Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 25 Opinber þjónusta - málefni sveitarfé- laga og samskipti við ríkið Opinber þjónusta sem veitt er af sveitarfélögum og ríki hefur mikil áhrif á lífsgæði fólks, vöxt og viðgang samfélaga. Ríkið er skuldbundið sam- kvæmt samningum til að fjármagna hluta af þeirri þjónustu sem sveitar- félögin inna af hendi. Mikilvægt er að skerpa skil á því hvaða þjónusta til- heyrir hvoru stjórnsýslustigi. Nauð- synlegt er að viðeigandi tekjustofn- ar og fjármögnun þeirra þátta opin- berrar þjónustu sem sveitarfélögin bera ábyrgð á, sé með þeim hætti að sveitarfélögin geti sinnt þjónustunni sem skyldi. Mikilvægt er að kostnað- armeta öll frumvörp, reglugerðir og aðrar stjórnvaldsákvarðanir ríkisins sem hafa áhrif á verkefni og rekstur sveitarstjórnarstigsins. Á undanförn- um árum hefur þeim tilvikum fjölg- að þar sem ýmis verkefni og ábyrgð á þeim hafa verið færð til sveitarfélag- anna án samráðs og að eðlilegt fjár- magn hafi fylgt þeim verkefnum. Haustþing SSV leggur áherslu á mikilvægi þess að samráð sé haft, raunhæft kostnaðarmat sé gert og nægt fjármagn fylgi verkefnum sem ríkið ætlar sveitarfélögunum að taka yfir og annast. Málefni fatlaðra Þrátt fyrir auknar fjárveitingar í kjöl- far endurskoðunar á samningi um málefni fatlaðra eru sveitarfélög enn víða að greiða með þjónustu við fatl- aða. Ekki er svigrúm til að efla þá þjónustu sem fötluðum er veitt í sveit- arfélögunum né heldur að byggja upp þjónustu þar sem hún er ekki til stað- ar. Því er ljóst að enn skortir fjármagn til þess að sveitarfélögin á Vesturlandi geti staðið undir þjónustu við fatlaða einstaklinga sem þar búa, til að lögum og reglugerðum varðandi þá þjónustu sé uppfyllt. Haustþing SSV bendir á að þrátt fyrir að þjónustumat hafi verið gert, þá hefur raunhæft kostnaðarmat sem byggir á þjónustumatinu ekki verið gert. Því hafa fjárveitingar til sveit- arfélaganna ekki tekið mið af þeirri þjónustuþörf sem er til staðar á hverj- um stað, en mikilvægt er að það sé tryggt. Haustþing SSV leggur áherslu á að NPA-þjónusta verði lögbundin. Haustþingið ítrekar jafnframt mik- ilvægi þess að raunhæf kostnaðar- greining verði gerð á allri samfélags- þjónustu sem sveitarfélögin eigi að veita fyrir hönd ríkisins. Þannig að allar fjárveitingar til þeirra verkefna taki ávallt mið af uppfærðu kostnað- armati, sem byggir á þeim kröfum sem settar eru fram í lögum og reglu- gerðum varðandi þá þjónustu sem á að veita. Haustþing SSV telur einnig afar brýnt að til verði sérstakur tekjustofn sem fjármagnar nauðsynlega upp- byggingu á þjónustu og aðstöðu fyrir fatlaða. Heilbrigðisþjónusta og öldrunarmál Góð heilbrigðisþjónusta er forsenda fyrir búsetu á Vesturlandi. Mikil- vægt er að áfram verði unnið að því að styrkja rekstrargrundvöll HVE og annarra heilbrigðis- og öldrunar- stofnana á Vesturlandi. Haustþing SSV skorar á ríkisvald- ið að tryggja fjármagn til að endur- nýja og efla tækjakost sjúkrahúsanna á Akranesi og í Stykkishólmi sem og á heilsugæslustöðvum umdæmisins. Vegna niðurskurðar og takmarkaðra fjárveitinga til tækjakaupa síðastliðin ár, er uppsöfnuð þörf á viðhaldi og endurnýjun búnaðar orðin mjög að- kallandi. Mikilvægt er að örugg tæki og búnaður sé til staðar á sjúkrahús- unum á Vesturlandi svo hægt sé að sinna þeirri þjónustu sem þar er til staðar. Haustþingið SSV hvetur einnig til þess að skoða verði hvernig sjúkra- húsin geti styrkt grundvöll sinn með sérhæfingu og sérverkefnum. Heilsugæslustöðvar eru mjög mik- ilvægar í öllum byggðarlögum. Þær þurfa að vera í stakk búnar til að mæta þörfum íbúa svæðisins á hverjum tíma, auk þess að sinna stórauknum fjölda ferðafólks og sumarhúsafólks sem sækir svæðið heim og þarf á heil- brigðis og slysaþjónustu að halda. Haustþing SSV áréttar mikilvægi þess að efla starfsemi heilsugæslu- stöðva á Vesturlandi þannig að þær geti áfram sinnt starfsemi sinni og tryggð verði viðvera lækna og mennt- aðs heilbrigðisstarfsfólks alla daga á heilsugæslustöðvum umdæmisins. Rekstrarumhverfi hjúkrunar- og dvalarheimila er erfitt þó nýr ramma- samningur sem gildi tók á síðastliðnu ári á milli heimilanna og Sjúkratrygg- inga Íslands, hafi létt róðurinn að ein- hverju leyti. Mörg sveitarfélög hafa þurft að koma beint að rekstri heim- ilanna þó málaflokkurinn sé alfarið á ábyrgð ríkisvaldsins. Mikilvægt er að áfram verði unnið að bættu rekstr- arumhverfi þessara stofnana, hugað verði að fjölgun rýma á þeim svæð- um þar sem þörf er á og aðbúnaður bættur. Haustþing SSV vil benda sérstak- lega á að fyrir liggur fjárheimild til að fara í endurbætur á á húsnæði HVE í Stykkishólmi og samþætta þannig öldrunarþjónustu í Stykkishólmi, en athafnir hafa ekki fylgt þeim sam- þykktu fjárheimildum. Haustþingið harmar þá vondu stöðu og hvetur rík- isvaldið til tafarlausra athafna varð- andi endurbætur á húsnæði HVE í Stykkishólmi. Framhalds- og háskólar Á Vesturlandi eru öflugar mennta- stofnanir sem gegna lykilhlutverki við uppbyggingu búsetu á svæðinu. Mik- ilvægt er að menntastofnanir á Vest- urlandi haldi sjálfstæði sínu, en leitað verði leiða til að auka samstarf þeirra á milli til að nýta betur mannauð og opinbert fjármagn. Haustþing SSV hvetur til þess að ríkið móti sér heildræna stefnu í upp- byggingu háskólastigsins og vinni það í samstarfi við hagsmunaaðila. Haustþing SSV leggur áherslu á að ríkið ráðist í endurskoðun á fyrir- komulagi iðnnáms og starfstengdr- ar menntunar í landinu með það að leiðarljósi að efla iðnnám og gera það eftirsóknarverðara. Haustþing SSV skorar á stjórnvöld að tryggja að menntastofnanir á Vest- urlandi hafi nægt fjármagn til að geta sinnt því mikilvæga starfi sem þær gegna og þeim er ætlað. Löggæsla Dulin búseta á Vesturlandi vegna fjölda sumarhúsa, háskólanema, mik- illar fjölgunar ferðamanna og upp- byggingar á Grundartanga, kall- ar á aukna löggæslu á starfssvæðinu. Ástand vega og aukning ferðamanna kallar á stóraukna löggæslu á vegum úti. Afar brýnt er að hækka fjárveiting- ar til löggæslu á Vesturlandi til þess að hægt sé að fjölga lögregluþjónum og ráða í þau stöðugildi sem heimild er fyrir. Í dag eru starfandi 12 lög- regluþjónar á Vesturlandi en nauð- synlegt er að fjölga þeim í 16 til þess að tryggja að hægt sé að halda uppi sólarhringsvakt á Akranesi og í Borg- arnesi. Haustþing SSV skorar á Alþingi að hækka fjárveitingar til löggæslu á Vesturlandi til að hægt sé að tryggja öryggi íbúa og gesta landshlutans. Jöfnun húshitunar- kostnaðar Haustþing SSV hvetur Alþingi til að vinna áfram að því að hækka niður- greiðslu raforkuverðs til jöfnunar húshitunarkostnaðar. Mikilvægt er að halda áfram á þessari braut til þess að bæta lífskjör íbúa á köldum svæðum. Sóknaráætlun Vesturlands Sóknaráætlun Vesturlands er þróun- aráætlun þar sem Vestlendingar hafa sameinast um framtíðarsýn og sett sér markmið til að efla landshlutann og auka samkeppnishæfni hans. Þetta hefur verið gert með því að vinna að ýmsum áhersluverkefnum sem eru í takt við markmið áætlunarinnar, auk þess sem Uppbyggingasjóður Vestur- lands hefur stutt við á þriðja hundr- að menningar- og nýsköpunarverk- efni. Sóknaráætlun Vesturlands hef- ur sýnt sig að vera öflugt tæki til þess að styrkja Vesturland. Haustþing SSV skorar á Alþingi að hækka fjárveitingar til sóknaráætlana landshluta. Það er mikilvægt til þess að sóknaráætlanir standi enn frekar undir því hlutverki sem þeim er ætl- að við að styrkja menningarlíf, menn- ingartengda atvinnustarfsemi og ný- sköpun í atvinnulífi á Vesturlandi. Málefni um persónuvernd Með tilkomu nýrrar persónuvernd- arreglugerðar nr. 2016/679 sem tók gildi 24. maí 2016 og kemur til fram- kvæmda 25. maí 2018, leggjast aukn- ar skyldur og kvaðir á allar opin- berar stofnanir. Þessar skyldur kalla m.a. á vinnu við úttekt og greiningu á gagnavinnslu allra stofnana, áhættu- mat og gerð öryggisstefnu, vinnslu- og skráningaferla er varða allar pers- ónurekjanlegar upplýsinga. Auk þess sem kveðið er á um skyldu til að ráða persónuverndarfulltrúa fyrir allar opinberar stofnanir. Þær skyldur og kvaðir sem fylgja þessum lögum og reglugerðarsetningu hafa í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrir sveit- arfélögin og þær stofnanir sem þau reka. Haustþing SSV skorar á stjórn- völd að samráð sé haft við sveitar- félögin, raunhæft kostnaðarmat sé gert og fjármögnun fylgi þegar lög og reglugerðir eru settar sem setja aukn- ar kvaðir og skyldur á herðar sveitar- félaganna. Stjórnsýsla ríkisins Haustþing SSV áréttar mikilvægi þess að stjórnsýsla ríkisins virki og þær ákvarðanir sem þar hafa verið teknar varðandi opinbera þjónustu komist í framkvæmd og þeim sé fylgt eftir. Haustþing SSV haldið á Akranesi, 11. október 2017 leggur fram eft- irfarandi ályktanir um samgöngu- mál sem byggja á einróma sam- þykktri Samgönguáætlun Vestur- lands 2017-2029: Vegamál Tvöföldun vegar á Kjalarnesi er óhjákvæmileg framkvæmd vegna aukinnar umferðar og öryggis veg- farenda m.a. vegna fjölgunar ferða- manna. Samkvæmt vegáætlun á verkefnið að hefjast árið 2018 og er nauðsynlegt að svo verði. Þá er mikilvægt að hefja nú þegar undir- búning að veglínu og framkvæmda- áætlun um endurbætur á Þjóðvegi 1 um Hvalfjarðarsveit í Borgarnes. Því skorar Haustþing SSV 2017 á stjórnvöld að hefja þegar í stað vinnu við tvöföldun vegar frá Reykjavík í Borgarnes og að framkvæmdum verði lokið á næstu átta árum. Haustþing SSV skorar á Vega- gerðina og Reykjavíkurborg að hefja án tafar undirbúning að lagn- ingu Sundabrautar, sem bætir um- ferð til og frá höfuðborginni og eyk- ur umferðar- og almannaöryggi. Því fyrr sem raunhæfur undirbúning- ur verkefnisins hefst eru líkur á að framkvæmdir geti farið af stað innan fárra ára. Samhliða þessu eru ljóst að fara þarf í tvöföldun Hvalfjarðaganga á næstu árum ef og þegar hámarki umferðar um göngin skv. reglugerð verður náð. Ríkissjóður verður tím- anlega að hafa frumkvæði að nauð- synlegum undirbúningi og fram- kvæmd. Afar brýnt er að framkvæmdum við veginn um Fróðárheiði ljúki á árinu 2018 og framkvæmdum við veginn um Uxahryggi verði haldið áfram og þær klárist eigi síðar en árið 2020. Vinna við þessa vegi hef- ur staðið yfir í mörg undanfarin ár og þeim verður að ljúka sem fyrst. Mikilvægt er að Vegagerðin geri sérstaka úttekt á tengivegum á Vesturlandi og forgangsraði fram- kvæmdum m.t.t. umferðar og mikil- vægis. Verkefnið verði unnið í sam- vinnu við SSV. Áhersla verði lögð á að bundið slitlag verði komið á alla tengivegi í byggð fyrir 2029. Þá er lagt til að teknar verði upp viðræð- ur við sveitarstjórn Borgarbyggðar um endurskoðun á nýtingu áætlaðs fjármagns til endurbóta á Þjóðvegi 1 um Borgarnes. Á þessu ári hófust lagfæringar á veginum um Skógarströnd. Mikil- vægt er að hönnun endurbóta hans og gerð tímasettrar verkáætlunar framkvæmda liggi fyrir sem fyrst. Þá er nauðsynlegt að hefja fram- kvæmdir við lagningu slitlags þar sem undirbyggingu er lokið. Nú þegar þarf að hefjast handa við að tvöfalda einbreiðar brýr á Vest- fjarðavegi í Dalabyggð til að tryggja umferðaröryggi. Ljóst er, að gera þarf nauðsyn- legar öryggisúrbætur á gatnamót- um tengivega og Þjóðvegar 1 og þeim lokið eigi síðar en árið 2020. Þá er mikilvægt að fjölga útskotum á fjölförnum vegum, tryggja að góð- ar girðingar séu meðfram vegum og ráðast í öryggisaðgerðir á stöðum þar sem stórviðri eru algeng. SSV fagnar framkominni skýrslu starfshóps um fjármögnun fram- kvæmda við helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu og telur að hún muni stuðla að aukinni umræðu um þau risavöxnu verkefni sem blasa við í samgöngum og umferðarör- yggismálum á Vesturlandi. Loks felur Haustþing SSV stjórn samtakanna að standa fyrir ráðstefnu um það hvernig greiðar samgöngur innan Reykjavíkur hafi áhrif á ferða- venjur og öryggi íbúa á Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu. Hafnamál Mikilvægt er að samgönguáætlun geri ráð fyrir framlagi til þeirra verk- efna í hafnamálum sem eru áætluð á næstu árum á Vesturlandi. Þar eru m.a. verkefni í höfnum Snæfellsbæj- ar, í Grundarfirði og í Stykkishólmi. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við landfyllingu og breikkun aðal- hafnargarðs á Akranesi og nauðsyn- legt er að samgönguyfirvöld komi að því verkefni til þess að tryggja stöðu fiskvinnslu og útgerðar frá Akranesi. Skarðsstöð í Dalabyggð gegnir hlutverki fyrir smábáta og nauðsyn- legt að endurbæta aðstöðu þar. Þá er lögð áhersla á að haldið verði áfram af krafti við úrlausn verkefna á sviði sjóvarna á Vesturlandi. Flugvellir Mikilvægt er að gert verði ráð fyr- ir viðhaldi á þeim lendingarstöðum sem eru á Vesturlandi. Endurbæta verður slitlag á Stóra Kroppi. Mikilvægt er að lendingarstaður- inn á Rifi verði endurbættur þannig að hann geti gengt hlutverki sínu í neyðartilfellum. Lögð er rík áhersla á að þyrlum verði áfram tryggt elds- neyti á flugvellinum á Rifi, enda gegnir flugvöllurinn mikilvægu ör- yggishlutverki í því efni. Fjarskiptamál Nauðsynlegar framkvæmdir við ljósleiðaratengingu á Vesturlandi nema um einum milljarði. Í áætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að verkefni samkvæmt þingsályktun ljúki árið 2020. Það er stefna sveit- arfélaga á Vesturlandi að á árunum, 2018, 2019 og 2020 fáist a.m.k. ár- lega 250 m.kr. til að ljúka verk- efninu á Vesturlandi. Hugað verði sérstaklega að stöðu í hinum dreifð- ari byggðum landshlutans eins og t.a.m. í hinum víðfeðmu sveitarfé- lögum Borgarbyggð og Dalabyggð. Skorað er á fjarskiptasjóð og Byggðastofnun að tryggja fjármagns til þessa verkefnis þannig að því ljúki eigi síðar en árið 2020. Nauðsynlegt er að ráðin verði bót á lélegu farsímasambandi á afmörk- uðum svæðum við þjóðveg 1, í dreif- býli og á vinsælum útivistarsvæðum á Vesturlandi af öryggisástæðum. Vesturland er ákjósanlegur staður fyrir tengingu á háhraðafjarskipta- streng við útlönd enda utan skil- greindra hamfararsvæða. Í því fel- ast miklir möguleikar í uppbyggingu gagnavera og gagnavinnslu á Vestur- landi. Almenningssamgöngur Almenningssamgöngur eru mjög mikilvægar fyrir Vesturland en rekst- ur þeirra hefur gengið mjög erfiðlega á árinu 2017 og ljóst að verkefnið er vanfjármagnað. Samningur SSV við Vegagerðina um umsjón með al- menningssamgöngum á Vesturlandi rennur út í árslok 2018. Mikilvægt er hefja nú þegar viðræður við Vega- gerðina og samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytið um forsendur og fjárveitingar til þessa verkefnis. Ályktanir Haustþings SSV um opinbera þjónustu Ályktanir Haustþings SSV um samgöngumál

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.