Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Mál sem brenna á fólki Frambjóðendur keppast nú við að lofa ýmsu. Annað geta þeir jú ekki gert til að freista þess að ganga í augu kjósenda fyrir lok mánaðarins. Nokkrir lofa því að taka eigið fé út úr ríkisbönkunum en aðrir að skattleggja þá ríku. Enn aðrir vilja að lífeyrissjóðirnir verði þjóðnýttir í þágu nýsköpunar, sem eðli málsins samkvæmt er mesta áhættan í viðskiptum. Við slíkum hugmyndum geld ég varhug. Bið ég um að lífeyrissjóðirnir verði látnir í friði fyrir slík- um hugmyndum, þetta eru einfaldlega ekki peningur stjórnmálamanna til að gambla með. En engu að síður virðast mér nokkur mál vera að skera sig úr og verða kosningamál hvort sem flokkarnir vilja það eða ekki. Þá er ég ekki að tala um kökuskreytingar eða rasisma. Ég leyfi mér hins vegar að taka út fyrir sviga tvö mál sérstaklega. Annars vegar erfiða stöðu ungs fólks í baráttunni við að koma sér upp þaki yfir höfuðið og hins vegar kjör eldri borgara. Nú um stundir er leiguverð íbúðarhúsnæðis orðið það hátt að þeir sem dæmdir eru á leigumarkað hafa enga möguleika á að leggja til hliðar og öngla saman fyrir útborgun í eigin húsnæði. Þessu veldur einkum sá ofvöxtur sem varð á síðustu árum í ferðaþjónustu þannig að íbúðarhúsnæði var teppt af ferðamönnum sem greiddu hærri húsaleigu en almenningur ræður við. Eft- irspurnin spennti upp leiguverðið og hvorki ríki né flest sveitarfélög sáu ástæðu til að sporna við þróuninni. Þar að auki var lítið byggt á þessum árum og fyrst núna sem einhver hreyfing er komin á nýbyggingar. Auk þessa má ég til með að nefna að hávaxtastefna sem hér á landi er rekin, verðtrygging og ýmis sértæk úrræði til að halda á floti fárveikum gjaldmiðli, gerir það að verkum að beinlínis er óskynsamlegt fyrir ungt fólk að stofna til skulda. Með einföldum útreikningum er hægt að sýna fram á að til dæmis fjörutíu ára hús- næðislán þýðir að viðkomandi greiðir fyrir fasteignina þrefalt það sem hún kostaði í upphafi. Þetta er séríslenskt fyrirbrigði, hvað sem raular og tautar. Mér sýnist enginn flokkur hins vegar hafa þann kjark að taka það mál upp og finnst mér það miður. Hitt atriðið sem ætti að mínu áliti að vera helsta stefnumál stjórnmála- manna komandi ára er að bæta stöðu eldra fólks, þeirra sem komnir eru um og yfir hinn skilgreinda starfslokaaldur. Næstsíðasta ríkisstjórn kom mál- um þannig fyrir að eldra fólk má ekki afla neinna sértekna öðruvísi en að greiðslur frá ríkinu séu skertar sem þeim nemur. Nú er það sem betur fer svo að fjölmargir sem komnir eru fast að sjötugu hafa mikla starfsorku og vilja til að taka virkan þátt í atvinnulífinu. Þökk sé meðal annars heilbrigðiskerfi, sem er betra en margir vilja halda fram, heilbrigðara líferni, heilnæmu um- hverfi og góðri fæðu. Í mínum huga er því beinlínis galið að refsa eldra fólki fjárhagslega fyrir það eitt að ná tilskyldum aldri. Mín skoðun er sú að allir sem ná 67 eða 70 ára aldri ættu að fá 250 þúsund krónur í fastar mánðarlegar greiðslur frá Tryggingastofnun, ósnertanlegan pening sem ekki yrði skatt- lagður eða skertur á nokkurn hátt. Minna má það ekki vera. Síðan hefði við- komandi einstaklingur frjálst val um hvort hann héldi áfram á vinnumarkaði að hluta eða í fullu starfi og greiddi þá skatta af þeim tekjum eins og aðrir. Mætti halda áfram atvinnuþátttöku svo lengi sem heilsa og vilji er til staðar. Viðkomandi hefði engu að síður val um að hefja töku lífeyris úr lífeyrissjóði sínum og að sjálfsögðu á ekki að skattleggja þær greiðslur. Með þessu móti yrðu flestir eldri borgarar þessa lands fjárhagslega stöndugir og myndu leggja helling til í samneysluna. Í stað þess eru þeir margir beinlínis hnepptir í fá- tæktargildru með núverandi refsikerfi sem stjórnmálamenn fundu upp. Eldri borgarar eiga ekki slíka meðferð skilda frekar en unga fólkið sem gert er nánast ókleift að eignast þak yfir höfuðið. Staðreyndin er nefnilega sú að ef báðir þessi þjóðfélagshópur hefðu það betra fjárhagslega myndu þeir sem eru á milli þeirra í aldri einnig hafa það betra, það leiðir af sjálfur sér. Þetta snýst nefnilega allt um jöfnuð og sjálfsögð mannréttindi hárra sem lágra, yngri sem eldri, kalla og kellinga. Magnús Magnússon Leiðari Framleiðsla á Reyka vodka í Borg- arnesi gengur vel og er að sögn Þórðar Sigurðssonar yfirbruggara sífellt vaxandi. Á síðasta ári voru framleiddir um 1200 þúsund lítr- ar af vodkanum og á þessu ári verð- ur framleiðslan enn meiri. Áætlan- ir gera ráð fyrir að árið 2020 verði framleiðslan komin í tvær milljónir lítra. Því er fyrirséð að stækka verð- ur verksmiðjuna og bæta við búnaði til að anna eftirspurn. Reyka vodki er mjög útbreiddur og þekktur víða um heim. Í síðustu viku var hér á ferð amerískur mat- gæðingur, Ming Tsai að nafni, og tók upp innslag í matreiðsluþátt sem hann heldur úti vestan hafs. Þáttur- inn hefur um eina milljón áhorfenda og því verður um verulega land- kynningu að ræða. Ming Tsai hafði áður komið við á veitingastaðnum Mathöllinni í Reykjavík þar sem eldað var og m.a. bragðað á Reyka. Með MingTsai í för var Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslu- meistari, sem ættuð er frá Ólafsvík. Sjálf hefur Fanney Dóra meðal ann- ars starfað á veitingastöðum í Nor- egi og í Englandi á stað sem er í eigu þáttagerðarmannsins Jamie Oliver. Þórður Sigurðsson segir að Ming Tsai hafi verið mjög hrifinn af ís- lenska vodkanum og reyndar lét hann þess getið í heimsókninni að þetta væri besti vodki sem fram- leiddur væri, hann mætti bara ekki segja það opinberlega! mm Amerískur matgæðingur kynnir sér framleiðslu á Reyka vodka Ming Tsai, Fanney Dóra og Þórður við eimingartækin í Pure Spirit. Átthagastofa Snæfellbæjar, í sam- starfi við Svæðisgarð Snæfellsnes, Grunnskóla Snæfellsbæjar, leik- skóla Snæfellsbæjar, Símenntun- arstöð Vesturlands og Frystiklef- ann, stendur fyrir fjölmenningarhá- tíð sem haldin verður í Frystiklef- anum á laugardaginn, 21. október. Boðið verður upp á mat, fræðslu og skemmtidagskrá frá klukkan 14-16. „Tilgangur hátíðarinnar er að fólk geti komið og kynnt sína menningu og fengið að kynnast menningu ann- arra. Fólk kemur með mat á hlað- borð og verða réttir frá sjö löndum; Íslandi, Póllandi, Bosníu, Þýska- landi, Slóvakíu, Suður-Afríku og Rúmeníu,“ segir Rebekka Unnars- dóttir verkefnastjóri Átthagastofu. Forseti Íslands ætlar að mæta og bæjarstjóri Snæfellsbæjar kemur og verður með ávarp og fræðsluer- indi frá fjölmenningarsetri Vestur- lands. Þá verður einnig boðið upp á skemmtiatriði og fræðsluerindi frá fólki úr Snæfellsbæ. „Allir sem vilja taka þátt er velkomið að skrá sig. Kvenfélögin, ungmennafélagið, slysavarnafélögin og önnur opin fé- lög ætla að koma og kynna sína starf- semi. Á fimmtudeginum fyrir hátíð- ina stendur grunnskólinn fyrir fundi ásamt Huldu Karen, starfsmanni Menningarmálastofnunar, fyrir for- eldra barna með íslensku sem annað tungumál. Fundurinn verður túlk- aður yfir á pólsku,“ segir Rebekka. „Ég hvet bara alla til að mæta en það kostar ekkert og það verður margt skemmtilegt í boði,“ segir Rebekka að endingu. arg Fjölmenningarhátíð í Frystiklefanum á laugardaginn Boðið verður upp á rétti frá sjö löndum á fjölmenningarhátíð sem haldin verður í Frystiklefanum á laugardaginn. Ljósm. úr safni Skessuhorns Háls- og bakdeildin í Stykkishólmi var opnuð að loknu sumarleyfi 28. ágúst síðastliðinn og tekur við sjúk- lingum í endurhæfingu sem fyrr. Á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Vest- urlands kemur fram að Hrefna Frí- mannsdóttir yfirsjúkraþjálfari og fagstjóri endurhæfingar hafi ver- ið sett sem faglegur ábyrgðaraðili deildarinnar. Hrefna vinnur ásamt Hafdísi Bjarnadóttur samskipta- fulltrúa í Stykkishólmi að endur- skoðun á skipulagi og stefnumótun deildarinnar með stuðningi fram- kvæmdastjórnar HVE. „Síðustu vikurnar hefur ver- ið unnið að því að fá lækni til að vinna með teyminu í stað yfirlækn- is sem látið hefur af störfum. Sam- komulag hefur náðst við Bjarna Valtýsson svæfingalækni, um að taka að sér læknisþjónustu við sjúklinga háls- og bakdeildarinnar tímabundið, en hann hefur mikla reynslu í verkjameðferð. Útfærsla læknisþjónustunnar er í mótun og er ráðgert að Bjarni muni sinna sprautumeðferð á svæðinu viku- lega og vera fagteymi til ráðgjaf- ar eftir þörfum auk þess að taka að sér fræðslu fyrir sjúklinga deildar- innar. Heilsugæslulæknar sjá um inn- og útskriftir á háls- og bak- deild fyrst um sinn,“ segir í frétt frá HVE. mm Unnið að stefnumótun háls- og bakdeildar HVE í Stykkishólmi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.