Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 20172 Fjölmenningarhátíð verður hald- in í Frystiklefanum í Rifi næstkom- andi laugardag, milli kl. 14 og 16. Til- gangur hátíðarinnar er að fólk geti komið og kynnt sína menningu um leið og það kynnist menningu ann- arra þjóða. Austanátt, 8-13 m/s, en 15-20 m/s með suðausturströnd landsins. Rigning fyrir sunnan og austan, annars bjart með köflum. Hiti 3 til 8 stig, mildast á Suðurlandi. Allhvöss eða hvöss austanátt og víða tals- verð rigning á föstudag, en þurrt að kalla á norðvestan til. Lægir og styttir upp eftir því sem líður á dag- inn, fyrst á Suðurlandi. Hiti 3 til 9 stig, mildast á Norðausturlandi. Hæg breytileg átt og skýjað með köflum á laugardag, en dálítil væta austast. Kólnar heldur í veðri. Vax- andi austlæg átt á sunnudag. Væta sunnan- og austanlands en annars víða bjart. Hiti 2 til 7 stig. Á mánu- dag er útlit fyrir suðaustanátt og rigningu, en þurrt að kalla á Norður- landi. Hlýnandi veður. „Hve oft notar þú blýant eða penna,“ var spurningin sem les- endum gafst kostur á að svara á vef Skessuhorns í liðinni viku. „Dag- lega“ sögðu langflestir, eða 70% og „flesta daga“ sögðu næstflestir, eða 22%. „Vikulega“ sögðu 4% en aðrir möguleikar fengu færri atkvæði. Í næstu viku er spurt: „Hvaða lista ætlar þú að kjósa í komandi alþingiskosningum?“ Skagamaðurinn Guðmundur Örn Björnsson, eða Addi eins og hann er oftast kallaður, varð um síðustu helgi Íslandsmeistari í boccia. Addi er Vestlendingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Níu framboð í kjöri NV-KJÖRD: Framboðsfrest- ur fyrir alþingiskosningarn- ar 28. október rann út á hádegi síðastliðinn föstudag. Að sögn Inga Tryggvasonar formanns yfirkjörstjórnar í NV-kjördæmi, var strax eftir hádegi á föstudag- inn búið að yfirfara listana laus- lega og sagði hann þá í samtali við Skessuhorn allt líta út fyr- ir að vera eins og til var ætlast, nægilegur fjöldi meðmælenda og slíkt. Níu flokkar bjóða fram í Norðvesturkjördæmi. Það eru: Björt framtið, Framsóknar- flokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæð- isflokkurinn, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Píratar, Sam- fylkingin og Vinstrihreyfing- in - grænt framboð. Jafn mörg framboð eru í Norðausturkjör- dæmi en flest í Suðurkjördæmi þar sem Dögun býður fram lista auk Alþýðufylkingar sem býður fram í fjórum kjördæmum. Eins og kom fram í fréttum síðast- liðinn laugardag mun Íslenska þjóðfylkingin ekki bjóða fram eins og til stóð. Eftir að með- mælendalistum flokksins hafði verið skilað inn síðastliðinn föstudag í nokkrum kjördæm- um kom í ljós að nöfn með- mælenda höfðu verið fölsuð. Dró flokkurinn framboð sín til baka og má búast við ákæru um skjalafals í kjölfarið. -mm Dregið í Maltbikarnum LANDIÐ: Dregið var í 16 liða úrslitum Maltbikars karla og kvenna í körfuknattleik í hádeg- inu í gær, þriðjudag. Allir leik- ir 16 liða úrslita fara fram dag- ana 4.-6. nóvember næstkom- andi. Hjá konunum voru 13 lið skráð til leiks og því sitja þrjú hjá í þessari umferð. Snæfell og Skallagrímur taka bæði þátt og fengu bæði útileik í 16 liða úr- slitum. Snæfell heimsækir Þór Akureyri en Skallagrímur mæt- ir Fjölni í Grafarvogi. Í bikar- keppni karla var leikið í 32 liða úrslitum um liðna helgi. Snæfell komst áfram og dróst á móti ÍR í 16 liða úrslitum. Leik Skalla- gríms og Njarðvíkur b er ólok- ið, en sigurvegari þeirrar við- ureignar fær heimaleik gegn Haukum í 16 liða úrslitum. All- ar viðureignir í 16 liða úrslit- um Maltbikarsins er að finna á www.kki.is. -kgk 1 2 3Kíktu inná SANSA.IS VIÐ ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Síðasti pöntunardagur er til miðnættis á miðvikudögum. Afhending er á þriðjudegi í komandi viku. GSM: 865-2580 SMIÐJUVÖLLUM 17 300 AKRANES SÍMI: 431-2580 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur ákveðið að verja samtals 100 millj- ónum króna af fjárveitingu byggða- áætlunar árið 2018 til að gera strjál- býlum sveitarfélögum hægara um vik við lagningu ljósleiðarakerfa. Markmið byggðastyrksins er að bæta samkeppnisstöðu tiltekinna sveitarfélaga gagnvart umsókn- um þeirra í samkeppnispott Fjar- skiptasjóðs. Að þessu sinni verð- ur 14 sveitarfélögum boðinn styrk- ur, samtals að fjárhæð 90 milljónir króna en tíu milljónum verður út- hlutað beint til þriggja byggðar- laga sem flokkast undir brothættar byggðir. Styrkupphæð hvers sveit- arfélags ræðst af fjárhagsstöðu og meðaltekjum íbúa, byggðaþróun síðstliðin tíu ár, þéttleika og hlut- falli ótengdra staða, sem og fjar- lægð byggðar frá þjónustukjarna og ástandi vega. Borgarbyggð hlýtur hæsta styrk- inn úr þessum potti að þessu sinni, eða 15,1 milljón króna. Sambæri- legur styrkur var veittur þangað á þessu ári, en þá fékk Borgarbyggð 12,1 milljón. Dalabyggð fær út- hlutað 3,4 milljón króna að þessu sinni. mm Tvö sveitarfélög á Vesturlandi fá ljósleiðarastyrki Jón Gunnarsson ráðherra sveitarstjórnarmála og samgangna. Fyrir liggur ný áætlun heilbrigðisráð- herra um byggingu 155 hjúkrunar- rýma til ársins 2022 til viðbótar þeim 313 rýmum sem þegar eru á fram- kvæmdastigi samkvæmt eldri fram- kvæmdaáætlun. Alls munu því verða byggð eða endurgerð 468 hjúkrunar- rými á tímabilinu ýmist til fjölgunar rýma eða til að bæta aðbúnað. Alþingi samþykkti í júní síðastliðnum nýja fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Með henni skapaðist svigrúm til auk- innar uppbyggingar hjúkrunarrýma sem áætlun heilbrigðisráðherra mið- ast við. Á höfuðborgarsvæðinu verð- ur hjúkrunarrýmum fjölgað um 80 umfram gildandi áætlun og um tíu í Árborg. Uppbygging miðar einnig að því að bæta aðbúnað íbúa á nokkrum hjúkrunarheimilum þar sem þörf er á að færa aðbúnaðinn til nútímalegs horfs, í samræmi við viðmið velferð- arráðuneytisins um skipulag hjúkr- unarheimila. Áætlað er að byggja 23 rými á Húsavík, 24 á Höfn í Horna- firði og endurgera 18 hjúkrunarrými í Stykkishólmi. Áform um fjölgun rýma byggist á mati velferðarráðuneytisins á því hvar þörfin er mest og taka mið af fjár- hagslegu svigrúmi gildandi fjármála- áætlunar. Áætlaður heildarkostnað- ur við uppbyggingu 155 hjúkrunar- rýma er tæpir fimm milljarðar króna. Í áætluninni er miðað við lágmarks- þátttöku hlutaðeigandi sveitarfélaga í framkvæmdakostnaðinum, þ.e. 15% á móti 85% kostnaði ríkissjóðs. Af þeim 313 hjúkrunarrýmum sem nú eru á framkvæmdastigi eru 219 hjúkrunarrými til fjölgunar rýma en önnur til að bæta aðbúnað. Fjölgun- in er fyrst og fremst á höfuðborgar- svæðinu, þ.e. í Reykjavík, í Kópavogi, í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi. Einnig fjölgar rýmum á Suðurlandi með uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Árborg. mm Áætlun um uppbyggingu 155 hjúkrunarrýma Til stendur að endurgera 18 hjúkrunarrými í Stykkishólmi, samkvæmt áætlun ráðherra. Ljósm. úr safni/sá. Stefán Logi Haraldsson fram- kvæmdastjóri Límtrés Vírnets hef- ur sagt starfi sínu lausu, en hann var fyrst ráðinn til fyrirtækisins árið 1999 og tók við stjórn sameinaðs fyrirtæk- is Límtrés Vírnets 2004. Ástæðan er vistaskipti en hann hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri hjá Steinull hf. á Sauðárkróki og tekur formlega við því starfi eigi síðar en 1. apríl á næsta ári. Stefán Logi er Fljótamað- ur að uppruna og rekur ættir sínar í Skagafjörðinn. Hann lærði rekstrar- fræði við Samvinnuháskólann á Bif- röst og starfaði árin 1987 - 1999 sem fjármálastjóri Steinullarverksmiðj- unnar, að undanskildu einu ári sem hann starfaði hjá sænska fyrirtækinu Paroc teknisk isolering AB. Hag- vangur hefur nú auglýst starf fram- kvæmdastjóra Límtrés Vírnet laust til umsóknar. Helstu tíðindi í þeirri auglýsingu eru þau að aðsetur vænt- anlegs framkvæmdastjóra verður í Reykjavík, en ekki í Borgarnesi eða á Flúðum þar sem framleiðsludeild- ir fyrirtækisins eru. mm Stefán Logi skiptir um starfsvettvang Stefán Logi Haraldsson, framkvæmdastjóri. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.