Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 201722 Nú standa yfir breytingar á versl- un Samkaups Úrvals í Grundarfirði og mun verslunin heita Kjörbúð- in framvegis. Sambærileg breyting var einmitt gerð í Búðardal þar sem opnað var eftir breytingar síðastlið- inn föstudag eins og getið er um í annarri frétt í blaðinu í dag. Breyt- ingin í Grundarfirði á að skila sér í lægra vöruverði til viðskiptavina samhliða breyttum áherslum. Til dæmis mun grillið víkja þannig að ekki verður hægt að kaupa hamborg- ara og franskar eins og áður. Þegar fréttaritari leit við fyrr í vikunni var verið að rífa niður sjoppuafgreiðsl- una og grillið til að koma fyrir bak- aríi á sama stað. Einnig munu tals- verðar breytingar verða gerðar inni í versluninni sjálfri en stefnt er að því að ljúka framkvæmdum síðar í þess- ari viku. tfk Samkaup í Grundarfirði breytt í Kjörbúðina Eiður Björnsson smiður og Sigurlaug J Björnsdóttir starfsmaður rétt höfðu tíma til að brosa til ljósmyndara. Samkaup Úrval mun heita Kjörbúðin framvegis. Nýtt húsnæði Amtsbókasafns verð- ur verður tekið í notkun í Stykkis- hólmi innan fárra vikna en nú er ver- ið að leggja lokahönd á bygginguna, sem staðsett er við hlið grunnskólans. Framkvæmdir hófust í ágústmánuði 2016 og ganga vel. Stefnt er að verk- inu verði lokið 1. nóvember. Er það Skipavík ehf sem sér um byggingu safnsins og að sögn Sævars Harðar- sonar, framkvæmdastjóra Skipavíkur, er verkið allt á áætlun. „Við erum á góðri leið en nú eru aðeins seinustu handtökin eftir, smá frágangur og slíkt. Það er alltaf smá sprengur í lok- in en við ættum vel að ná þessu fyr- ir 1. nóvember. Það hefur í raun allt gengið mjög vel frá upphafi þó við ætluðum upphaflega að skila verkinu af okkur aðeins fyrr, en það er mjög eðlilegt að það verði smá seinkun á svona stóru verki. Það er alltaf eitt- hvað smávegis sem bætist við,“ segir Sævar þegar blaðamaður hitti hann í síðustu viku. Nýr forstöðumaður Amtsbókasafnsins Nanna Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem nýr forstöðumaður Amt- bókasafnsins og tók hún við starfinu 1. september síðastliðinn. Nanna er fædd og uppalin á Akureyri en hef- ur búið í Reykjavík undanfarin ár þar sem hún lauk námi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Ís- lands. Að námi loknu fór hún að vinna á Borgarbókasafninu í Spöng- inni allt þar til hún sá starf forstöðu- manns Amtbókasafnsins í Stykkis- hólmi auglýst. „Ég hef alltaf verið hrifin af Stykkishólmi og þegar ég sá auglýsinguna ákvað ég að stökkva til og sækja um,“ segir Nanna í sam- tali við Skessuhorn. Nanna flutti í Stykkishólm ásamt eiginmanni sín- um, Hjalta Hrafni Hafþórssyni, og fimm ára dóttur þeirra. „Við ákváðum að leigja út íbúðina okk- ar í Reykjavík til að byrja með og sjá hvernig okkur myndi líka hér, en eins og staðan er núna líkar okk- ur mjög vel. Hér hefur okkur verið mjög vel tekið og allir svo almenni- legir,“ bætir Nanna við. „Maðurinn minn fékk strax vinnu á leikskólan- um, það var eiginlega bara stokkið á hann og hann fengin til að koma til starfa. Honum líkar mjög vel að vinna þar en hann vann á leik- skóla í Reykjavík í fimm ár áður en við fluttum.“ Aðspurð hvernig sé að búa í Stykkishólmi eftir að hafa búið bæði á Akureyri og í Reykjavík seg- ir hún það vera mjög gott. „Ég bjó í Borgarnesi um tíma svo ég hef áður prófað að búa á minni stað og líkar það mjög vel.“ Góður bókakostur á safninu „Nýja húsnæðið leggst mjög vel í mig og ég hlakka mikið til að flytja safnið þangað. Ég kíkti á safnið fyr- ir hálfum mánuði og leist mjög vel á. Aðstaðan í nýja húsinu verður mun betri, bæði fyrir gesti og starfs- fólk. Nýja safnið verður bæði not- að sem safn fyrir almenning og sem skólabókasafn svo ég mun fá grunn- skólabörnin til mín líka, sem mun gera starfið mun líflegra,“ segir Nanna aðspurð hvernig nýja starf- ið leggst í hana. „Um leið og við fáum húsnæðið munum við fara af stað í flutninga, en þeir munu taka nokkurn tíma. Amtsbókasafnið var skylduskilasafn hér áður fyrr, sem þýðir að eintak af öllum prentuðum bókum á Íslandi varð að skila hingað inn. Það er því mjög mikið magn af gömlum bókum til hér auk þess sem hér er almennt góður bókakostur og flestar nýrri bækur til. Það mun því taka tíma að pakka þessu öllu nið- ur og taka upp á nýjum stað, en við fáum vonandi góða aðstoð við það,“ segir Nanna. Fólk kemur saman og á notalega stund Aðspurð hvort fólk sé duglegt að koma og fá bækur að láni segir hún svo vera. „Hólmarar eru mjög dug- legir að koma. Safnið var lokað í tvo og hálfan mánuð áður en ég tók til starfa. Ég ákvað svo að hafa opið í tvo daga í viku þar til við þurfum að loka til að flytja safnkostinn og flestir eru mjög ánægðir með það. Hingað kemur fólk ekki bara til að taka bækur heldur líka til að hitt- ast og fá sér kaffi. Það er líka mik- ið um að foreldrar komi með börn- in sín til að eiga smá rólega og góða stund eftir leikskóla eða skóla. Á nýja safninu verður aðstaða fyrir þá sem vilja hittast og spjalla mun betri. Þar verður hálfgerð setustofa þar sem hægt verður að fá sér kaffi og kannski seinna meir verður hægt að opna þar lítið kaffihús,“ segir Nanna að endingu. arg Framkvæmdum að ljúka við nýtt Amtsbókasafn í Stykkishólmi Nanna Guðmundsdóttir tók við stöðu forstöðumanns Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi 1. september síðastliðinn. Setustofan í núverandi húsnæði Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi. Á nýja safninu er ætlunin að hafa enn betri setustofu þar sem fólk getur komið og fengið sér kaffi. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á byggingu nýs Amtsbókasafns í Stykkishólmi. Eins og sjá má er þak hússins eins og opin bók. Nýja húsnæði Amtsbókasafnsins er mjög rúmgott og bjart. Núverandi húsnæði Amtbókasafnsins í Stykkishólmi en innan nokkurra vikna mun safnið verða flutt í nýtt húsnæði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.