Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 23 Mikið líf og fjör var í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi fimmtu- daginn 12. október þegar hinn ár- legi framhaldsskólaviðburður „West Side“ fór fram. Þarna voru samankomnir nemendur úr öllum framhaldsskólunum á Vesturlandi, nánar tiltekið Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Menntaskóla Borg- arfjarðar og Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi. Kepptu þeir í ýmsum greinum og skemmtu sér saman en keppt var í blaki, körfu- bolta, fótbolta, fílabolta og að lok- um spurningakeppni í anda Gettu Betur. Stúkan var full af stuðnings- mönnum sem hvöttu sína kepp- endur en keppni lauk þannig að FVA bar sigur úr býtum og fékk að launum West Side-bikarinn til varðveislu næsta árið eða þar til viðburðurinn verður haldinn að nýju þá á Snæfellsnesi, en nem- endafélög skólanna skiptast á að halda viðburðinn. Um kvöldið var haldinn dansleikur þar sem þeir Króli og JóiPé stigu á svið ásamt öðrum en þeir njóta mikilla vin- sælda þessa dagana í tónlistar- heiminum. Að sögn Guðjóns Snæs formanns NFFA gekk viðburður- inn vel og var ágætlega sóttur enda gott tækifæri fyrir nemendur til að brjóta hversdagsleikann upp núna þegar haustönn skólanna er um það bil hálfnuð. sla Framhaldsskólanemar á West Side Í fílabolta er notaður svokallaður jógabolti í stað venjulegs fótbolta og því má segja að allar fínhreyfingar og tækni hverfi eins og dögg fyrir sólu. Lið FVA í spurningakeppninni með West Side-bikarinn að keppni lokinni. Kæru foreldrar! Með upplýstara samfélagi og sam- eiginlegu átaki margra aðila hefur okkur nánast tekist að útrýma reyk- ingum meðal barna og ungmenna. Árið 1997 reyktu 21% nemenda í 10. bekk daglega. Árið 2017 er þetta hlutfall komið niður í 2%. Sömu sögu er að segja frá nemendum á 1. ári í framhaldsskóla. Þar hefur hlut- fall þeirra sem reykja daglega farið úr 23% árið 2000 niður í 5% árið 2017. Í dag eru komnar á markað svo- kallaðar rafrettur og nýjar töl- ur sýna fram á að ungt fólk er að fikra sig áfram í notkun þeirra. Í ljósi þessara upplýsinga höfum við, sem störfum með og fyrir ungt fólk, áhyggjur af aukinni notkun rafretta hjá þessum hópi. Upphaflega voru rafrettur hugsaðar til að hjálpa fólki að hætta að reykja og vera skaðam- innkandi. Þróunin virðist hins veg- ar vera þannig að ungt fólk byrjar að nota rafrettur án þess að það hafi reykt áður. Þá stendur margt ungt fólk í þeirri trú að rafrettur séu al- gjörlega hættulausar. Það sama á einnig við um marga foreldra. Rafretturnar eru það nýjar á markaðnum að ekki er komin nægi- leg reynsla til að segja til um lang- tímaáhrif á heilsu þeirra sem þær nota eða þeirra sem anda að sér rafrettugufu með óbeinum hætti. Þó eru sterkar vísbendingar um að efnin í rafrettuvökvanum geti verið skaðleg heilsu og hefur Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Administration, FDA) gefið út yfirlýsingu þar sem varað er við notkun rafretta. Vitað er að rafrettur geta verið óhollar á nokkra vegu og þá bæði af völdum nikótíns, sem er oftast notað í raf- rettum og vegna annarra efna sem finnast í vökvanum. Þó svo að langt sé í að til verði niðurstöður sem segja til um skað- semi rafretta er vitað að rafrettu- gufa er mjög ertandi fyrir lungun. Lungu unglinga og ungs fólks eru enn að taka út þroska og þar af leið- andi eru þau viðkvæm fyrir efnum sem finnast í rafrettum. Gufa frá rafrettum getur angrað mikið burt- séð frá hvort það er nikótín eða annað efni sem notað er. Finnst okkur í lagi að dreifa neysluvöru sem víðast, ef hún inni- heldur minna magn af eiturefnum en sú sem styttir líf um helming neytenda? Það er enginn að tala um að banna rafrettur fyrir reyk- ingamenn en það er full ástæða til að lög og reglugerðir verndi börn- in okkar gagnvart rafrettum, líkt og verið er að innleiða í nágranna- þjóðum okkar. Skoðum nokkrar varasamar full- yrðingar sem heyrst hafa um raf- rettur: „Rafrettur eru skaðlausar“. Enn 1. er ekki hægt að fullyrða um skað- semi rafretta því langtímaáhrif á heilsu eru ekki þekkt. Það mun taka áratugi til viðbótar þar til hægt verður að álykta afdráttar- laust um skaðsemi rafretta. Eig- um við ekki að láta börnin okkar njóta vafans? „Rafrettan mun leysa sígarettuna 2. af hólmi“. Góðum árangri í tób- aksforvörnum var náð áður en farið var að selja rafrettur hér- lendis. Auk þess hefur verið sýnt fram á að meira en 90% þeirra sem reyna að hætta sígarettu- reykingum með því að skipta yfir í rafrettur byrja aftur að reykja. Það er svipaður árangur og með nikótínplástrum. „Bragðefnin í rafrettum eru sak-3. laus“. Rannsóknir sýna að raf- rettuvökvi inniheldur í flestum tilfellum skaðleg efni og þar með talin krabbameinsvaldandi efni, sem geta valdið skemmdum á erfðaefni fruma. „Unglingar byrja ekki að nota 4. rafrettur“. Tíðni rafrettureykinga hefur aukist meðal unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á að þeir unglingar sem nota raf- rettur eru líklegri til að leiðast út í sígarettureykingar. Tóbaksfyrir- tækin eru nú að yfirtaka rafrettu- iðnaðinn og er markaðssetningu beint að börnum og unglingum sem eru því miður oft auðveld bráð nikótínfíknar. Það segir sig sjálft að auglýsingar um jarðar- berja- og jelly beans rafrettu- vökva með tilheyrandi myndum af freistandi sælgæti er líklegast ætlað að fanga athygli barna sem aldrei hafa fiktað við reykingar fremur en fullorðinna einstak- linga sem eru að berjast við að hætta að reykja. Fjárhæðir sem settar eru í auglýsingar hafa hátt í tuttugufaldast á þremur árum og tóbaksrisinn hefur hvorki gefið út yfirlýsingu um að markmiðið sé að útrýma tóbaksreykingum né nikótínfíkn. „Rafrettuvökvinn er ekki slysa-5. gildra“. Ungum börnum stafar bráð hætta af nikótínvökvum sem gjarnan eru seldir í sælgætisbún- ingi. Eitrunarútköll af völdum nikótíns í rafrettuvökva fimm- tíufölduðust í USA á fjórum árum. Lífshættulegum eitrunum meðal barna hefur verið lýst og tíu mánaða gamalt barn var hætt komið eftir að hafa drukkið nikó- tínvökva. Ef barn drekkur nikó- tínvökva getur það valdið öndun- arstoppi og dauða. „Nikótín er saklaust“. Nikótín 6. er sterkt ávanabindandi eiturefni og er flokkað sem slíkt hjá Um- hverfisstofnun. Góð samantekt um skaðsemi nikótíns er að finna í riti bandaríska landlæknisemb- ættisins. Tökum dæmi: Ef móðir neytir nikótíns í einhverju formi á meðgöngu getur heili barns- ins orðið fyrir varanlegri þroska- skerðingu ásamt því að nikótín- ið eykur líkur á fyrirburafæðingu og andvana fæðingum. Einnig eru vísbendingar um að ungling- ar sem neyta nikótíns geta orðið fyrir skaðlegum áhrifum á heila. „Þeir sem anda að sér óbeinum 7. rafrettureyk eru í engri hættu“. Skaðsemi óbeinna sígarettureyk- inga var staðfest mörgum áratug- um eftir að vitað var um skað- semi beinna reykinga. Rannsókn- ir sýna að skaðleg efni í rafrettu- reyk greinast í umhverfi þeirra sem reykja rafrettur. Fleiri rann- sóknir eru nauðsynlegar áður en hægt verður að álykta um áhrif óbeinna rafrettureykinga. Þó svo að það sé hugsanlega betra fyrir sígarettureykingamann að skipta yfir í rafrettur jafngildir það ekki að það sé í lagi fyrir börnin okkar að byrja að fikta við þær. Vilj- um við bjóða áfram upp á eiturefni með jarðarberjabragði, einungis til að þóknast reykingamönnum, eða ætlum við að vernda börnin okkar fyrir þessari „nútíma tískuvöru“? Kveðja, Brúin, forvarnarhópur. Má bjóða þér eiturefni með jarðarberjabragði?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.