Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 18.10.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2017 15 Ræktunarsamband Flóa og Skeiða | Gagnheiði 35 | 800 Selfossi Sími 480 8500 / 860 2054 | raekto@raekto.is | raekto.is Jarðborar á ferðinni Borum eftir heitu og köldu vatni, varmadæluholur, rannsóknar- holur, metangasholur og sjóholur. Allt frá grunnum holum til djúpra og grannra til víðra. Jarðborar frá okkur verða á ferðinni á Vesturlandi á Áratuga reynsla við jarðboranir. Vantar vatn eða varma? Kjörbúðin var opnuð í Búðardal föstudaginn 13. október síðast- liðinn, en verslunin er til húsa að Vesturbraut 10 þar sem Samkaup Strax var áður. Á formlegri opn- un hélt Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs stutta tölu auk þess sem Jóhann- es Haukur Hauksson tók til máls fyrir hönd Dalabyggðar. Nem- endur leikskóladeildar Auðarskóla glöddu gesti með söng og Kjör- búðin bauð upp á kökur og drykki fram eftir degi. Ingvar Kristján Bæringsson er verslunarstjóri útibúsins í Búðar- dal og segir hann breytingarn- ar fela í sér talsverða verðlækkun en hann segir Kjörbúðina standa fyrir lágt verð alla daga. Auk þess verður verslunin með vikuleg til- boð og íbúar eiga von á einblöð- ungum heim í hús þar sem tilboð verða auglýst. Grillinu hefur verið lokað en áfram verður boðið upp á pylsur, bakarí og ýmsar tilbúnar veitingar eins og samlokur og létta matarbakka. Áfram verður borðað- staða fyrir viðskiptavini í glerskál- anum og aðgengi að örbylgjuofni og mínútugrilli. Auk þess verður hægt að kaupa tilbúinn grillaðan kjúkling alla daga vikunnar. Ingvar Kristján vill taka fram að félagsmannaskírteinin gilda líkt og verið hefur og áfram verður boð- ið upp á vörur frá Heimilistækjum, prjónavörur, ritföng, bílatengd- ar vörur og leikföng. Hann seg- ir áhersluna vera á lágt og sam- keppnishæft matarverð og vöruúr- val komi til með að aukast. sm/ Ljósm. Karl Ingi Karlsson. Kjörbúðin opnuð í Búðardal Nokkrir af starfsmönnum Kjörbúðarinnar. Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggðar afhendir Ingvari Bæringssyni verslunar- stjóra blómvönd í tilefni opnunar Kjörbúðarinnar Eldri nemendur leik- skóladeildar Auðar- skóla sungu tvö lög við opnunina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.