellsbæjar fyr- ir komandi vetur og er það held- ur fækkun frá því í fyrra, að sögn Hilmars Más Arasonar skólastjóra. Við skólann eru 63 starfsmenn; 26 almennir starfsmenn og 37 kennarar og stjórnendur. „Allar stöður eru vel mannaðar,“ segir Hilmar skólastjóri í samtali við Skessuhorn. „Í Grunnskóla Snæ- fellsbæjar er lögð áhersla á að koma til móts við hvern og einn nemenda á hans forsendum. Með þetta við- mið í huga erum við að efla teym- iskennslu í skólanum og styrkjum m.a. með þeim hætti færni nemenda í íslensku og stærðfræði. Samhliða þessu eru þróunarteymi að kort- leggja kennsluna hjá okkur í þess- um greinum og marka okkur stefnu sem við munum vinna eftir í fram- haldinu,“ segir Hilmar. „Stoðkerfi skólans var eflt með ráðningu verk- efnastjóra sem mun vera ráðgefandi fyrir kennara og foreldra, þannig að okkur takist betur til við að koma til móts við nemendur. Verkefnastjór- inn mun jafnframt sinna greining- um, veita ráðgjöf í kjölfar þeirra og fylgja þeim eftir. Það er hlutverk alls starfsfólks og stjórnenda að styðja við nám nemenda og leitast stöðugt við að auka gæði kennslunnar,“ bæt- ir hann við. Fjölmenningarskóli Grunnskóli Snæfellsbæjar er fjöl- menningarskóli. Nemendur koma frá hvorki fleiri né færri en ellefu löndum en um 25% nemenda eru af erlendum uppruna. „Fjölmenningin auðgar samfélag okkar,“ segir Hilm- ar. „Við leggjum mikið upp úr vel- líðan allra sem að skólanum koma og teljum gleðina vera lykilþátt í öflugu námsumhverfi. Við leggjum mikið upp úr samstarfi og samvinnu allra í skólanum, nemenda sem og starfs- fólks. Til þess þurfa öll samskipti að byggjast á virðingu, heiðarleika, sanngirni og tilliti hvers til annars. Til að vinna að þessum markmið- um þá munu allir bekkir í unglinga- deild byrja á því að fara í hópefli sem verður undir leiðsögn íþróttasál- fræðings, deildarstjóra og umsjón- arkennara. Með þessu stefnum við að því að hrista bekkina betur saman til að bæta samskipti og líðan nem- enda. Til að styrkja okkur í þessum málum þá erum við þátttakendur í Olweusaráætluninni gegn einelti sem okkur finnst hafa skilað góðum árangri. Síðasta skólaár hófum við samstarf við Erindi sem eru samtök um samskipti og skólamál og mun- um halda áfram því samstarfi,“ seg- ir hann. Námskrá í átthagafræðum Skólinn er einn fárra skóla sem á sér námskrá í átthagafræðum sem nær til kennslu í öllum bekkjum. „Við erum einn fárra skóla sem eigum okkur námskrá í átthagafræðum sem nær til kennslu í öllum bekkjum. Við leggjum sérstaka áherslu á að nem- endur okkar afli sér þekkingar á heimabyggð sinni svo að þeir þekki sögu hennar, náttúru og staðhætti og geri sér líka grein fyrir möguleikum þar til framtíðar. Við eigum í góðu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu. Leggjum áherslu á að nýta útikennslu til að auka fjöl- breytni í kennslunni,“ segir Hilmar. „Við tökum afstöðu með umhverf- inu og erum með Grænfánavottun á öllum okkar starfsstöðvum. Und- ir merkjum Grænfánans er skólinn í samstarfi við Landvernd um verk- efni sem heitir Hreint haf - Ungt fólk á móti plasti. Það verkefni geng- ur út á að hreinsa fjörur og minnka notkun á plasti þar sem um 80% af því plasti sem finnst í sjónum kem- ur af landi! Við erum þróunarskóli í þessu verkefni og stefnt er að því að allir skólar landsins muni njóta góðs af. Það hefur verið hluti af átt- hagafræðikennslu skólans að hreinsa ákveðna hluta af fjörunni en nú mun það verða markvisst verkefni.“ Upplýsingatækni í skólastarfi „Síðustu ár höfum við lagt áherslu á UT í skólastarfinu, þjálfað nem- endur að nýta sér tæknina í námi og leik. Við höfum bætt búnað okk- ar á þessu sviði og erum með öflug- an verkefnastjóra sem leiðir starfið. Þessu starfi höldum við áfram og í haust er stefnt að því að allar starfs- stöðvar verði komnar með ljósleið- aratengingu sem gerir öll samskipti við veraldarvefinn auðveldari. Við nýtum eldri nemendur til að halda menntabúðir fyrir yngri nemend- urna og eru allir mjög ánægðir með útkomuna,“ segir skólastjórinn. Skólinn tekur jafnramt þátt í verk- efninu um Heilsueflandi grunnskóla og er þátttakandi í Erasmus+ verk- efni sem nefnist „Healthy Lifestyle for Hopefule Future“ sem leggur áherslu á heilbrigðan lífsstíl og for- varnir.“ Helsta breytingin í skólastarf- inu að sögn Hilmars verður sú að í haust mun skólinn leggja nem- endum til námsgögn, foreldrum og forráðarmönnum þeirra að endur- gjaldslausu. „Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta með skólatöskur, pennaveski, íþrótta- og sundföt. Við leggjum á það áherslu að nemendur fari vel með námsgögnin og hvetjum við þá til að nýta áfram það sem til er heima,“ segir hann. „Síðan stefnum við að því að halda úti útvarpi í eina viku í desember. Við gerðum prufu á síðasta skólaári þar sem nemendur sáu um dagskrárgerð og tæknimál. útvarpið mæltist vel fyrir meðal íbúa á svæðinu og nemendur höfðu gagn og gaman af,“ segir Hilmar Már Arason að endingu. kgk Skólasetning Grunnskólans í Stykk- ishólmi var í gærmorgun, þriðju- daginn 22. ágúst. Kennsla hófst síð- an samkvæmt stundatöflu laust eftir klukkan átta í morgun, miðvikudag- inn 23. ágúst. á komandi vetri verða 160 nemendur við nám í Grunnskól- anum í Stykkishólmi. Að sögn Berg- lindar Axelsdóttur skólastjóra er það fjölgun frá fyrra ári. Starfsmenn við skólann eru 35 talsins. „Það er búið að manna allar stöður fyrir utan að okkur vantar enn þroskaþjálfa, en við höfum ekki fengið neina svörun við auglýsingum um það starf,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. Framkvæmdir vegna byggingar nýs Amtsbókasafns og skólabóka- safns í Stykkishólmi eru í fullum gangi um þessar mundir. Sú bygg- ing er viðbygging við grunnskólann. Berglind telur tækifæri felast í því að hafa bóksafnið sambyggt skólanum. „Við sjáum fyrir okkur að skólinn geti nýtt bókasafnið á margvíslegan hátt og sjáum tækifæri í samstarfi við forstöðumann bókasafnsins,“ segir Berglind. Einkunnarorð Grunnskólans í Stykkishólmi eru „gleði, samvinna og sjálfstæði.“ Aðspurð segir Berg- lind ekki miklar breytingar fram- undan í skólastarfinu frá síðasta vetri. „Það verða ekki miklar breyt- ingar frá því í fyrra heldur unnið eftir sömu áherslum í skólastarfinu og á síðasta ári,“ segir Berglind að endingu. kgk/ Ljósm. Grunnskólinn í Stykkishólmi. Grunnskóli Snæfellsbæjar Gleði er lykilþáttur í öflugu námsumhverfi Meðfylgjandi myndir eru frá menntabúðum sem nemendur í 9. bekk voru með fyrir nemendur í 1.-4. bekk á vordögum. Gengu þær afar vel að sögn Hilmars. Grunnskólinn í Stykkishólmi Skólinn geti nýtt bóka- safnið á margvíslegan hátt Úr skólaferð í Nýræktina í vor þar sem meðal annars voru grillaðir sykurpúðar. Nemendur borða nestið sitt í skólaferð upp að skálinni í Drápuhlíðarfjalli síðast- liðið vor.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.