Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Page 30

Skessuhorn - 18.10.2017, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 201730 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Stundar þú reglubundna hreyfingu? Spurni g vikunnar (Spurt í Stykkishólmi) Magnús Vésteinsson Já, göngutúra öðru hverju. Davíð Einar Davíðsson og Einar Marteinn Bergþórsson Já, við löbbum mikið þegar við berum út tímarit á fimmtu- dögum. Við förum líka alltaf í boccia á þriðjudögum og sund alla daga. Hafdís Knudsen Já, göngu. Renata Kuraitytė Já, ég geri æfingar heima, t.d. pilates, fitnessæfingar og þolæf- ingar. Daniel Saavedra Já, ég lyfti og fer í fjallgöngur. Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálf- ari HK, verður næsti þjálfari meist- araflokks karla hjá uppeldisfélagi sínu ÍA og Sigurður Jónsson verð- ur aðstoðarþjálfari. Liðið féll eins og kunnugt er úr Pepsídeildinni í haust og spilar því í Inkassodeild- inni næsta sumar. Jóhannes Karl stýrði HK í fjórða sæti Inkasso- deildarinnar í sumar. Eftir tímabil- ið var hann valinn þjálfari ársins í deildinni af þjálfurum og fyrirlið- um. Áður hafði hann leikið hér á landi og verið atvinnumaður, m.a. hjá Burnley á Englandi. Jón Þór Hauksson stýrði ÍA í síðustu leikj- um tímabilsins í Pepsi-deildinni eftir að Gunnlaugur Jónsson lét af störfum. Aðalstjórn Knattspyrnu- félags ÍA ákvað hins vegar að ganga framhjá Jóni Þór við val á nýjum þjálfara liðsins. Jóhannes Karl kveðst spenntur við að taka við draumastarfi sínu. „Það er mikill heiður og stór áskor- un fyrir mig að takast á við að þjálfa ÍA, félagið sem ég er alinn upp í og félagið sem ég hef alltaf litið á sem mitt félag. Í raun er draumur minn að rætast með þessari ráðningu og það er sérstaklega skemmtilegt að fá tækifæri til að vinna með reynslu- boltanum Sigurði Jónssyni sem ég horfði á með lotningu á fótbolta- vellinum þegar ég var lítill strákur. Framtíðin er björt í fótboltanum á Akranesi og það er mjög spenn- andi að fá að taka þátt í því metn- aðarfulla uppbyggingarstarfi sem unnið er á því sviði í bænum mín- um,“ sagði Jóhannes Karl, nýráð- inn þjálfari meistaraflokks ÍA. Í tilkynningu segist Knatt- spyrnufélag ÍA binda miklar vonir við samstarfið við Jóhannes Karl og Sigurð, óskar þeim báðum góðs gengis í störfum sínum og þakk- ar fyrrum þjálfurum þeirra starf. „Knattspyrnufélag ÍA vill sérstak- lega þakka Jóni Þór Haukssyni fyr- ir frábært og óeigingjarnt starf sem aðstoðarþjálfari í þrjú leiktímabil og sem aðalþjálfari meistaraflokks karla undanfarnar vikur. Einnig vill félagið þakka öðrum í þjálfara- teyminu fyrir gott starf en það eru þeir Ármann Smári Björnsson, Sig- urður Jónsson, Þórður Guðjónsson og Guðmundur Hreiðarsson. Fram- undan eru spennandi tímar í knatt- spyrnunni á Akranesi þar sem byggt verður á gildum félagsins en þau eru metnaður, vinnusemi, þrautseigja, virðing og agi.“ mm Jóhannes Karl og Sigurður taka við þjálfun ÍA Frá undirritun samninganna við nýja þjálfara meistaraflokks karla hjá ÍA. F.v. Sigurður Jónsson, Magnús Guðmundsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Fyrir aftan stendur Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. Ljósm. kfia. ÍA mætti úrvaldeildarliði Hattar í Maltbikar karla í körfuknattleik að kvöldi síðasta föstudags. Leikurinn fór fram á Akranesi og var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu. Það var ekki fyrr en á lokametrunum að gestirnir frá Egilstöðum náðu for- ystunni og stálu sigrinum, 78-85. Skagamenn byrjuðu af krafti og komust í 7-2. Þá tóku gestirnir við sér og jöfnuðu metin í 12-12. ÍA hafði eins stigs forskot eftir upp- hafsfjórðunginn 21-20. Skagamenn áttu góðan annan leikhluta, héldu forystunni og sigu síðan fram úr, hægt en örugglega. Hattarmenn virkuðu þreytulegir þegar fór að nálgast hálfleikinn. Kannski ekki furða, þeir spiluðu í Domino‘s deildinni kvöldið fyrir bikarleikinn. ÍA hafði tíu stiga for- skot í hálfleik, 47-37. Eftir að hafa kastað mæðinni í hálfleik voru það gestirnir frá Eg- ilsstöðum sem komu frískari til leiks eftir hléið. Smám saman söx- uðu þeir á forskot Skagamanna og aðeins munaði þremur stigum á liðunum fyrir lokafjórðunginn, 64-61. Upphófst þá spennandi lokafjórðungur. Skagamenn bættu við nokkrum stigum en gestirnir fylgdu þeim eins og skugginn. Eft- ir að hafa elt allan leikinn komust gestirnir loks yfir á ögurstundu, þegar rétt rúmar tvær mínútur voru eftir. Skagamenn tóku erf- ið skot og hittu illa á lokamínút- unum á meðan gestirnir léku af yfirvegun, biðu eftir góðum skot- um og settu þau niður. Fyrir vikið höfðu þeir sigur, 78-85 og Skaga- menn urðu að bíta í það súra epli að tapa leiknum eftir að hafa leitt nánast allan tímann. Þátttöku ÍA í Maltbikar karla er þar með lokið að þessu sinni. Ármann Örn Vilbergsson var stigahæstur í liði ÍA með 17 stig. Derek Shouse var með 16 stig, 8 fráköst og 5 stðosendingar en aðr- ir höfðu minna. Níu af tíu leik- mönnum ÍA sem tóku þátt í leikn- um komust á blað og verður það að teljast gott. Mirko Stefan Virijevic átti stór- leik fyrir gestina, skoraði 22 stig og reif niður 16 fráköst og Aaron Moss var með 18 stig og 6 fráköst. kgk Grátlegt tap ÍA í bikarnum Fannar Freyr Helgason í baráttu í teignum. Ljósm. jho. Snæfell tryggði sér á sunnudaginn þátttökurétt í 16 liða úrslitum Malt- bikars karla í körfuknattleik með öruggum útivallarsigri á 3. deildar liði Álftaness, 72-105. Snemma leiks var hægt að merkja að Snæfell spilaði tveimur deildum ofar en heimamenn. Um miðjan upphafsfjórðunginn voru Hólm- arar komnir með 14 stiga forskot. Álftnesingar klóruðu aðeins í bakk- ann og minnkuðu forskot Snæfells í átta stig áður en leikhlutinn var úti, 17-25. Munurinn var meira og minna óbreyttur framan af öðrum leikhluta en þegar stutt var til hálf- leiks skildu leiðir. Snæfell lauk fyrri hálfleiknum af krafti og hafði 21 stigs forskot í hléinu, 33-54. Heimamenn gerðu sig ekki lík- lega til að koma sér aftur inn í leik- inn eftir hléið. Þvert á móti juku Snæfellingar forskot og höfðu af- gerandi 36 stiga forystu fyrir loka- fjórðunginn. Staðan í leiknum breyttist lítið sem ekkert í fjórða og síðasta leikhluta. Fór svo að lokum að Snæfell vann stórsigur, 72-105. Christian Covile var atkvæða- mestur Snæfellinga með 26 stig og 12 tólf fráköst. Þorbergur Helgi Sævarsson var með 17 stig og tók 10 fráköst, Jón Páll Gunnars- son 17 stig og 5 fráköst og Viktor Marinó Alexandersson skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar. Aron Ingi Hinriksson skoraði 11 stig og Rúnar Þór Ragnarsson var með 10 stig og 14 fráköst en aðrir höfðu minna. Fjölmiðlamaðurinn Kjartan Atli Kjartansson var atkvæðamestur í liði Álftnesinga með 27 stig, 8 frá- köst og 7 stoðsendingar en Arnar Hólm Kristjánsson skoraði 26 stig og tók 7 fráköst. Snæfell tryggði sér með sæti í 16 liða úrslitum Maltbik- arsins, en hún verður leikin dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Enn hefur ekki verið dregið í 16 liða úr- slitum og því óvíst hverjir mótherj- ar Snæfells verða. kgk Snæfell vann stórsigur á Álftanesi Viktor Marinó Alexanders- son átti góðan leik þegar Snæfell gersigraði Álftnes- inga í bikarnum. Ljósm. úr safni/ sá.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.