Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 201724
Síðastliðinn miðvikudag fór Haust-
þing Samtaka sveitarfélaga á Vest-
urlandi fram í Gamla kaupfélaginu
á Akranesi. Á dagskrá fundarins
voru hefðbundin aðalfundarstörf,
en í seinni tíð hefur sveitarstjórn-
arfólk á Vesturlandi komið saman
í tvígang, að vori og hausti. Lögð
var fram og afgreidd tillaga að
fjárhagsáætlun, samþykktar álykt-
anir í vinnuhópum um fjárhags-
og starfsáætlun, atvinnumál, sam-
göngur og fjarskipti og opinbera
þjónustu og málefni sveitarfélaga.
Vífill Karlsson hagfræðingur
SSV hélt erindi um þróun og horf-
ur á fasteignamarkaðinum á lands-
byggðinni. Eftir hádegi voru svo
pallborðsumræður þar sem hús-
næðismál voru þemað. Í pallborð
mættu Sigrún Ásta Magnúsdóttir
ráðgjafi frá Íbúðalánasjóði, Rak-
el Óskarsdóttir formaður stjórnar
SSV, Óli Jón Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri og Vífill Karlsson
hagfræðingur. Fram kom í máli
Vífils og þeirra sem til máls tóku
að húsnæðisskortur er mikill víða
á Vesturlandi. Slíkt er talið hamla
eðlilegri íbúðafjögun.
Gestir á Haustfundi voru að
þessu sinni Jón Gunnarsson sam-
gönguráðherra, Haraldur Bene-
diktsson 1. þingmaður kjördæmis-
ins og Halldór Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Ávörpuðu þeir þing-
ið og svöruðu fyrirspurnum.
Skessuhorn birtir þær ályktanir
sem vinnuhópar unnu að á Haust-
þingi SSV og voru samþykktar.
mm
Sveitarstjórnarfólk hélt haustþing SSV
Ferðaþjónusta
Ferðaþjónusta hefur vaxið gríð-
arlega á Vesturlandi síðustu ár og
áframhaldandi vexti er spáð næstu
árin. Margt hefur áunnist, en mik-
ið vantar á að grunngerð og inn-
viðir séu til staðar eða nógu öfl-
ugir til að taka á móti auknu álagi.
Sú staða sem komin er upp reyn-
ir mjög á þolrif heimamanna sem
og þolmörk innviða s.s. vegakerfis,
heilbrigðisþjónustu, löggæslu, án-
ingarstaða, náttúruperlna o.fl. Auk
þess vantar enn skýra stefnumótun,
regluverk, stýringu og landvörslu
sem tekur mið af þeim fjölda ferða-
manna sem nú sækja landið heim.
Haustþing SSV fagnar verk-
efnum um stefnumótun áfanga-
staða sem unnin eru í samstarfi við
sveitarfélögin s.s. Landsáætlun og
Áfangastaðaáætlun DMP. Einnig
telur haustþingið brýnt að staðið
verði við markmið laga landsáætl-
unar um uppbyggingu innviða fyr-
ir ferðamenn til verndar náttúru og
menningarsögulegum minjum og
fjármagn verði tryggt til þess. Jafn-
framt verði tryggt fjármagn og/
eða leiðir skapaðar til að fjármagna
uppbyggingu innviða, upplýsinga-
gjöf og landvörslu sem þarf að vera
til staðar ef vel á að vera.
Farið verði vel yfir hvar og
hvernig verði staðið að gjaldtöku
af bílastæðum, ferðabílum og öðr-
um slíkum hlutum á Vesturlandi
og tillögum þar um komið inn í
áfangastaðáætlun. Lagt er til að
SSV hafi forgöngu um að móta
heildstæða stefnu um þessi mál fyr-
ir svæðið.
Haustþing SSV telur mjög að-
kallandi að skilgreina og auka hlut
sveitarfélaga í tekjustofnum hins
opinbera vegna ferðaþjónustu.
Sjávarútvegur
Á Vesturlandi eru sjávarbyggðir
þar sem reknar eru litlar og stór-
ar útgerðir, fiskvinnslur og fisk-
markaðir sem eru undirstöðuat-
vinnuvegur þeirra byggða. Auk
þess sem nýsköpun og vöruþróun
vex og dafnar við hlið öflugs sjáv-
arútvegs.
Nokkur styr hefur lengi verið í
þjóðfélaginu um umgjörð sjávar-
útvegs á Íslandi, sem skapar óvissu
og erfiðleika fyrir þá sem starfa í
þeirri atvinnugrein. Mikilvægt er
því að skapa sátt og stöðugleika
um starfsumhverfi sjávarútvegsins
þannig að atvinnuvegurinn geti
þróast áfram á grundvelli sjálf-
bærrar nýtingar, greitt sanngjarnt
nýtingagjald af auðlindinni og efl-
ist samfélaginu öllu til hagsbóta.
Mikilvægt er að Hafrannsóknar-
stofnun rannsaki lífmassa Breiða-
fjarðar og Faxaflóa um nýtingar-
möguleika hafsins á öllum sviðum
Haustþing SSV beinir því
til ráðamanna að skapa sátt og
stöðugleika um sjávarútveginn,
hann byggi á sjálfbærri nýtingu
og stuðlað verði að áframhald-
andi framþróun og starfsemi öfl-
ugs sjávarútvegs í sjávarbyggðum
landsins.
Landbúnaður
Á Vesturlandi eru landbúnað-
arhéruð og svæði sem byggja á
hefðbundnum fjölskyldubúskap
á litlum og stórum búum, þá eru
úrvinnslustöð í landbúnaði með-
al stærstu vinnuveitenda í Dala-
byggð og mikilvægt er að standa
vörð um starfsemi þess. Vaxandi
áhugi er á heimavinnslu og sölu
beint frá býli og mikilvægt er að
hlúa vel að þeim sprota.
Sitt sýnist hverjum um það land-
búnaðarkerfi sem við búum við í
dag og deilur um það í þjóðfélag-
inu hafa gert starfsumhverfi land-
búnaðarins mjög erfitt fyrir. Það
er því mjög mikilvægt fyrir lands-
byggðirnar að sátt náist um ís-
lenskan landbúnað, þar sem land-
búnaður er víða forsenda þess að
byggð haldist í sveitum landsins.
Landbúnaður og matvælafram-
leiðsla styður einnig við vöru-
þróun vegna ferðaþjónustu og er
byggðafesta fyrir ýmsa byggða-
kjarna í dreifbýli.
Haustþing SSV lýsir yfir mikl-
um áhyggjum á mjög erfiðri stöðu
sauðfjárræktar og bendir á að
sauðfjárrækt er grunnatvinnuveg-
ur á hluta Vesturlands, t.d. Dala-
byggðar sem jafnframt er svæði
sem hefur verið í byggðaþróunar-
legri vörn. Haustþing SSV legg-
ur á það áherslu að í aðgerðum
stjórnvalda verði hugað að erf-
iðri stöðu ákveðinna svæða og úr-
ræði hafi það markmið að verja
þau svæði sem byggja afkomu sína
á sauðfjárrækt. Mikilvægt er að
gripið verði til aðgerða strax til að
forða fyrirsjáanlegri byggðarösk-
un verði ekkert aðhafst.
Grunninnviðir
Á sama tíma og miklir erfiðleik-
ar steðja að sauðfjárrækt, blasir
það við að erfitt er að nýta tæki-
færi á öðrum sviðum atvinnu-
lífs í dreifðum byggðum á Vest-
urlandi, vegna þess að lagningu
3ja fasa rafmagns er allt of stutt
á veg komin og trygg rafmagns-
afhending er ekki til staðar. Skor-
að er á stjórnvöld að gerð verði
áætlun og átak í styrkingu og nú-
tímavæðingu dreifkerfis raforku á
Vesturlandi. Styrking dreifikerf-
isins er forsenda uppbyggingar á
fjölbreyttara atvinnulífi í dreifð-
um byggðum á Vesturlandi, t.d.
ferðaþjónustu og nýtingu á nú-
tímatækni í landbúnaði.
Haustþing SSV lýsir yfir ánægju
með það sem gert hefur verið í
ljósleiðaravæðingu á svæðinu, en
vekur jafnframt athygli á því að
allt of hægt miði í ljósleiðarvæð-
ingu á ákveðnum svæðum á Vest-
urlandi og þá helst þeim sem veik-
ust eru. Nauðsynlegt er að gert
verði átak í ljósleiðarvæðingu á
dreifbýlustu svæðum Vesturlands
og þeim hraðað.
Grundartangi
Iðnaðarsvæðið á Grundartanga
hefur mikið og vaxandi hlutverk
á suðursvæði Vesturlands. Mikil-
vægt er að unnið verði að því að
nýta þau tækifæri í jákvæðum til-
gangi sem núverandi og vænt-
anleg starfsemi á Grundartanga
gefur til framþróunar á svæðinu,
bæði í þjónustu- og þekkingar-
greinum af öllum tagi.
Haustþing SSV telur nauðsyn-
legt að styrkja og tryggja innviði
Grundartangasvæðisins með tilliti
til raforku, vatns, hafnargerðar
og ekki síst samgangna til og frá
svæðinu og við höfuðborgarsvæð-
ið, en það er ein mikilvægasta for-
senda fyrir framþróun á atvinnu-
uppbyggingu á Grundartanga.
Þekkingarsetur og
menntastofnanir
Á Vesturlandi eru tveir háskól-
ar, þrír framhaldsskólar, símennt-
unarstöð og nokkur þekkingar-
nýsköpunar- og rannsóknarset-
ur sem eru gríðarlega mikilvæg-
ar stoðir í grunngerð samfélags-
ins. Þessi starfsemi er mjög mik-
ilvæg fyrir svæðið þar sem helstu
sóknarfæri í atvinnuuppbyggingu
á næstu árum eru talin verða í
þekkingariðnaði.
Haustþing SSV leggur því
áherslu á að starfsemi þessara ein-
inga verði efld og þeim tryggt
rekstrarlegt sjálfstæði og fjárhags-
legur rekstrargrundvöllur, enda
hefur starfsemi þessara stofn-
ana haft jákvæð mælanleg áhrif á
þekkingarstig á Vesturlandi.
Verkefni til
eflingar svæða
Sveitafélög eða svæði, auk atvinnu-
lífs og félagasamtaka á Vesturlandi
hafa sýnt frumkvæði í að koma á
fót verkefnum til að styrkja byggð
og atvinnuuppbyggingu. Þar má
t.d. nefna verkefni eins og Svæð-
isgarðurinn Snæfellsnes og Saga
jarðvang í Borgarfirði.
Haustþing SSV hvetur stjórn-
völd til að styðja við og tryggja
fjármagn til að viðhalda slíkum
sjálfsprottnum svæðisbundnum
verkefnum og nýta þá vinnu sem
þar er unnin til stefnumótunar og
uppbyggingar. Ennfremur þarf að
vera jákvæðni fyrir fjármagni í ný
verkefni sem ráðist verður í.
Þjóðgarðurinn
Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hef-
ur stóru hlutverki að gegna varð-
andi verndun náttúru- og menn-
ingarminja auk þekkingarmiðlun-
ar og þjónustu við ferðamenn sem
sækja Vesturland heim.
Haustþing SSV lýsir yfir von-
brigðum með að byggingarfram-
kvæmdum við nýja þjóðgarðsmið-
stöð á Hellissandi séu ekki hafn-
ar, þrátt fyrir að fyrir liggi fjár-
mögnun á verkefninu. Traust var
lagt á að nú yrði ráðist í þær fram-
kvæmdir af fullum krafti og fjár-
magn verði tryggt til að ljúka þeim
fljótt og vel.
Haustþing SSV lýsir yfir mikilli
ánægju og stuðningi við áform við
skipulagsbreytingar á þjóðgörðum
með stofnun Þjóðgarðsstofnunar.
Haustþing SSV vill árétta vilja
heimamanna til að taka yfir stjórn
þjóðgarðsins Snæfellsjökuls þann-
ig að hann verði rekinn á sömu
forsendum og með sambæri-
legum stuðningi og Þjóðgarður-
inn Vatnajökull.
Ályktanir Haustþings SSV um atvinnumál